Freyja - 01.12.1903, Blaðsíða 27

Freyja - 01.12.1903, Blaðsíða 27
VI. 5- FREYJA 009 H ve fátt er J>að á foldu sem finnur ekki tíl, og fátt sem ekki leikur á harma-lífsins spil, og þessir döpru tómar úr ýmsri hljóma átt, en undra fáir skiljum vér sorgarinnar xnátt. IL Und silíurtjökinm rnánans er sveipuö fögur jörö, viö segulskautiö hvíta þó haMa stjörnur vörö, þær horfa á þann er reikar um hrími þakta grund, er heinrur allur sefur guðs náðarblæjum und. Ó, þar er einn hinn sœröi er þreytir lifsins stríö, sem þó ei hefir vikið um hársbreidd fyr á tíö, en nú er blómið bliknað, það bylvind þolir ei, hann beygir það og hristir, sera aldaa stjórnfaust fléy. Kú þreytir skeið hans hugurum þögult jarðheims svið hvar þrautir lífs og harmar nú blasa sjón hans við. Á meðal þúsund þyrna, vex þar ei nokkurt blóm, ó, þar er dauðans myrkur, já eyðimörkin tóm. En ofar harmaleiðum er allt svo hreint og bjart, þar eldar þúsund brenna um nætur skeiðið svart, og himin guðs er prýddur með bleikrauð ljósa bönd sá bjarmi, það er letur, sem skráði drottins hönd. En sigurfrægðin dvfnar, þá sólin lœkka fer, það syrtir að með éljum þá haustið komið er og vorsins blóm og skrúði þá fýkur eins og fis, þá fara líka að deyja vor skæru vonar blys. III. Hve fögur varstu forðum, ó feðra grundin mín með frægðarvon í hjarta, ég lék við brjóstin þín, oft bikar fylltan blómum þá barstu til mín heim, sem barnið tók ég glaður við móðurgjöfum þeim. Hve ásýnd þín er döpur, já ömurleg og köM, ó, ástarbrosin ljúfu mér sendu þetta kvöM og ylblítt móðurhjartað lát opið fyrir mér, þvt allt sem hugann kvelur þú gjörla veizt og sér.

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.