Freyja - 01.05.1905, Page 15

Freyja - 01.05.1905, Page 15
VIF. to FREYJA 257. ,, Þalíka þér fyrir, frú Leland, “ sagSi Imelda lágt og augu hennar fylltust tárum. ,,Eg veit að þú hefir séð og reynt margt og henr því ástæðu tii að hughreysta —þú sem heíir sigrað svo mik- ið. En það er svo hart að fara frá öllu í senn. Nútíðin hefir margt þægilegt fyiir mig, en framtíðin er mér lokuð bók. “ . , ,En þú ert að fara til fornvinu þinnar og elskulegs heimilis. “ ,,Já, til fornvinu minnar, “ svaraði Imelda og brosti. “En við erum báðar svo breyttar. Ég hefi haldið áfram, eins og þér er kunnugt, hún hefir staðið í stað, og þessvegna er ég svo hrædd um að ég verði ei n með skoðanir mínar og langanir. “ ,,Getur skeð. En hver veit nema þér auðnist að leiða hana með þér þínar andlegu brautir, svo vertu nú hughraust, þú ert ekki að fara í aðra veröld og getur þess vegna hugsað með vinum þínum hér—ritað þeim og þeir þér. Ég veit aö Margrét og Wil- bur vonast eftir ótal hvítvængjuðum sendiboðum frá þér, og að þau láta þig hafa nóg að gjöra í frístundum þínum, “ sagði frú Le- land og kyssti á kinnina á henni. Um kvöldið bað Margét Imeldu að vera hjá sér um nóttina, en Imelda neitaði. Aðra nótt ef hún vildi, skyldi hún vera hjá henni, en nú skvldi Margrét fylgja sér heim.og gæti Wilbur séð um hana til baka. ,,Hversnig geðjastykk- ur að því fyrirkomulagi?“ sagði Imelda. ,,Ekki í kvöld, “ svaraði Margrét. ,,Wilbur fylgir þérþóheim, eða er ekki svo, Wilbur?“ ,,Mér sýnist þið ekki verða ráðalausar með mig, “ sagði hann brosandi. ,,Ég er samt ánœgður með þetta fyrirkomulag, eða hvað segir þú Imelda?“ bœtti hann við og leit glettnislega til hennar. Imelda roðnaði. ,,Ef þú vilt mótbárur frá einhverri hlið herra ósvífinn þá er hœgt að skapa þær, og hegna þér um leið með því að láta þig e k k i fara, ‘ ‘ svataði Margrét hlægjandi. Lést Wilbur þá yðrast og lofaði bót og betrun,að því búnu vafði hann Margréti að sér, kyssti hana innilega og lagði svo af stað með Imeldu. Þau * gengu þegjandi, tungan fann engin orð yfir tilfinningar þeirra, því skilnaðurinn er œfinlega þungur, á bak við hann hvílir óvissan og þeir sem unnast,óttast hana æfinlega. Þcgjandi gengu þau alia leið heim til Imeldu,og inn. Þegar hún ætlaði að kveikja, bað hann hana að setjast heldurhjá sér við opinn gluggann, sem tunglsbirtan

x

Freyja

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.