Helgarpósturinn - 27.07.1979, Blaðsíða 7

Helgarpósturinn - 27.07.1979, Blaðsíða 7
__neigarposturinn_ Föstudagur 27. júlí 197 7 Sænsk samvinna Norræn samvinna, kannski einkum á sviöi bókmennta, hef- ur löngum veriö eitt af þvi sem éghef taliö best aö stunda i hófi. Ekki vegna þess hún væri slæm i sjálfu sér, heldur vegna hætt- unnar á aö bf náin samvinna geröi menn óþarflega blinda á hiö góöa sem þjóöir utan Norö- urlanda hafa fram aö færa. Ég er enn á sömu skoöun aö mestu, en afstaöa min varö óneitanlega talsvert jákvæöari eftir aö ég freistaöist sjálf til aö varpa mér út í hringiöu norrænnar sam- vinnu á bókmenntasviöinu. Þaöhefur vist lengi tiökast og mikiö aö samnorræn skáld og aörir bókmenntafremjendur kæmu saman til skrafs ográöa- gerða, en ég hef reyndar lítt af þvi vitaö þar til ég dreif mig til þátttöku á norrænt námskeið um ljóö og ljóöagagnrjfni i sum- ar. Námskeiöið var aö sjálfsögöu i Sviþjóö. Það var dálitiö sér- kennileg tilfinning aö standa i fyrsta skipti á sænskri jörö, rig- fúlloröinmanneskjan, sem heföi eftir öllum kristilegum lögmál- um átt aö veraþarna i fimmta skipti aö minnsta kosti. Ég var heldur ekki nógu diplómatisk til aðleyna þviaö þetta væri fyrsta ferö min til Svíþjóöar, og haföi kannski lúmskt gaman af aö skyra frá þvi. Enda fékk ég tals- vert af skemmtilegum viö- brögöum, þar á meöal þvi, hvort þetta væri þá ekki I fyrsta skipti, sem ég kæmi út fyrir is- lenska landsteina. Svona er Svi- þjóö sjálfsagt land. Þaö er meiraösegja svo sjálf- sagt, aö ekkert kemur manni á óvart. Allt er eins og maöur haföi búist viö. Nema kannski þaöaö Svíar eruennþá ábyrgari og alvörugefnarien maöur haföi búist viö, og var þá langt til jafhaö. Þó eru þeir jafnframt móttækilegri fyrir húmor en ég bjóst viö, meiraösegja mjög móttækilegir, ef þeir eru undir- búnir, en þar með er ekki sagt aö þeir stundi mikinn húmor sjálfir. Eitt sænsku skáldanna á námskeiöinutrúöi mér fyrir þvi aö i Sviþjóö væri ekki hægt að skrifa fyndin ljóö, ef maður geröi þaö, væri maöur ekki tek- inn alvarlega, og sé þaö satt er þaö nokkuö alvarlegt mál. Þvi þaöaö takaskáld ekki alvarlega er þaö sama og aö kasta þvi út i ystu myrkur. Ég sagði aö Sviar væru enn alvörugefnari og ábyrgari en ég bjóst viö. Þaö kom mér lika á óvart hvaö þeir töluöu mikiö, margt af skynsamlegu viti, ég segi þaö ekki, en listina aö sfytta mál sitt kunna þeir ekki og viröast telja þaö dyggö aö hafá það sem lengra reynist. Aö þessu leyti og ymsu ööru var skemmtilegtaö bera samanhve dásamlega ólikt þátttakendurn- ir höguöu sér og mátti i flestum tilvikum heimfæra það upp á þjóöerniö. Þaö var áberandi aö öll þjóöerni tóku sig minna há- tiðlega en Sviar geröu, og átti þaö bæöi viö um umræöu og ljóðagerö. En námskeiöiö fór þannig fram, að lesin voru yfir ljóö þátttakenda, og síöan fékk einhver gagnrýnandinn þaö hlutverk aö halda um þau krit- iska tölu. Siðan voru almennar umræöur. (Kann að viröast sér- kennileg hugmynd, en reyndist