Helgarpósturinn - 27.07.1979, Blaðsíða 6

Helgarpósturinn - 27.07.1979, Blaðsíða 6
6 Föstudagur 27. júlí 1979 ■j| „ÞEMAÐ ER LIF POPPARANS" 1. ágúst, sem er næstkomandi miövikudag, veröur kjötsúpudag- ur, þvi þá mun koma á markaöinn hljómplatan islensk kjötsúpa meö samnefndri hljómsveit. Hana skipa Siguröur Karlsson trommari, Pétur Hjaltested hijómborösieikari, Björgvin Gislason gitarleikari, Jón Ólafs- son bassaleikari og um sönginn sjá Siguröur Sigurösson, Helena Haraldsdóttir og Ellen Kristjáns- dóttir. En kokkur súpunnar, þe. smiöur laga og texta, er Jóhann G. Jóhannsson. i góöa veörinu um siöustu helgi arkaöi Helgarpósturinn á fund Jóhanns til aö forvitnast nánar um kjötsúpu hans og átti þá viö hann eftirfarandi viötal: Ámi i heimsókn — Jóhann, hvaö er Islensk kjötsúpa? „Ég svara nú ekki svona asna- legri spurningu.” — Ég meinti meö stóru ii en ekki litlu. ,,Já, hún. Þaö er nú ansi stór hópur og ekki gott að segja hverj- ir standa utan hennar og hverjir innan. Forsaga hennar er sú, aö ég hef alltaf haft augastaö á Sig- uröi Sigurössyni söngvara siöan hann var meö Eik. Og svo þegar hljómsveitin Tivoli bab mig um aö semja lög fyrir sig, þá bjó ég til eitt lag meö rödd hans í huga. Um svipaöar mundir kom Ami (Am- undi Amundason umboösmaöur) I heimsókn og viö fórum aö ræöa bransann. Og þótti allt hálfdautt og kraftlitiö. Okkur datt i hug, aö þaö gæti verið skemmtilegt aö semja efni á kröftuga plötu útfrá einhverju ákveönu þema. Ég settist svo niður og skrifaöi þessa Kjötsúpu. Og siðan var spekúler- aö hvaöa menn ættu aö vera meö i henni og hvernig ætti aö koma þessu saman.” Lif popparans — Hvert er þema Kjötsúpunn- ar? „Þemað er lif popparans. Þar gengur á ýmsu. Ég tek fyrir i hverju lagi ákveöna hluti sem ég held aö flestir — ekki endilega bara popparar — hafi gengib i gegnum og skilji ss. fylleri, fram- hjáhöld, skilnaöi, át, martraöir ofl.. Annars vil ég ekki úttala mig um efniö á þessu stigi málsins og gefa hlustandanum einhverja sérstaka leiö til aö nálgast þaö. Lifsreynsla fólks er mismunandi, einsog gefur aö skilja, og þaö er ekki mitt aö segja þvi hvernig þaö eigi aö túlka plötuna. Þaö gerir hver og einn upp viö sjálfan sig. Lögunum er raðað saman þannig að þaö er ákveöinn þráöur og stigandi á plötunni, en samt er hvert lag sjálfstæö heild útaffyrir Hljómsveitin tslensk kjötsúpa sig. Það má kalla þetta efni I rokkóperu eöa-söngleik.” Lúxusinn — Hvernig er aö vera poppari i dag? „Nú veit ég varla lengur hvern- ig er aö vera poppari. Ég hef litiö spilaö lengi. Ég veit samt alveg nóg. Þetta hefur i sjálfu sér litið breyst, nema það er miklu erfiö- ara aö reka hljómsveit I dag en hér áöur fyrr. Markaöurinn er minni og svo er þetta oröinn lúxus f augum landsfeöranna. Ef viö tökum tddansleik sem hljómsveit heldur úti á landi, þá fer strax nær helmingur af innkomunni til rikisins, siöan tekur húsiö sitt, svo eru STEF-gjöld ofl, þannig aö þaö er harla litiö sem hljómsveit- in, sem skapar þetta fé, fær I sinn hlut. Og af þessum litla hlut fer megniö 1 rekstur