Helgarpósturinn - 27.07.1979, Blaðsíða 8

Helgarpósturinn - 27.07.1979, Blaðsíða 8
8 _____he/gar pósturínrL- utgefandi: Blaðaútgáfan Vitaðsgjafi sem er dótfurfyrirtæki Alþýðublaðs- ins. en með sjálfstæða stjórn. Framkvæmdastjóri: Jóhannes Guð- mundsson Ritstjórar: Arni Þórarinsson, Björn Vignir Sigurpálsson Ritstjórnarfulltrúi: Jón Oskar Haf- steinsson. Blaðamenn: Guðjón Arngrimsson, Guðlaugur Bergmundsson, Guðmund- ur Arni Stefánsson og Halldór Hall- dórsson. Ljósmyndir: Friöþjófur Helgason Auglýsingar: Ingibjörg Sigurðardóttir Gjaldkeri: Halldóra Jónsdóttir Dreífingarstjóri: Sigurður Steinars- son Ritstjórn og auglýsingar eru að Siðu- múla 11, Reykjavlk. Simi 81866. Af- greiðsla að Hverfisgötu 8-10. Simar: 81866, 81741, 14900 og 14906. Prentun: Blaðaprent h.f. Askrift (með Alþýðublaðinu) er kr. 3.500.- á mánuði. Verð i lausasölu er kr. 180.- eintakið. GRASGRÆNAR GARÐRAUNIR Sækir ekki að okkur flestum á einhverju stigi löngunin til að hverfa burt frá heimsins glamri ogglaumi, taka upp fábrotnari lifnaðarhætti og yrkja jörð- ina? „Rsektaðu garöinn þinn,” var niöurstaða Voltaire eftir allt heimshornaflakk Birtings og nii hefur Guöni i Sunnu komist aö sömu niðurstööu. Heilræði franska heimspek- ingsinseri fullu gildi enn I dag, ogliklega má færafyrir þvi gild rök að garörækt þúsunda borgar- og bæjarbUa sé eölis- lægt andsvar þeirra viö allri streitunni, hraðanum, og vél- væðingunni, sem einkennir þétt- býlið. Fallegur garöur getur orðið hin græna vin sérhvers manns i malbikaðri eyöimörk. En eins og engin rós er án þyrna, er enginn garður án ill- gresis. Garðurinn er kröfu- harður. Arfinn flýgur upp i trjábeðunum og í góöri tlð heyrir maður grasið spretta á flötinni. Fyrr en varir er þaö orðiö þrekvirki að komast með gömlu sláttuvélina gegnum grastoppana og maöur sér af heQli góðviörishelgi i arfann. Af hverju lætur maðurinn þetta ekki bara dankast — þvi hvað eru fáein arfabeö og kaf- loðin flöt milli vina? Þannig kynni einhver andborgaralegur samborgari aö spyrja. Þá er þvi til að svara, að maður er eins og aðrir venjulegir menn hallur undir fyrirbæri sem kail- ast á máli sérfræðinganna ,,fé- lagslegur þrýstingur”. Nábúarnir I götunni eru einstaklega atorkusamir garð- ræktendur, og þótt æ ofan I æ hafi hvarflað aö manni aö malbika garöinn I eitt skipti fyrir öll og nýta timann sem I hann fer, til annarra þarf- ari hugöarefna, á maöur að ihuguðu máli erfitt með að réttlæta slíkt sttlbrot fyrir sjálfum sér. Inn í þetta fléttast svo viðkvæmari mál, eins og orðsporið sem viö þótt- umst heyra út undan okkur um aðóræktagarðurinn okkar stæði I vegi fyrir þvi að gata fengi fegrunarverölaun borgarinnar, og svo staðfestingin sem fékkst, þegar viö loks drifum I að setja viðjuhekkið framan við húsib. Þá fékk gatan umsvifa- laust nefnd verðlaun. Allt um það — maöur hefur reynt að rata meðalhófið Iþessu efni. Garðrækt getur oröið hrein árátta og garöræktendur svo uppteknir cif reitnum slnum að i einstrengingslegri sam- ræðulistinni eru þeir állka skemmtilega vlösýnir og golfarar og laxveiöimenn. Þeir hafa á hraðbergi beinar tilvitnanir I Skrúö- garðabókina, svo að það gefur biblluþekkingu ofsatrúar- manna ékkert éftir, eða tala um einstakar plöntur og runna af állka tilfinningasemi og um barnabörn væri að ræða. Lengst hefurþetta gengiö hjá einni konu á sextugsaldri, viröulegri frú, sem á