þaö ekki I praksis). Eins og viö mátti búast voru Sviarnir lang aktivastir. Mér datt reyndar i hug að ef marka mætti af þvi sem þarna fór fram, væri sann- gjarnt aö breyta hugtakinu nor- ræn samvinna i sænsk sam- vinna. En þetta er ekki sagt af illkvittni, þótt þiö trúiö þvi kannski ekki. Satt aö segja fannst mér áberandi aö gagn- rýni eöa bókmenntaleg anafysa er á talsvert háu plani meö Svi- um, og úr þvi talin er þörf á slik- um verknaöi yfirleitt er ekki nema gott eitt um þaö aö segja aö hann sé stundaður af alvöru, ætti greiöa leiö aö hugum og hjörtum sinna samnorrænu Svia. Þetta fór þá á allt atfra leiö, kannski meöal annars vegna þess aö ég var búin aö gera mér grein fyrir þvi aö lik- lega værinú betra bara aö segja þeim eins og væri, þetta væri nokkuö fyndiö hjá mér. Istööu- leysisitt i húmormálunum fóör- uöu þeir svo meö þvi aö einnig væri gifurleg og djúp alvara á feröum. Þess utan var þaö nokkuö sér- kennileg reynsla aö fá á klukku- tima eöa svo staöbetri upplýs- ingar eöa analýsu á þvi sem Helgi Sæmundsson — Hrafn Gunnlaugsson — Jónas Jónasson — Magnea J. Matthiasdóttir — Páll Heiöar Jónssonar — Steinunn Siguröar dóttir — Þráinn Berteisson hringbordid í dag skrifar Steinunn Siguröardóttir festu, og skynsamlegu viti. En vitið þarf kannski ekki aö vera mjög skynsamlegt tii aö samanburöur veröi hagstæöur við það sem Islendingar eiga að venjast. Bókmenntagagnrýni á tslandi er semsagt á óþarflega lágu plani (og ég vona þaö sé ósanngjarnt aö segja aö þaösé I samræmi við islenskar bók- menntir). Þaö þarf aöleita lengi ef finna á gagnrýni sem tekur verkiö i sundur og brýtur það til mergjar, þ.e. analýsu. Þess f staö eru ritdómar alltof oft yfir- boröskenndir lýsingaroröadóm- ar. En aö sjálfsögöuer þetta aö hluta til þvi aö kenna hve is- lenskir bókmenntagagnrýnend- ur eru hart keyrðir. Ef vel ætti aö vera þyrfti sjálfsagt aö útbúa útdrætti úr þeim bókum, sem þeim er ætlað aö skrifa um, svo þeir kæmust yfir með góöu móti að lesa pródúktiö. En meö þessu fororöi um húmorsleysiö og þaö aö ekki sé hægtaöskrifa dálitiö fyndin ljóö á sænsku nema vera talinn al- vörulaus brandarakall/keiling, þá má nærri geta að undirrituö örvænti um aö fiflagangur sinn maöur er aö fást viö en maður hefur fengiö i sinu eigin landi á þessum tiu árum, sem maður hefur staöiö i bókmenntabrölt- inu. Og þaö af fólki sem ég efast stórlega um aö sé vel lesiö i Islenskum bókmenntum, hvað þá i undirritaöri. Núeftir hina góðu reynslu og griöarlegu uppörvun I samnorrænum faömi fer ekki hjá þvl aö afstaöa manns til samnorænna iökana veröi held- ur jákvæðari. Þó finnst mér enn aö einhverju af þvi umtalsveröa fjármagni sem variö er til þeirra væri betur variö til örlit- iö alþjóölegri iökana. Þvi þaö væri ekki sanngjarnt aö kalla Noröurlönd nafla alheimsins. Þaöliggur sem sagt viöaö leiöin til Noröurlanda sé of greiö. En kannski þetta sé bara einsog hvert annað kellinganöldur. Má maöur kannski bara þakka fyrir aö leiö