Helgarpósturinn - 07.12.1979, Qupperneq 21
_JielgarpásturinrL Föstudag
ur 7. desember 1979
21
„Þetta hafa verið eintómar
andskotans kjarabætur
og flestar til ills"
Asgeir Jakobsson:
Tryggva saga Ófeigssonar.
Skuggsjá 1979.
ífyrrakomUtbók eftir Asgeir
Jakobsson sem mikla athygli
yakti, Einars saga Guöfinsson-
ar. Nú hefur hann einnig skráö
sögu annars aldins umsvifa-
manns i sjávarútvegi, Tryggva
Ófeigssonar. Sá er þó munur á
aö Einars sögu skráöi hann eftir
viötölum viö söguhetjuna, en
Tryggvi Ófeigsson las slna sögu
sjálfur inn á segulband, en As-
geir hefur ritstýrt, raöaö efninu
og skotiö inn skýringarköflum
frá sjálfum sér. Fyrri aöferöin
er i sjálfu sér æskilegri en hér
hefur þó tekist vel til um samn-
ingu bókarinnar, annaö hvort
hefur Ásgeiri lánast furöu vel aö
vinna úr upplestri Tryggva eöa
hann er sjálfur óvenju snjall
sögumaöur, nema hvort tveggja
sé. Þó er efnisskipan ekki lýta-
laus meö öllu, bæöi eru smá-
atriöi endurtekin óþarflega oft,
og svo er slöasti fjóröungur
bókarinnar sundurlaust þátta-
safn (gagnrýni á aöstööu
togaraútgerðar siöustu áratugi,
um störf á togara, um ýmsa sjó-
menn og laxveiöimenn, þættir
um nánustu aöstandendur
Tryggva og loks um nágranna
hans þegar hann man fyrst eft-
ir) sem óneitanlega væri betra
að fallið gætu inn i sjálfa ævi-
söguna.
Tryggvi sem nú er kominn
nokkuö á niræöisaldur, segir
fyrst frá uppvaxtarárum sinum
á Suðurnesjum, lengst á Leiru,
áeinkar geöþekkan hátt, leggur
sig mest eftirfróðleik um vinnu-
brögö og aöra þjóöhætti. Hann
fer brátt á sjó, svo I stýri-
mannaskóla og er orðinn
togaraskipstjóri 1925, fyrst á
annarra skipi, en öll kreppuár-
in, 1930—40, á JUpiter sem hann
átti sjálfur með fleirum. Um
togaraár Tryggva er þriöjungur
bókarinnar (sem alls er 400 siö-
ur). Hann viröist muna furöu-
glöggt að segja frá einstökum
veiöiferöum eöa viöburöum, en
þó drukkna þeir Asgeir ekki i
smásögum, heldur er veittur
ótrúlega f jölbreyttur og yfirlits-
góöur fróöleikur um togaraUt-
veginn —raunarallt frá upphafi
hans hér á landi — vinnubrögö,
fiskimiö og hvað eina sem þvi
tengist. Þetta er yfirleitt prýði-
lega stilaö (ég er auðvitað ekki
dómbær um sjómannamálið hjá
Asgeiri og Tryggva, en ætli
megi ekki treysta að það sé I
lagi? ) og læsilegt, samt betra til
aö lesa hægt en hra tt af þvi hvað
þaö er þrungið fróöleik og upp-
lýsingum.
