Helgarpósturinn - 01.06.1979, Page 19

Helgarpósturinn - 01.06.1979, Page 19
—he/garþöstúríhn._ FRA HVIRFLI TIL ILJA 1 RAGTIME-STlL 1» "I The Original Dixieland Jazz Band - uröu eftirsóttustu menn I brans- anum á svipstundu. Tízkumúsikinfrá 1900-1915 hét auövitaö Ragtime —én alls ekki jazz. Hann er nefnilega ekki geröur til þess aö teyma fif lin á asnaeyrunum meö fiffum, frek- ar en önnur göfug tónlist, höföar of mikiö til andans likt og sti si- gilda til aö veraviö allrahæfi — enda kröfuharöur viö hlustand- ann, akkUrat eins og finasta klassik. — Auk þess hefur jazz- inn eins og sú sigilda staöiö af sér stormana í timans ólgusjó — og þarf mikiö til. Loks má bæta þvi hér viö, aö hann er eins og önnur merkileg list (þvi miöur) fyrir minnihlutahóp(a) — þá er nenna aö skynja og skilja. Hér geta margir sjálfum sér um kennt (eöa öörum). Fyrir há- bölvaö þroskaleysiö, veöur uppi á öllum timum þaö sem nU er nefiit popp. Um aldamót var likahægt aöklæöa sig frá hvirfli tililja i Ragtime style. Þaö voru ragtime skólar, ragtime blöö og ragtime hver veit hvaö. í rag- rimelagakeppnum voru 25 þús- unddollara verölaunfyrir besta lagiö (auövitaö var þaö allt möndlaö fyrirfram). Jafnvel Evróputónskáldum fannst ekki annaö viö hæfi en aö skreyta verk sin með hæfilegum skammti a la ragtime — svo aö fengju þau staöist kröfur tim- ans. (Þetta eru nú venjulega mest óþolandi kaflar téöra tón- verka). Ein frægasta og jafn- framt besta ragtime tónsmiö hinna miklu tónskálda er efa- laust „Goliwg’sCacewalk” eftir franska tónskáldiö Debussy. Aftur á móti voru þeir haröir á þvi fyrir vestan, aö ragtime hljómaöi best leikiö á pfanó af einleikara, sem (helst) haföi aldrei séö stemmara. — Þó voru til höfundar þarna, sem tóku þessa músik mjög alvarlegum tökum. Þeirra merkust voru tónskáldin. Louis Chauvin, Tom Turpin og Scott Joplin, sem fleira vartil lista lagt en öörum. Joplin fæddist 1868 iTexas, bjó i Chicago og New York eftir þvi hvernig kaupin geröust á rag- time-markaönum. Hann helgaöi sig snemma tónsmiöum og liföi á söluhagnaöi af prentuöum ragtime-lögum, sem hann framleiddi af listfengi og vand- virkni. Þeirra þekktast i dag er e.t.v. „Maple Leaf Rag” og fl. sem enginn getur meö sanni kallaö slor. Scott Jopiin samdi m.a. tvær óperur ,,A Guest Of Honour” (1903) sem geröi lukku og „Treemonisha” (1913) sem kolféll þegar á frumsýningu i New York 1915. í þessu verki sinu hefur Scott yfirgefiö rag- timiö og haldiö inná brautir jazzins. Scott Joplin lést Ur músikölsku óyndi og syphilis 1917. Tónlist Joplins átti eftir aö hafa áhrif á jazzkUltúrinn m.a. i tónsmiöum Duke Ellingtons. Operan „Treemonisha” var endurflutt á Broadway 1975, þá sló minn maöur loks i gegn. — Enda þessi ópera nú talin hans merkasta verk. Sprækur jazzinn er ekki af baki dottinn, þó hann sé aö mestu leyti horfinn af heima- slóöum 1916, þegar miklir fólks- flutningar, einkum þeldökkra hefjast frá frjósömum suöur- rikjunum til iönaöarborganna i noröri, en