Helgarpósturinn - 27.07.1979, Blaðsíða 24

Helgarpósturinn - 27.07.1979, Blaðsíða 24
—helgarpásturinrL. Föstudag ur 27. júli 1979 • Þeir sem lesa Þjóöviljann relgulega vita aö á laugardög- um kemur I þvi ágæta blaði ein siða tileinkuð jafnréttismálum — „jafnréttissiðan”. Siðustu tvo laugardaga hefur hinsvegar brugðið svo við að enga jafn- réttissiðu er þar að finna. A- stæðan er plássleysi i blaðinu. Astæöan fyrir þvi að einmitt jafnréttissiðan er látin vikja, en ekki eitthvað annað, er hinsveg- ar sögð „viss óánægja” flokks*' manna i Alþýðubandalaginu með siðustu siöu, sem kom 7. júli. Þar var nýtt fólk umsjónar- menn og þau byrjuðu á að taka viðtal við konu sem ekki var allskostar hress með forystu floksins I borgarmálum, nánar tiltekið Sigurjón Pétursson for- seta borgarstjórnar. Morgun- blaðið henti athugasemdir hennar á lofti, og siðan hefur jafnréttissiðu Þjóðviljans verið ýtt aðeins til hliðar... • Og frá málefnum Þjóðviljans og vargatýtla vikjum við að sildinni. Undirbúningsviðræður vegna sildarsölu til Sviþjóðar munu vera komnar I hnút. Islendingar hafa farið fram á 20 — 25% hækkun, en fengið dræm svör. Astæðan er m.a. sú, að Kanadamenn bjóða sömu afurö á sömu mörkuðum fyrir sama verð eða jafnvel lægra en i fyrra... Jóni Skaftasyni, for- manni Sildarútvegsnefndar er þvi mikill vandi á höndum, ný- skipuðum yfirborgarfógetan- um... Og talandi um Kanada- menn. Þeir hafa nú uppi miklar aðgeröir til stuðnings fiskiðnaði i Kanada og hafa hellt hundruð- um milljóna króna til styrktar þessum atvinnuvegi. A dögun- um voru hér staddir menn frá Kanada, sem ræddu m.a. við Gunnar Ragnars hjá Slippstöð- inni á Akureyri. Umræöuefnið: Kaup á sex skipum... • Nýtt timarit mun lita dagsins ljós innan fárra vikna. Mun það helgað fjölskyldunni og heimil- inu. Otgefandi blaðsins er Sam, sem einnig gefur út tímaritin Samúel og Gamla Nóa. Þetta nýja blað, sem að öllum likind- um mun bera nafnið „Fjöl- skyldan og heimilið”, mun fjalla um allt það er snertir fjöl- skylduna og heimilishaldið á einn eða annan hátt. Útgáfustjóri verður Þórarinn Jón Magnússon, en ritstjóri Edda Andrésdóttir. Helgar- pósturinn hafði samband við Eddu, en hún starfaði áður sem blaðamaöur á Visi og hefur einnig komið nálægt sjónvarps- og útvarpsstörfum. Er hún m.a. stjórnandi hins umrædda út- varpsþáttar, „I vikulokin”. „Þetta er mjög spennandi verkefni og ég hef mikla trú á þvi, að blaðið komi til með að höfða til breiðs hóps lesenda,” sagði Edda i stuttu spjalli. „Það vantar tilfinnanlega svona blaö á markaðinn og ég tel að fólk hljóti að taka þessu framtaki vel.” Hiðnýja blað „Fjölskyldan og heimilið,, mun væntanlega koma út einu sinni i mánuði... • Staða Vilhelms G. Kristins- sonar, fréttamanns hjá útvarp- inu hefur nú verið auglýst laus, en Vilhelm verður sem kunnugt er framkvæmdastjóri Sam- bands islenskra bankamanna. Heyrsthafa nöfn þriggja manna sem munu hafa augastað á fréttamannsstöðunni, en það eru Oddur ólafsson, rit- stjórnarfulltrúi á Timanum, og Hallgrimur Thorsteinsson og Stefán Jón Hafstein, sem verið hafa sumarmenn á fréttastof- unni