Tryggvi fer I land 1940 og ger-
ist stórvirkur atvinnurekandi i
togaraUtgerð (JUpiter og Mars)
og fiskverkun (Kirkjusandur) i
hálfan fjórða áratug. Frá þeim
ferii er einnig fróölega sagt og
hressilega, en fljótar farið yfir
sögu, og hér gætir þess nokkuö
aö Tryggvi hefur meö aldrinum
látiö nUtimann fara talsvert i
taugarnar á sér. En i rauninni
er svartagallsraus hans yfir ný-
sköpun, bæjarútgerðum, hnign-
un sjómannastéttarinnar og
fjölmörgu ööruekki nema góðra
gjalda vert. Hann tekur
skemmtilega upp I sig, vekur
óneitanlega til umhugsunar um
ýmislegtog lesandanum er vor-
kunnarlaust aö átta sig á aö ein-
strengingslega sé á haldiö. As-
geir heldur hér áfram að skjóta
inn skýringarköflum sem veita
lesandanum samfellt yfirlit um
aöaldrætti islenskrar togara-
sögu fram á þennan áratug.
(Smáyfirsjón er þaö hjá Asgeiri
aö skýra ekki ummæli Tryggva
um Dawsonsævintýrið 1952 sem
eru of óljós fyrir ókunnuga.)
Þetta er starfssaga Tryggva
mjög eindregin, um allt miðbik
bókarinnar eru einkahagir hans
algerlega I hvarfi, en þeim skýt-
ur upp stuttarlega I bernsku-
minningum og I þáttum að
bókarlokum. A hinn bóginn eru
fjölmargar myndir i bókinni af
aöstandendum Tryggva, m.a.
fjölskyldu og veislumyndir. Sé
ég ekki hvaö þær koma eigin-
lega bókarefninu viö,en þetta er
vist tiska sem lúta ber.
Bókinni fylgir nafnaskrá sem
er mjög þarfleg vegna þess hve
margir koma við sögu.
Ég er býsna hrifinn af þessari
bók. Hún ernáma af fróöleik um
islenskan sjávarútveg, einkum
togaraútgerö, togarallf og
togaramenn. Hún er sögö rituö
af ágætum stilþrótti. Og þaö er
gaman aö kynnast Tryggva
Cfeigssyni eins og hann kemur
fram í þessari bók, haröur
nokkuö á skrápinn, kröfuharöur
og e i n s t r e n g i n g sl eg u r
dugnaöartrúarmaður, en að
mörgu leyti geöfelldur sögu-
maöur, sérstaklega fyrir þaö
hve hjartanlega honum þykir
vænt um duglega starfsmenn
sina fyrr og siðar.
k tJ
Bókmenntir
eftlr Helga Skúla Kjartansson
Af nýjum hljómplötum:
BASLFJÖLSKYLDAN OG
PAR T/SÖNG VAR
Spilverk þjóðanna:
Bráðabirgðabúgi
12 lög
Hljómplötuútgáfan hf.
Eigi alls fyrir löngu kom út
sjötta breiðskifa Spilverks þjóö-
anna, Bráðabirgöabúgl.
Sem fyrr er Spilverkið á kafi i
þjóðfélagslegum pælingum. Hér
er tekin fyrir tiltölulega „ómeng-
uð” fjölskylda af Vestfjöröum —
Þorvaldur skafari, Lina Dröfn
pökkunarmær og sonur þeirra
Einbjörn — sem flytur frá skuld-
leysi malarinnar (?) I skuldafen
(Megas þó undanskilinn). Og ég
held aö þessi mynd sé mjög ná-
lægt raunveruleikanum. Hins
vegar er ég viss um aö Vestfirö-
ingar eru ekki lausir viö lifegæöa-
kapphlaupið, þó vel megi vera, aö
þeir séu ekki komnir meö eins
mikinn hlaupasting og við á ,,bik-
inu”.
Um tónlistina og flutning henn-
ar er ekkert nema gott eitt aö
segja. Hún er einföld og smekk-
lega fram sett. Og ég held það fari
ekki lengur á milli mála, aö
Sigrún „Diddú” Hjálmtýsdóttir
er mesta söngkona sem Island
hefur aliö, fyrr og siðar, Platan
malbiksins, Hraunbæinn i
Reykjavik. Og oröinn fullgildur
þátttakandi i lifsgæöakapphlaup-
inu (nr. 11 hjá bankastjóranum)
leysist innbyröis samband fjöl-
skyldunnar upp, Valdi skefur
myrkranna á milli. Lina er I stöö-
ugu slmasambandi viö Ólafiu i
kaupfélaginu fyrir vestan. Ein-
björn oröinn hluti af unglinga-
vandamálinu. Enþetta er víst allt
aöeins „til bráðabirgöa”.
