Freyja - 01.12.1903, Blaðsíða 30

Freyja - 01.12.1903, Blaðsíða 30
t\2 FREYJA VI. ast þriggja íítíllega f brá5 meö hliösjón afr, Ladíes Hcroe Joumal, '* en bvrja aö eins á œfisögu Ibsens og veröur henni ásamt æfisögu Björnstjerne Bjömssons haldið áíram í Freyju frajnvegis. Leo Tolstoy. ^JoLSToY er, eíns og þej;ar hefir veríö * tekiö fram, talinneinnamestur allra núlifandi rithöfunda og skálda. Hann er allramanna einkennilegasturog hef- ir þaö meöal annars komiö fram í því, aö hann, sem er aðalsmaður aö ætt og auðugur vel, hefir samt lifað ()- breyttu bœndalífi og jafnvel unniö bændavinnu, og hafa myndir veriö af honum teknar, er sýna hann gangandí á eftir plógi með einni dróg fyrir. Snemma datt honum í hug að skifta ' alei^u sinni meðal fátækra, og hefði hann án efa fram fylgt þvf í verkinu ef hann heföi fengið þtí ráðiö. Hann er mannvinur mikill og pré- dikar frið og bróðurlyndi þjóð sinni, sem þó hefir meiri herbúnaö en nokkur önnur þjóð í heimi. Hann hefir kennt nýja félagsfrœði og nýjan kristindóm,—félagsfræði, sem byggist á bræðralagi og jöfnuði allra manna og kristindóm, sem byggist á svipuðum grund- Velli og kemur fram í kærleiksfullri breytni við alla menn, af því að allir viðurkenni og skilji bræðralagið. Tolstoy er svo ágætur. og áhrifamikill að sjálfur keisarinn hefir ekki getað stungið upp í hann eða rekið hann í útlegð, Hann er bokmenntatröll þjóðar sinnar, sem stormar keisaralegs haturs, aðalsmanna öfundsýki og hjátrúafótti fáfróðrar alþýðu hafa skollið á um tugi ára að árang- urslauSu. Hann er spekingur að viti, með óþreytandi elju ogrann- sóknarfýsn og ósveigjanlegu sálarafii og óbifanlegri sannfœring. Sem rithöfundur hefir hann ímyndunarafl nœgilega ríkt til að fleyta á skáldskapar djúpsœvi sínu fjöllum af virkilegleik. Meðferð hans á efninu er ávalt meístaraleg, ljós og áhrifamikil. Ein af sögum hans ,,War and peace" (Stríð og friður) er yfirgripsmikil ogmeist- araleg skuggsjá af ástandinu í heiminum, þar sem rússneska þjóð- in er söguhetjan, en þungamiðja efnisins er sjálfstjórn fólksins

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.