Helgarpósturinn - 27.07.1979, Blaðsíða 19

Helgarpósturinn - 27.07.1979, Blaðsíða 19
—helgarpásturinrL. Föstudagur 27. júlí 1979. 19 Leynd og geymd Þaö var einkar fróölegt aö lesa úttekt Halldórs Halldórssonar blaöamannsi síöasta Helgarpósti á skjalavörslu og skjalaleynd hér álandi. Þettáermál, sem þeir, er um fjölmiölun fjalla hljóta aö láta sig nokkru varöa. Skjalaleynd er of mikil hér á landi, — leifar af þvi, þegar svo varlitiöá aö sauösvörtum almúg- anum kæmi ekki viö hvaö em- bættismennirnir væru aö sysla. En nú er komin önnur tiö og breytingar I vændum, — skulum viö vona. I þessum efnum er sjálfsagt vandfundiö meöalhóf. Jónas Kristjánsson Dagblaösritstjóri lýsti þeir ri skoöun sinni i útvarps- þætti um siöustu helgi, aö öll gögn, jafnvel vinnuplögg I 2-3 eintökum sem færumilli manna ioDÍnberri stjórnsýslu, ættu aö vera öllum opin og aögengileg, ef vélrituö væru. Þetta er áreiöanlega einum of langt gengiö og yröi aö likind- um til þess, aö menn færu hrein- lega aö hætta aö setja hugsanir sinar á blaö meö þeim hætti, sem viö nú eigum aö venjast. Þess má geta i þessu sambandi aö fréttamenn telja vinnuplögg sin og punkta, og þá væntanlega einnig frumdrög aö greinum eöa fréttum ekki opinberplögg.Þegar dómarar hafa krafist þess aö fá sllk gögn i' hendur i sambandi viö rannsókn sakamála, hafa frétta- menn yfirleitt neitaö. Einn af blaöamönnum New York Times fór nýlega i fangelsi fremur en láta frumgögn sin og punkta 1 hendur dómara. Aö þvi er þessi efni varðar þá rikir hér glundroöi og regluskort- ur, aö ekki sé meira sagt eins og glögglega kemur fram I grein Halldórs. A Alþingi hefur nokkrum sinn- um veriö lagt fram frumvarp til laga um Upplýsingaskyldu stjórnvalda. Þegar þaö var fvrst lagtfram fyrir allnokkrum árum, heföi veriö meira réttnefni aö kalla þaö frumvarp til laga um þagnarskyldu stjórnvalda. I fyrstu grein var stjórnvöldum lögö upplýsingaskylda á heröar, en i annarri grein laganna voru taldar upp undanþágurnar frá upplýsingaskyldu og kom þá i ljós, aö nánast ekkert mátti segja. Siðan hefur þetta frum- varp veriö fært töluvert til betri vegar, en þó hvergi nærri nóg. Þaö einkennist enn um of af ni- tjándualdar hugsunarhætti kansellisins. En þessi mál þarf aö skoöa i viöara samhengi. Nauösynlegt er aö fjalla ekki aöeins um aögang að varöveittum skjölum, þar sem þaö á aö vera hrein undantekning um opinber plögg að almenn- ingur jafnt sem fréttamenn eigi þar ekki aögang aö. Einnig verö- ur að fjallaum þaö hvaö er geymt og hvernig, og þaö er i raun réttri kannski öllu stærra mál. Að þvi er bækur og timarit varöar eru þau mál i góöu lagi hér. Þar er lagaskyldaaö afhenda Landsbókasafni til varöveislu á- kveöinn eintakafjölda. Um skjöl gilda reglur, en eftir þeim er ekki fariö, og hvorki er húsnæöi, starfsfólk, eöa nokkur aöstaöa yf- irleitt hjá þjóöskjalasafni til aö gegna hlutverki sinu. Þau lagafyrirmæli sem til eru um þessi efni eru sjálfsagt frá þeim tima er prentun var allsráö- andi I fjölmiðlun. En nú er sannarlega margt breytt, og þaö hafa aðrar þjóöir gert sér grein fyrir. 