Spilverkið dregur þessa mynd
af „bráöabirgöalifinu” býsna
skemmtilega upp, enda textar
þeirra Valgeirs og Bjólu löngum
verið þeir bestu sem alþýðutón-
listarmenn hafa boöið uppá
hefur lika þann mikla kost til aö
bera, að hún vinnur á viö hverja
hlustun. Þaö veröur þó aö segjast
eins og er, aö þeir Valgeir og
Bjóla eru komnir 1 mikla hættu
sem lagasmiöir. Mér finnst þeir
farnir aö endurtaka sig um of.
Aödáendur þeirra munu þvi
krefjast þess, aö þeir bryddi upp
á tónlistarlegum nýjungum á
næstu plötu.
Brimkló:
Sannar dægurvisur
11 lög
Hljómplötuútgáfan hf.
Komin er út fjóröa plata hljóm-
Richard Chamberlain I hlutverki lögfræöingsins ráöþrota i mynd
Peter Weir The Last Wave.
fulltrúar minnihluta sem hinn
innflutti hviti kynstofn álfunnar
hefur bælt og vanrækt. A þetta
dauðsfall reynir hin hvita
valdastétt að þrýsta sinu réttar-
farskerfi, sinum skilningi. Eða
skilningsleysi. Og lögfræðingur-
inn, sem Richard Chamberlain
leikur af prýöi, finnur fljótt fyrir
þvi að dæmið gengur ekki upp,
sannleikurinn veröur ekki leidd-
ur i ljós með þeim aöferðum
sem uppeldi hans hefur innrætt
honum og skólinn hefur kenrit
honum i faginu. Hann stendur
frammi fyrir persónulegum
vanmætti og menningarlegum
ósigri eftir þvi sem rannsókn
hans i þágu sakborninganna
breytist I leit að eigin uppruna.
Or þessu efni býr Peter Weir
til spennandi nútimafábúlu,
fulla af dul og seiðandi and-
rúmslofti. Ég er reyndar ekki
viss um að honum hafi tekist að
fullu að tefla saman þessum
tveimur menningarheimum
Astraliu þannig að skýr merk-
ing kvikni. Botninn er einhvers
staðar i táknum og töfrum sem
eru og verða ráðgáta. En The
Last Wave er engu að siður
merkileg og mögnuð kvikmynd.
-AÞ
sveitarinnar Brimkló, og kallast
Sannar dægurvisur.
Brimkló hefur um árabil veriö
ein fremsta afþreyingarhljóm-
sveit okkar. Þeir félagar gefa sig
ekki út fyrir aö vera annaö, og er
sú hreinskilni þeirra Ut af fyrir
sig lofsverö, — og mættu fleiri
taka sér til fyrirmyndar. Þess
vegna eru geröar aörar kröfur til
þeirra, en t.a.m. Spilverksins.
Það er t.d. ekki gerö sú krafa til
þeirra, aö þeir sýni okkur vanda-
mál hvunndagsins frá öörum
sjónarhóli en viö erum vön. Þær
kröfursem geröar eru tilBrimkló
armanna eru að þeir flytji okkur
létt og auömelt dægurlög, sem
eiga vel viö i partium, og á öörum
þeim stundum þegar við viljum
horfa framhjá erfiðleikum llöandi
stundar. Þetta er þaö sem fólkiö
ætlast til af þeim, þetta er þaö
Læknirinn frjósami
Ný djörf bresk gamanmynd
um ungan lækni sem tók þátt á
tilraunum á námsárum sinum
er leiddu til 837 fæöinga og allt
drengja.
islenskur texti.
