Freyja - 01.08.1905, Qupperneq 12
FREYJA
VII[. i.
gjörSi hún inasömu játningu meö þessum oröum: ,,Og nú skilur
þú, hvers vegna-ég get ekki gifzt þér. “
Þetta vakti manndómtilfinninguna í sálu hans. Skyldijhún œtia
aö hann fyrir þessar sakir afturkallaöi bónorö sitt og á þann hátt
hjálpaöi til aö auka þá byröi,sem örlögin höföu lagt henni á herö-
ar, þegar hún var enn þá barn aö aldri? Ef svo, haföi hún sann-
arlega ekki eins góöa hugmynd um hann eins og hann vildi, og þá
fann hann til þess, aö hann yröi að finna hana, og þaö strax, og
fám mínútum seinna fékk hún rniöa frá honuin um að finna sig ef
hún gœti—svo fljótt sem hún goeti. Hjarta Imeldu sló hratt, og
hjúkrunarkonan sá að hún roönaði þegar hún las miðann. Svo
hún bauöst til aö vera hjá sjúklingnum meöan Imelda fynndi unn-
usta sinn og var þaö með þökkum þegiö.
Imelda var þrifin í loft og samstundis kysst, þegar hún kom
fram í ganginn. ,,Getur stúlkan mín gefiö mér nokkrar mínútur í
kvöld?,, sagöi Norman svo, því það var hann sem þannig tók á
móti henni. Eg vildi að þú gcetir gengiö með inér undir lindi-
trjánum ofurlitla stund, þar er svo rólegt og gott aö vera, “ bœtti
hann viö,
Imelda fleygöi yfir sig hvítu prjónasjali og sagöi: ,,Nú er ég
til. “ Svo lögöu þau af staö og leiddust fram og aftur í skjóli
trjánna, bœði ástfangin, en bæði einnig minnug á þaö, að bak við
ástarinnar sælu, býr alvara lífsins. Hann lagði sig alian fram til
aö sannfæra hana um helgi hjónabandsins, uin tryggilegheit ást-
arinnar í skjóli þess. Hún skildi það allt, en sá fleira og mætti
honum alls staöar meö rökum—þungum óhrekjanlegum rökurn.
Astin er þolinmóö, og hermar vegna hlustaöi hann þolinmóð-
lega á ástæður hennar og eftir því sem þau ræddust lengur viö,
eftir því varð hennar hliö gleggri og gleggri. Hann fann, hve ó-
lík hún var öðrum stúlkum sem hann hafði kynnst, og við þenna
samanburð í huga hans, græddi hún einnig í áliti hans, eins og
vitur, hugsandi kona hlýtur æfinlega aö gjöra, fram yfir hinar
grunnvitrari systui sínar þegar til lengdar lætur. Hve vel mundi
ekki því skipi farnast.sem slík kona stjórnaði? og þó gat hann ekki
sætt sig við útskýringu hennar. En hún benti honum á ótal ó-
mótmœlanleg dæmi upp á þaö, hve fjölskyldumaðurinn, sem