1 Sviþjóö tók til starfa um siö- ustu áramót ný rikisstofnun, sem heitir , .Arkivet för Ljud och Bild”. Eins og nafnið gefur til kynna er þetta mynd- og hljóö- safn. Þaö nær til alls landsins og stofnun þess hefur veriö lengi i undirbúningi. Þangaö skal skila skyldueintökum (eins og til Landsbókasafnsins hér) af kvik- myndum, myndsegulböndum, myndplötum, grammófónplötum oghljóðsnældum. Aö því er kvik- myndir varöar þá gildir skyldan um þær myndir sem fara um hendur sænska kvikmyndaeftir- litsins. Safniö fær þær lánaöar og afritar á myndband. Einnig á safniö aö geyma útvarps og sjón- varpsdagskrár. Um plötur og hljóösnældur gildir þaö aö séu þær framleiddar til dreifingar i meira en 50 eintökum skal skila skyldueintökum til safnsins. Hér á landi eru þessi mál i al- gjörum ólestri. 1 lögum um Kvik- myndasjóö eru ákvæöi um kvik- myndasafn, þar sem þvi er ætlaö aö safna islenzkum kvikmyndum svo og erlendum sem veröugar eru taldar. Engin ákvæöi um skyldueintac eöa kerfisbundna öflun mynda. Per Wahlöö yfirfæröu um sumt aöferöir McBains á Sviþjóö meö betri árangri I sögunum um Martin Beck. Ekki er unnt aö hætta þessu hundavaöi um ameriska glæpa- sagnahöfunda áöur en minnst er á einhvern þann sérstæöasta: Patrica Highsmith, sem skrifar undarlegar en furöu magnaöar skáldsögur um venjulegt fólk sem leiðist fyrir þrýsting kringum- stæönanna út i voöalega glæpi. Highsmith hefur fágætan hæfi- leika til aö vefja tilfinningum lesenda.samdö og andúö^um fing- ur sér i sögum eins og t.d. The Blunderer og This Sweet Sick- ness. Sama á við um sögur henn- ar um glæpamanninn Tom Ripley (t.d. The Talented Mr. Ripley og Ripley Under Ground) Þar er bófinn i svipaöri stööu og löggan i venjulegri glæpareyfurum. Hug- myndafræöin i bókum Patricia Highsmith um frelsi og fjötra glæpamannsins, er reyndar skemmtilegt athugunarefni. Allir þessir höfundar hafa feng- ist i bókabúðum hérlendis. Ef þig vantar góöanreyfara I sumarfrliö gætu bækur þeirra veriö reyfar-a- kaup. - AÞ Trevanian hinn dularfulli. lagi hefur hann ekki áhuga á aö ýta á eftir bókum sinum. Trevanian hefur skrifaö metsölubókina ,,The Eiger Sanct- ion”, sem hefur verið kvikmy- nduö meö Clint Eastwood í aöal- hlutverki. Nýjasta metsölubók hans heitir „Shibumi”. Trevanian hefur ákveöiö aö hætta aö skrifa og segir ástæöuna vera þá, aö hann hafi gert anti- hetjunni skil fyrir næsta áratug. „Ég hef verib aö reyna aö sann- færa bandariska karlmenn 40 ára og yngri til aö snúast gegn tveim- ur ráöandi öflum i Bandarikjun- Peter Benchley um, efnishyggju og karlrembu,” segir hann. Tima sinum eyöir hann viö likamlega vinnu, húsamálun og trésmiöi. —GB er þó i minum huga merkari höf- undur. f fyrsta lagi vegna þess aö I stfi hans er ljóðrænni tilfinning og i ööru lagi vegna þess aö einkaspæjari hans, Philip Mar- lowe, er undir töffaraskelinni ansi lunkin persóna, meö mikinn húmor og sterka réttlætiskennd. Sérstök meömæli fá bækurnar The Long Goodbye, The Lady in the Lake, og The Little Sister. Þeir Hammett og Chandler hafa eignast fjölda lærisveina, siðari áratugina. Fremstur þeirra er Ross Macdonaldyréttu nafni Kenneth Millar, sem minnir á hinn slöarnefnda i rikum mæli, bæöi stilfarslega og efnislega. Einkaspæjari