Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 18.07.1980, Qupperneq 9

Helgarpósturinn - 18.07.1980, Qupperneq 9
9 halrjarpnczfi irínn Föstudagur is. júit i98o ÚR HEIMI VÍSINDANNA W*> ,m Umsjón: Jón Torfi Jónasson 1 468 | | 467- 1 5 466- 20 des Sprungur og AkjQlftor ; KtkfuA*«rfi og A»ortir» Kortið sýnir sambandið miiii landriss og skjálfta- og gosvirkni við Kröflu. Þegar þeir visindamenn, sem gerst þekkja til atburðanna viö Kröflu og mest hafa velt fyrir sér mögulegum skýringum á þeim, eru spurðir um iikurnar á gosi á Kröflusvæðinu, þá vænta menn skýrra og ákveöinna svara likt og kom fram rétt fyrir gosiö I siðustu viku.. Viö veltum þvisjaldnast fyrir okkur á hvaða forsendum þeir geta svarað og þvi vitum við varla hve sanngjarnt það er að krefjast svars. Hér ætla ég i mjög gröfum dráttum að draga fram þær megin hugmyndir, sem jarðvis- indamenn hafa i huga þegar þeir ræða atburðarásina á Kröfiu- svæðinu. (Þessi umfjöilun min byggist að mestu á ritum jarð- eðlisfræðinganna Axels Björns- sonar, Orkustofnun og Páls Einarssonar, Raunvisinda- stofnun). Hvað gerist undir niðri? Vitaö er að jaröskorpan er á hreyfingu og m.a. verður gliðnun á vissum svæðum. Þannig verður gliðnun á mið-Atlantshafs- hryggnum, sem liggur i gegnum Island. Við þessa gliönun mynd- ast sprungur i jaröskorpunni þegar tognar á henni og á gliðn- unarsvæöunum leitar fljótandi hraun, hraunkvika, viða til yfir- borðsins. Þessi kvika streymir stundum beinustu leið upp á yfir- virðist hún hafa veriö greiðfærari fyrir hraunkvikuna en leiðin upp á yfirboröið. Þó er rétt að geta þess að við hvert kvikuhlaup út i sprungukerfið vex fyrirstaðan þar og þannig aukast sifellt lik- urnar á þvi að kvikan leiti upp á yfirborðiö næst. Samkvæmt þessari lýsingu verður spurningin um likurnar á gosi i raun og veru þessi: Þegar þrýstingurinn eykst i kviku- þrónni, er þá liklegra að kvikan leiti út i sprungukerfið eða brjóti sér leið upp á yfirborðið? Auö- vitað gæti hvort tveggja gerst, en þvi hærra, sem landiö ris þvi meira tognar á jarðskorpunni, þvi meira springur hún og þvi fleiri ættu skjálftarnir að vera. Flestir ættu skjálftarnir að veröa rétt áður en hraunkvikan brýtur sér leið út, annað hvort út i sprungukerfið eða upp á yfir- borðið. Reynsla siöustu ára virð- istaö mestu koma heim við þetta. Hvenær gýs? Athugum nú atburðarásina ei- litið nánar. Hraunkvika (bráðiö hraun) streymir stöðugt inn i kvikuþróna. Þrýstingur eykst myndir, sem nefndar eru hér að ofan stefnir allt aö miklum um- brotum, en það þarf alls ekki að þýða að hraunkvika muni leita upp á yfirborðiö, enda virðist hún hingaö til að mestu hafa leitað út i sprungukerfið. Viö það að kvikan hleypur úr þrónni — en þvi má likja við á, sem er að ryöja af sér is — sigur landið aftur og skjálftavirknin minnkar til muna. Þetta eru miklar hamfarir, enda þótt viö höfum séð fá skýr merki þeirra á yfirborði. Siöan hræring- arnar hófust (1975—1976) hefur hraun einungis fimm sinnum '— KR0FLUASKJ4N StCðvðrhó* „ ttifhnjóiiof Hí MWWJW JL— \ I Auk*fi hvéfovtfknt \ J & A myndinni er reynt að iýsa á einfaldan hátt hugmyndum um kviku- rennsli undir Kröflusvæði. (Úr grein eftir Axei Björnsson: Jarðhrær- ingar við Kröflu, sem birtist i Náttúrufræðingnum 1976.) úr þrónni a.m.k. 15 sinnum. Þeir visindamenn, sem best þekkja til svæðisins við Kröflu og gera þar mælingar af ýmsu tagi að staöaldri, geta fylgst mjög vel með þvi er kvika safnast inn i þróna og geta sagt nokkuö vel fyrir um það hvenær megi fara að búast við hlaupi. Hér styðjast þeir m.a. við hæðarmælingar og álykta sem svo að þegar landris er orðið meira en það var viö síð- asta hlaup, þá er orðinn meiri þrýstingur I þrónni en var þegar leið opnaöist þá og þvi gæti ný leiö opnast hvenær sem er. En visindamennirnir