Helgarpósturinn - 27.07.1979, Blaðsíða 13

Helgarpósturinn - 27.07.1979, Blaðsíða 13
 —he/garpásturinn_ Föstudagur 27. júlí 1979. forgöngu um'annað eins og það að bjóða ekki fram? „Málin voru opinskátt rædd þarna og alveg oni kjölinn, og eina röddin sem heyrðist þarna, það ég best veit, var Bjarni Páls- son á Núpi. Hann bara skorti kjark til að fylgja málinu fram og hann var ekki á fundi þegar at- kvæðagreiöslan fór fram um málið.” Samskiptin við Alþýðuflokkinn Hvað sagðir þú þarna á fundin- um? „Min afstaða var sú og hún hefur ekkert breytst, að ég taldi að Samtökin hefðu ekki getað staðið við þær skuldbindingar sem þau gáfu og sá grundvöllur sem þau voru byggð á, var brost- inn að minu viti. Það voru fengar Iikur til þess að Samtökunum tækist það sem þau ætluöu sér i upphafi: að sameina alla lýðræðissinnaða jafnaðar- og sam- vinnumenn einsog ég held aö það hafi verið orðað. Þaö mál var fyrir bi þvi miður. Ég taldi þvi rétt að viðurkenna slikt fremur en að halda áfram baráttu sem að minu viti var vonlaus. Starfið var allt i molum hringinn i kringum landiö og engin von til að Eyjólf- ur hresstist.” Helduröu ekki að þú hefðir flotið inn ef Samtökin heföu ekki verið með i spilinu og fengið þessi 80 atkvæði sem þeir fengu? „Ég veit svo sem ekki hvaða atkvæöi þarna var um að ræða, en ég held aftur á móti aö það hafi verið taliö meira sjálf- skaparviti aö fara fram án þess að hafa nokkurt pólitiskt apparat að baki sér. Og minir pólitisku andstæðingar fullyrtu þaö að viö fengjum ekki helming þeirra at- kvæða sem viö fengum. „En kannski er það ekkert undarlegt að framsóknarmenn f þeirri stöðu sem þeir eru hugsi upp öll tiltæk ráð til að efia sinar raðir og ekki veitir þeim af góðum liðsmönnum....” Það er ekki svo litið aö fá yfir sjö hundruð og sjötiu atkvæöi i svona kosningum”. Viö höfum kannski hlaupið hér aöeins yfir en hvað um viðræður þinar við krata áður en þú ákvaðst aö fara fram óháður? Er það ekki rétt að þú hafir verið búinn að fá grænt ljós syðra hjá flokksstjórninni og þar hafi rikt ánægja að fá þig i flokkinn? „Flokksstjórnin taldi þetta fyrst og fremst málefni kjör- dæmisráðs Alþýðuflokksins á Vestfjörðum þannig að málið var i þeirra höndum”. En þeir voru hressir með þetta syðra? „Þaö kann að hafa verið.” En hvaða babb kom í bátinn? „Hér fór náttúriega fram próf- kjör skv. reglum Alþýðuflokks þar sem allir óflokksbundnir menn höfðú atkvæöisrétt og svo náttúrlega kratar. Mitt fólk hefði þvi orðiö aö segja sig úr Samtök- unum og annað hitt við áttum ekki að fá neinn fulltrúa til aö fylgjast með prófkjörinu.” Það hefur þá ekki verið vilji hjá einhverjum valdamiklum aðilum vestra að fá þig hvorki i prófkjör né á listann? „Svo má vera”. Þú neitar aö fara i prófkjörið á þessum forsendum? >,,Ég vií nú snúa þessu alveg viö. Að þessi afstaða Alþýðu- flokksins að vilja ekki að við stæðum á. jafnréttisgrundvelli þess bendir samstarfiö milli . stjórnarflokkanna til þess aö hún verði ekki langlif”. Þú ert nú ekki sestur i helgan stein i pólitikinni? „Allt lifið er aö minu viti pólit- isk barátta og auðvitað lifa menn lifinu lifandi þvi öll hags- munabarátta er pólitisk i einhverjum skilningi.” Nú fara sögur af þvi, aö þaö sé verið að bera I þig viurnar. . „Ja, þessar sögur eru hreinn uppspuni frá rótum, til dæmis meö framsókn. Þetta^á ekKi viö nein rök aö styðjast. En kannski er það ekkert undarlegt að fram- sóknarmenn i þeirri stöðu sem þeir eru hugsi upp öll tiltæk ráö, að þeirra mati, til aö efla sinar raðir og ekki veitir þeím af góö- um liðsmönnum. Þaö er hreinn uppspuni aö framsóknarmenn hafi verið aö viðra sig upp við mig. En svona eru sögurnar. Þú ert þá reiöubúinn að fara fram aftur með þinum mönnum? „Ég hef ekki gefið og gef engar einhliöa yfirlýsingar um min áform i pólitik. Ég er ekkert fyrir þaö gefinn að vera meö einhliða yfirlýsingar án þess að ég hafi áöur gert minu