Helgarpósturinn - 19.10.1979, Blaðsíða 8

Helgarpósturinn - 19.10.1979, Blaðsíða 8
8 Föstudagur 12. október 1979 .—he/garpósturinrL_ —helgar pásturinn— utgefandi: Blaðaútgáfan Vitaðsgjafi sem er dófturfyrirtæki Alþýðublaðs- ins, en með sjálfstæða stjórn. Framkvæmdastjóri: Jóhannes Guð- mundsson. Ritstjórar: Arni Þórarinsson, Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórnarfulltrúi: Jón Oskar Haf- steinsson. Biaðamenn: Guðjón Arngrímsson, Guðlaugur Bergmundsson, Guðmund- ur Arni Stefánsson og Þorgrímur Gestsson. Ljósmyndir: Friðþjófur Helgason. Auglýsingar: Elín Harðardóttir. Gjaldkeri: Halldóra Jónsdóttir Dreifingastjóri: Sigurður Steinarsson Ritstjórn og auglýsingar eru að Síðu- múla 11, Reykjavík. Simi 81866. Af- greiðsla að Hverfisgötu 8-10. Simar: 81866, 81741, 14900 og 14906. Prentun: Blaðaprent h.f. Askrift (með Alþýðublaðinu) er kr. 4.000.- á mánuði. Verð i lausasölu er kr. 200.- eintakið. PRÉDIKUN Þá er kosningaslagurinn haf- inn. Þaö er verið að dusta rykið af slagorðasmiðjunum þessa dagana, byrjað að smyrja prent- vélarnar, sem færa eiga i prentað mál allan flokksáróðurinn, sem brátt mun ausið inn um dyra- lúgurnar um allt land og fjölmiðl- arnir eru að kúffyllast af pólitik. Frambjóðendur hafa þegar sett upp sölumannsbrosið, sem fleyta eiga þeim fyrst I gegnum prófkjörið og siöan inn á þing. Skyndilega hefur almenningi I þessu iandi aftur verið skipað i öndvegi, þvf þar iiggja atkvæðin. Pólitiskar harðsperrur siðustu kosninga skulu flæmdar burt og öll póiitisk þreyta deyfö fram yfir næstu lotu. Þeir sem gaman hafa af þessum pólitiska hildarleik þurfa vart að kvíða skammdegis- drunganum en þeim sem minnna þykir til koma að verða nauðugir viljugir að þreyja þennan kosn- ingaþorra fram i aðventu. Það veröur slegist um efna- hagsmálin, þann málaflokk allra málaflokka, sem allur almenn- ingur i landinu ber sennilega minnst skynbragð á og pólitfkus- arnir sömuleiðis ef marka má afrekaskrána á iiðnum árum. A næstunni munu þvi dynja f eyrum prósentutölur, mismunandi háar eftir þvi hver flokkur á f hlut, og frasar eins og hjöðnun verðbólgu, rýrnandi þjóðartekjur, peninga- magn I umferð, seðlaprentun, rikisútgjöld, vfsitölur af ýmsum geröum kjaraskeröing og kaup- rán og annað i þeim dúr. Flest af þessu mun væntanlega fara inn um annað eyrað og út um hitt. Efnahagsmál eru guöspjöll vorra tima. Þau eru jafn fyrir- ferðarmikil i allri umræðu nú á dögum og aöskiijanlegar guðfræöikenningar voru fyrr á tfmum. Verðbólgudraugurinn hefur tekið við af skrattanum og mismunandi hagfræðiformúlur við af striðandi kennisetning- ummiðaldaguðfræðinnar. En alveg eins og guðfræðibólurnar hjöðnuðu með aukinni upplýsingu munum við lika komast aö raun um að lausnarorðið er ekki fóigið i kennisetningum hagfræðinnar. Sáluhjálpin kemur nefnilega inn- an frá — I þessu efni eins og öðru, með hugarfarsbreytingu þjóðarviljans svo notuö ségömul tugga. Og til að hnykkja ofuriitið á þessari prédikun skal tilgreina dæmisögu. Vinur minn einn sex ára er nýbyrjaöur i skóla og hefur lent i bekk hjá afar guðhræddri kennslukonu. Afleiðingin er sú að hann er orðinn ákaflega trúaður. Hann ræðir mikið um guð, eink- um við átta ára frænku sina.Hún er veraldarvanari, trúleysingi og reynir að sýna honum fram á að guð sé ekki til. Hann lætur ekki segjast og heldur staöfastlega fram tilvist guðs. Trúmáladeilum smáfólksins Iyktar þess vegna venjulega með þvi að telpan veraldarvana gefur eftir og segir vorkunnlát: ,,Já, já, svona Tumi minn — þetta er bara timabil hjá þér.” Betri huggunarorö á ég heldur ekki handa þeim háttvirtum kjósendum sem lifa f voninni um aö væntanlegar kosningar einar muni færa þeim friö. — BVS PÓUTÍSKUR LEIÐI OG KOSNINGAR Sjaldan eða aldrei hefur póli- tiskur leiði almennings verið eins mikill og um þessar mund- ir. 1 meira en eitt og hálft ár ha£a lika verið stöðug átök og uppþot i pölitikinni hér á landi. FVrst