Freyja - 01.12.1903, Blaðsíða 34

Freyja - 01.12.1903, Blaðsíða 34
FREYjA VI. 5- 116 hátt. Hús þaö sem hann fæddist í, stóö f míöjnm bœnnm og frarn að ferhyrningi, inniluktum á alla vegu af húsum. ,,Andspœnis húsinu stóð bæjarkyrkjan meö sínum veglega turni. Hægra megin kyrkjunnar stóö gapastokkur bæjarins, en til vinstri pósthúsiö meö tukthúsinu og vitskertra spítalanum. Þetta var fyrsta sýnishorniö sem ég sá af heiminum. Allt voru þaö mannaverk, hvergi grænn blettur eöa landsýni. Kyrkjan var eölilega ásjálegasta bygging bæj- arins, og kom þaö til af því, að í lok 18. aldarinnar, eitt aðfanga- dagskvöld jóla, kom eldur upp í bœnum fyrir aðgœzluleysi einnar þjónustustúlku, og brann hann ásamt kyrkjunni til kaldra kola. Stúlkan var tekin af fyrir vikið, en bærinn græddi við brunann töl- uvert, því nú var bærinn lagður út með beinum strætum og húsun- um raðað upp hlíðarnar. Kyrkjan var byggð upp og hafa bæjar- menn með ekkert litlum rembingi bent á það síðan, að hún vœri öll úr gulum hollenzkum viði, byggð af reglulegum húsasmiði frá Khöfn og liti allt að einu út og kyrkjan í Kongsbergi. A þeim tíma er ég var í Skien hafði ég víst ekki vit á að meta þessa óviðjafnanlegu kosti,enég var mjög hugfanginn af hvítum, kubbslegum, limadigrum engli með skál í höndum, sem alla daga vikunnar hékk upp undir kyrkjubustinni, nema á sunnudögum þegar börn voru skírð, að hann var látinn síga hægt niður í hópinn til okkar. En þó varð ég enn þá hrifnari af svartri tík, sem sagt var að heima ætti í kyrkju- turninum, hvaðan vökumaðurinn hrópaði stundatalið á nóttunni. Eftir sögn, átti hún að hafa blóðrauð augu, en var heldur sjaldsén —-hafði helzt aldrei sést nema einusinni. Það var á nýársnótt, þeg- ar vökumaðurinn kallaði út um framglugga turnsins .klukkan er eitt, ‘ að svarta tíkin kom upp stigann á bak við hann, stanzaði augnablik og hvessti á hann augun. En það var nóg, vökumað- urinn steyptist út um gluggann, ofan á torgið og fannst þar örend- ur, þegar guðhrœtt fólk gekk til tíða árla á nýjársdagsmorguninn. Síðan hefir enginn vökumaður hrópað .klukkan eitt' út um þann glugga Skien kyrkjunnar. Þetta skeði löngu fyrir mína daga, en síðan hefi ég heyrt að samskonar atriði hafi komið fyrir í fleiri norskum kyrkjum í gamla daga. • En glugginn þessi hefir verið mér sérstaklega minni- stæður, því út frá honum fékk ég mínar fyrstu hugmyndir. Barna- stúlkan okkar fór með mig upp í turninn og lofaði mér að horfa út um gluggann. Eg man hvað mér þótti merkilegtað horfa niður á

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.