Freyja - 01.12.1903, Blaðsíða 39
VI. 5.
FREYJA
121
Verði ljós, verði hér ljós, svo fór ég eftir litla ljósinu okkar.“
„O, þú hefir misskilið prestinn, Siggi minn. Hann hefir ætlað að
láta syngja sálminn: Verði ljós, verði hér ljós. Þú hefir víst haft ljós í
huga. Osköp eru nú á þér að gjöra þetta, fyrsta daginn sem þú ferð á
sunnudagaskólann. Ilvað heldurðu að presturinn hugsi um þig, að
hlaupa svona frá því, sem þú áttir að taka svo vel eftir?“
,,0 mamma mín, heldurðu að presturinn verði vondur við mig, ég
skal ætíð taka vel eftir þv'í sem hann segir og ekki hlaupa svona aftur.
Heldurðu að ég fái ekki að láta ijósið okkar á jólatréð ef þú viltgefa mér
það, mamma mín, og þú hefir ekkert gefið mér enn þá, til að láta á það.“
„Það er satt, vinur minn, ég hefi ekkert gefið þér til að láta á tréð.
Eg veit að ekkert verður fegurra á því en ljósin, hví skvldi ég þá ekki
lofa þér að bæta einu við—einu, sem flytur með sér svo hjartnæma end-
urminningu um litla ljósið, sem logaði svo skært við höfðalagið hennar
systur þinnar, þegar hún lokaði síðast blessuðum litlu augnaljósunum
sínum. Það er þá bezt að það sé fyrsta ljðsið sem látið verður á jólatréð.
Mér finnst eins og að eitthvað hulið standi á bak við þenna misskilning.
Taktu þá við litla kertinu mínu, ég get ekki neitað þér um það, elskan
mfn. Biddu kennarann þinn að taka af því skarið, svo það renni ekki
niður, og biddu hann að taka skarið af þér Itka.‘‘ „Taka skarið af mér?
ég er ekki ljós, hvernig ætti hann þá að geta það, mamma mín?“ „.Jú
vinur minn. Oll börn eru ljós, og ekkert lýsir og vermir hvert heimili
betur en góð börn, og það er kallað að taka af þeim skarið, að líða þeim
ekki að gjöra neitt ljótt eða ósæmilegt.“ „Var þá Kristur líka ljós þegar
hann var barn, mamma?“ „Já, hann var sannarlegt ljós, og hann hefir
sjálfur sagt: ,Eg er ljós heimsins, hver sem fylgir mér, mun ekki ganga
í myrkri, heldur hafa lífsins ljós.‘“ , Þá ætla ég að fylgja honum, mamma
mín.“ „Gjörðu það, elskan mínjjiá verður þú líka ljós í heiminum.“
„Ég ætla nú að fara með i jósið okkar og biðja guð að vera með mér,og
þú þarft þá ekki að vera hrædd um mig þó veðrið sé vont. Vertu sæl
mannna mfrt, þú mátt ekki láta liggja illa á þér á jólunum.“
Þá drengurinn var kominn nokkuð á veg, sá hann mann skammt
frá sér, er skjögraði mjög og var auðsjáanlega drukkinn. „Heyrðu mað-
ur, hérna hjá mér og ljósinu mínu er vegurinn, þú ert fyrir utan hann,
komdu til mfn.“ ,jEg hefi svo lengi verið fyrir utau alla vegi að mig
varðar ekki um þá, drengur minn. Eg kom svona nærri veginum rétt
til að vita hvað þú værirað gjðra með ljós um hábjartan dag?“ 0 ég
ætla með það á jólatréð í kyrkjunni okkar. Máske þú viljir koma með
mér, ó! það verður svo gaman að sjá öll fallegu ljósin á trénu.“ „Vit-
leysa, drengur minn, ég hefi ekkert að gera þangað. Þú ert barn, atvik-
in verða búin að snúa þér á aðra leið, þegar þú héfir gengið í gegnum
allt sem ég er búinn að reyna. Nei, ég fer mína leið. Máskeþú haldirað