þangaö höföu einmitt jazzmenn foröaö sér úr Biblfu- beltinu á undan örtrööinni. Gengi alls siögæöis hrapaöi þar örar en islenska álkrónan. Siö- feröiö viöa á lægsta plani eöa langt þar fyrir neöan. A botnin- um var heil heimsstyrjöld I al- gleymi, þar sem skrattar þessa heims léku sér aö bróöurkær- leikanum. A slikum timum var aö sjálfsögöu flestu ef ekki öllu öfugt fariö (up side down) i kúl- túr i' henni Ameriku. Boðberar jazzins og músikantastéttin öll eins og hún lagöi sig, varö aö láta sig hafa þaö aö prýöa næst neösta þrep þjóöfélagstónstig- ans (sem er langurskali) ásamt þeim, sem höföu i frammi spé og pretti I hagnaðarskyni, svo sem leikurum og faglæröum at- vinnuþjófum. Aöeins ein stétt — sú allra klassiskasta var sett skör neöar f viröingarpýramid- anum sem sérstök atvinnugrein — þaö var vændiö. Þó jazzinn sé ekki sérhönnuö kramarsöluvara (eins og áöur er aö vikið), hefur hann átt þaö til Igegnum árin ,,aö slá i gegn” eins og kallaö er — svona annaö slagiö. Þegar slikt á sér staö, hissast engir meir en flytjend- urnir sjálfir, sem venjulega eru búnir aö þæfa þetta lengi — viö mismunandi orösti. En ekkert sem siöan hefur skeö á þessu viöi jafnast á viö fyrsta upp- hlaup jazzara — auövitaö var þaö jafn óvænt sem þaö var óÝart. Þann 26. febrúar 1917 visiteruöu fimm galvaskir músikantar Victor Grammo- phone Studios i New York City. Arangur þessarar dagstundar var tveggja laga hljómplata meö jazzmúsik — sú fyrsta á heimsmarkaönum. Þvilflct þótti fúttiö I spilamennskunni, aö öll sölumet hins verðandi plötu- bransa voru slegin fyrirfram i einum rykk. Innan mánaöar var The Original Dixieland Jazz- band oröiö frægara en Edison sjálfur. A aöra milljón eintaka snerust á grammófónunum og menn voruendalaust aö trekkja upp. — Nú heföi jazzinn loks náö almennum eyrum hvita kynstofnsins vitt og breytt um landið — og þessi glymskratta- músik heyröist hvarvetna á vesturlöndum innan tiöar. (Mér er f barnsminni aö hafa eignast tvö eintök af plötunni heilli heimsstyrjöld siöar — og þótt hún dauf). En 1917 haföi ekkert áöur heyrst jafn krassandi og „Livery Stable Blues” svo ekki sé nú minnst á ósköpin: „Original Dixieland One-Step”, sem aö flesta dómi var gjör- samlega tjúllaö. Þó freistandi sé aö segja hér skiliö viö The Original Dixieland Jazzbandiö er saga þeirra ekki öll, hún er lærdómsrik sorgarsaga, ein- hvern veginn I poppstjörnustil (e.t.v. sú fyrsta). Þeir uröu i einum hvelli eftirsóttustu mennirnir og óku ekki um á druslum, þeir voru frægastir meðal frægra, þar sem freyö- andi kampavinsflöskur og kyn- æsandi konur voru jafn(an) tappalausar og topplausar. Þeir héldu I konsertreisur um allar trissur þ.á m. til Evrópu (slikt vareinsdæmi þá) og litu á kóng- inn og allt aöals sem sina jafn- ingja. — Og auövitaö voru pris- arnir eftir þvi — um tima. Pilt- arnir hafa vafalaust veriö efni- legir (eins og svo margir á okk- ar dögum, áöur en iönaöurinn gerir þessi efni aö plötuútung- unarvélum) einmitt þannig voru þessir fimm vösku eyöi- lagöir. Þegar til kom reyndust þeir ekki vera á nokkurn hátt original — heldur daufur endur- ómur þeirra jazzsnillinga sem heimurinn haföi enn ekki heyrt. Fáanlegar LP meö tizku- músík frá 1900-1920: 1. Ragtime. Ragtime and Novelty Music Vol 1, Black and White Vol 152. 