samstarfsfólki grein fyrir málunum. Þaö hygg ég aftur á móti að muni gerast I haust”. Þú heldur þar af leiðandi að stjórnin muni falla i haust? „Ég hef ekkert sagt um það. Ég get gert upp minn huga án tillits til þess hvenær rikisstjórnin gefur upp andann. Ég tel það timabært með haust- dögum að þá fari ég og þaö fólk sem að þessu stóð að gera þaö upp viö okkur hvort áfram haldiö verður og ég mun þá gera þvi grein fyrir minum viöhorfum áð- ur en ég gef yfirlýsingar opinber- lega um mitt framhald i pólitik. Þaö er hér gamalt máltæki sem er á þá leið, að alltaf kemur Odd- ur aftur. Þannig að menn geta bú- ist við öllu. Hverju sem er”. Þetta eru athyglisverð tiðindi. „Þaö kann aö vera”. Árásir á verka- lýðshreyfinguna gagnvart þeim hafi orðið til þess aö ekkert varö af þessu”. Hyggjum að framhaldinu með haustdögum Nú erum við eiginlega komnir að deginum I dag, hvernig metur þú stöðuna núnalEr þetta ekki heldur daufleg vist hér i Bolungarvik? „Ég er ekkert viss um að við séum komnir að deginum I dag, þvi ég held aö það sé nauösynlegt aö menn skoði svolitiö hvað i raun og veru geröist þarna. Það hefur ákaflega litið verið haft orö á þvi, til dæmis hér i Vestfjaröar- kjördæmi, að svona óháð fram- boö sem hefur enga flokks- maskinu til aö styðjast við nær næstum þvi jafn miklum árangri einsog 40-50 ára gamlir flokkar og þaö er hætt aö láta mata sig miskunnarlaust á hinum flokks- legu linum”. Hefuröu spáð einhverju i sam- bandi við lif þeirrar rikisstjórnar sem nú situr? „Ég hef engu spáð um þaö”. En ertu búinn að gera ein- hverjar ráðstafanir varðandi snöggt andlát stjórnarinnar? Ég þarf engar ráöstafanir að gera i sambandi við snöggt andlát þessarar rikisstjórnar. Ég hef verið þeirrar skoðunar allt frá myndun þessarar rikis- stjórnar að margt hafi bent til þéss aö hún sitji ekki út kjörtima- biliö. Og sumir af forystumönnum þeirra flokka sem aöild eiga að þessari stjórn hafa beinlinis látið i það skina og i veðri vaka að þeir ætluðust ekki til þess, aö hún sæti lengi.Húnværi stofnuð til aðleysa tiltekinn vanda, bráðavanda, auk Þú minntist á árásir á verka- lýðshreyfinguna yfir kaffinu, Karvel. Þú vilt kannski láta ein- hver orö falla um það? „Já, mér finnst þaö ákaflega láknrænt þegar maður eins og Sigurður Líndal úr framvaröar- sveit prófessora I Háskólanum sem alla tið hafa sitt á þurru og fengið það I áframhaldi af bar- áttu véjfkafólks, hafa aldreiþurft fyrir þvi aö* hafa, setjast i dómarasæti og dæma forystu- sveit verkalýðssamtakanna eða verkalýðshreyfinguna almennt, Þeir ættu fyrst að heyja sina Kjarabaráttu einsog verkamenn hafa þurft aö gera si^an dæma hvernig hefur tekist. Og þaö er kannski athyglisvert að Sigurður Lindal i ádrepu sinni ætlast bein- linis til annars siöferðis, og þvi á hærra plani af verkalýðsstéttinni en af öörum stéttum i þjóöfélag- inu. Og þetta er nú ljósi punktur- inn i hans ádeilu þó það sé kannski ekki hans meining þegar hann er að semja þetta. Mér finnst það alveg táknrænt þegar menn einsog Sigurður Lindal, sem þurfa að skila fjórum til sex vinnustundum á viku, setjast i dómarasæti og ætla að fara að hella sinu siðgæöi yfir hinn al- menna verkamann.” Þetta er nú kannski ekki alveg staðreynd með vinnuskylduna. Þeir hafa rannsóknarskyldu og þurfa mikinn undirbúning, er það ekki, Karvel? „Þetta er staðreynd hvort sem menn eru sammála henni eða ekki. Auk þess sem þessir menn vita ekkert hvaö kjarabarátta er. Þeir hafa alltaf fengið þetta rétt uppi hendurnar frá öðrum. Ég lit þviekkisvo alvarlegum augum á þessa árás frá Sigurðar hálfu. Ég hefði litið hana alvarlegri augum ef hún hefði komið frá manni sem þekkti til þessarar baráttu.” Upp úr þessu rórillinu stakk Karvel einum af þessum 20 sentimetra sigörum uppi blaöa- mann og varö litið úr skrásetn- ingu úr þvi. Viðtal og myndir: Finnbogi Hermannsson

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.