Freyja - 01.08.1905, Qupperneq 8

Freyja - 01.08.1905, Qupperneq 8
8. FREYJA VIII. i. væru nokkrir er ekki þyldu hana, af því hún tók svo djúpt og al- varlega inn í rótgrónar meinsemdir þjóölífs vors. Enda fór svo aö nokkrir sögðu Freyju þá upp, en svo bœttust áskrifendur í stað þeirra svo hundruöum skifti. Kosti þeirrar sögu sjá nú flestir. Um hana segir Frú Torfhildur Hólm í bréfi til mfn, meöal annars þetta: ,..,,Þetta er bók, sem ég . álít að myndi gjöra mjög mikiö gagn, einkanlega í höndum þeirra sem hún er helguð.Ritdórn segist hún skrifa um bókina í júlínúmeri blaðs síns ,,Dvöl“. Vegna þess minnist ég nú á EiS Helenar að saga sú sem nú er í Freyju, má heita framhald af henni. Einnig hun tekur djúpt og ulvarlega í rótgrónar meinsemdir þjóðlífsins. Hún heldur því fram, að hinn eini heillavænlegi grundvöllur undir heimilið, sé ástin—sönn ást og sameiginlegleiki þeirra sem byggja þaö upp. Að engin nauöungarbönd hafi nokkurnííma farsœlt nokkurt heim- ili, og murii aldrei gjöra það. Að það heimili sé farsælla sem byggt er á sannri bandalausri ást og sameiginlegleika hlutaðeig- enda, en hitt, sem grundvallað er. á hjónabandslögum eins eða annars ríkis, en skortir ást og sameiginlegleika. Hún heldurfram eign sérhvers einstaklings á eigin persónu sinni—að konan sé ekki eign mannsins, né maðurinn konunnar—heldur sé sambúð þeirra eðlileg sameining tveggja frjálsra einstaklinga, sem hvorugur hafi rétt til að þröngva kosti hins andlega eða líkamlega. Hún heldur fram afdráttarlausri skyldu foreldranna að sjá fyrir uppeldi barna sinna. Hún er skrifuð til að vekja athygli heimsins á mislukkuðu hjónabandi og hinuin illu afleiðingum þess fyrir mannkynið. Þar er og gjörð tilraun til að ráða bót á þessum allt of almennu mein- semdum. Og þessi bót er innifalin í þeirri skoðun og kenningu höf., að hjúskapurinn eigi að byggjast á ást og sameiginlegleika hlutaðeigenda og engu öSru. Hvílíkur þó glæpur. Eitt af því sem ég hefi persónulega orðið vör við að þessari sögu hafi verið til foráttu fnndið, er, að Wilbur skyldi kyssa Im- eldu. Hafa sumir karlmenn játað það í minni og annara áheyrn, að þeir hefðu ekki treyst sér til slíks, né treysta þeir öðrum piltum (Framhald á bls. 17.)

x

Freyja

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.