2. Ragtime. Pastime Piano Rags by, William Bolcom, Nonesuch H-71299. 3. Jazz. The Original Dixieland Jazz Band, RCA LPY — 547. PÖNKPRINSESSA, TVEIR LJÚFIR OG DISKÓ-GÚRU Pönkprinsessa allra tima, Patti Smith, fæddist i desem- bermánuöi 1946 i Chicago, en ólst upp i Suður-Jersey. Hún kom svo til Nýju Jórvlkur árið 1967 og byrjaöi aö yrkja rokk&ról-ljóö, undir áhrifum Rofling Stones, Dylan, Hendrix, Jim Morrison og Arthur Rim- baud. En þaö var ekki fyrren 1974 aö Patti var komin á kaf i lagasmiöar og söng. Og varö forsprakki ný-bylgjunnar i New York. Fyrsta plata Patti, Horses, kom út ’75 og vakti feikna at- hygli. En önnuö plata hennar, Radio Ethiopia, þótti mislukk- uö. Og nú er komin þriöja platan frá pönkprinsessunni og heitir sú Wave. Þykir mér hún hin merkilegasta i alla staöi og ör- ugglega hápunktur á ferli Patti hingaðtil. Sérstaklega vil ég til- nefiia lögin Fredrick, Hymn, Revenge, Citizen Ship og Wave. Upptökustjórnin er I höndum Todd Rundgren á þess- ari nýju plötu og spilar hún ekki litla rullu. Fyrsti ljúfur James Taylor er tveimur ár- um yngrienPatti Smith, fæddur 12ta mars 1948 i Boston, Massa- chusetts. Foreldrar hans voru vellauöugir og ólst James upp viö lúxusli'fi. Tónlistarferill James Taylor er langur og margbrotinn og hafa skipst á skin og skúrir. Einna þekktastur er hann fyrir flutning sinn á lagi Carole King, You’ve Got A Friend, sem var á plötunni Sweet Baby James og margir telja hans bestu. 1973 giftist hann söngkonunni Carly Simon og voru þau þá talin hæstlaunuöustu hjón veraldar, aö Burton og Taylor undan- skildum. Nýjasta plata James Taylor heitir Flagogkom á markaðinn fyrir nokkrum dögum. Hún er mjög týplsk Taylorplata: ljúfar melódiur, góöur söngur, ein- faldur og hreinn hljóðfæraleikur — alþýöurokk. James heldur sinu striki og er ekki „going disko” einsog svo margir koll- egar hans um þessar mundir. Og Flag er heilsteypt plata og finn ég aöeins einn alvarlega veikan punkt — sem í rauninni ætti alls ekki að vera veikur punktur —■ og þaö er lag Lenn- ons & McCartneys, Day Tripp- er, sem hér er að minum dómi allsvakalega misþyrmt I útsetn- ingu — maöur er stundum ekki viss um hvort verið sé aö spila Day Tripper eöa Jumpin ’Jack Flash. En aö öðru leyti er Flag velheppnuö plata. Annar ljúfur David James Holster er nýtt nafn i' alþýöurokkinu (folk rock) og flest bendir til þess að hann eigi eftir aö veröa þar stórt nafn. Fyrsta platan hans, Chinese Honeymoon, er til vitn- is um þaö. Hana fékk Holster aö taka upp I þvi eftirsótta stúdiói, Sound Factory (þar var t.d. plata James Taylor, Flag, hljóörituö), vegna þess aö vinur hans Jackson Browne gat ekki notað þar sinn bókaöa