Helgarpósturinn - 07.12.1979, Blaðsíða 10

Helgarpósturinn - 07.12.1979, Blaðsíða 10
10 Föstudagur 7. desember 1979 H&lijarpn<ztl irinn Lilja Guörún i hiutverki sinu I Stundarfriöi. óperan — sem liggur niöri sökum húsnæöisleysis — fengiö þar inni meö okkur. Þarna " mætti gera skemmtilega hluti, en þeir sem hafa meö þetta aö gera setja okkur stólinn fyrir dyrnar. Viö erum búin aö full- .reyna samningaleiöina, og veröum þvi að þrýsta þessu i gegn eftir öörum leiðum.” 1 af 43 Hvaö segiröu um atvinnu- möguleika leikara almennt? „bað gefur auga leið, að þegar fjárveitingar eru skornar niður til leikhúsanna, þá minnk- ar atvinnan. Og á meðan almennur áhugi fyrir leiklist er á uppleið i landinu, þá skeöur það aö fækka þarf sýningum, vegna skorts á fjármagni. Að visu hafa, a.m.k. siðastliðin jafnast á viö góöa bók. Og ef ég er döpur i bragði les ég ljóð.^ — Uppáhaldshöfundurinn? „Æ, særir maður ekki alltaf, ef maður á að telja upp góða rit- höfunda, þá sem maður gleymir að nefna, — einsog ef maður ætti að nefna góða leikstjóra, aö ekki sé talað um uppáhaldsleikara. Ég held ég sleppi þvi”. — Óskahlutverkið? „Úff, það munar ekki um það. Auðvitað á ég mitt óskahlut- verk, sem ég kem væntanlega aldrei til með að leika, — og ég segi ekki hvað það er. Annars eru öll hlutverk óskahlutverk. En það hefur aldrei verið minn draumur að fara til Hollywood. Draumurinn er að fá tækifæri til að þróa mig áfram sem lista- mann hér heima á íslandi.” ...hér er kaffið búið. „Þegar veriö er aö taka viö mann svona viötöl, þá langar mann stundum til aö gera at, og segja tóma vitleysu”, segir I.ilja Guörún borvaldsdóttir og brosir viö Helgarpóstinum, þar- sem hann stendur skjálfandi á gangstéttinni fyrir utan heimiii hennar á Þórsgötunni, meö grýlukerti á nefinu, þvi nú er frost á Fróni. — „En þaö má vist ekki, er þaö?” „Nei, það má vist ekki”, segir HF, og er feginn aö komast i hlýtt hús. „Ekki viljum viö aö lesendur geri sér rangar hug- myndir um þig”. „Nei, auövitað ekki, en ég ætla nú samt aö bjóöa þér uppá kaffi”. Þaö list HP vel á, þvi þó sumir séu nú farnir aö karpa um „kaffiviötöl", þá veröur þvi ekki móti mælt, aö blaðamenn eiga bágt meö aö bera sig aö með spurningar sinar, fyrren þeir hafa rjúkandi kaffi I bolla sér viö hlið (sbr. bókina „Psychology of Journalism” eftir Santos B. Coffee, þann heimsfræga sálfræöing frá Rió). Og nú hellir Lilja... Hjúkrunarkona — Hvenær fékkstu leiklistar- bakteriuna? „Ég held ég muni nú ekki hvenær þaö var, ég var svo litil. Pabbi hafði þann sið að lesa sögur fyrir okkur systkinin á kvöldin, og hann sagði mér að ég hefði alltaf leikið það sem hann las. En ég lét aldrei uppi að verða leikari þegar ég yröi stór. Það þótti ekki fint, svo ég sagðist þvi ætla að verða hjúkr- unarkona. Svo var það siöasta áriö sem Þjóðleikhúsið var með leiklistarskóla sinn, að ég var komin upp tröppurnar, ætlaði i inntökupróf, en hætti við á stðustu stundu. Tók þó i mig kjark stuttu seinna og fór i skóla Ævars Kvaran. Um svipað leyti var ég með i uppfærslu Leik- félags Kópavogs á Hárinu. Siðan var ég, ásamt nokkrum krökkum sem voru hjá Ævari, i Leikfrumunni, sem setti upp Sandkassann i Lindarbæ, með aöstoð Siguröar Rúnars Jóns- sonar og Stefáns Baldurssonar. Útfrá þvi var SAL stofnað, en þá var ég ákveðin i þvi aö verða ekki leikari, og fór að læra tækniteiknun i Iönskólanum. En ég haföi ekki verið þar lengi, þegar það rann upp fyrir mér að leiklistin var það sem ég hafði mestan hug á, og fór i Leik- listarskóla leikhúsanna, sem, ásamt SAL, varð siöan Leik- listarskóli rikisins. Þar lagði ég i inntökupróf, komst i gegn, og útskrifaöist vorið 1978.” — Og þú hefur strax fengið nóg aö gera? „Já, ég var helviti heppin, og hef verið stanslaust að siöan. Fyrsta hlutverk mitt, eftir að ég útskrifaðist, var i Valmúinn springur út á nóttinni, eftir Jónas Arnason. Það sumar stofnuðum viö lika sunnandeild Alþýðuleikhússins, og tókum upp