Helgarpósturinn - 27.07.1979, Blaðsíða 23

Helgarpósturinn - 27.07.1979, Blaðsíða 23
helgarposturinrL. Fostudagur 27. júií 1979. 23 Fjárhagsvandi rikisins hefur mjög veriö á dagskrá aö undan- förnu og Tómas . Arnason, fjármálaráöherra, veriö i sviös- ljósinu af þeim sökum. Komiö hefur fram aö fjárhagsvandi þessi nemur um 5 miUjöröum króna, þó aö 7miiljaröar muni vera nær lagi, og fjármála- ráöherra hefur veriö meö kröfur um þaö innan rikisstjórnarinnar aö aflaö veröi tekna til aö fyUa upp i þaö gatiö, eins og þaö er gjarnan nefnt^iú á timum, til aö jöfnuöur náist milli rikisútgjalda og tekna en rikistjórnin haföi sett sérþaö sem keppikefli. Kröfur Tómasar i þessum efnum hafa veriö meira en oröin tóm, því aö hann hefur fylgt þeim eftir meö þvi aö taka fyrir allar aukagreiöslur Ur rikiskassanum og meö þvi móti þvingaöi hann máliö inn á fundarborö rikis- stjórnarinnar á dögunum þar sem fékkst málamyndalausn sem TÓMAS BiTUR A JAXLINN Tómas sættir sig viö. Alþýöu- flokksmenn og Alþýöubandalags- menn fóru i fyrstu undan i flæm- ingi og töldu máliö ekki brýnt viö- fangs heldur væri nær aö biöa hausts og taka máliöfyrir i heild i ljósi næstu fjárlagageröar. Á rikistjórnarfundinum, þar sem málið komstá dagskrá, féllst Tómas aö nokkru leyti á þetta sjónarmiösamstarfsflokkanna en fékk þar samþykkt aö tekju- öflunin skyldi á nýjan leik tekinfyrir innan stjórnarinnar fyrir 20. ágúst næst- komandi. Ástæðan fyrir þeirri dagsetningu er sú aö um þaö leyti ætla menn aö komnar veröi nokkuö skýrar linur varðandi fjárlagagerö næsta árs, sem unnt veröi aö taka miö af þegar — ákveöin veröur skattlagning til aö afla þeirra tekna sem nú vantar. Þaö eru þrjár meginástæðurn- ar fyrir þeim halla á fjárlögum siðasta árs, sem veriö hafa að koma á daginn. Ifyrsta lagi hafa útgjöld rikisins vegna heilbrigöis- kerfisins í heild veriö talsvert meirien ráö hafa veriö fyrir gert, einnig hefur 3% hækkun á grunn- launum opinberra starfsmanna, sem ákveðin var kostað ríkið mikla fjármuni og i þriöja lagi er þaö svo oliugjaldiö. A móti hefur komið aö rikið mun hafa allgóöar tekjur af bensinhækkunir.ni sem varð á dögunum. Einnig mun 6% gengissigið sem ákveöiö var i ráðstöfunum rikisstjórnarinnar, færa rikinu auknar tekjur, þótt útgjöld af þeim sökum veröi einnig einhver og i þriöja lagi er taliö aö i áætlunum Þjóöhags- stofnunar hafi veriö vanreikn- aöar tekjur rikisins af álagningu skatta. Taliö er aö þessir þrir liöir geti numiö allt aö tveimur milljöröum, en meö þá i huga hefiir Tómas kosiö aö tala fremurv um 5 miljaröa króna halla i rikis- reikningnum en 7 milljaröa króna einS og hallinn raunverulega er. Rétt er að geta þess, aö i mark- miöum rikist jórnarinnar i efiiahagsmálum var jafnan út frá þvi gengið aö greidd yröi upp skuld rikissjóös viö Seöla- bankann, sem nema mun um 5 milljöröum króna og stafar aö mestu af afborgunum ogvöxtum af erlendum lánum. A liönum árum hafa þeir sem viö stjórn- völin sátu, ekki haft þungar áhyggjur af þessari skuld heldur leyst máliö meö aukinni seöla- prentun og eins og gefur aö skilja hefur þaö ekki haft heillavænleg áhrif á veröbólguþróunina i land- inu. Tómas hefur hins vegar ekki viljaðhvika frá þeim ásetningi aö greiöa upp þessa skuld, enda varla bætandi á verðbólguna