til einhverrar samvinnu út fyrir þessa landsteina er aö- gengileg? Þvi þar meö minnkar hættan á aö vér lokumst algjör- lega inni hér á þessu stærsta krummaskuði I heimi. Stína segir • Eitt sinn var bóndi nokkur, sem áttistórthænsnabú. Eins og gefur aö skilja voru egg þar daglega á boröum. Þá var þaö einn daginn, aö kallaö var I mat, en bóndinn lét á sér standa. Vinnumaðurinn át sinn skammt af eggjum, en þar sem honum fundust þau óvenju- góð þennan dag, ávaö hann aö éta egg bóndans lika. Til þess aö bóndi sæi ekki hvers kyns væri, stakk vinnumaöur litiö gat á og saug úr þeim. Bóndi kemur og ætlar aö snæöa. Hann brýtur egg- in hvert af ööru, en öll reynast þau tóm. Þrifur hann þá hagla- byssu sina, hleypur út i hænsna- kofa, stillir öllum hönunum upp, viö vegg og hrópar: hver ykkar - notaði getnaöarvarnir? • Jesús var kominn aftur á meöal vor, og vinir hans buðu honum heim til að horfa á sjónvarpiö. A fyrstu rás var mjög átakanleg mynd um vinnu námaverka- manna. Kristur varö þrumu lost- inn: Hvers vegna öll þessi þján- ing? Hvers vegna þessi ómannúö- lega vinna? spyr hann gestgjafa sina. Þeir furöa sig á spurningu hans og spyrja hvers vegna hann hafi skrifaö i Htlu bókina sina: ,,Þú skalt strita fyrir brauöi þinu i sveita þins andlits.” ,,En ég var að gera að gamni minu, svarar Kristuj-„mér heföi aldrei dottiö i hug að menn tækju þetta alvar- lega.” Hann krefst þess aö sjá annað prógramm. A annarri rás er mynd frá Róm og sýnir hún páf- ann, kardinálana og biskupana i fullum skrúöa. Jesús veröur hissa: „Hverjir eru þessir menn svo skrautlegir i klæðaburöi og meö svo viröulegt fas?” „Þetta eru þeir menn,” svara vinir hans,” sem skildu að þú gerðir aö gamni þinu.” • Maöur nokkur kom til helvitis oghitti þar fyrir skrattann. Maö- urinn tekureftir þvi' aö veggir vit- is eru þaktir klukkum og spyr hver ju þaö sæti. Skrattinn svarar þvi til, aö fyrir hvern karlmann i heiminum sé ein klukka, og þegar viðkomandi farii sængmeö konu, snerust visarnir einn hring. „Hvar er þá klukkan hans Gulla”? spyr maöurinn. „Ég hef hana I svefnherberginu minu og nota hana fyrir viftu”, svarar skrattinn um hæl. • Itali nokkur sem hafði auögast I Ameriku, sneri heim i litla þorpiö sitt. Faöirhans spuröi hann: „Er þaö satt Luigi, aö I Amerlku hafi þeir tæki sem þeir nota til aö tala langar leiöir?” „Þaö er rétt pabbi. Þaö er kallaö simi.” „Hvernig virkar þetta tæki?” ,,Þú tekur hlut sem er eins og lúöur I vinstri hönd þina og velur númer með þeirri hægri...” „Þarf báðar hendur til aö nota tækiö?” spuröi faöirinn hlessa. „Hvernig er þá hægt aö tala?” • Marsbúa langaöi I feröalag. Eftir aö hafa velt vöngum langa lengi yfir þvi hvert hann ætti aö fara, tók hann loks þá ákvöröun aö skreppa til jaröarinnar. Hann setti þvi skilti utan á búöina hjá sér: Lokaö vegna jaröarfarar. GJAFAVÖRUR í MIKLU ÚRVALI LEÐURVÖRUR Brekkugötu 3, Akureyri simi 21100 Heildsala*Smásala

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.