Helgarpósturinn - 27.07.1979, Blaðsíða 4

Helgarpósturinn - 27.07.1979, Blaðsíða 4
Föstudagur 27. júlí 1979 —helgarpósturinrL- „Hef enga óbilandi trú á hlustendakönnunum” NAFN: Andrés Björnsson STAÐA: Útvarpsstjóri FÆDDUR: 16. mars 1917 HEINIILI: Hagamel 21, Reykjavík FJÖLSKYLDUHAGIR: Eiginkona, Margrét Helga Vilhjálmsdóttir og eiga þau fjögur börn ÁHUGAMÁL: Ríkisútvarpið og málefni þess Einu sinni til er rikisútvarpib til umræöu. Nifturstöður hlustendakönnunar voru kynntar i siöustu viku og reyndust þær hinar sömu og I fyrri könnun, sem framkvæmd var fyrir nokkrum mánuöum siöan. Hlustendur kjósa helst létta blandaöa þætti, eöa dægurlagamúsik, aö ótöldu fréttatengdu efni. Klassisk tónlist og annaö svokallaö þyngra efni hefur nánast enga hlustun. Menntamálaráöherra hefur nú skipaö nefnd sem á aö rannsaka rikisútvarpiö og rekstur þess og gera tillögur til úrbóta. Ekki langt undan er útvarpshúsiö nýja sem væntanlega mun veröa tek- iöinotkun innan fárra ára, ef allt fer aö óskum. Þaö er sem sé ýmislegt aö gerast innan sem utan veggja stofnunarinnar. Andrés Björnsson útvarpsstjóri er til yfirheyrslu i dag. Hann svarar spurningum um innan- liússmál útvarpsins, stefnuna Idagskrármálum, næturútvarp, LSD-embættisveitinguna, svo eitt- hvaö sé taiiö. n. Komu niöurstööur hlustenda- könnunarinnar þér á óvart? „Nei, þær komu mér ekki á óvart. Þær voru mjög svipaðar þeim niðurstööum sem fengust i fyrstu lotu, þ.e. i fyrra könnun- inni. En hins vegar vil ég taka fram að ég hef enga óbilandi trú á hlustendakönnunum af þessu tagi. Tek þær með mjög stórum fyrirvörum.” llvernig skýrir þú þaö, aö ákveöinn hluti útsends efnis hef- ur nær enga hlustun, til aö mynda klassisk tónlist? „Það eru vafalaust margar skýringar á þvi, en ég kann þær náttúrlega ekki allar. Það má liklegast ætla að tónlistarupp- eldi landsmanna sé áfátt i ýms- um greinum. 1 öðru lagi hafa þeir sem gjarnan vildu hlusta á klassiska tónlist ekki tækifæri til þess vegna þess hvernig hún er staðsett i dagskrá. Þetta eru aðeins dæmi.” En nú er klassisk tónlist flutt i útvarpinu á öllum timum dags. „Það er misjafnt. Hún er mjög gjarnan á dagskrá þegar almenningur hefur litinn tima tii að hlusta. Er þá yfirleitt viö vinnu.” Nú er einnig boöiö upp á þessa tegund tónlistar á kvöldin. Hafa til dæmis klassiskir tónlistar- þættir á kvöldin meiri hlustun en gerist um miöjan daginn? ”Ég hef nú ekki athugaö þaö atriði nákvæmlega i niöurstöð- um könnunarinnar. Þó held ég að þaö sé litið um klassiska músik á kvöldin og ekkert i lik- ingu við léttara tónlistarefni. Þá má einnig nefna það i þessu sambandi að dagblöðin gera mikiö að þvi aö kynna þætti sem bjóða upp á dægurlagatónlist, en þegja yfirleitt þunnu hljóði um klassiska tónlistarþætti.” Þú trúir þvi sem sagt innst inni aö þessi tegund tónlistar — kiassíkin — hafi einhverja hlustun þrátt fyrir allt? „Ég get náttúrlega ekkert fullyrt um það. En ég man eftir þvi aö gerö var hlustendakönn- un fyrir mörgum árum og þá hafði sigild tónlist umtalsverða hlustun. Ég veit ekki hvað hefur breyst siöan. Það er þó ekki fjarrt lagi að ætla að áróöur ým- iss konarfyrir dægurlagatónlist en gegn sigildri tónlist, hafi ráö- iö ei.nhverju þarna um.” Þú talar um aö sigilda tónlist- in hljómi á daginn þegar fólk er viö vinnu og hefur ekki tima til aö hiusta. Er þá einmitt ekki nauösyn á þvi aö bjóöa upp á eitthvaö létt efni sem er aub- meltara og fólk getur hlustaö á meö ööru eyra? „Það er merkilegt ef fólk get- ur hlustaö á útvarp með aöeins öðru eyra. Enþaö er svo,að eitt er að hlusta á útvarp og annað að hafa aöeins opið tækiö og heyra I þvi, en hlusta ekki. Þetta atriðigerir hlustendakönnunina og niðurstöðurnar vafasamari. „Lögin við vinnuna” fá t.d. tals- verða hlustun þó það sé mjög hraðunnið og raunverulega hrátt efni.” Er þá ekki ijóst aö hlustendur vilja slikt, þaö er létt efni? „Þá komum við að þeirri