sem fyrir er, en væri fjármála- ráöherra ekki þessi skulda- greiösla svo ofarlega i hugá, gæti hann auövitað sýnt fram á halla- laust fjárlög, þar sem skuldin viö Seölabankann og útgjaldaaukinn hjá rikinu vega nokkurn veginn hvort annaö upp. Þær leiöir sem T'ómas Arnason hefúreinkum viðraö innan rikis- stjórnarinnar til aö afla tekna sem nemur þessum 5 milljaröa króna halla er annars vegar aö hækka söluskatt um tvo stig og fara með vörugjaldiö á öllum vörum upp I 24%, ©i nokkrir vöruflokkar i 30% vörugjaldi munu lækka. Hins vegar mun hann samhliöa ihuga aö milda þessa ráöstöfun nokkuö meö þvi aö afnema vörugjald af vissum vörum, svo sem Islenskum hljóm- plötum og snældum, hljóðfærum Innreiö uppreisnarhers Sandi- nista i Managua, Tiöfuöborg Nicaragua, varö endirinn á hálfs annars árs innanlandsófriði i stærsta riki Miö-Ameriku. Fólk þyrptist út á göturnar greip vopn- in sem þjóðvaröliöar Somoza ein- ræöisherra höföu fleygt á flótta sinum og tókaö skjóta upp I loftiö til aö fagna ósigri haröstjórans. Eitt fyrsta verk stjórnarinnar sem sandinistarmynduöuaö sigri unnum var svo aö skipa öllum sem I heimildarleysi heföu vopn undir höndum aö skila þeim, til aö fyrirbyggja óöld I kjölfar stjórnbyltingarinnar. Sandinistar kenna sig við Augusto Sandino hershöföingja, Einn hermanna sandinista á varöbergi I Managua. SIGUR SANDINISTA f NICARAGUA sem baröist tyrir sjálfstæöi Nicaragua á timabilinu sem bandariskar landgöngusveitir stjórnuðu landinu, en þaö geröu þær lengst af frá 1912 til 1933. Þegar Roosevelt tók upp stefiiu góös nábýlis gagnvart Rómönsku Ameriku og kallaði landgöngu- sveitirnar brott frá Nicaragua ár- iö 1933, höföu þær komiö sér upp innlendum aöstoðarsveitum, Þjóövaröliöinu. Yfir þaö höfðu bandarisku foringjarnir sett Anastasio Somoza. Siöan hefur Somoza-fjölskyldan ráöiö lögum og lofum i Nicara- gua. Þeir ættmenn hafa einskis svifist til aö tryggja sér völd og auð. Eftir brottför bandariska landgönguliösins hét ættfaöirinn Sandino ogmönnum hans griöum og frjálsri stjórnmálastarfsemi. Efndirnar uröu þær aö Somoza lét myröa Sandino i febrúar 1934. Sjálfur féll einræöisherrann fyrir moröingjahendi 1957, en siðan hafa tveir synir hans ráöiö land- inu. Anastasio yngri lét i janúar i fyrra myröa blaðaútgefanda i Managua, Pedro Joaquin Chamorro, sem honum var i nöp við fyrir skrif blaös hans. Þaö morð varö upphafiö á endalokum Somoza-veldisins. Chamorro var ekki talsmaöur skæruliöahreyf- ingar, sem lengi haföi reynt að búa um sig I sveitunum meö tak- mörkuöum árangri, heldur kaup- sýslumanna og menntafólks borganna. Moröið á honum varð til aö þessi öfl tóku höndum sam- an og hófu sameiginlega baráttu til aö reka Somoza frá völdum. Leitun er á valdhöfum sem hafa mergsogiöþjóösina eins rækilega og Somoza-ættin. Nicaragua byggir fátæk þjóö, aö meirihluta hvorki læs né skrifandi. A 46 ára valdaferli hefur Somozafólkinu tekist aðlöngla saman eignum sem metnar eru á 300 milljaröa króna, og er þó frekar vantaliö en oftalið, þvi Somoza-auöurinn er fólginn i flóknu fyrirtækjaneti viöa um heim. Fégræðgi Anastasio yngra kom best i ljós. þegar jaröskálfinn mikli varö i Managua 1972, lagöi mikinn hluta borgarinnar i rúst og drap 10.000 manns. Þá var efnt til fjár- safnana i fjölda landa