Helgarpósturinn - 27.07.1979, Blaðsíða 12

Helgarpósturinn - 27.07.1979, Blaðsíða 12
Föstudagur 27. júfí 1979. —he/garpústurinrL. Karvel Pálmason fyrrv. alþingismaður hefur nokkuð veriðá dagskrá þessa dagana og menn velt vöngum yfir fyrirætlunum Karvels. Ljóst var í siðustu kosningum, að fylgi hans er enn mikið og ef til vill ástæöa fyrir flokka sem eru aðveslast upp aðathuga það mál nánar. Svör Karvels við áleitnum spurningum fréttamanna hafa verið út í hött fram til þessa ellegar í véfréttarstil. Oss helgarpóstum fannst þvi orðið mál að taka hús á kappanum á Traðarstígnum í Bolungarvík en þar situr hann nú á friðarstóli og vinnur að málefnum verkalýðs- félagsins. .yffltof kemur Oddur aftur" Karvel Pálmason í Helgarpóstsviðtali Karvel I Bolungarvik: ,Ég er þeirrar skoöunar, að hefðum við boðið fram i nafni Samtakanna hefðum við varla fengiö helminginn af þvi fylgi sem við fengum með óháða framboðinu.” Svikin loforð „Ég er búinn að vera i verka- lýöspólitikinni siðan 1958 og það má segja að það sé lika pólitiskur feriir Hvernig bar til að þú fórst út i landsmálapólitik? „Fimmtán sextán ára var ég hér i Alþýðuflokksfélagi. Hafði að visu ekki mikil afskipti af pólitik, en siðan þróaðist þetta svona og ég var og er mikill aðdáandi Hannibals en það kom til fyrst og fremst gegnum verkalýðs- baráttuna.” Hvernig varð þér við ’7l þegar þú rannst inn sem uppbótar- maður? „Hannibal lagöi mikiö upp úr þvi aö fá héðan mann i annað sæt- iö k þessum lista. Ég var að sjálfsögöu allur af vilja gerður að stuðla að þvi að hann næði kosn- ingu, en vissulega kom það mér á óvart aö árangur varð meiri”. Nú var kjörtimabilið ekki nema þrjú ár þar eð stjórnin féll, m.a. fyrir þinn atbeina og upp úr þvi 4ra ára hægri framsókn. Hef- uröu aldrei iörast gerða þinna i sambandi viö það? „Ég hef að sjálfsögðu.ekki séð eftir þvi, Menn veröa aö hugleiöa það hver voru loforð og hver var grundvöllur stjórnarinnar sem mynduö var eftir kosningarnar '71. Og i þeim stjórnarsáttmála var gefiö fyrirheit uni náiö sam- starf og samráð við verkalýös- hreyfinguna um lausn efnahags- mála. Þaö fyrirheit var þverbrot- iö af forsætisráðherra Ólafi Jóhannessyni og meira en þaö. A sama tima og það var rofið, sam- starfiö við verkalýðshreyfing- una, gerist þaö sem hefur aldrei gerst áður i islenskum stjórnmál- um, að ráðherra er rekinn úr rikisstjórninni, og það er forseti Alþýöusambandsins sem á þar hlut að máli, samflokksmaður okkar. Og það var náttúrlega enn frekar út i hött að ætlast til þess að pólitiskir samherjar tækju ekki upp hanskann þegar þannig er vegiö aö mönnum þótt grund- vallarástæöan sé þessi, að ég taldi að það ætti skýlaust að standa viö bæöi bessi gefnu fyrir- heit og önnui þvi það var grundvöllur að stjórnarsam- starfinu. Og ég tel að þvi miður sé það allt of oft aö þaö gerist að gefin loforö eru beinlinis svikin og ekkert talið viö það að athuga. Ég held að það hafi lika sýnt sig i Vestfjarðarkjördæmi einmitt að minir umbjóðendur hér töldu að þarna hefði ég ekki farið rangt að, þvi aö 1974 náði ég kjöri hér þrátt yfir þær einstæðu aðstæður sem þá var viö aö búa aö þvi er varðaði okkur samtakamenn og er liklega alveg einsdæmi i hinni pólitisku sögu. 011 pólitisk samtök i landinu beindu einmitt spjótum sinum að Samtökunum. Þó gerist það engu að siöur að hér náum við kjöri. Þannig að ég sé á engan hátt eftir þvi og tel að ég hefði svikiö gefin fyrirheit ef ég heföi brugðist öðruvisi við heldur en ég gerði þá'.’ „Hver hefur sálgreint það?” Fannst þér ekkert erfitt aö fara fram aftur ’74 og berjast fyrir nýrri vinstri stjórn eftir öll þessi ósköp? „Menn búast nú alltaf við að menn vitkist með árunum og taki sinnaskiptum. 1 þessu tilfelli mátti kannski vonast til þess að Framsóknarflokkurinn sæi að sér sem þó ekki varð, en eftir sem áður hefðu þessir atburðir getaö oröið til þess að það heföi komist á raunveruleg vinstri stjórn 1 landinu. En staðreynd- irnar sýndu þaö að Framsóknar- flokkurinn, eða forysta Framsóknarflokksins — nú vil ég ekki dæma hinn almenna fram- sóknarmann, — forysta Framsóknarfíokksins var ekki á þeirri linu að hún vildi ganga til vinstra samstarfs og raunar ekki Alþýðubándalagið heldur, eftir kosningarnar 1974.” Svo við förum út i aöra sálma, nú eruö þiö tveir á þingi þiö Magnús Torfi, siðasta kjörtimabil og ólikir menn að lunderni? „Hver segir það: Hver hefur sálgreint það?” Þetta er nú svona það sem snýr að öðrum andlitum, svona út- sjónin á ykkur, þú baráttumaður og ákafamaður en Magnús aftur- ámóti til baka og inni sig. „Ég læt þig og aðra dæma um það hversu ólikir við erum við Magnús Torfi, en varðandi það hvernig okkar samskipti voru þá get ég ekkert annað en gott eitt sagt um hann. Að visu greindi okkkur á og svo ber þvi auðvitað að vera. Mér þætti það nú heldur dauft aö vera i flokki sem er bara hallelújasamkoma”. Þið voruð nú bara tveir þarna. „Tveir vorum við vist jú. í kringum okkur var þó hópur fólks sem aö þessu stóð , en sam- búðarvandamál hjá okkur voru ekki, aö ég tel. Hitt er rétt að þaö var kannski erfitt að fá út afstööu Magnúsar. Það þurfti æöi mikiö til þess að ná út hans viðbrögð- um”. Hann hefur verið heldur seinn aö bregöast viö. Heldúrðu ■, að hann hafi vantaö kjark? „Ég hygg að þaö hafi verið af meðfæddum grandvarleika, en ekki að hann hafi vantaö kjark. Ég væni Magnús ékki um að hann hafi ekki kjark til hluta.” En þið áttuð kannski ekki beint sálufélag saman? „Hvað er sálufélag? En þaö sem mér fannst kannski bera mest á hvaö okkur áhrærir var þessi afstaöa Magnúsar til at- burðanna sem geröust 1974. Hann vildi þrauka áfram.” Bjarni missti niður um sig Hvað um Bjarna Guönason, hvernig fannst þér hann koma út úr þessu ’74? „Hann sagði sig nú úr þing- flokknum en lýsti þvi samt yfir aö hann mundi styöja stjórnina til allra góðra verka. Svo var það náttúrlega hans mat hver hin góöu verk voru. Hann ætiaöi hins vegar ekki aö hissa upp um rikis- stjórnin þarna i lokin, en það fór nú samt svo að Bjarna ólöstuð- um, að meira missti hann niörum sig heldur en þeir sem hann ádeildi á þeim tima.” Þið dingliö svo þarna tveir á þinginu siöasta kjörtimabil? „Þú og fleiri talið um þetta að