Macdonalds, Lew Archer er mild útgáfa af Marlowe, sögusviðið er eins og hjá Chandler, Kalifornfa, en Archer flækist einkum um auömanna- hverfin á meöan Marlowetfór jafnt um göturæsin sem glæsihallirnar. Macdonald hefur rutt frá sér tals- vertmiklum fjölda bóka um oft ansi Freudisk ævintýri Archers og veröa þær talsvert staölaöar til lengdar þótt hæfileikar höfund- ar séu ótviræðir. Sérstök meö- mæli fá t.d. The Undjerground Man, The Galton Case, og The McBain Blue Hammer. Macdonald legg- ur mun meir upp úr flóknum söguþræöi og óvæntum lausnum en Chandler, sem alla tiö haföi meiri ahuga á stilfæröu samspili fólks og þjóöfélags. Einkaspæjaraheföin fæst ekki sist viö tiskufyrirbæriö firringu, — firringu sem leiöir til andófs gegn þjóðfélaginu i formi glæpa. Lögregluhefðin er af sama meiö, en leggur þyngri áherslu á vinnu- brögö iögreglumanna, rannsóknartækni og afbrota- mannasálfræöi. Besti höfundur bandarisku lögreglusögunnar er Ed McBain, réttu nafni ÍEvan Hunter, sem samiö hefur fjölda sagna um starf lögreglu i ameriskri stórborg, — spennandi og lipurlega skrifaöar en örlitiö yfirboröskenndar sem þjóö- félagsathuganir. Maj Sjöwali og Enginn aöili hefurað þvi ég best veit haldið saman þeim islenzk- um hljómplötum, sem út hafa komib. Útvarpiö á þær ekki allar. Ekki einu sinni allar 33 snúninga plöturnar, sem út hafa komið. Hvaö þá hljóösnældurnar. Aö þvi er efni útvarps og sjón- arps varðar þá er þaö mjög til- viljunum háö hvaöa efni er geymt. Til dæmis eru ekki nærri allar fréttamyndir sjónvarpsins af innlendum atburöum geymd- ar. Ýmislegt annaö efni er undir hælinn lagt hvort lendir i geymsl- unni eöa glatkistunni. Hér er brýnt aö verði breyting- ar á. Þaö er alveg jafnnauð syn- legt aögeyma myndmál og hljóð- mál eins og prentmál. Þær kvik- myndir og hljóöupptökur, sem verið er aö vinna aö núna I sumar veröa fræöimönnum ekki slður á- hugavertefni til athugana og rann- sókna en dagblööin og þaö efni sem út kemur prentað á árinu. Hér þarf sannarlega aö spyrna viö fótum og koma i veg fyrir aö haldið veröi áfram að láta menningarverömæti glatast. Sem fyrst ætti aö setja skyldu- reglur um skil og geymd þess sem nú er veriö aö framleiöa jafn- framt þvi aö bjarga til varöveislu þvi sem unnt er af hljóö og mynd- efni áöur framleiddu. PS.Þorbjörn Broddason lektor átti um margt ágæta grein um Nord- sat I siöasta Helgarpósti. Um sum atriöi erum viö sammála. önnur ekki. Ég vlk nánar aö fáeinum at- riöum greinar hans nú á næst- unni. TÖFRAR LASSIE Ný mjög skemmtileg mynd um hundinn Lassie og ævin- týri hans — Mynd fyrir fólk á öllum aldri Aöalhlutverk: James Stewart, Stephanie Zimbalist Mickey Rooney og hundurinn Lassie Islenskur texti Sýnd kl. 5 ;0g Starr,n* V'MOLLIE \JÍSJ5*am SUGDEN \ ,NMAN Ný bráðfyndin bresk gam- anmynd um sprengingar og fjör á sólarströnd Spánar. Islenskur texti. Sýnd kl. 9 og 11. hafnnrbíó 3* 16-444 ÁRÁSIN Á AGATHON Afar spennandi og viðburðahröð ný grísk-bandarísk litmynd um leyniþjónustukappann Cabot Cain. Nico Minardos Nina Van Pallant Leikstjóri: Laslo Benedek. íslenskur texti. Bönnuð börnum. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.