til aðlikna bágstöddum i Nicaragua, en raunin varö sú að mestur hluti neyöarhjálparinnar lenti I vösum forsetans, ættingja hans og kumpána. Eignir sem Somoza til- heyröu og nú hafa veriö lýstar þjóöareign eru til aö mynda flug- félag, skipafélag, sementsverk- smiöjur, tóbaksiðnaöur og 30 af hundraöi alls ræktanlegs lands I Nicaragua. Skýrasta dæmiö um vitneskju Somoza um algert fylgisleysi sitt meöal landsmanna, eru aöfarirn- ar sem hann lét Þjóðvaröliöiö hafa i frammi I Managua siöustu vikur borgarastyrjaldarinnar. Eftir aö sandinistar uröu aö láta undan siga úr höfuðborginni, þar sem þeir höfðu um skeiö náö nokkrum hverfum, fóru sveitir úr Þjóövaröliöinu daglega um. borg- ina, handsömuðu hvern einasta og iþróttatækjum og má lfiriegt telja aö þaö veröi honum drjúgt til vinsælda meöal yngri kjósenda þessa lands. Ýmsar niður- skuröarleiöir munu einnig 1 athugun og t.d. mun fjármála- ráðherra nú vera aö láta kanna hvaö þaö sparar rikinu að binda alla yfirvinnu opinberra starfs- manna viö30% af dagvinnu. Hins vegar mun sú leið aö draga úr niðurgreiöslum á landbúnaðar- vörum ekki vera á dagskrá, þvi aö áú merkilega staöa mun komin upp aö þaö kostar rikiö meira heldur en óbreytt ástand og á þaö rætur sínar að rekja til veröbóta- ákvæöanna i kjarasamningum opinberra starfsmanna. Annars hefur veriö fróölegt aö fylgjast meö Tómasi Arnasyni i öllum atganginum undan- fariö. Reynslan á liönum árum hefur yfirleitt 'oröiö sú aö þeir menn semistólfjármálaráöherra hafa setiö, hafa ekki riöiö þaöan feitu hrossi i pólitiskum skilningi nema ef vera skyldi Magnús Jónsson. Þetta veit Tómas greinilega. Hann hefur þess vegna upp á siökastiö lagt kapp á aö byggja upp þá imynd af sér i hugum fólks aö þarna fari stjórnmálamaöur meö pólitiskt DDTFDÍJirö^] yfirsýn ®lpD©[nlCdJ ungan karlmann sem til náöist, fóru meöhópana útfyrir borgina, skutu þá þar og brenndu likin. Somoza taldi sem sagt aö hver einasti ungurmaöur væri liklegur liösmaöur sandinista. Þrátt fyrir þetta blóöveldi, hefur stjórn sandinista heitiö þjóövaröliöum griöumog segir aö aftökum veröi ekki beitt, jafnvel gegn þeim sem gerst hafi sekir um glæpi eins og ungmennamorö- in. Allt kapp er lagt á aö græöa sár borgarastyrjaldarinnar, enda þjóöin illa á vegi stödd. Borgir eru i rústum, akrar ósánir og gjaldeyrisforöinn horfinn meö Somoza-fjölskyldunni, sem siglir á lystisnekkju um Karibahaf. Fulltrúi sandinista á ráöstefnu Alþjóðasambands jafnaöar- manna i Bommersvik i Sviþjóö, EduardoKuhl aö nafni, komst svo aö oröi aö ekki veitti af 900 mifijöröum króna til aö reisa Nicaragua úr rústum. Fyrsta tilboðiö um aöstoö i stórum stil viö nýju valdhafana I Managua barst frá Bandarikja- stjórn. Stuöningsmenn Somoza á Bandarik jaþingi reyndu aö koma þvi til leiöar aö stjórnin I Washington veitti honum liö, en tókst þaö ekki. Um tfma reyndi Bandarikjastjórn aö koma á vopnahléiundireftirliti gæsluliös, en þegar sú tillaga fékk ekki stuöning annarra Amerikurikja, tók bandariska utanrikisráðu- neytiö þann kost aö hvetja Somoza til aö flýja land I staö þess aö berjast til þrautar. Sandinistar nutu hælis I ná- grannarikinu Costa Rica oghlutu einnig liöveislu frá Panama. Þar aö auki voru Suöur-Ameríkurflrin i Andesbandalaginu, frá Venezu- ela i austri