ti'ma. Holster þekkti upptökustjórann Kenny Edwards (Linda Ron- stadt o.fl.), en vantaöi undir- leikara. Edwards smalaöi sam- an fyrir hann nokkrum bestu stúdiómönnum Los Angeles m.a. Russell Kunkel, Bob Carp- enter, J.D. Souther, Danny Kortchmar og Waddy Wachtel. Og útkoman varö þessi ágæta plata, Chinese Honeymoon. Löginerueftir þá félaga Holster og Edwards og ef nefna ætti ein- hver lög öörum fremur hvaö gæöi snertir, þá eru þaö Con- stant Love, Good-Bye Carme- lita, Candlelight Satin Gown og Teenage Tragedy Queen. Diskó-gúrú Narada Michael Walden fyrr- um trommari Mahavishnu Orc- hestra og einn eftirsóttasti sessionmaöur Amrikunnar i dag, hefur nú sent frá sér sina | fyrstu sólóplötu, — Awakening. Walden er, likt og John Mc- laughlin og Devadip Carlos Santana, lærisveinn gúrúsins Sri Chinmoy, — en tónlist hans er þó öllu jarbbundnari en hinna tveggja. Fyrri hliö plötunnar má alfar- ið flokka undir diskómúsik og þar er lagið Love Me Only lfk- legast til vinsælda. Seinni hliðin er himneskari og þar ber hæst Awakening Suite Part I, meö Santana i fararbroddi, san sannar þar enn einu sinni hver er besti gitarleikari poppsins. Aöstoöarfólk Waldens er ekki af verra taginu. Nefndur hefur veriö Santana, en aörir frægir eru Keni Burke, Nate Phillips, Greg Philliganes, Airto, Jim Gilstrap, Calra Vaughn, blást- urssveitin Brecker Brothers og Pointer systur syngja bakradd- ir. Waldenleikur aö sjálfsögöu á trommur og syngur meö glæsi- brag. 1 heild er þetta mjög sterk og eftirminnileg plata og von- andi fáum viö aö heyra meira frá Narada Michael Walden i framtiðinni. Saga Film: I nýju hús- næði og með 3 myndir á prjónunum Þeir Jón Þór Hannesson og Snorri Þórisson hafa nýlega flutt meö fyrirtæki sítt, Saga Film, i nýtt húsnæði viö Háaleit- isbraut f Reykjavik. Aö sögn Snorra er þarna um aö ræöa aö- stööu til allrar almennrar kvik- myndageröar, upptökusalur, klippiherbergi, svo og skrifstof- ur fyrirtækisins. Þeir tóku viö húsnæöinu tilbúnu undir tréverk og hafa lagt mikiö i aö innrétta þaö. Saga Film leggur stund á allra handa auglýsingamyndagerö og hefur sitt lifibrauö af þvi. Auk þess eru þeir Jón Þór og Snorri aö vinna að gerö tveggja heim- ildamynda. Onnur þeirra er um islenska refinn og hafa þeir haft hana á prjónunum i eitt ár. Samstarfsmaöur þeirra viö gerö myndarinnar er Páll Her- steinsson, en hann vinnur aö at- ferlisrannsóknum á islenska refnum. Þessar rannsóknir fara fram i Ófeigsfirði i ár og verður myndin væntanlega til- búin til sýningar seint á næsta ári. Hin myndin fjallar um fræga núlifandi listakonu, en meira vildi Snorri ekki gefa upp. Sú mynd veröur til seina á þessu ári. Jón Þór og Snorri geröu á sin- um tima kvikmyndina Lilju eftir sögu Halldórs Laxness i samvinnu viö Hrafn Gunnlaugs- son og Guönýju Halldórsdóttur. 1 sumar heldur þessi samvinna áfram viö gerö myndarinnar óöal feöranna, sem viö segjum frá á öörum stað i blaöinu i dag. -GB

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.