Freyja - 01.08.1908, Blaðsíða 5
XI. i. FREYJA 5.
Massachussets, þar sem þessar ,,Antis“ eru upprunalega orön-
ar til og lang flestar. “
Frú Ward þakkar Anti-kvenn hreifingunni ósigra þá er
mál vort hefir beSiö á seinni árum hingað ogþangað í Banda-
ríkjunum. En slíkt er hin mesta fjarstœöa. Eins og þegar
hefirsj'mt verið, eru þessi Anti-íélög einungis til í4 ríkjum
sambandsins og þar svo fámenn aö þau gœtu naumast haft
merkjanleg áhrif á úrslit neintia mála í þeim ríkjum, en svo
mikiö síður ná áhrif þeirra til annara ríkja þar sem þau eru
ekki til. Það gefur líka að skilja að jafnréttismáliö vœri fyrir
löngu unniö hefði það ekki átt voldugri óvini við að stríö en
þessi Anti-félög, sem enn þá hafa ekki nema örfá ár aö baki.
Konurnar sem í þeim félögum eru hefðu þá veriö búnar að fá
jafnrétti viö karlmenn löngu áður en þeim datt í hug að
mynda Anti-félög.
Skáldið Whittier sagði fyrir nokkrum árum síöan, aö
menn, sem sjálfir vœru andstoeðir jafnrétti kvenna, flögguðu
ávalt með andmæli Æ«/‘/-kvennfrelsis kvenna, ekki vegna rök-
semda þeirra. heldur sem handhœgt skálkaskjól til aö skýla
sjálfum sér með, Eins og þetta var satt svo er það ennog
engusíður. Örðugasti þröskuldur á vegi vorum eru aftur-
halds hugsjónir mannanna—vanafesta, ásamt kappsamlegri
mótspyrnu vín-verzlaranna ogannara hinna verstu afla í þjóö-
félaginu.
Frú How sannar með ótal dæmum sögu sína. Dæmin,
tekin úr daglega lífinu umhverfis mann eru lifandi vitni, sem
EKKI VERÐA hrakin.
Staðhœfingar frú Ward lýsa annaðhvort frámunalegum
þekkingarskorti á því inálefni sem umer að rœða eöa stökustu
ósvífni. Hvort er, skiftir litlu. Ritstjórarnir sem gleypa við
ritgjörðum hennar um þetta mál, eru annaðhvort, jafn ósvífn-
ir eða jafn fáfróöir, nema hvoru tveggja sé.
Allir sem fylla hóp A«*'-kvennfrelsis-sinna ljá barna-
þrælkun, auðvaldssamtökum, vínverzlun og siðferðisspilling í
allskonar myndum fylgi sitt, þvi það eru þessi öfl, sem óttast
um tilveru sína ef konur fái jafnrétti.