Aðalhlutverk:
Christopher Mitchell.
Sýnd kl. 5, 7 og 11.10.
Bönnuö innan 16 ára.
Brandarakarlarnir
kosin besta mynd ársins 197
af sænskum gagnrýnendum.
tslensk blaöaummæli:
Hclgarpósturinn
„Góöir gestir I
skammdeginu”
Morgunblaöiö
„Æ.P. er ein af skemmtilegri
myndum sem geröar hafa
verið siöari ár”.
Dagblaðið
„Eftir fyrstu 45 min. eru
kjálkarnir orönir máttlausir
af hlátri. Góöa skemmtun”.
Sýnd kl. 9.
Islenskur texti.
sem þeir reyna aö gera — og þetta
er þaö sem þeim tekst öörum
fremur. Ekki slst á nýju plötunni.
Sannar dægurvlsur hafa að
geyma 11 lög, þar af sjö eftir liös-
menn hljómsveitarinnar, Björg-
vin Halldórsson 4 og Arnar Sigur-
björnsson 3. Jóhann G. á eitt lag,
en þrjú eru erlend, Textarnir eru
eftir Vilhjálm frá Skáholti, Jón
Sigurösson, Kjartan Heiöberg,
Arnar Sigurbjörnsson og Jóhann
G.
Það lag sem ég tel að njóta
muni mestra vinsælda af plötunni
erSaganaf Ninu og Geira. Týplsk
dægurvisa um stúlkuna sem
bauðst manninum, en loks þegar
hann vill taka viö henni er hún
gift öörum, Fleiri lög eru einnig
likleg til vinsælda, t.d. Ég mun
aldrei gleyma þér og Ég veit aö
ég hef breyst.
Plata þessi er ööru fremur bor-
in uppi af söng Björgvins Hall-
dórssonar
Sem sagt: Sannar dægurvisur
stendur fyllilega undir sinu, og á
örugglega eftir aö njóta mikilla
vinsælda.
Jóla-
sjónvarp
Jóladagskrá sjónvarpsins
veröur meö sama sniöi um þessi
jól og veriö hefur, meö miklu
úrvali af barnaefni, löngum bió-
myndum, tónleikum, helgistund-
um og Billy Smart.
Af barnaefni vekur kannski
einna mesta athygli gamla góöa
myndin „Lassy” frá árinu 1943,
með barnastjörnunni Elisabetu
Taylor i aðalhlutverki. Hún
veröur sýnd á Þorláksmessu, sem
ber upp á sunnudag aö þessu
sinni.
A jóladag veröur sýndur
ballettinn Hnetubrjóturinn i upp-
færslu Bolsoy ballettsins, og bió-
mynd kvöldsins verður „Kon-
ungur konunganna” meö Jeffrey
Humphrey i aöalhlutverki. Annan
jóladag fáum viö svo aö sjá is-
lenska leikritið „Drottinn blessi
heimilið” eftir Guölaug Arason,
og biómynd kvöldssin veröur
bandariska dans- og söngva-
myndin „Singing in the Rain”
með Gene Kelly og Debby
Reynolds i aðalhiutverkum.
A gamlárskvöld veröa frétta-
annálar ársins, Billy Smart og
áramótaskaupiö á sinum stað, en
á nýjárskvöld sjáum viö nýtt
norskt leikrit eftir Ibsen, sem var
frumsýnt i NRK sjötta nóvember.
Það er „Frúin af hafinu” meö Liv
Ullman i aöalhlutverki. Þannig
hittist á, aö þetta sama leikrit er
jólaverkefni útvarpsins i ár.
W BORGUM EKKI!
VIÐ BORGUM EKKI!
Miðnætursýning i Austurbæjarbiói laugar-
dagskvöld kl. 23.30.
91. sýning, aðeins 2 sýningar eftir.
Miðasala i Austurbæjarbiói frá kl. 4 i dag —
Simi 11384