spurningu, til hvers vilja menn eitt eða annað útvarpsefni? Viljað þeir fá efni til að hlusta á, eða vilja þeir fá uppfyllingu á einn eða annan hátt.” En þegar fólk hefur ekki tima til aö hlusta, en kýs þó aö hafa dæguriagamúsik i útvarpinu til aö heyra meö ööru eyranu eins og nefnt er svo? „Ereðliiegt að uppfylla slikar óskir, þegar ef til vili 20-30% þjóðarinnar hefur aðstöðu til að hlusta á útvarp áþeimtima og vill fá vel unniö útvarpsefni?” Kemur til þess að breyting verði gerö á dagskránni i kjölfar hiustendakönnunarinnar? „Það er ekki mitt að svara þessu. Útvarpsráð ræður dag- skránni.” Ef þú heföir þar hönd i bagga, myndirðu leggja til aö fariö yröi eftir niöurstööum könnunarinn- ar aö verulegu leyti? „Það er afskaplega mikiö álitamál aö hve miklu leyti á að fara eftir hlustendakönnunum. Þær vekja raunar fleiri spurn- ingar, en þær veita svör. Það er auðvitað rétt aö lita á þessar niðurstöður, en þú kemst bara ekki fyrir orsakirnar, þ.e. hvers vegna sv.örin eru á hinn eöa þennan veginn.” Hvers vegna er farið af staö meö hlustendakönnun, ef á sliku eru ailir þessir annmarkar? „tJtvarpsráðhefur verið mjög áhugasamt um þessi efni. Það vill sennilega stuðning almenn- ings við ákveðna dagskrár- stefnu og leitar eftir honum i könnunum sem þessum. Kann- anir veröa þó alltaf umdeildar býst ég viö. A hinn bóginn hefur útvarpið auðvitað lagaskyldur gagnvart hlustendum og fram- hjá þvf getur útvarpsráð ekki gengið jafnvel þó slikt væri ekki alltaf i samræmi viö niðurstöður hlustendakönnunar. ’ ’ Nú hefur veriö haft á oröi I biööum m.a. aö miklar deilur séu á milli starfsmanna hinna óliku deilda hér innan stofnunn- arinnar og aö auki almennur rigur milli deildanna. Hvaö er hæft f þessu? „Ég vil ekki tjá mig um þetta sérstaklega. Ég held að ein- hvers konar árekstrar hljóti alltaf að koma upp á stórum vinnustöðum sem þessum og hjá þeimverði aldrei komist. Al- mennt talað held ég að sam- komulag deilda og einstaklinga sé hér gott.” Þessir árekstrar sem þú nefn- ir svo, standa ekki starfsemi út- varpsins fyrir þrifum? „Það er aldrei æskilegt að mikið sé um slíkt. En að þessir smáárekstrar standi starfinu fyrir þrifum, það eru stór orð. En það er sem sé aldrei gott að ósætti sé á milli starfsmanna innan sömu stofnunar. Auövitað veit ég að það er ávallt hætta á árekstrum á milli deilda hér og það eru stundum sérstakar ástæður til þess. Það hefur allt- af verið. Ég var nú dagskrár- maður i 20 ár og þekki þetta. Það er alltaf erfitt að ná fullu jafnvægi milli t.d. þarfa tækni- deildar og dagskrárdeildar. Þar koma stundum upp vandamál.” Innanhúsfólk hér úr hinum ýmsu deildum sér talsvert um hina ólikustu þætti sem sendir eru út. Sumir hafa gagnrýnt þetta. Er æskilegt aö þannig háttur sé haföur á? „Útvarpiö hefur alla tið lifað mikið á efni frá utanhúsfólki eins og þaö nefnist. Utanhúsfólk kemur meira við sögu hjá þess- ari stofnun en hjá nokkurri ann- arri sem ég þekki til. Það er i sjálfu sér gott og blessað og gef- ur dagskránni vissa fjölbreytni. Hins vegar verður aö vera ein- hver kjarni og undirstaða innan stofnunarinnar sjálfrar. Ég held að þetta eigi aö vera i réttum hlutföllum. Er útvarpiö ofhlaðið starfs- fólki? „Það held ég ekki. Þaö hafa hér allir nóg að gera og verkefn- in næg.” Hvaö liöur umtalaöri annarri rás hljóövarpsins? „Ætli henni liði ekki vel.” Liöur aö þvi aö hljóövarpiö sendi út á tveimur rásum? „Við höfum vissar vonir um eitt og annað, en að þær rætist hefur stundum látiö standa á sér.” A hverju stendur? „Það stendur á ýmsu. Það stendur á fé, húsnæðisaðstöðu ogfleiru. Ég held að almenning- ur geri sér ekki ljóst hvilikt fyr- irtæki þaö er aö senda út á ann- arri rás. Það þýöir til aö mynda annað dreifikerfi, svo ijóst er að ekkert smámál er á ferðinni.” Séröu hilla undir nýja út- varpshúsiö? „Útvarpshúsiö hefur verið okkar draumur i áratugi og það sést nú loks