hennar, hljóö- færi og þess háttar, en þau eru tolluö sem lúxusvara meö 30% vörugjaldi, þannig aö ef þetta er ekki arörán, þá veit ég ekki hvaö arörán er. Þaö er ekki litiö á þessa hljómlist sem fullgilda at- vinnugrein.” Troðnar slóðir „Nú er hljómplatan oröin stærri vettvangur tónlistarflutn- ings og er þaö vel. Hinsvegar er þrengt svo mikið aö útgáfunni, aö hljómplötuútgefendur þora ekki lengur aö taka áhættu meö tilraunastarfsemi en fara troðnar slóöir, þvi plata i dag veröur aö seljast I nokkur þúsund eintökum eigi hún aö standa undir sér. Þetta er mjög hættuleg þróun og getur vel oröið til þess aö öll ný- sköpun detti hreinlega útúr myndinni. Þetta kemur illa niöur á okkar góöu popptónlistarmönn- um, sem eru margir á heims- mælikvaröa að minum dómi. Þessi kreppa sem rikir I þessum málum gerir þaö aö verkum, aö þaö skiptir i raun og veru litlu máli fyrir mann hvort hann er á botninum eöa toppnum. Raunar fá þeir á botninum meira fyrir sinn snúð, þeir eiga sinn litla git- armagnara alla sina tlö og þurfa lltið aö æfa, á meöan hinir æfa minnst 2-3sinnum I viku og eru si- fellt aö bæta tækjakost sinn til aö mæta þeim kröfum sem geröar eru til þeirra um aö vera alltaf meö fullkominn hljómburö osfrv.. Og þegar viö bætist aö menn eru á þeytingi um landið um helgar og fá litiö sem ekkert fyrir, þá er ekki skritiö aö útaf þessu myndist miskliö og leiöindi innan hljóm- sveitanna. Menn sjá aldrei neitt eftir sig. Annars er ekki búiö vel aö listamönnum hér almennt. En þeir skipta þó miklu máli fyrir samfélagið. Ég las um daginn lesendabréf i einhverju blaöanna frá verkamanni sem vildi taka allar styrkveitingar af listamönn- um og taldi aö þannig mætti spara stórar fúlgur. Ég vona aö þetta sé ekki almennt viöhorf.” Nýtt félag — Nú gagnrýna popparar FIH mikiö svo og STEF, — ertu sam- mála þeirri gagnrýni? „Hvortég er. FIH hugsar akkú- rat ekkert um okkar hag, en miö- ar hagsmunabaráttuna meir viö eldri félaga — eru semsé ekki i takt viö tímann. Nú STEF, — þaö innheimtir ákveöin gjöld af hverju balli, hljómleikum og hverju ööru þarsem selt er inná tónlist. Og þaö er Tónskáldafélag islands sem sér um þessa inn- heimtu, og ráöstöfun á þvi sem inn kemur þannig aö STEF er I raun og veru ekki til sem sjálf- stætt félag. Þarna kemur inn mikiö fé. Og þvl er skipt eftir hlutfalli tegundar tónlistarflutn- ings I útvarpinu. Sem er náttúr- lega hagstætt fyrir „æöri” tón- skáldin svokölluöu: Auk þess fá hin „æöri” tónskáld allt aö 8 sinn- um hærri greiðslur á hverja min- útu l stefgjöld miðað viö okkur þessa „óæöri’,’ Samt er popptón- list mun dýrari i framleiöslu og nýtur engrar fyrirgreiöslu af hálfu hins opinbera, nema siöur sé. Hagstæðast er fyrir tón- skáldafélag Isl. aö hlutfall isl. popptónlistar sé sem allra minnst I utvarpinu — þeim mun meira veröur eftir i hirslum þeirra til ráöstöfunar. Þarna veröur breyt- ing aö eiga sér stað. Hlutfall tegundar tónlistar- flutnings i útvarpinu segir ekkert um hvernig þetta hlutfall er á landinu I heild. Þaö er ekki spiluö klassik á