Við borgum ekki eftir Dario Fo. Einnig er ég i Stundarfriöi i bjóðleikhúsinu og Er þetta ekki mitt lif i Iðnó. Þessi þrjú siðast- töldu stykki ganga enn, þannig að ég hef nóg að gera.” Vantar hús — Hafa þær vonir sem þú gerðir þér með leiklistina ræst? „Já, það hafa þær gert. Einsog ég segi, þá hef ég verið svo heppin að vera i stanslausri vinnu, og haft tækifæri til að þróa mig áfram. Þau leikrit sem ég er i núna, eru lika mjög ólik, þannig að ég hef alltaf verið að reyna eitthvað nýtt, og vinna meö nýju fólki. En þetta er náttúrlega mismunandi vinna, á mismunandi stööum. T.d. er i Alþýðuleikhúsinu fyrst og fremst unniö af hugsjón. Við erum nú búin að sýna Viö borgum ekki um 90 sinnum, en verðum vist að hætta með það — Ég er ekki komin á jötuna... Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir leikari í kaffiviðtali þrátt fyrir að það gangi enn fyrir fu'.lu húsi — vegna þess að okkur vantar hús til að sýna i. Það er sorglegt með Alþýðuleik- húsið, sem hefur sannað tilveru- rétt sinn, að það er búið að taka það útaf fjárlögum, og við fáum þvi ekki krónu i styrk. Og það er leiðinlegt, þegar viðerumii hús- næðishraki að vita til þess að það er til ágætis leikhús hérna niðri við Austurvöll, sem myndi henta okkur mjög vel. Þetta er gamla Sigtún, sem er notað sem mötuneyti Pósts og sima milli 12-2 á daginn, en ekkert þar fyrir utan, nema ein barna- skemmtun milli jóla og nýárs. Við fórum fram á þaö viö stjórnvöld, að það yröi okkar styrkur, að fá þar inni, en var synjað. Þetta er mjög gott leik- hús, og þarna voru reviurnar settar upp i gamla daga.” — Hvað með Lindarbæ? „Já, það er ágætt að þú spurðir að þessu, þvi þegar við erum að tala um húsnæðis- vandamál okkar, þá er alltaf sagt við okkur: „Þið hafið hús, þið hafið Lindarbæ!” En sann- leikurinn er sá, að Lindarbær er alltof litið hús og leigan það há, að þó við sýnum fyrir fullu húsi, þá hrekkur aðgangseyririnn ekki fyrir henni. Þab er alltaf verið að tala um að það þurfi að lffga upp á miðbæinn. Við erum búin aö stinga uppá ótal möguleikum til þess, ef við fengjum að virkja gamla Sigtún. T.d. gæti íslenska þrjú ár, ekki verið notaðir eins margir c-leikarar og i vetur, — en það hefur aðeins 1 af þeim 43 leikurum sem ég útskrifaðist með fengið fastan samning, og það er Sigurður Sigurjónsson. En það eru ekki aðeins ungir leikarar sem ganga um at- vinnulausir, margir hinna eldri hafa heldur ekki neitt að gera. Og ég vil taka það fram, að þó ég hafi sjálf mikið að gera núna, i 3 leikritum, þá er ég ekki komin á jötuna, og gæti þegar sýningum á þeim lýkur, staðið uppi atvinnulaus, — og þaö geri ég örugglega!1 Útvarp og sjónvarp — Hvað með útvarp og sjón- varp? „Ja, þú sérð aö kvik- myndamennirnir, sem geröu þessar 150 myndir i sumar, þeir notuðu litiö atvinnuleikara. Ég veit ekki hvað veldur, þvi það mætti ætla að nóg væri til af leikurum, allskonar týpur, i þessar myndir. En ef það gengur i gegn, þetta sem leik- -rafélagið er með i bigerö, að fá fasta samninga við útvarp og sjónvarp, þá ættu að opnast fleiri möguleikar fyrir stéttina við kvikmyndagerð. Nú, með útvarpsleikritin, þar gengur reynslan fyrir, þvi þau þarf að vinna á skjótum tima, undir mikilli pressu. Og þessvegna gefst ungum leikurum litill kostur á þjálfun. Þetta er þó að breytast, þvi nú er farið að kenna á mikrófón i Leiklistar- skólanum.” Lesa góðar bækur — Attu þér einhver önnur áhugamál en leiklistina? „Ég hef nú svo litið gert annað en að leika frá þvi ég út- skrifaðist. Ég æfi frá 10 á morgnana til 2 á daginn, og er svo stundum að léika i tveimur sýningum á kvöldin. Þann tima sem ég er ekki að leika, nota ég svo með barninu minu. En auðvitað á ég óteljandi áhuga- mál, — þó ég safni ekki leikara- myndum. Ég hef gaman af músfk, og ef ég ætti einhvern pening, myndi ég fá mér hest. Annarser áhugamál nr. 1 lestur góöra bóka. Það er ekkert sem

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.