Freyja - 01.08.1908, Blaðsíða 8

Freyja - 01.08.1908, Blaðsíða 8
FREYjA XI Til náungans. Þú henr aldrei, kunningi, svönum þínum sint, sem sungið hafa um vorið oe aldrei hljómnum lint, því eyra þitt er heyrnarlaust og auga þitt er blint, og ekkert nema hringlið og glampi af nýrri mynt, fær eld í þínum fjörlausa ís-skrokki kynt. Þú vilt ei skilja svananna sólskins-fögru Ijóð, og signir þig ef heyriröu vors- og frelsis óð. Þú hausts og vetrarsonur! Þú harms ogeymdajóð! Þú hrökklast ofan brekkuna tilgangslausa slóð, og hœstbjóðanda selur þinn sannleik, líf og blóð! Þú drepur þína svani, en—sjáðu hvernigfer! Þú sjá munt aðra fugla, sem verða á hælum þér. Þeir fuglar eru svartir, sem sjálfur Lúsifer, þeir syngja ei, en garga það mál, sem daprast er;— og eyra þitt þd heyrir og auga þitt þá sér. Þú getur þeim eistútað, þótt fáirðu aldrei frið, þeir fara hvorki að lögum né að vikinga sið. A nótt sem degi krunka þeir, og gefa engin grið. þeir grafasundurís-skrokk þinn og setjast hjartað við, þú drepur ei með signingu svo sókndjarftfjanda hð. Þú losnar aldrei við þá, þótt loft og sjó og grund, þú líöir, syndir, hlaupir, þeir komast á þinn fund.— Hvort eru þetta hrafnar, sem hrella þína lund og hrakspárnar þér gala, og eitra vöku og blund? —Nei, það eru dauðu svanirnir, sem drapstu um morgunstund. Þorsteinn ^Þorsteinsson. _

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.