Helgarpósturinn - 19.10.1979, Page 20

Helgarpósturinn - 19.10.1979, Page 20
20 Föstudagur 19. október 1979 —he/garpósturihrL. Saxarinn undir bununni Coleman Hawkins. Frá upphafi jazzleiks og fram yfir 1930 voru kornett-og trompet- istar oftast I öndvegi I hljóm- sveitum enda mest afgerandi menn þar sem þeir trónuöu og tónuöu i upphæöum i fullum tón- styrk og leiddu liöiö til allra meiri háttar átaka. Þeir voru þvi eins konar kóngar i ríki sinu; til marks um þaö má nefna þá bestu og kraftmestu. Þeir voru: King Bolden, King Keppard, King Oliver, King Armstrong og prins Beiderbecke. Þegar menn fóru nú aö draga örlitiö úr styrk til aö fá betra jafnvægi I sam- hljóminn kringum 1930, kom i ljós, aö þaö voru fleiri hundar svartir en trompetspilarinn. — Og nú var rööin komin aö öörum aö láta ljós sitt skina. (Auk þess haföi hljóöritunartækni tekiö stórstigum framförum). Svo voru ,,ný” hljóöfæri komin til sögunnar i jazzleik, þ.á.m. óraf- magnaöur sólógitar, fiölan, harmonikkan, vlbrafónninn og saxófónninn. — En þaö voru ein- mitt svartir saxófónistar sem spruttu nú upp eins og sjálfspil- andi gorkúlur. Fram aö þessu haföi saxo- fónninn veriö „hvitt” hljóöfæri sem klarinettleikarar tvöföld- uöu aöallega á. Sá sem innleiddi hljóöfæriö fyrir fullt og fast I jazzböndin var Adrian Rollini fyrrverandi undrabarn sem leikiö haföi Chopin fyrir gesti á Waldorf-Astoria 1908, þá fjög- urra ára og snjóhvitur. Rollini lék annars best á bassasaxófón* hann á fræga sóló á einni Bix Beiderbecke plötunni og þá auö- vitaö i laginu „A Good Man Is Hard To Find”. Saxofónninn er samt ekki fráhrindandi hljóö- færi fyrir byrjendur, (hvaö sem siöar veröur); tónmyndunin er t.d. auöveld miöaö viö horna- blástur; auk þess geta veröandi saxistar fljótlega spilaö einföld lög sér til ánægju þó ekki sé þaö öörum til yndis. — En þaö var einmitt þetta meö yndiö sem stóö i hinum fyrstu saxofónspil- urum. Þaö var þannig, þegar hljóö- færiö kom i jazzböndin eftir mikinn þurrk og eyöimerkur- spiliri — uppúr fyrri heim- styrjöld, var sá hængur á einleik saxofónistanna aö sólóar þeirra hljómuöu likt og þeir heföu hljóöfæriö ekki alveg á þurru. Viö hlustun á elstu saxofónplöt- um hefur maöur á tiifinningunni aö saxarinn standi undir bun- unni i Niagarafossunum meöan blásiö er eöa sitji á botninum á gömlu laugunum (blop-blib, blib-blop loftbólur I bland meö músikinni). Sá sem endanlega dró saxinn alveg á þurrt (ef svo má aö oröi komast), var tenor- saxofónsnillingurinn Coleman Hawkins. Hann fæddist áriö 1907 i St. Joseph i Missouri og nam fyrst pianó og hljómfræöi (sem er hverjum músikant hollt) en sneri sér siöan alfariö aö saxo- fóninum sem hann geröi miklar tilraunir meö,uns glæsilegum og markvissum timamótaárangri var náö. Þaö var þvi enginn annar en Coleman Hawkins sem geröi tenorsaxinn aö einu mikil- virkasta tjáningartólinu i jazz- músik. Hawkins útvikkaöi sjón- deildarhring saxistanna (og annarra) meö þvi aö improvisera ekki eingöngu kringum laglinuna, heldur spil- aöi hann uppá hljómraöir og möguleika yfirtónanna. Þessi leikaöferð gaf stóraukiö tján- ingarfrelsi. Til aö snúa á trompetistana lagði