Helgarpósturinn - 27.07.1979, Blaðsíða 11

Helgarpósturinn - 27.07.1979, Blaðsíða 11
helgarpásturinn Föstudagur 27. júlí 1979. 11 Höfundur i Eldgjá UPPI A FJflLLI Sumum finnst óumræðilega gaman að standa uppi á fjalls- tindi i hreinviðri og horfa yfir landið friða. Aðrir s já svo mikið eftir erfiðinu við að klöngrast upp, að þeir njóta ekki útsýnis- ins fyrir svartagalli, sem smitar jafnvel fram i augntóttir. Langflestir fara aldrei upp og skilja ekkert i fólki að leggja á sig þessa bölv- aða vitleysu. Lengst af fyllti ég flokk hinna siðastnefndu. Mér þótti þetta þreytandi klifur öldungis fárán- legt og geröi m ikið skupp að öllu saman. En undir niðri leyndist án efa hræðslan við, aö ég gæti þetta ekki sjálfur. Ég hafði slæma fætur. Mér fannst ég mæðast ógn, ef ég gekk spöl- korn uppímóti. Ég yrði mér til skammar og þyrfti að gefast upp á miðri leið. Og þá er að herða sig upp i forakt. Til hvers var sosum að vinna? Svona hugsa liklega flestir. Það eru varla nema 12 — 13 ár, siðan góður maður særði mig timbraðan til að paufast meðsér upp á Valahnúk i Þórs- mörk. Það var vist fyrsta fjall- ið, sem ég gekk á að nauðsynja- lausu. Og Runki frá Holti á Siðu var m.a.s. búinn að reyna að telja mig af þessu. „Þetta er voðalega bratt”, sagði hann. ,,Og voðalega ljótt.” Enda er Þórsmörk fyrir vestan Fúlalæk. En þarna uppi átti ég samt með indælli st'undum i lifinu. Nú er það innan viö hálftlma puð að ganga á Valahnúk. Og ekki öðlaðist ég sjálfstraust, fyrr en ég fór með bóka- og skjalavöröum austur i Eldgjá. Þá gengu margir á Gjátind, þ.á.m. sá fóthvati Björn Sigfús- son háskólabókavörður. En þótt ég væri engan veginn með fyrstu mönnum á tindinn, upp- götvaði ég mér til furðu, að ég hafði orðið á undan Birni. Þá þóttist ég skilja, aö ég gæti gengið á fjöll einsoghver annar. Og það er einmitt lóðið. Það geta allir sæmilega heilbrigðir og nokkurnveginn rétt skapaðir gengiö á flest fjöll. Spurningin er einfaldlega, hvort þeir telja áreynsluna þess virði. Og þeirri spurningu veröur ekki svarað nema með prófun. Það er þýðingarlaust að ætla að sann- færa nokkurn meö orðum um, aö það sé undursamlega fagurt uppi á Snækolli i Kerlingarfjöll- um. Það er einsog að sannfæra einhvern munnlega um, aðLítiö næturljóð eftir Mozart sé fall- egt. Hann verður að heyra það. En það dugar heldur ekki alltaf til. Sumir virðast einfald- lega ekki vera náttúraöir fýrir annað en jarm og breim. Og sumir vilja helst ekki hreyfa sig útúr bil og sjá eftir hverju fót- máli, sem þarf að ganga. Hjá okkur er þetta kannski skiljan- legur arfur kynslóða. Sem nær algjör bændaþjóð voru menn um aldaraðir neyddir til að hlaupa uppum fjöll og firnindi að eltast við ljónstyggar kindur og hesta. óvild Halldórs Laxn- ess í garð s auðkindarinnar mun t.a.m. stafa af þvillkum eltinga- leik i bernsku. Flestu fyrrver- andi sveitafólki finnst ennþá fá- sinna að ganga á fjöll sér til skemmtunar. Þjóðin er ekki enn orðin úthvild. Enda eru ekki nema rúm 50 ár, siðan Ferða- félag íslands var stofriað. En það var rökréttur liður i vax- andi borgarmenningu. Sumir njóta þess innilega að horfa á landslagsmálverk. A þvi sviði er ég vist vanþroska. Mér finnst AsgrimurogKjarval hé- gómi miðað við að standa uppi