eiga mun erfiðara með að segja um inn i hvaða hluta sprungukerfisins kvikan fer (t.d. hvort kvikan hleypur norður eöa suður) eða um þaö hvort einhver kvika nær upp á yfirborðið. Samkvæmt þessu ættum við frekar að spyrja jarðvisindamenn okkar hvenær við getum átt von á næsta kviku- hlaupi, en að ætla þeim að svara hvenær næst gýs við Kröflu. islendingar standa framarlega Islenskir visindamenn hafa fengiö gott tækifæri til þess að fylgjast meö atburðarásinni á Kröflusvæöinu og má segja að Krafla sé meöal best athuguðu eldstöðva i heiminum I dag. Þeir hafa birt hugmyndir sinar og rannsóknarniðurstöður I fjölda greina i islenskum og erlendum timaritum og telja margir að þessar hugmyndir hafi varpað einkar skýru ljósi á margt sem varðar gliðnun jaröskorpunnar (landrek) og virkni eldstööva á sprungusvæðunum Auk þess skilja menn nú mun betur en áður myndun Islensku jarðskorp- unnar. Viðtökur þessara hug- mynda erlendis sýna aö viö eig- um orðið nokkurn hóp jarövis- indamanna, sem þykja vel tækir i hvaða liö sem er. borð jaröar, en við vissar að- stæður safnast kvikan smám saman fyrir I svokölluöum kviku- þróm. A miðri meöfylgjandi mynd er sýnd ein sllk kvikuþró, en myndin er tilraun til þess að sýna á einfaldan hátt, hvernig skýra mætti jaröhræringar við Kröflu. Hér er um aö ræða kviku- þró, sem menn telja að sé á 3—7 km dýpi og i hana streymi stöðugt kvika neðan frá og hefur verið giskað á að innrennsliö sé álika mikið og rennsliö i Elliðaánum við Reykjavik. Innstreymi I þessa þró er talið hefjast á árinu 1975 eða 1976. Eftir þvi, sem meira rennur inn i þróna eykst vitaskuld þrýst- ingurinn inni i þrónni og kvikan leitar út. Þá viröist um tvær leiöir að velja: I. önnur leiöin liggur beint upp á yfirborðið. Viö gerum ráð fyrir að kvikan lyfti skorpunni, sem ofan á henni hvilir uns hún brestur og hraunið streymir út. Þá verður eldgos. II. Hin leiöin liggur lárétt út I sprungukerfi, sem liggur i gegn- um Kröflusvæöiö. Þetta kerfi liggur úr Mývatnssveit og norður i Kelduhverfi og samanstendur af ótal gjám og misgengjum, sem verða til við gliðnun jarðskorp- unnar. Hér er um að ræða lárétt flæði út I sprungukerfiö, þar sem kvikan rennur eftir tiltölulega mjóum göngum. Þessi leiö er ekki endilega greiðfær, en hingaö til hingaö til hefur kvikan nær ein- göngu leitað út i sprungukerfið. Skjálftavakt og hæöar- mælingar Hvernig tengist þessi hugmynd þeim mælingum, sem gerðar eru á Kröflusvæðinu og við heyrum stundum talaö um i fréttum? Þegar hraunkvikan flæðir upp i kvikuþróna eykst þrýstingurinn 1 þrónni, eins og áður er getið. Við þaö lyftist jarðskorpan ofan á þrónni. Þess vegna telja visinda- menn að landris á Kröflusvæöinu sé mælikvarði á hve mikil kvika sé i þrónni. Eftir þvi sem meira streymir inn þvi meira ris landið. En það ris mest beint yfir þrónni, þannig aö samkvæmt myndinni ætti norðurendi stöðvarhúss virkjunarinnar við Kröflu að risa meira en suðurend- inn, þannig aö halli hússins ætti sifellt að aukast eftir þvi, sem eykst I þrónni. Þetta er einmitt það, sem virðist gerast og menn fylgjast grannt meö halla stöðvarhússins. Þegar kvikanlyftir jarðskorp- unnihlýtur aðtogna á nenni, jafn- vel það mikið aö hún fer að bresta. Við það aö _hún springur koma fram jarðskjálftar, þannig aö jaröskjálftavirkni er m.a. mælikvaröi á gliðnun vegna þrýstings I þrónni. Samkvæmt þessu ættu landris og skjálfta- virkni að fylgjast að, þannig að Nýjasta Kröfiugosið var jarðvfsindamönnunum kærkomið rannsóknarefni. HVAÐ ER AÐ GERAST VIÐ KRÖFLU. . . inni I þrónni, landiö rís nokkuö stöðugt og skjálftavirknin eykst smám saman. Miðað við þær hug- komiðuppá yfirborðið, (nú siðast fyrir réttri viku) en taliö er aö hraunkvikan hafi sprengt sig út

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.