Coleman allan heiöur sinn i tóninn, sem var bæöi breiður og mjúkur — auk þess safarikur. Svo var tónn hans mikill, aö stundum var engu likara en fimm til tiu manns væru aö blása samtaka i rörið. Þessi mikla dýrkun á um- fangi tóns og gæöum lagöist (þvi miöur) aö nokkru leyti af meö tilkomu hljóönemans (microfónsins). Þó aö Sidney Bechet hafi fyrstur jazzista byrjaö aö blása I sópransaxinn einhverntima uppúr aldamótum hafði hann litil eöa engin áhrif á saxofón- stéttina sem slika, enda var leikur hans (þrátt fyrir skemmtilega spretti) ekki til eftirbreytni. Þær stökkbreyt- ingar sem uröu I saxofónleik má rekja til hinnar fremur litt þekktu en merkilegu hljóm- sveitar sem Fletcher Henderson stýröi i New York. Hljómsveit Hendersons var hvorttveggja i senn fyrsta swinghljómsveit sögunnarog einskonar útungun- arvél fyrir frábæra saxista. Þaö haföi auðvitað heilmikiö aö segja fyrir þróun saxofónleiks, að báöir útsetjarar Fletcher Hendersons þeir Don Redman og Benny Carter voru afbragös altoistar. — Og úr penna þeirra og Hendersons runnu nú framúrstefnu swingútsetningar meö ómældum saxstrófum og ööru finerii fyrir fónana. Hjá Fletcher Henderson léku lika bestu saxofónleikarar heims — svo sem tenoristarnir Coleman Hawkins 1922-34 og svo hver af öörum eða fleiri saman, þeir Lester Young sem siöar swingaöi Count Basie bandiö allavega sundur og sam- an, Chu Berry er saxaöi af hreinni snilli og upphafningu á mörgum Lionel Hampton plötum — en dó i blóma lifsins og Ben- Webster sem átti eftir aö taka mikiö uppi sig meö Duke Elling- tonhljómsveitinni. Þeir Cole- man, Lester, Chu og Ben voru nokkurs konar heimskvartett tenórista og þar sem þeir leiddu saman fóna sina (sem var oft) varö sveiflan jafnan mögnuöust — þeir voru á hraöri leiö inná nýja braut i jazzinum. Meöan Coleman Hawkins var i Evrópureisunni 1934-’39 reyndu hinir að yfirspila hver annan og taka forystuna. En þegar Coleman sneri aftur til USA og haföi leikiö „Body And Soul” inná plötu á þann hátt aö alla setti hljóöa, fór ekki milli mála hver vár „konungur” saxofónsins. Coleman Hawkins var lika lengur i toppformi en kollegarnir eða i rúm 30 ár. Þaö var fyrst og fremst Fletcher Henderson (1898-1952) pianisti, hljómsveitarstjóri og útsetjari sem leiddi jazzmúsikina inná þá braut sem kölluð var swing- tlmabiliö — þó aörir tækju viö allri frægöinni enda njóta þeir sjaldnast eldanna sem kveikja þá. Listilegar LP swingplötur meö Fletcher Henderson o.fl. 1. Fletcher Henderson, First Impressions, Decca DL 79227. 2. Fletcher Henderson, The Immortal Fletcher Henderson, Milestone MLP 2005. .3. Fletcher Henderson, Swing’s the Thing, Decca DL 79228. 4. Don Redman, Master of the Big Band RCALPV 520. 