voru það sveitarstjórnar- kosningarnar i fyrra, þá tóku við alþingiskosningar einum mánuði siðar, þar á ' eftir lang- vinnar stjórnarmyndunarvið- ræður og svo 13 mánaða tlmabil stöðugra pólitlskra upphlaupa, sem endaöi svo á þriðjudaginn þegar Benedikt Gröndal rauf þingið og sendi þingmennina heim. Nú er framundan timi prófkjara og skoðanakannana og þar á eftir kemur heiftúðug kosningabarátta og tveggja daga kosningar. Pólitikusarnir fylgjast vist vel með lægðunum á veðurkortinu siðustu dagana fyrir kosningar. Sumsstaðar á jarökringlunni þýöir kröpp lægó hvirfilvind og eigna og manntjón.Hér á landi getur kröpp lægðf yrir suö-vestan land á hreyfingu norð-austur 1. des- emberþýtt þáttaskil i lifi sumra stjórnmálamanna. A þessum árstima er lika gott að hafa auga með norðanáföllum sem kunna að skella yfir landiö fyr- irvaralitið. Þessi norðanáföll geta ekki siður boöað þáttaskil I lífi pólitikusanna. Enhvaða flokkur eða flokkar tapa svo á vondu veöri og litilli kjörsókn I desemberkosningun- um, og hverjir kunna ef til vill aðhagnast á þvi? Eitt er vist, að verði slæmt veöur þessa tvo daga, þá mun þaö draga mikið úr kjörsókn, þótt veðriö sé ekki það vont að það hindri kosning- ar eða flutninga á kjörgögnum. 1 fljótú bragði viröist rétt að ályktaað stærsti flokkurinn tapi hlutfallslega mestu áþvief veð- ur veröur vont á kjördagana. Hinsvegar er á þaö að lita að Sjálfstæöisflokkurinn hefur ávallt haft kosningamaskinu sina vel smuröa og ekki mun á hana vanta frostlög núna, þvi betra er að vera viö öllu búinn. Við sumarkosningar hefur flok- urinn keypt heilu bflastöðvarn- ar til að nota fyrir smala- mennsku á kjördag, og illa er ég svikinnef æföir kosningasmalar eru ekki nú þegar búnir að tryggja sér mikinn bflafbta á kjördag. Það verður þvi likleg- ast ekki Sjálfstæðisflokkurinn sem tapar i slæmu kosninga- veöri, heldur kannski helst krat- ar sjálfir, sem eru ekki með mikið kerfi og merkingar, hvað þá f jármuni og mannafla á móts við hina flokkana. íhaldið vinnur og Kratar tapa. I þessum kosningum er hægt að slá þvi föstu að Sjálfstæðis- flokkurinn vinnur,en hann gerir þó ekki meira en vinna aftur þausætisem hann hefur tapað á undanförnum árum. Menn skulu athuga það að við slðustu kosningar fékk flokkurinn ekki nema 20 þingmenn, þar af eru þrir uppbótarþingmenn, en fyr- ir aðeins nokkrum árum var Sjálfstæðisflkkurinn meö 25 þingmenn á Alþingi, og það má heita gott ef hann naa- þessum fimm aftur.oger varla hægt aö tala um mikinn kosningasigur I þeim efnum. Sápukúlufylgi Kratanna tvístrast töluvert i næstu kossningum, en það verð- ur þó ekkert hrun hjá þeim. Fyrir nokkrum árum áttu þeir 9 þingmenn á Alþingi, en liklegast verða þeir 11 nú að loknum kosningum, og mega Kratar bara vel við það una, þegar litið er á málið frá sanngjörnum sjónarhól. Samkvæmt þessari spá stendur maddama Fram- sókn i staö og Alþýðubanda- lagiö fær þá 12 þingmenn. Aðrir flokkar eiga ekki möguleika á þvi að fá menn kjörna I þessum kosningum. Reykjavik Það er fyrst og fremst I Reykjavik sem Sjálfstæðis- flokkurinn mun vinna á, þrátt fyrir þá staðreynd að þar er hver höndin upp ámóti annarri i flokknum svo ekki sé meira sagt. Þaö er ekki aðeins Geirs-armurinn og Gunn- ars-armurinn, — það eru miklu fleiri armar og klikuhópar þar innanborðs, og tveir sem hrukkufyrir borö isiðustukosn- ingum og hyggjast nú hefna harma sinna. Annar þessara manna, Guðmundur H. Garðarsson er nú hvorki meira né minna en formaður stærsta verkalýðsfélags landsins, já þetta hljómar oft einkennilega I eyrum útlendinga sérstaklegd, — en svona er það nú samt. Guðmundur fær nú harðan keppninaut, þar sem er Þor- steinn Pálsson. Það værigaman efþeir yrðuhliövið hlið ibarátt- unni, Þorsteinn Pálsson og Guðmundur H. Garöarsson, leiðtogi stærsta verkalýðsfélags landsins og einvaldur Vinnu- veitendasambandsins. Geir og Albert eru öruggir meö efstu sætin og Ragnhildur og