undanfarið... • Fyrir 2 — 3 áratugum var 1 útvarpinu vinsæll þáttur meö blönduðu efni, sem Benedikt nokkur Gröndal annaðist. Hann er nú utanrikisráðherra lands- ins sem lýðum má ljóst vera. Þaö bar einu sinni viö að Bene- dikt efndi tii samkeppni meðal hlustenda i þætti sinum um leið- inlegustu hljómplötuna islensku, sem þá heyröist leikin i útvarpinu. Niðurstaðan varð sú að hlustendur voru býsna sammála um að sú hljðmplata væri „Ég vildi ég væri hana- „Hornið” heitir nýr matsölustaður, á horni Pósthússtrætis og Hafnar- strætis. Eigendur staöarins eru þeir Guðni Erlendsson leirkerasmiöur og Jakob Magnússon yfirmatreiðslumaöur. „Hornið” mun leggja aöal áherslu á pizzur og fiskrétti. Þessi mynd var tekin siðastliðinn laugar- dag, þegar gestum var boðið til vi.gsluhátiðar. hænugrey” með Svavari Lárus- syni og platan var siðan brotin með pomp og pragt fyrir fram- an hljóðnemann, svo að hún heyrðist ekki leikin þar um ára- bil. Nú hefurhins vegar verið að koma á daginn að höfundur textans við þetta lag var enginn annar en nefndur Benedikt Gröndal, sem á að hafa samið textann i briarii til að sanna vin- um sinum hversu ómerkilegir svona dægurtextar væru og hann hafði ekki vitað fyrr til en textinn var kominn á hljómplötu og á hraðri leið upp vinsælda - listann. Menn hafa Benedikt þvi grunaðan um að hafa gripið til örþrifaráða... • Flugleiðir hafa komið sér upp vinnumiðlun fyrir starfsfólk það sem félagið hefur orðið að segja upp en enginn flugmaöur mun vera meðal þeirra sem út- veguð hefur verið vinna. Eru þó i hópi þeirra sem sagt hefur verið upp störfum, flugstjórar með allt að 15 ára starf hjá félaginu og Loftleiðum áður. Orðsporið segir, að Fugleiðir hafi engan áhuga á að losa sig við þessa flugmenn fyrr en 1. nóvember en ekki 1. september, eins og er um annað starfsfólk, þvi að fyrr er sumaráætlunin ekki afstaðin. Félagið vilji siðan hafa þá á lausu yfir vetrartim- ann, en geta gengið að þeim aftur næsta sumar þegar ann- irnar byrja að nýju. Fugmenn- irnir eru allt annað en hressir með þessa stefnu, sérstaklega þar sem þeir heyra út undan sér að á sama tima sé verið að ráða bandariska flugmenn til Air Bahama... • Um skeið hafa þrir ungir lög- fræðingar rekið I sameiningu lög- fræðiskrifstofu, þeir Arnmundur Bachmann, Gunnar Eydal og örn Höskuldsson. Gunnar er að visu horfinn til starfa hjá borginni en þeir Arnmundur hafa veriö I miklu dálæti hjá Alþýöubanda- laginu, gamlir fylkingarmenn og glaðbeittir I baráttunni gegn her i landi. örn hefur hinsvegar farið sinar eigin leiðir i pólitik, og i hans hlut hefur komið m.a. að gæta hagsmuna varnarliösins gagnvart hinu opinbera hér á landi. Svo var það á dögunum að örn þurfti að bregða sér frá. upp kom mál sem snerti hagsmuni varnarliðsins, svo að Arnmundur varð að taka að sér málið. Og hann gerði meira en þaö — hann vannmálið fyrir varnarliðiö með sóma og sann... • Afar fáheyrt orð hefur hljómað I veðurfréttum og spám útvarpsins i vikunni. Á Suður- landi hefur nefnilega verið „sól- farsvindur” siðustu daga. „Þetta er gamalt orð sem lýsir þvi hvernig vindur breytist