Freyja - 01.05.1905, Síða 23

Freyja - 01.05.1905, Síða 23
vi:. io. FREYJA, 261. mesta trúnaöi: „Ég heiti Rhoda og á heima hérna í húsinu, og ég var rétt sex ára gömul i gœr. “ , ,Nei, varstu það virkilega. Það er býsna hár aldur, mjög hár, “ sagði hann alvarlega. ■Svo hélt hann áfram í hægöum sínum ofurlítinn spöl, sneri sinit aftur, stanzaði við hliðið og sagði: ,,Þú sagðist vera sex ára. Einmitt það. Kannske þú getir sagt mér hvað er orðið áliöið?“ . . ■ Ég hristi höfuðið, og starði á fallegu stjörnuna. ,,Ég á ekk- ert úr, ‘‘ sagði ég. ■ ,,'Þú hefir ekkert með úr að gjöra. Sjáðu nú til, “ sagði hann og greip í girðinguna til að styðja sig, því hann hafði beygt sig til að ná ífífil,sem orðipn var að bjðukollu.og veitti nú örðugt með að rétta sig upp aftur. ,,Sjáðu nú til, “ endurtók hann og blés í biðu- kolluna. ,, Eitt, tvö, þrjú, fjögur og fimm—klukkan er fimm og gamli hershöfðinginn verður að flýtasér inn áður en kólnar, “ sagði hann. Svo gékk hann heimleiðis og pjakkaði holur ofan í götuna með stafnum sínum við hvert fótmál, og hafði þá víst alveg gleymt litlu stúlkunni s.em horfði eftir honum af stólpanum við hliðið. Þegar hann kom heim til sín leit hann í áttina til mín, tók ofan og veifaði stafnum sínum. „Mamma, ég elska gamla hershöfðingjann, “ sagði ég einu sinni við mömmu. ,,Hvaða hershöfðingja?“ sagði mamma og leit undrandi upp frá saumura sínum. Hún var að sauina smá svuntur og pils með yndislegum fellingum. Mamma gat búið til alfs konar falleg föt og tekið frummyndirnar allar upp hjá sjálfri sér. ,,Hvaða hershöfðingja! hershöfðingjann minn. A gamlihers- höfðinginn nokkrar litlar stúlkureða drengi sem ég get leikið mér við? Ó mig langar svo til að leika mér við litlu drengina og stúlk- urnar hans. “ ,,Gamli Clark hershöfðingi á enga litla drengi eða stúlkur. Hann er búinn að missa þá og'þær, og er nú einstæðingur í elli sinni, góða mfn. “ ,,Getur hann ekki fundið neitt af þeim aftur?“ ,,Nei, góða mín, hann getur það ekki. “

x

Freyja

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.