Freyja - 01.12.1903, Blaðsíða 6

Freyja - 01.12.1903, Blaðsíða 6
FREYJA VI. 5- K ŒRLEIKS VERKID. Skrifaö fyrir FREYJU af G. A. DALMANN. llir sögðu að Eyri vœri mesta sóma og rausnar heimili—veru- legt fyrirmyndar bú. Enda grœddu þau Eyrarhjón á tá og fingri. Drottínn blessaöi starf þeirra í hvívetna. Þaö væri nú líka eðlilegt, því bóndi vœri búinn aö vera meðhjálpari í meira en tutt- ugu ár og hreppstjóri viðlíka lengi. Aðrir héldu því fram að hann heföi nú reyndar gegnt því starfi lengur, en síðan hann kom í hreppstjórasætið. Hann byrjaði sálmana á hverjum sunnudegi og söng fremwr drýgindalega. Það var líka eitt af láninu hans—að fróðra manna sögn, að ekki voru sungin yfir tíu sálmalög alls yfir í kyrkjunni, og þau voru sungin ár út og ár inn. Það var enginn gikksháttur brúkaður í þeirri kyrkju, engar breytingar voru gerðar, allt hafði runnið í sama farveg í meira en fjórðung aldar. Gamli presturinn og sóknarfólkið kunni alla sálmana, sem sungnir voru, og allir tilheyrendur prestsins vissu svona hér um bil hvað hann mundi segja. Það var ómengað guðsorð sem hann fór með, sauð- Urinn. Obreytanleg var lýsingin á hinum tveim stöðum fyrir hand- an djúpið. Gárungarnir, sem ekki voru margir í þeirri sveit, sögðu að fordæmingarþulan væri orðin svo tannbarin, að skörð vœru í hana komin, eins og tanngarðinn á blessuðum prestinum. Líka sögðu þeir að bóndinn frá Eyri kœmist oftast slysalaust fram úr bæninni eftir tuttugu ára œfingu, hann vœri að líkindum farinn að kynnast henni blessaður sauðurinn. Húsbóndinn á Eyri gaf sig ekki að slíku, hann hafði einusinni lesið það í Norðanfara, að orðsins þjónar mættu þola þrengingar og spott syndaranna, og úr því það stóð prentað í því blaði, hlaut það að vera satt. Þeir prentuðu ekki ósannindin þar, það eina var þó víst. Bóndanum fannst hann njóta sín bezt við altarishorn- ið vinstramegin, eða karlmannamegin, eins og það var kallað á kyrkjumáli. Þar lagði hann sálmabókina sína, sem farin var að trosna á hornunum í þjónustu kyrkjunnar, ogsvohvíldi hann hand- leggina á altaris-horninu þegar hann stóð. Honum fannst altarið eins konar jafnaðarríki, því þó presturinn við hefði flóknara mál en hann sjálfur, var það eðlilegt, hann var fulltrúi þess ríkis, sem ekki

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.