Helgarpósturinn - 20.07.1979, Blaðsíða 7

Helgarpósturinn - 20.07.1979, Blaðsíða 7
• Margir tryggir aödáendur Liv Ulmann eru ekki allt of hressir meö „sýróps” auglýsinguna sem hún kemur fram i á skjánum til aó auglýsa músikaílinn ,,I remember mama,” en margtljótt hefur verið sagt um músikall þennan. En Liv meinar þaö sem hún segir um aödáun sina á tónlist Richard Rodgers (og Hammerstein). Liv segir aö hana hafi lengi langað til að leika i slikri sýningu, og muni ekki sjá eftir þvi, hvað sem kunni að ger- ast. • Þeir eiga ekki sjö dagana sæla, þeir sem enn vilja semja og spila „country” tónlist i aðalmiðstöð slikrar tónlistar, Nashville i Bandarikjunum. Þar eins og ann- ars staðar, hefur diskó sveiflan náð yfirhöndinni. Menn spila nú country með diskotakti. Útkoman úr þessum hrærigraut er hvorki diskó né country. Þar fyrir utan er country tónlistin orðin stein- geld hvað varðar viðfangsefni. Er ekki fjallað um annað en fram- hjáhöld. Eða eins og vel metinn lagahöfundur i Nashville segir: „Ég botna ekkert i þessu plássi lengur. Ég skil hvorki tónlistina né bissnessinn.” • Meðan aðrir biskupar ensku biskupakirkjunnar þurfa aö sæta hámarks starfsaldri, hefur bisk- upinn af Kantaraborg þá sérstöðu að mega sitja eins lengi og hann kýs. Þess vegna kom það töluvert á óvart á dögunum, þegar Donald Coggan sem verður sjötugur i október nk„ lýsti þvi yfir aö hann hygðist draga sig i hlé i byrjun næsta árs. Coggan biskup hefur verið andlegur leiðtogi um 65 milljóna áhangenda ensku bisk- upakirkjunnar sl. 5 ár. Föstudagur 20. júll 1979 Islenska lýðveldið varð 35 ára 17. júni. Margt hefur áunnist frá þvi það var stofnað og sitthvað farið úrskeiðis. Til dæmis hefur alþingi og stjórnmálaflokkun- um mistekist að sjá lýðveldinu fyrir nýrri stjórnarskrá. 1 þvi efhi notast islendingar enn i aðalatriðum við danskt plagg frá 1874 sem ýmsum þótti þá gallað: Og þó hafa svokallaðar stjórnarskrárnefndir verið að undirbúa nýja stjórnarskrá allt- af eða lengst af siðan 1944. Ein slik situr nú á rökstólum, skipuö níu álitlegum fulltrúum stjórnmálaflokkanna. Hún sýndi af sér lifsmark á dögunum. 1 tilefni þess hefur MorgUnblað- ið eftir forvigismönnum stjórn- málaflokkanna að kosið verði um stjórnarskrárbreytingari næstu kosningum. Siöan er rætt við kempurnar hverja I sinu lagi. Af þvi tali ræðst að stjórn- • Bandariski leikarinn Alan Arkin hefur leikið nær alla dæmigerða fulltrúa margvislegustu þjóðar- brota, að undanskildu hlutverki Góða ameriska súkkulaöidrengn- ins. „Ég hef ekki komist nær þvi en nú að leika Sigmund Freud,” sagði Arkin. Hann leikur nú hlut- verk Sheldon Kornpett i nýrri gamanmynd „The In-laws.” „Ég leik tannlækni frá New York, og er hann faðir brúðarinnar.” Þá mun hann væntanlega leika i „Töframaðurinn frá Lublin”, eft- ir sögu Nöbelshafans Singer. gegna þvi’ vandasama embætti. Ekki skal ég leggja dóm á þann úrskurð. Hitt finnst mér senni- legt að alþingi setti ekkert ofan þó að karlarnir 57 sem þar sitja vikju fyrir eiginkonum sinum fremur en ef konurnar þrjár skiptu um sæti við bændur sina. Samt "væri sú skipun aiþingis óréttlát. Hlutföllin 57 konur á móti 3 körlum væri aðeins skárri en þau sem nú gilda. Einhverjir kunna að svara þvi til að sanngjörn og eölileg breyting þessara mála geti komistá fyrirhafnarlaustþar eö konur eigi þess kost að láta til sln taka innan vébanda stjórn- málaflokkanna eins og karlar. Þeirri röksemd visa ég hinsveg- ar á bug. Islensku stjórnmála- flokkarnir eru karlveldi. Það er naumast tilviljún að stjórnar- skrárnefnd skipa niu karlar en engin kona. Stjórnmálafloldc- arnir hafa ekki komiö auga á mismunun kynjanna um skip- un alþingis af þvi að þeir vilja að islenskar konur séu og veröi pólitlskar ambáttir karla. Þeir eruekki komnir