það vfst tU að læðast að næturþeli I gamla kirkjugaröinn og ræna sjald- gæfum jurtum af leiöum þar I steinbeðin sln. Niður með arfann! _ B VS. Föstudagur 27. júlí 1979. —he/garpústurinrL_ HVERJIR BREIÐU Þá eru flestir landsmenn bún- ir að fá þann árlega glaðning sem heitir: SKATTAR OG OT- SVÖR, og jafnframt berst Tóm- as fjármálaráðherra um meö hnúum og hnefum og heimtar meira i rikiskassann.og mun að vísu ekki vanþörf á. En sann- leikurinn er bara sá að það vantar I kassann hjá fleirum en Tómasi og það eiga ekki allir eins auðvelt aö skrapa ein- hverju saman i hann og golfleik- arinn i rikisstjórninni. Ef Tóm- as hefði nú verið klókur átti hann að biða með frekari kröfur um hærri álögur þangað til menneru búnirað jafnasig eftir skattasjokkið, sem virðist ailtaf koma mönnum jafnmikið á óvart. Einhverja tilburði hafði Tómas I þá átt að leggja á aukn- ar álögur áöur en skattarnir komu, en það tókst ekki: olían haföi „algjöran forgang”, eins og ráðherrarnir I 1971 vinstri stjðrninni afsökuðu sig með, þegar allt var komiö I eindaga varöandi efnahagsmál og Lúð- vlk var á kafi að semja við alls- konarerlendar sendinefndir um fiskveiðar innan 200 mílnanna. Sumir þessara samninga eru meira að segja enn i gildi, og það viö eitt af löndum Efna- hagsbandalagsins: Belgfu. Það er von að skattborgarar þessalandsspyrjisig þegar þeir virða fyrir sér álagningarseðl- ana: Hvar eru nú breiðubökin, er ekkiviretri stjórn I landinu og ráða ekki vinstri menn i borgar- stjórnil Skattseðlarnir bera þess ekki merki að minnsta kosti. Allskonar braskaralýður sem flytur inn glingur og dót virðist sieppa við arm skatta- kerfisins. Hvar er þetta herta skattaeftirlit sem félagar vorir við Austurvöll hafa verið að klifa á á undanförnum árum? Hvar er rikistjórn hi'.ina vinnandi stétta? Ef ekki verður hvellur I þjóðfélaginu aö þessu sinni, þá er máttur þjóðarinnar algjörlega þrotinn. Er mót- mæladótið orðið svo borgara- legtallt saman, að þessir himin- háu skattar fá jafnvel ekki rask- aðró þess? Eina haldbæra skýr- ingin á þessu á suövesturhorn- inu er góða veðriö sem verið hefur I höfuðborginni aö undan- förnu. Fólk bókstaflega talað nennir ekki að æsa sig yfir háum tölum á skattseðlinum, vegna góða veöursins. En hver er þá skýringin hér I öðrum lands- hlutum, þar sem harðindi og kuldar hafa hrjáð ibúana. Jú þeir eru vanir að þreyja þorr- ann og góuna, og kippa sér ekki upp við háa skatta. hákarl Bændur i hópi þeirra hæstu Það vakti athygli mina, loks- ins þegar Mogginn barst okkur hingaö að I hópi hinna skatt- hæstu á Suðurlandi voru þrlr bændur. Þeir komu fast á eftir byggingameisturum oglæknum hjá þeim á Suðurlandi. Hvernig getur þetta gerst, eftir allan barlóminn i Gunnari Guðbjarts og Kó. Viö nánari eftirgrennslan kom að visu i ljós, að þetta eru kannski ekki bændur i skilningi Gunnars og félaga en I augum þeirra sem á mölinni búa eru þessir þremenningar bændur og ekkert annað. Þeir eru með griðarstórt hænsnabú þarna suöur I Rangárvallasýslu og selja aöallega egg á Reykjavik- ursvæðiö. En einhverjarhafa nú tekjurnar verið þegar þeir greiða um 27 milljónir saman I opinber gjöld. Við þetta hlýtur sú spurning að vakna, hvort ekki sé rétt að taka upp stórbú- skap á fleiri sviðum — þaö er nefnilega ekki endalaust hægt að láta tUfínningar og átthaga- tryggð ráöa landbúnaðarstefn- unni hér á landi. Þessir fimm