hilla undir það, þótt smiöin hafi nú nýverið tafist af ófyrirsjáanlegum ástæðum. En nýja útvarpshúsiö mun leysa mörg vandamál og hnúta sem eru nú fyrir hendi i rekstrinum. Húsið er eina lausnmargra vandamála sem mun vara.” Nú hefur ráöherra skipaö nefnd sem skal fjalla almennt um málefni rikisUtvarpsins. Hver eru nánar tiltekið verkefni nefndarinnar? „Að svo stöddu veit ég litið um starfssviö þessarar nefndar. Ég býst við að það komiiljós þegar nefndin verður kölluð saman. Tilkynningin frá menntamálaráöherra er á þá leiö, að þessi nefnd skuli kanna skipulag reksturs og verka- skiptingar innan rikisútvarps- ins og endurskoöa lög þess. Þetta er að sjálfsögðu viðamikið verkefni, en þaö kemur i ljós hvernig ætlunin er að vinna það, þegar nefndin hittist. Annars virðist útvarpið vinsælt rann- sóknarefni, þvi fyrir fimm árum var gerð umfangsmikil athugun og rannsókn á rekstri þess.” Þér finnst ekkert skrítið aö vera skipaður i nefnd sem skal rannsaka innviöi stofnunar sem þú hefur stjórnaö i fleiri ár? „Nei, ég er oröinn vanur þessu. Það væri kannski undar- legra ef ég væri ekki i nefnd- inni.” Hvaö meö næturútvarpiö? Er sú hugmynd dottin upp fyrir? „Það hefur ekki verið rætt um næturútvarpið nýlega. Ég þori ekki aö segja neitt um það hvernig þaðyrðieöa hvenær það yrði sett á stað. Það er svipað um það og aðra rás. Kostnaður við það er nokkur og núna rikir hálfgert kreppuástand hjá út- varpinu, svo þaö er ekki sér- staklega góöur timi til að ræða slik mál núna.” Hvaö meö endurnýjun tækja- búnaöar hjá útvarpinu? „Endurnýjun tækjabúnaðar krefst þess aö það sé einhvers staöar rúm fyrir hin nýju tæki. Þaö rúm erekki fyrir hendi i þvi húsnæði sem við leigjum i dag. Þaö er ekki nóg að hafa tækin, einnig verður að vera aðstaöa til að vinna við þessi tæki, og þörf- in er brýn.” i dagblöðum nýlega kvartar fréttamaöur útvarps, sem lætur fljótlega af störfum, aö menn veröi fljótt lúnir og gamlir i starfi á fréttastofu útvarps. Hvaö segiröu um slikar fullyrð- ingar? „Ég get nú ekki mikið um þetta sagt, þvi ég hef aldrei unn- ið á fréttastofunni sjálfur. Það er sjálfsagt reynsla viðkomandi fréttamanns sjálfs, sem leggur honum þessi orð i munn. Hitt má benda á að margir frétta- menn hafa unnið hér lengi oft ekki viljað skipta um vinnustað8 Er verrbúiöað fréttastofu en öörum deildum Utvarpsins? „Það efast ég um.” Snúum okkur örlitiö aö sjón- varpinu. Hvernig reftlætir þú val Hinriks Bjarnasonar sem forstööumanns Lista- og skemmtideildar sjónvarps? „Ég réttlæti hana nú ekki sér- staklega, þvi þetta val er upp- haflega ekki komið frá mér, heldur meirihluta útvarpsráðs. Og þar sem ekki komu bein til- mæli frá sjónvarpinu um að velja skyldi annan ákveðinn innanhúsmann, þá trevsti ég mér ekki til annars en að fylgja ákvörðun meirihluta útvarpsráðs.” En nú sendi starfsmannafélag sjónvarps bréf til þin vegna þessa máls? „Já, en þar var ekki tekin bein afstaða með einum ákveðnum umsækjenda. Ekkert nafn kom þar fram, heldur ein- ungis að starfinu yröi úthlutað til einhvers innanhússmanns.” Auglýsingadeild útvarpsins hefur stundum veriö umdeild. Er of mikil ihaldssemi rikjandi varöandi auglýsingar I hljóö- varpi? „Það er rétt aö auglýsinga- deildin byggir á ihaldssömum forsendum. Ég hef persónulega reynt að viðhalda þeirri ihalds- semi. Ég vil gjarnan að auglýs- ingar séu með þeim hætti að þær standist. Þeir sem starfa við auglýsingar eiga ekki sjö daga sæla.” Hlustar þú mikiö á útvarp og horfir á sjónvarp? „Já/þegar timi vinnst til.” A hvað helst? „Allt mögulegt.” Heldur þú aö smekkur þinn gagnvart dagskrárefni sé likur smekki almennt? „Ég býst ekki við að ég sé sér- lega ólikur öðrum hlustendum hvað það varðar.” Iilustar þú stundum á dægur- lagaþætti og létta blandaða þætti eins og þeir heita? „Já, ég geri það stundum.” eftir Guðmund Árna Stefánsson

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.