Freyja - 01.12.1903, Blaðsíða 10

Freyja - 01.12.1903, Blaðsíða 10
92 FREYJA VI. 5. irnar aftur aö rúöunni og þýddi burtu héluna. En þegar hún leit aftur út, var skýið búið að missa hina fögru mynd sína. Engillinn var horfinn og yndislega barnið líka.en í þeirra stað var kominn ljót- ur og leiðinlegur skýhnoðri er mest líktist illa táinni ull. Henni sýndist skýið vera að reka sig á tunglið, en það var að eins augna- blik. Máninn sveif undan þykkustu brún skýflókans hátignarlega og brosandi. Næsti ský-hnoðri líktist undur fallegum fugli, en hvað hann var nefhvass, enda leið skýið hratt yfir himininn gengt tunglinu. En svo var eins og tunglið kæmi auga á þessa fögru mynd, tœki undir sig stökk til að mœta henni sem fyrst, enda voru þau á svipstundu komin í faðmlög. En ský-myndin fagra þoldí ekki faðmlög mánans, hún leystist í sundur og varð að fáum sund- urlausum drefjum, en tunglið brosti glettnislega, um leið og það varp nábleikum feigðarbjarma yfir hauður og haf. Önnu fannst líf sitt líkast hverfanda skýi. Hún hafðiséðbörn tveggja eða þriggja ára gömul í faðmi ástríkra mæðra, og í anda sá hún nú sjálfa sig á þeim aldri, þegar dauðinn svifti hana ástvinun- um, sem hún hefði mátt treysta. Hún var afhent heiminum, sem talar um meðlíðan og mannkærleika, en breytir þó við munaðar- leysingjana, eins og þeir hefðu hvorki hjarta né sál. Upp af þess- um og þessu líkum hugleiðingum hrökk Anna. Uti var allt myrkt og kalt. Hræðilegur snjóskýjabólstur með hvítbleikar raðir er líkt- ist mest gnýpóttum, voðalega tilkomumiklum fjallgarði, huldi nú tunglið. Hún tók andlitið frá glugganum, en horfði samt sem allra snöggvast á rúðuna, með hinum helköldu hélurúnum, sem í hennar augum voru dauðamerki dvínandi æsku. A miðju glerinu var þó ofurlítill þýður blettur, á þessum bletti hafði hún þó sigrað frostið. Gat þá ekki skeð að hún á komandi árum gæti dregið ögn úr kuldanum, sem þrengja kosti munaðarleysingjanna í heimi þess- um? En hvað gat hún, fátæk og einmana? Voru nokkrar líkur til þess, að gœfan, einhverntíma á komandi árum,tœki hana að sér —þreiddi faðminn út á móti henni? Hvf ekki? Auðvitað var sú von á reiki, því henni virtist hélaðir glergluggar aðskilja hið um- liðna og ókomna, og fyrirmuna sér að sjá nokkuð fram. En ef hún lifði, hét hún því hátíðlega að leitast við af fremsta megni að rétta hjálparhönd þeim sem bágt ættu, og taka þátt í hryggðarstunum munaðarleysingjans. Með þessum göfuga ásetningi og þeim sálar- friði sem æfinlega fylgir góðum áformum, grúfði hún sig ofan í koddann sinn og sofnaði sætum og værum blundi.

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.