þúsund bændur veröa veskú að hagaseglum eftir stjórnvöldum rétt eins og til dæmis þeir fimm þúsund sjómenn sem eiga allt sitt undir móöur náttúru og tækninni eins og bændurnir. Það þýöir ekki annað en aö ganga rösklega til verks i' þvl að takmarka framleiðslu þeirra búvara sem ekki seljast, og láta arðsemissjónarmiðið ráöa fyrst og fremst, en ekki tilfinningar og átthagatryggð. Þaö er hægt að hafa miklu meira upp úr landinu með þvi að selja feröa- mönnum aögang eða afnot af þvl, I stað þess aö ýta undir hok- urbúskap og harmavæl. Það skal að vlsu viðurkennt að þaö er betra um aö skrifa en I að komast að koma þessu I fram- kvæmd, en ég sé nú ekki betur, og þarf ekki að 11 ta langt, en að stórbúskapur eins og á sumum bæjum i Eyjafirði gangi bæri- lega. Að visu hafa eigendur þessara búa ekki trónaö meðal hæstu skattgreiðenda á Norður- landi frá þvi ég fór að fylgjast þar með álagningu, en engu að siður viröast þeir komast vel af, og það sama er held ég að segja um stórbú á Suðurlandi. Þegar talað er um stórbú i þessu spjalii er ekki um að ræða kúa- hjarðir eins og hjá þeim fyrir „westan”, þ.e. I Vesturheimi, heldur stórbú á Islenskan mæli- kvarða. Þessar landbúnaðarhugleiö- ingar voru eiginlega utan dag skrár eins og svo oft á Alþingi i vetur, en álagningin á bræðurna á Asmundarstöðum i Rangár- vallasýslu virðist sanna aö þaö er ekkieins erfitt fyrir fæti ogaf er látið hjá bændum, ef skyn- samlega er að búskapnum stað- ið. Hvað gera verkalýðs- leiðtogar? Þegar verkalýðsleiðtogar vorir koma sólbrúnir og sællegir frá ströndum Svartahafs innan tlðar blður þeirra mikið og margbrotiö verkefni. Ætla þeir að láta rlkisstjórnina lifa, eöa veröur efnt til nýrra kosninga þar sem Sjálfstæðisflokkurinn fær hreinan meirihluta — já hvorki meira né minna. Það er alveg ljóst að ef tir rúman mánuö verða vísitölubætur á kaup fimmtán tU tuttugu prósent. Vinnuveitendatrlóið: Þorsteinn Pálsson, Kristján Ragnarsson og Davið Smjörllki Trópikana, verður ekki seint á sér að reka lipp ramakvein: „Atvinnuveg- irnir þola þetta ekki”„Atvinnu- reksturinn I landinu stendur ekki undir þessu” og öll þessi slagorð sem við þekkjum. En ef trlóiðhefurhafteitthvaö til sins máls, þá er þaömuna. Hver heil- vita maöur sér að það er ekki hægt að hækka oliu og bensln um 50 prósent, láta gengið siga um lOprósent oghver veithvaö, án þess að spyrnt sé við fótum. Enn ein uppstokkun efnahags- mála hlýtur að fara fram á næstunni, og kannski verða ráð- herrarnir eitthvað raunsærri nú en þegar þeir voru að setjast fyrst I ráðherrastólana eftir- sóttu. Forsætisráðherra sagði nú að niu menn væru að hugsa, en óneitanlega hefur það hvarfl- að að manni að þeir hafi ekki alltaf verið að hugsa um það sem þeir eiga að hugsa um held- ur eitthvað allt annað. ölafur hugsar sjálfsagt stift, þvi ekki segir hann margt oft á tiðum, en margir hinna ættu nú aö hugsa áður en þeir tala. Enginn þeirra hefuraðvlsul þessarihrinu tal- að um að lækka skattana, en núna eftir að menn hafa fengiö álagningarseðlana, væri þaö áreiðanlega lausnaroröið, að lofa þvi að lækka skattana og reyna jafnframt að leggja þá svolltiö sanngjarnar á. Ef fólk trúir þeim loforðum i raun og veruogfær verkalýðsleiðtogana tii að berjast fyrir þessum lof- orðum, er einhverjum áreiðan- lega sama hvort vtsitölubæturn- ar við upphaf næsta tlmabils verða tvö eða tiu prósent. Hákarl