dansleikjum né „æöri” tónlist eftir félaga iTónskáldaf 'é- lagi Islands. Poppskáldin sitja ekki viö sama borö og hinir og popptónlistarmenn eru ekki viö- urkenndir sem listamenn. Samt er poppib tónlist dagsins í dag og fólkiö hlustar mest á þab. Islenskir popparar veröa þvi aö sameinast i sérhagsmunasamtök og berjast fyrir sinum rétti. Viö ætlum aö stofna nýtt hagsmuna félag i haust til aö leiörétta þessi mál. Þaö eru flestir helstu popp- tónlistarmenn landsins búnir aö sjá aö þaö er eina leibin. Og ég vil nota þetta tækifæri til aö hvetja menn til aö fjölmenna á stofn- fundinn þegar hann veröur aug- lýstur. Þetta er hreinlega spurn- ing um lif eöa dauöa stéttarinn- ar.” íslenska ABBA „Fólk gerir sér ekki grein fyrir þvi hvaö poppið býöur uppá marga möguleika ef hlúö er aö þvi. Þetta geröu Sviar. Þaö trúöi þvi enginn aö Norðurlöndin gætu oröið eitthvaö i poppinu þartil ABBA kom fram á sjónarsviðiö. Þaö er samt oft talað um aö is- lensk popp væri þaö þróaöasta i Skandinaviu. Þetta gætum viö al- veg gert. Hugsaöu þér ef viö ætt- um eina ABBA. Viö gætum gefið þorskinum gott fri og skipt á hljómplötum og oliu. Dæmi um heimskulegt sjónar- miö i þessum málum, er að á sln- um tima var hljómsveitinni Change boðiö að taka þátt i Euro- vision sönglagakeppninni. Þaö var lagt hart aö þeim aö taka þessu, þvi þeir þóttu eiga mikla möguleika. Þaö var siöan haft samband við forsvarsmenn út- varps og sjónvarps hér á landi og leitað eftir samþykki þeirra, en þeir neituöu á þeirri forsendu, aö ef Change myndi sigra I keppn- inni þá heföu þeir ekki efni á aö halda næstu keppni hér á tslandi. Sem þeir heföu ekkert þurft aö gera, þvi þaö var hægt að fram- selja ööru landi réttinn á aö halda konsertinn. Svona er þetta nú vit- laust allt saman.” Mörg verkefni — Svo viö snúum okkur aftur aö Kjötsúpunni aö lokum, — er þetta framtiðarhljómsveit eöa bara stofnuð I kringum þessa einu plötu? „Hljómsveitin var upphaflega stofnuö meö þessa plötu I huga, en þaö liggja mörg verkefni fyrir henni ef hún starfar áfram. Hún er nú i reisu um landsbyggöina, sem er skipulögö þannig, aö reynt veröur aö skilja engan staö út- undan, en aöeins leikiö einu sinni á hverjum stað. Viö stefnum aö þvi aö komast inná erlenda mark- aöi, en þaö getur tekiö langan tima og einsog aöstæöurnar eru hér er ekkert vist aö hljómsveit- inni takist aö þrauka þann tima, mibab viö aö meöallifdagar hljómsveitar á Islandi eru aöeins nokkrir mánuöir. Þetta fer þó lika mikið eftir þvi hverjar viötökur platan okkar fær hjá almenningi. Þaö verður bara aö koma i ljós. Þegar þetta viðtal birtist á aö vera komin tveggja laga kynn- ingarplata á markaöinn meö lög- unum „tslensk kjötsúpa” og „Þegar ég er ein”, þannig aö landsmenn ættu nú aö vera nokkru nær um hvaö hér er á ferðinni. Þessi „stóra” litla plata er gefin út I aöeins þúsund ein- taka upplagi án albúms til aö halda kostnaöi niöri og er reiknaö meö aö hún muni kosta um 2000 út úr búö”. Viðtal: Páll Pálsson Myndir: Friðþjófur

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.