5. Benny Carter, Coleman Hawkins 1930-1941, Aimes-vous le Jazz 68227. „Vil að vinna mín sé framlag í umræðu” — segir Sigrún Valbergsdóttir sem nú leikur í fyrsta skipti á sviði atvinnuleikhúss Reykvlskir leikhúsgestir fá alltaf ööru hvoru aö sjá ný andlit spreyta sig á fjölunum. Um þe ssar mundir er Leikfélag Reykjavlkur aö sýna breska leik- ritiö Kvartett, en þar kemur fram- ung leikkona, sem ekki hefur sést áöur á sviöi atvinnuleikhúsanna I höfuöborginni. Hún heitir Sigrún Valbergsdóttir. Helgarpósturinn sló á þráöinn til hennar til þess aö forvitnast um reynslu hennar af þessu fyrsta hlutverki. „Þaö er fyrst og fremst skemmtilegt aö taka aö sér hlut- verk I leikriti, sem vekur mann sjálfan til umhugsunar, og efniö i þessu leikriti er vissulega hlutur, sem vert er aö leiöa hugann aö”, sagöi Sigrún. Hún sagöi ennfremur, aö sér fyndist þetta verk vera innlegg i ákveöna umræöu, einhvers konar framhald af jafnréttisumræöunni og sýndi jafnréttisbaráttuna frá dálitiö öröum hliöum en venjuleg leikrit. „Ogeinhvern veginn finnst mér þaö vera æösti draumur minn sem leikara, aö þaö sem ég er aö Sigrún I hlutverki sinu I Kvartett vinna við, sé einhvers konar framlag af minni hálfu i ein- hverja umræðu. Og náttúriega getur maöur sagt sem svo, aö öll leikrit eru framlag i einhverri umræöu, en mér finnst þetta leik- rit vera mjög aktúelt, gagnstætt þvi sem kom mikið fram i gagnrýninni, aö þarna væri veriö að taka fyrir leikrit, þegar búiö væri aö afgreiöa þessi mál. En mér finnst þaö algerlega leikhús- fjandsamleg afstaöa aö segja svona.” Þá sagöi SigrUn, aö þaö væri gaman aö byr ja á þvi að þurfa aö vera á sviöinu svo til allan timann. Þetta væri gifurleg áreynsla, þvi þaö þyrfti aö koma til full einbeiting allan timann. Fyrir leikara væri þetta mjög góður hlutur og einnig væri mjög gaman aö taka þátt i sýningu þar sem algert jafnræði rikti, ekkert hlutverkanna væri stærra en annaö. „Hvað sé erfiðast? Þaö er ansi frjálslegur talsmátinn á þessu heimili, þar sem þessar fjórar konur eru. Mann hnykkti aðeins viö fyrst þegar maöur las leikritiö igegn, þessiorð sem þær taka sér i munn. Þaö má segja þaö um þessa sýningu,að fyrireldri kynslóöina, sem ekki þekkir þessa tegund af sambýli, er dálitið erfitt aö skilja leikritiö. Hins vegar unga fólkiö, sem hugsarmikið um breytt fjöl- skyldu- og sambýlisform, og sér- staklega þeirsemhafa reynslu af að búa svona saman, það skilur afskaplega vel heimilisvanda- málin, sem koma þarna upp. Mér finnst mikilvægt aö hvetja ungt fólk aö koma og skoöa þetta leik- rit, þvi þaö hefur eitthvað aö segja”, sagöi Sigrún Valbergs- dóttir aö lokum. —GB UTAN TIMA OG RUMS Paul Cocaine: Á ööru planí úr höndum blóma. Otg. Letur, Rvik 1979. c. Pálmi örn Guö- mundsson. Allt frá þvi súrrealistarnir tóku aö skelfa heimsbyggöina á árdögum þessarar aldar hafa skáld og listamenn glimt viö gátuna miklu sem llklega veröur einna helst lýst meö þrem spurningum: Hvaö er veruleiki? Hver er ég? Hvernig er tilvera mannanna? Mörg brögöin I þessari glimu hafa verið af þeim toga aö borgara- leg skynsemi hefur hrokkiö i kút og risiö til andmæla meö oröum eins og Ef þetta er list þá er allt list. Svei, svei. Frá sjónarmiöi þessarar borgaralegu skynsemi mun þaö vera hæpin latina, aö ekki sé meira sagt^að fara lofsamlegum oröum um ljóöabók manns sem strax vekur óhug meö dulnefni sinu: Paul Cocaine. Ekki nóg með aö hann snúi út úr nafni frægs listamanns, heldur leyfir hannsér aö kenna sig viö eitur. En svo sem til aö baktryggja höfund þessa pistils ofurli'tiö skal minnt á að lofsamleg um- sögn um útkomuna