á Bláhnúk i Landmannalaugum og sjá dýrð veraldarinnar. Að visu hefur maöur þá sýn ekki si- fellt uppi á vegghjá sér, heldur i sinum sálarglugga. Og til- finningin hið innra varir eilif- lega. Maður nýtur landsins og kynnist þvi á allt annan og nær- færnari hátt fótgangandi en i bil eða flugvél. Sama fjallið er oft óþekkjanlegt eftir þvi úr hvaða átt er horft á það, ogheitir enda stundum óllkum nöfnum frá hverri hlið einsog Ógöngufjall og Bakrangi. En hafirðu einu- sinni gengið á fjallið, þekkirðu þaöævinlega aftur hvaðan sem er. Svo er þetta mannbætandi. Margsinnis hefurólund rokið úr eða góðar sættir tekist i fjall- göngu. Það er nefr.’lega furðu- mikið til i kvæðinu eftir Sigfús Blöndal, sem sumir hafa reynd- ar leyft sér að kalla rómantfek- an leirburð, þar sem hvert erindi endar svona: Uppi á fjalli, uppi á fjalli, uppi á fjalli er synd ei til. Fjöllin við Landmannaiaugar. Skattskrá Reykjavíkur árið 1979 Skattskrá Reykjavikur árið 1979 liggur frammi i Skattstofu Reykjavikur, Toll- húsinu við Tryggvagötu, frá 26. júli til 9. á- gúst n.k., að báðum dögum meðtöldum, alla virka daga nema laugardaga, frá kl. 10.00 til 16.00 í skránni eru eftirtalin gjöld: Tekjuskattur. Eignarskattur. Sóknargjald. Kirkjugarðsgjald. Sjúkratryggingagjald. Sérstakur eignarskattur á skrifstofu- og verslunarhúsnæði. Útsvar. Slysatryggingargjald atvinnurek- enda. Lifeyristryggingargjald atvinnurek- enda. Slysatryggingargjald vegna heimilis- starfa o.fl. Iðgjald til Atvinnuleysistryggingar- sjóðs. Launaskattur. Iðnlánas jóðsg jald. Iðnaðarmálagjald. Aðstöðugjald. Iðnaðargjald. Barnabætur svo og sá hluti persónuaf- sláttar, sem kann að koma til greiðslu út- svars, og sjúkratryggingargjalds er einn- ig tilgreint i skránni. Innifalið i tekjuskatti og eignarskatti er 1% álag til Byggingarsjóðs rikisins. Jafnhliða liggja frammi i skattstofunni yf- ir sama tima þessar skrár: Skrá um skatta útlendinga, sem heimilis- skráðir eru i Reykjavik og greiða forskatt. Skrá um skatta islenskra rikisborgara, sem fluttu hingað frá útlöndum árið 1978. Skrá um skatta dánarbúa. Skrá vegna tvi- sköttunarsamninga. Aðalskrá um söluskatt i Reykjavik fyrir árið 1978. Skrá um landsútsvör árið 1979. Þeir, sem kæra vilja yfir gjöldum sam- kvæmt ofangreindri skattskrá, skattskrá útlendinga, skattskrá heimfluttra, skrá vegna tvisköttunarsamninga og dánar- búa, verða að hafa komið skriflegum kær- um i vörslu skattstofunnar eða i bréfa- kassa hennar i siðasta lagi kl. 24.00 9. ágúst 1979. Reykjavik 25. júii 1979 Skattstjórinn i Reykjavik Gestur Steinþórsson. 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. \ 10. 11. 12. 13. 14. 15. 16. Tónlistarkennarar — Kennarar Tónlistarkennara og nokkra almenna kennara vantar að Grunnskóla Akraness. L’msóknarfrestur til 1. ágúst. SkÓlanefnd ÚTBOÐ Fjarhitun Vestmannaeyja óskar eítú til- boðum i lagningu 7. áfanga hitaveitu- dreifikerfis. útboðsgögn eru afhent u Bæj- arskrifstofunum Vestmannaeyji.i: og verkfræðiskrifstofunni Fjarhitun hf Reykjavik, gegn 30.000 kr. skilatryggi,, ru. Tilboðin verða opnuð i Ráðhúsinu ' st- mannaeyjum þriðjudaginn 7. ág”st kl. 16. Stjórn Veitustofnana Vestmannaeyjabæj- ar

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.