Freyja - 01.12.1903, Blaðsíða 35

Freyja - 01.12.1903, Blaðsíða 35
vi. 5- FREYJA ! 17 torgiö og sjá ofan á hattakollana á fólkinu og yfir í herbergisglugg- ann okkar. Þur sá ég m i3ur mína.ég man líka aö ég sá yfir á fjós- vegginn og aö þar hékk fáguö blikkfata. Allt í einu sá ég hlaup og Jœti, þaö var bent upp til okkarog barnastúlkan flýtti sér ofanmeö mig. Eg man svo ekki hvaö skeöi nœst, én seinna var mér sagt, aö móöir mín heföi rekið upp hljóð og liðið í öngvit, eins og altítt var í þá daga, þegar hún sá mig í turnglugganum, og grátandi faðm- aö mig og kvsst þegar ég var fenginn henrti. Eftir þaö gat ég aldr- ei gengiö svo fram hjá turninum aö ég ekki liti upp í gluggann, á meðan ég var drengur, því mér fannst glugginn einveröungu koma mér og kyrkjutíkinni viö. “ Þegar lbsen var átta ára gamall, varð faðír hans gjaldþrota og varö aö hœttu viö verzlun en þrotabúið gekk tíl skuldunautá hans.' Hófst þá barátta sú við fátœkt og fyrirlitning, sem Ibsen átti viÖ að stríða fram yfir fullorðins árin. Sextán ára vistaöist hann að heiman, hjá lyfsala nokkrum í Grímstaö og átti hann þar að nema lvfjablöndun og gjöra það aö lífsstarfi sínu. En það fór nokkuð á annan veg. Fyrst var kaupstaöarlífiö þar, honum mjög ógeöfelt, hugsunarhátturinn var smásálarlegur og stéttarígurinn mikill, og í annan staö fór fljótt að bera á skáldskapargáfu hans og einræni í skoðunum, er hvorugt varð til aö afla honum vinsœldar meöaf fólksins, er hfði í andlegum skilningi, í heimi, er tók lítið fram fiskiþorpinu sem þaö bjó í. " Enda bar fljótt á því, aö Ibsen átti þar ekki upp á pallboröið. Honum gekk illa að læra kveðjumát- an er þar tíðkaðist, engu síöur en oröalagiö, er sitt þurfti aö verá upp á hvern máta, eftir því, hvort átt var við ríkan éða fátækan. Þó eignaðist Ibsen þar einn vin, sem reyndist honum trúr meðan hann lifði. Um þessar mundir gekk af Ungverjá stríðið og tók Ib- sen þátt í frelsisbaráttu Ungverja eftir því sem hann gat. Stakk það mjög í stúf við aöfarir annara bæjarmanna, sem skriöu í duft- inu af auömýkt fyrir kyrkju og konungsvaldi, en þá var þessi apó- tekara sveinn að velta fyrir sér sjálfstæðis-hugmyndum þeirra þjóða er vaknaðar voru til meðvitundar um lífskjör sín og bera það sam- an við ásigkomulag Norömanna, sem enn þá voru kjöltubörn Dana, og hver þóttist mestur. sem bezt gat tuggið upp á dönsku. Um þetta leyti kom út fyrsta skáldrit Ibsens, og kostaöi vinur hans, Schulerud, útgáfu þess. Ritiö var í ljóðum og hét ,,Cati- I ina. “ Að sumu leyti átti það að vera sögulegs efnis úr sögu forn-

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.