felur ekki I sér hrós um þá leiö sem farin var aö markinu. Á ööru plani úr höndum blóma er undarleg bók. Reyni menn td aö lesa hana meö sama hugar- fari og skáldsögur Laxness eöa ljóö Daviös er hætt viö þeir veröi litlu nær. Rökrænt sam- hengi er mjög óljóst hvort held- ur er I þeim köflum sem helst minna á sögu eöa hinum sem standa ljóðinu nær. Vel má láta sér detta i hug aö þar komi fram áhrif eiturlyfja, en leikmaöur getur reyndar ekki gert sér neina grein fyrir þvi;kann meira aö segja aö hugsa sem svo aö þaö skipti ekki máli. Þaö sem hinsvegar viröist skipta máli I þessu samhengi er þaö aö lesi maöur texta bókar- innar meö opnum huga og sæmilega fordómalausum kem- ur maður býsna fljótt auga á myndir og oröalag sem vekja athygli fyrir ferskleik og skarp- skyggni. Og manni kann meira aö segja aö fara svo aö mikil- vægar hugsanir veröi áleitnar: Hversu nærri veruleikalýsingu komumst viö á hinn hefðbundna rasjónaliska hátt? Hvernig er að vera utangarðsmaður I tima og rúmi? Getur veriö aö viö ætt- um aö leggja meiri áherslu á aö skynja umhverfi okkar en skilja? Ég veit ekki. En bókin sú arna gerir slikar spurningar býsna áleitnar. Nú þarf I sjálfu sér ekki aö láta svo sem allt komi fjarska nýstárlega fyrir sjónir þarna. Stundum skýtur upp i hugann nöfinum annarra skálda: Steinn Steinarr, Stefán Höröur o.fl. Auk þess sem myndlist siöustu áratuga leggur áreiöanlega sitt af mörkum. En þaögerir engum til. Mér þykir t.d. þetta „borgarljóö” ekki lakara þótt ég þykist skynja eldri fyrir- myndir: MALBIKUÐ NÓTT A auöu malbiki glampar af Ijósum regn logandi ljósastaurar nótt sofandi hús á auöu malbiki glampar af ljósum regn. Sama mætti kannski segja um eftirfarandi texta: „Orö I sjálf- heldu/finna sér ekki staö/I hugsun og verki/það sem þau vildu sagt hafa/til þess aö blekkja/saklausa vegfarend- ur/gæti oröiö upp- haf/Valdabaráttu og spilling- ar/fjöldamoröa i litlu þorpi.” — Þarna þykist maöur heyra bergmál af ýmsu þvi sem kveö- iö hefur veriö um „mátt orðs- ins” eða vanmátt upp á siökast- iö. Enn áleitnari en þessar „skiljanlegu” myndir veröa hinar sem fremur er unnt að skynja en skiija. Eftirfarandi kafli úr ljóöinu Hún er elskuð getúr oröiö aö dæmi: „Stjörnubjartar nætur/sigla burt á vængjum/ ókominna daga/gegnum morgunsár firr- ingar/á auðnanna torg- um/bleikir andar svifa/noröur- ljós hafsins/sigla þöndum segl- um/gegnum-ókomnar aldir/...” Ekki veröur skilist svo viö þessa bók aö ekki sé minnst á gálgahúmor sem viða kemur fram, einkum i rimuðum text- um (þar er aö visu oftast látin löndogleiö stuölasetning). Eöa þá i'kaldhæðni eins og þessari: ..iá vortland er svo sannarleea hundsrassgat á hjara verald- ar/hundsrassgat læst meö tólf lyklum/hundsrassgat á hjara veraldar/en hér býr enginn i snjöhúsi/hér byggja menn á klettum/hús úr steini/járnbent steinhús/felustaöi fyrir sam- feröamenn” Þaö er fengur aö þessari bók I ljóðabókaflóru okkar og ber aö þakka Letri ágætt framtak sitt til útgáfu fyrr og nú. Vitanlega flýtur margt i neöanjaröarbók- menntaútgáfu, en hún er samt ómissandi partur menningar- innar. HP

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.