við höfum bara verið tveir en það er mesti misskilningur að tveir þingmenn úr sextiu manna hópi geti engu áorkað. Það náðist þó sá árangur að stjórnarandstaöan sem slik var sameinuð I afstöð- unni til rikisstjórnarinnar. Ég held að við höfum verið tveir málamiðlunarstuðpúðar til aö leiða saman þessa tvo aöila.” Nú voruö þið i nefndakompanii við Alþýðubandalagið framan af. Hvað olli þvi að upp úr slitnaði? og þiö voruð I kuldanum i fjár- veitinganefnd? „Það hafði verið gert sam- komulag, að visu munnlegt að við hefðum fulltrúa i fjárveitinga- nefnd” En var ekki áskiliö að þið yrðuð ekki I neinu makki við aðra flokka á meðan samkomulagið stæði? „Það varaldreiminnstá slikt”. En einhver orsök hefur verið fyrir þvi að þið eruö frystir út úr nefndum m.a. fjárveitinganefnd sem er aðalatriöi? „Ja, hvað orsakar það? Hafi ég skiliö ummæli Lúðviks Jóseps- sonar rétt á þessum tima þá hafi það veriö fyrst og fremst vegna þess að hann taldi að ég væri kominn hálfur inn I Alþýöu- flokkinn og Alþýðuflokkurinn ætti ekki aö fá fleiri menn i fjár- veitinganefnd.” vald til þess. Hins vegar ef aörar einingar vildu halda áfram að bjóða fram, var það auðvitað okkur að meinalausu.” Hefðir þú ekki verið betur staddur með Samtökin að baki þér ’78? „Siður en svo. Hvað gerist ekki i Reykjavik þar sem formaöurinn er i framboði” En við erum nú hér á Vestfjörðum? „Eiga Vestfirðingar einir að halda uppi allri maskinunni i nafni flekks ef hvergí annars staðar er neisti fyrir þvi eða vilji eöa likur taldar á þvi, að flokkur- inn þjóni nokkrum til gangi*-Ég er þeirrarskoð- unar, að hefð- um viö boöið fram i nafni Samtakanna hefðum við varla fengiö helminginn af þvi fylgi sem viö feng- ummeð óháðaframboöinu”. Þú ert alveg harður á þvi? „Ég tel mig ekkert siður en aðrir geta metiö þaö eftir þann slag og þá baráttu sem þar átti sér stað.” „Aö visu greindi okkur á og svo ber þvi auövitað aö vera. Mér þætti þaö nú heldur dauft aö vera f flokki sem er bara hallelújasam- koma....” Voru þeir ekki haldnir eðlilegri tortryggni? „Menn eiga ekki að ganga á gefin fyrirheit og samninga þó munnlegir séu”. Vestfirðingar og maskínan Nú var afstaða .tekin að bjóða ekki fram ’78 á kjördæmisráð- stefnunni á Núpi vorið ’77. Var það ekki endanleg náðarstunga fyrir Samtökin? „Já, þá var ákveðiö að bjóöa ekki fram, en ekki ákveðið aö leggja flokkinn niður, þvi það var ekki i okkar verkahring kjördæmisráðsins á Vestfjöröum. Við höföum náttúrlega ekkert Var ekki eindreginn viiji sam- takamannaá Núpsfundinum, aö þú yrðir áfram á skipinu? „Af hverju tala menn svona um eindreginn viljasamtakamane.a vestra? Æösti aðili, æðsti instans samtakanna á Vestfjörðum ,er kjördæmisráðiö. Kjördæmisráð- stefnuna sóttu að mig minnir 59 manns ’77. Hann samþykkir einróma þessi hópur að bjóða ekki fram i nafni Samtakanna. Hver segir siðan aö þetta hafi verið almennur vilji Sam- takanna að ég yrði áfram?” En hver stjórnaði þvi liði sem ákvað að bjóða sig ekki fram? „Það stjórnaöi sér sjálft.” Einhver hlýtur að hafa haft

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.