lengra á þróun- arbrautinni. Jafnvægiö i byggö landsins er svo mál út af fyrir sig I þessu efnisem öðrum. Konurnar þrjár sem náðu kjöri 1 siöustu alþing- iskosningum voru allar I fram- boði iReykjavik. — Kvenþjóðin úti á landi fékk engan fuUtrúa. En um það atriði ætti einhver sjálfkjörinn málsvari byggða- stefnunnar aö taka saman skil- merkilega hugvekju. PÓLITÍSKAR AMBÁTTIR málaflokkarnir velti helst vöng- um yfir ihugunarverðum breyt- ingum á kjördæmaskipun og .kosningalögum. Þetta er ágætt út af fyrir sig enda útlit fyrir samkomulag i þessum efnum. Mönnum verður smám saman ljóst að jafna verði kosningaréttinn þannig að kjósendur standi likt að vigi hvar sem þeir eru búsettir á landinu en á þvi er ennþá ærinn misbrestur. Sömuleiðis virðist skoðuninni um valfrelsi kjós- enda að greiða einstökum fram- bjóðendum atkvæði vaxa fylgi. Slikt sætir ekki heldur stórtið- indum. Auðvitað eiga kjósendur að standa jafnt að vígi um skip- un alþingis hvar sem þeir búa á landinu. Og þeim ætti að leyfast að velja milli fulltrúaefna eins og framboðslista. En fleira kemur vissulega til athugunar. Jafaframt veröur að gera aðrar breytingar á kosningalögunum eða hliðarráðstafanir I þá átt með lagasetningu um réttindi og skyldur íslenskra stjórn- málaflokka. Það telst óneitanlega galli að Vestfirðingar og Austfirðingar hafi margfaldan kosningarétt á við fólk sem byggir höfuðstað- inn og Suöurnes. Einnig fer illa á þvi aö stjórnmálaflokkarnir hafi einræöisvald um röðun frambjóðenda. Þó er ótahnn megingallinn á skipun alþingis. Hann er sá að meirihluti Is- lenskra kjósenda er svo til rétt- laus þó að honum leyfist náðar- samlegast að kjósa. Við alþingiskosningarnar i landi eða á Spáni og Grikklandi en mig grunar að I þessu efni séu islendingar vanþróaðasta riki Vesturlanda. Væri fróðlegt að kanna hver þessi hlutföll séu i lýðræðislöndum heims og bera þau saman viö ófremdarástand- fyrra voru 50,1% kjósenda á Is- landi konur en 49,9% karlar. Litlu munaði og á kosningaþátt- töku kynjanna. Úrslit i þvi efni urðu þauað 91,4% karla greiddu atkvæði en 89,1% kvenna. Eigi að slður komu 57 þingsæti i' hlut karla, en konur urðu að láta sér nægja 3. tslenskar konur eru þannig pólitiskar ambáttir karla þó að þær séu i meirihluta á kjörskrám. Éghef ekki handbærar heim- ildir um hvernig þessum málum er háttað I Portúgal og Tyrk- ið sem islensku stjórnmála- flokkarnir bera ábyrgð á. — Þessuverður að breyta. En þaö gerist ekki af sjálfu sér. Alþingi hlýtur að gera ráðstafanir til þess að tryggja Islenskum kon- um jafnrétti á við karla um skipun löggjafarsamkomunnar og leiðrétta gamalt og úrelt ranglæti. Skoðanakönnun hermir aö meirihluti almennings i Banda- ríkjunum muni líta svo á að konur forseta þeirra heföu veriö hæfari eiginmönnum sfnum að Helgi Sæmundsson — Hrafn Gunnlaugsson — Jónas Jónasson — Magnea J. Matthiasdóttir — Páll Heiðar Jónssonar — Steinunn Sigurðar dóttir —Þráinn Bertelsson 1 dag skrifar Heigi Sæmundsson hringbordid i eitt skipti iyrir öll Þú mokar yfir frárennslislögnina og vonar svo að hún endist um aldur og ævi. Aldrei þurfir þú að brjóta upp gólf og grafa í grunninn undir húsinu. Aldrei að rífa upp gróður og gangstéttir. Hafir þú notað PVC grunnaplaströrin frá Hampiðjunni og fylgt leiðbein- ingum upplýsingabæklings okkar þá eru allar líkur á að von þín rætist. Rörin þola öll þau efni (sýrur og basa), sem eru í jarðvegi. Samsetningin (með gúmmíhring) er einföld, fljótunnin og algjörlega þétt. Margar lengdir, allt að 5 m. Slétt yfirborð innan í rörunum veldur litlu rennslisviðnámi. Rörin eru létt og auðveld í meðförum. PVC grunnaplastið endist og endist. Það fæst í byggingavöruverslunum um land allt. HAMPIOJAN HF

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.