Aöur en ég sný mér beint að skreiðarsölumáium I Nigerlu, og umboðslaunagreiðslum þangaö, vil ég leyfa mér aö leggja sér- staka áherslu á eftirfarandi at- riöi: 1. Um fjölda ára hefur skreið veriö seld til Nigerlu bæði frá Islandi og Noregi. Viðteknar umboðslaunagreiöslur munu lengst af hafa verið fjórir af hundraöi. t öll þessi ár hefur engum fundist ástæða tU þess að gera veður út af þvl. 2. Umboðslaun til Dieter Gins- berg vegna skreiöarsölunnar 1977 voru tveir af hundraði eða helmingur þesser tiðkast hafði. Alls munu umboðslauna- greiðslur til hans hafa numið um fimmtlu milljónum króna en ekki eitthundraöogfimmtiu milljónum eins og Helgarpóst- urinn taldi. 3. Umboöslaun til Dagazau voru þrir af hundraði eða þrir f jórðu afþvtsem venja var aö greiða. 4. Þaö væriverðugt verkefni fyrir Helgarpóstinn að reikna, hvað sparist I erlendum umboðs- launum fyrir skreiðarframleið- endur að fara þessar leiöir i staö þeirra, sem heföbundnari voru. Mér telst til að þaö nemi alls um eitthundraðogtlu til eitthundraðogfimmtán milljón- um króna. 5. Ekki er mér kunnugt um að ein einasta króna af þeim umboðs- launum, er Dieter Ginsberg fékk, hafi farið I fyrirgreiðslur til annarra, enda þótt margir hafi rétt okkur hjálparhönd i skreiðarsölumálum 1977. Hitt mun réttara, enda staðfest i' skýrslum, að öll umboðslaun Dieter Ginsberg hafi runnið til styrktar hálf Islenzks fyrirtæk- is, er þá var að hasla sér völl á byggingarmarkaðinum I Ni- gerlu og hann veitti forstöðu. Þvimiöur mistókst þessi starf- semi og mun Dieter Ginsberg hafa tapað þar öllum slnum umboðslaunum. Óþarft mun þvi vera að öfundast yfir þeim auöi i garð Ginsbergs. 6. Um umboðslaun til Dagazau gilti allt öðru máli. Þar var það upplýst frá upphafi, aö, ef við óskuöum hans þjónustu, þá fengisthúngegngjaldi, hvar af hann yrði síðan að greiða til annarra. Hverjir þessir aðrir voru var aldrei upplýst eða um spurt, enda ekki I sjálfu sér atriði, svo fremi að sú þjónusta, sem veitt yröi svaraði til þess sem hún kynni að kosta. Mun slðar I þessum skrifum reynt að sýna fram á það, aö hér fékkst geysi- lega þýðingarmikil aðstoð fyrir hlutfallslega Utinn pening. Rannsóknarblaðamennska er fremur nýtlzkulegtfyrirbæri hérá Islandi og þvl ef til v ill ekki mótuð sem skyldi. Sllk starfsemi getur verið ágæt og I mörgum tilfellum nauðsyn- leg, einkum og sér I lagi, þar sem rótgróin lýðræðislegþjóðfélög eru að þróast ómeðvitað inn I óbreyt- anleika gamalla venja og við- horfa og viðjar fámennra hags- munahópa. En þessarri starfsemi fylgir mikQ ábyrgð og stór vandi. Þaö má ekki beita henni fyrst og fremst til þess að þyrla upp órök- studdum æsifréttum eða til upp- setningar á breiðsiðu upphrópun- um, eingöngu ætluöum til 1 aukningar sölu á því sem ella hefur litla eftirspurn. Sé henni hinsvegar beitt til raunverulegrar rannsóknar eöa leitar aö hinum óvilhalla og óvé- fengjanlega sannleika, þá getur hún leitt af sér ýmislegt gott, ver- ið fjöldanum mikilsverður fróð- leikur og jafnvel fyrirbyggt þá siðferðislegu losun, sem ella á oft á , tiöum greiöan aðgang að hin- um lokuðu kerfum. I samræmi viö það, sem hér er sagt, heföi það veriö eðlilegra viö rannsóknarblaðamennsku þessa skreiðarmáls, að kynna sér betur þær aðstæður er rlkjandi voru 1 Nlgeríu, þegar umræddir skreiðarsamningar voru gerðir.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.