Ellert eru lika örugg, en svo fer nú öryggið að minnka. Gunnar Thoroddsen verður 69 ára I des- ember, og það verður óspart notað gegn honum i prófkjörinu — Gunnar stendur sig að vísu betur sem þingmaður, en ráð- herra — en hvað er maður eins og hann að streberast við að komast I öruggt sæti i prófkjöri, hákarl er hann ekki búinn að vera nógu lengi I þessu þrasi, og hann er búinn að vera borgarstjóri, f jár- málaráðherra, sendiherra, koma aftur „sjáog sigra” verða afturráðherraog hvaö villmað- urinn meira. Hann er líka kom- inn á full eftirlaun ráöherra. Gunnar Thor. ætti að hafa þaö eins og Einar Olgeirsson, Eysteinn Jónsson og Gylfi Þ. Draga sig úr pólitik á réttum tima, en fylgjast með úr fjar- lægð og hafa áhrif bak við tjöld- in eftir sem áður. Alþýðubandalag Hjá Alþýðubandalaginu verða kanski einna mestar breytingar á þingmanna liði I Reykjavik. Eðvarð Sigurðsson formaöur Dagsbrúnar, sá hæglætis önd- vegismaður verður látinn draga sig i hlé, samkvæmt slðustu fréttum og Svava Jakobsdóttir hefur ekki taugar til að standa i þessu lengur. Sjálfsagt mun þykja að Guðmundur J. Guö mundsson færist í sæti Eðvarðs, Ólafur Ragnar fær að halda sinu fjórða sæti og falla i kosningun- um og Svavar fær áfram fyrsta sætið. Spurningin er um þriðja sætið hjá Alþýðubandalaginu. Asmundur heitir maöur Stefáns son, sem nú er orðinn fram- kvæmdastjóri ASl, hefur verið orðaður viö þetta sæti en liklega búinn að tapa því. Þaö hefur verið prinsip hjá Allaballanum að hafa konu ofarlega, bara af þvi að hún er kona. Nú vill svo vel til að þeir hafa innan sinna vébanda konu sem getur lika talaö og er vel frambærileg. Þetta er Guðrún Helgadóttir barnabókahöfundur, borgar- fulltrúi og fleira. Það verða mikil mistök hjá forystu Alþýðubandalagsins i Reykja- vik ef henni tekst ekki að telja Guðrúnu á að fara i þriðja sætið á listanum. Kratar Hjá Krötum er Benedikt öruggur með að hreppa fyrsta sætiði' Reykjavlk og Vilmundur annað sætið.önnur sæti verða varla ef tirsóknarverð sem örugg þingsæti hjá Krötum I Reykjavlk, en þó gæti þingsæti hjá Krötum i Reykjavik, en þó gæti þriðja sætið orðið gott ef það er vel skipað. Ein- hver beygur viröist hafa verið i Jóhönnu Sigurðar- dóttur að gefa kost á sér I það sæti I prófkjöri, en hún hefur allt að vinna en engu að tapa. Þetta upphlaup með doktor Braga Jósefsson i fyrsta sætið er bara tóm vitleysa. Hann er ekki maður sem sópar að sér fylgi með sérviskulegum tiltektum. Framsókn Hjá Framsókn verður hart barist um efsta sætið i Reykja- vik, endaer þar verið að berjast um öruggt þingsæti, — eitt af fáum öruggum sætum hjá maddömunni. Flugufregnír voru um að Steingrimur Her- mannsson formaður Framsókn- arflokksins ætlaði I það þegar vitað var að Einar Ágústsson yrði sendiherra i Kaupmanna- höfn. Þetta var allt uppdiktað á ritstjórnum einhverra blaða, og eins að Steingrfmur ætlaði I Reykjaneskjördæmi, þótt hann ætti heima þar. Það var nú hreinlega fáránlegt, að formað- urinn hætti sér i það sæti sem virðist <afram vera tapað. Guðmundur G. Þórarinsson verkfræðingur og lið hans hefur fram til þessatalið að hann væri öruggur erfðaprins i þetta fyrsta sæti, en svo er nú aldeillis ekki. Loksins hefur Framsókn eignast stjörnu I Reykjavlk slðan slokknaði á henni hjá varaformanninum. Þessi stjarna þeirra er Haraldur Ólafssonlektor I félagsvisindum við Háskóla Islands, vel fram- bærilegur og þekktur maður. Hann fellur að visuekki I kram- ið hjá Svarthöfða, þvi hann er sænskmenntaður, og það er eit- ur i beinum Svarthöfða. Harald- ur Ólafsson á eftir að veita Guð- mundi G. Þórarinssyni harða keppni 1 fyrsta sæti og allavega verður hann I öðru sæti. Ef Framsóknarmenn hafna hon- um, þá er eitthvað meira en litið að I flokknum, sem ekki veitir nú af svolítilli andlitslyftingu. Um önnur sæti hjá Framsókn skiptir ekki máli hvernig verða skipuð. :: HAKARL ::

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.