til Perú i vestri, á þeirra bandi. Allt eru þetta riki sem búa við tiltölulega lýöræði- lega stjórnskipan, eftir þvi sem gerist á þessum hjara heims. hugrekki — maöur sem þorir aö standa viö ákvaröanir áínar og stefnumiö. Tómas hefur aö undanförnu komiöfram sem „haröi” maður- inn i rikisstjórninni. Hann stóö einngegn þvi aö rikiö afsalaöi sér tekjum vegna bensinhækkunar- innar á dögunum og haföi betur innan rikistjórnarinnar, og sömu hörkuna hefur hann sýnt til aö fá tekjuöflunarvanda rikissjóös tekinn á dagskrá innan rikis- stjórnarinnar, eins og er rakiö.„Menn veröa aö hafa dug i sér aö halda eigin markmiö i heiöri. Menn sem þora ekki aö standa aö pólitiskum ákvörö- unum, þótt óvinsælar kunni aö viröast, ættu ekki aö gefa sig aö pólitlk,” sagöi Tómas 1 samtali viö þann sem þetta ritar, þegar hann var spuröur aö þvi hvers vegna hann sækti svo fast aö fá tekjuöflunarmáliö nú á dagskrá meöan aörir vildu fresta þvi. Ekki er annaö að heyra en samverkamenn Tómasar i þessu stjórnarsamstarfi —amk. margir hverjir— viröi Tómasfyrir þessa hörku hans og stefnu- festu. „Þetta er auðvitaö hárrétt stefna hjá Tómasi — svona hafa allir fremstu fjármálaráöherrar farið aö, en hann veröur auövitað aö gæta þess aö hegöa sér einsog aöstæöur leyfa hverju sinni,” sagöi einn þeirra i samtali. Nú er hins vegar aö sjá hvernig hið pólitiska hugrekki dugar Tóm- asi. Óneitanlega gafst það Matthiasi Bjarnasyni vel meöan hannfór meðsjávarútvegsmálin i siöustu rlkisstjórn svo að hann mátti heita eini ráöherrann sem kom óskaddaöur frá þeim slag. En þaö er hins vegar sitt- hvaö aö vera fjármálaráöherra og sjávarútvegsráðherra, þvi að ráðstafanir hins si'öarnefnda koma auövitað hvergi nærri eins við pyngju alls almennings i land- inu og þau ráö sem fjármála- ráöherra þarf aö gripa til. Eftir Björn Vigrii Sigurpálsson Greinilegt er að þau litu á barátt* una I Nicaragua sem prófstein á hvert straumurinn lægi i stjórn- arháttum i Rómönsku Ameriku. Sigur sandinista hefur á hinn bóginn skotiö herforingjastjórn- um landanna þriggja sem liggja milli Nicaragua og Mexikó, skelk i bringu. 1 E1 Salvador hefur undanfarin misseririkt svipaö á- stand ogvarð undanfari borgara- styrjaldarinnar I Nicaragua. Hvaö eftir annaö hefúr lið her- foringjastjórnarinnar þar lagt til atlögu gegn óbreyttum borgur- um, sem meö ýmsum hætti hafa látið i ljós samstööu sina meö baráttu skæruliðahópa. Herfor- ingjastjórnin i Honduras viröist öllu traustari i sessi. Mest athygli beinist þá að Guatemala.Þarhefur árum sam- an rikt ógnaröld meö miklum mannvigum. Morösveitir hægri manna hafa á siöustu mánuöum færst i aukana og njóta greini- lega vinsamlegs hlutleysis hers og lögreglu herforingjastjórnar landsins. A þessu ári hafa þegar fallið fyrir moröingjahendi i höfuðborginni fyrrverandi borgarstjóri, foringi sósiakiemó- krata og kunnasti verkalýðsfor- ingi landsins. Þótt moröin ættu sér staö á almannafæri aö viö- staddri lögreglu, hefur engin handtaka átt sér staö fyrir ó- dæöisverkin. Stjórnvöld I Guatamala viröast miöa aö þvi aö ryöja úr vegi öll- um sem liklegir eru taldir til aö geta orðiö foringjar og einingar- tákn I uppreisn svipaöri þeirri sem átt hefur sér staö I Nicara- gua.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.