með sólinni”, sagði Páil Bergþórs- son, veðurfræðingur i samtali við Helgarpóstinn. „Hérna lýsir þetta sér einkum með þvi að á daginn er hafgola, en logn eða andvari af landinu yfir nóttina”, sagði Páll. Eins og nærri má geta heyrist þetta orð nánast aldrei notað. Þulur veðurstofunnar ku reyndar hafa mismælt sig i einu af fyrstu skiptunum, og sagt „sólbaðs- vindur” i stað,,sólfarsvindur”. En það kemur liklega út á eitt... • Þeir sem lagt hafa leið sina i Landmannalaugar uppá sið- . kastið hafa á orði að þar sé kominn visir að islenskri nektarnýlendu. Þar svamlar fólkið kviknakið i laugunum og baðar sig sömuleiðis nakið i sól- inni ef svo viðrar. Einn hængur er þó á. tslendingarnir i Land- mannalaugum halda sig við stuttbuxurnar og sundbolinn, en láta útlendingunum eftir stripl- ið. Það er þvi algeng sjón i Landm annalaugum að íslendingarnir sitja i keng ofani vatninu en franskar, þýskar, hollenskar, enskar stúlkur striplast i kring... • Þátturinn „A vinnustaðn- um” i útvarpinu, sem þeir önn- uðust Hermann Sveinbjörnsson og Haukur Már Haraldsson, fékk sviplegan endi. Hermann mun hafa frétt það i útvarps- lyftunni daginn sem siöasti þáttur þeirra félaga var sendur út, að einhverjum útvarpsráðs- mönnum þættu vandamál fólks á vinnustað ekki gerð nægileg skil i þættinum og ákveðið hefði verið að hætta honum... • Skuttogarakaup þeirra Lúð- viks og félaga hans i Norð- fjarðarútgerðinni, svo og Akurnesinga, sem ekki varð af, hafa nú orðið til þess að ein- hverjir forsvarsmenn islenska skipasmiðaiðnaðarins eru alvarlega að hugleiða að krefj- ast rannsóknar á þeirri tilhögun sem höfð hefur verið á nýsmíöi togara i erlendum skipasmiða- stöðvum, þ.e. að eldri skip eru látin ganga um i smiðaverð nýju skipana hjá hinum erlendu skipasmiðastöðvum. Þeir munu telja að þarna sé um augljóst svindl að ræða-Þeir vilja halda þvi fram, að erlendu skipa- smiðastöðvarnar taki gömlu togaranna á verði sem sé langt umfram markaðsverð slikra skipa erlendis, en þeim mis- muni sem þarna er, á siöan að vera bætt á smiðaverð nýja skipsins en útgerðin fær siðan fiskveiðasjóðslán út á alla upp- hæöina. Ef af þessari rannsókn verður kemur það i hlut Svavars Gestssonar að láta fyrirskipa hana.... Chevrolet Malibu Véladeild Sambandsins Ármula 3 Reyk/avik Simi 38900 by General Motors Það má lengi gera góðan bíl betri ognúhefur Chevrolet leikiðþad einusinnienn í sparaksturskeppni B.Í.K.R. í maí s.l. mældist Malibu eyða 12.16 lítrum af bensíni á 100 kilómetrum. Þetta erathygl- isverð útkoma nú á tímum síhækkandi bensínverðs. 12.16 lítraráhundraðið En það er fleira sem gerir Chevrolet Malibu eftirsóknarverðan. Tæknilegur búnaður, aksturseiginleikar, rými og ytri glæsileiki ásamt góðri endingu og lágum viðhaldskostnaði eru þeir kostir sem íslenskir bílakaupendur láta í vaxandi mæli ráða vali sínu. Næst velur þú Malibu, eins og hundruðir ánægðra Malibueigenda hafa gert á undan þér. Til afgreiðslu strax. Sýningarbílar. AUGLYSINOASTOFA SAMBANOSINS Malibu Classic 2 dr. Malibu Classic Estate El Camino.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.