Helgarpósturinn - 18.07.1980, Side 11
helgarpósfurínn Föstudagur 18. júlí 1980
11
Hoppedigobbedigobb
HESTAMENNSKA
ALLT Á SAMA STAÐ
Til skamms tima hefur veriö
erfiöleikum bundiö fyrir þá, sem
ekki þekkja til, aö koma sér af
staö I hestamennsku. Þaö þarf
kunnáttumenn til aö þekkja gott
reiöhestsefni og þótt búiö sé aö
temja hestinn, er auövelt aö eyöi-
leggja þá tamningu meö rangri
meöferö.
Hins vegar hefur aukinn áhugi
fyrir þessu sporti á höfuöborgar-
svæöinu leitt til þess, að nú er
hægt aö fá meiri aðstoð I byrjun
en áður var. Reiðskólum hefur
verið komiö á fót, hestamiðlurum
hefur f jölgað og tamningastöðvar
risiö upp.
Hestamiðstöðin Dalur i Dal-
landi I Mosfellssveit er eitt þeirra
fyrirtækja, sem stofnuð hafa
veriö á siðustu árum i tengslum
við hestamennsku. Gunnar
Dungal, einn eigenda fyrirtækis-
ins, sagði i samtali við Helgar-
póstinn, aö þar væri rekin þriþætt
starfsemi: kaup og sala á hross-
um, tamningar og reiðkennsla.
„Við höfum ferðast um landiö
og keypt fola á góðum bæjum,
tamið þá og selt þá siðan aftur”,
sagði hann. „Jafnframt höfum
við boöið kaupendum upp á nám-
skeið, þar sem reiðkennari og
tamningamenn leiðbeina um
áframhaldandi meðferð hestsins.
Við teljum þetta mjög mikil-
vægan þátt. Fólk kaupir kannski
dýran hest, en kann svo ekki með
hann að fara. Það veröur til þess
að hesturinn verður ekki eins
góður og hann getur orðið og
ánægjan þvf engin. Sumir þurfa
auövitað ekki á þessu að halda, en
það eru margir sem ekki geta
leitaö til neinna um aöstoð”.
En fólk þarf ekki að hafa keypt
hest sinn hjá þeim félögum i Dal
til að fá þar reiðkennslu. Þar eru
hestar lika teknir i tamningu, en
Gunnar sagði, að f tamningunni
væri aldrei hægt að anna eftir-
spurn.
A reiðnámskeiðunum, sem eru 1
hverri viku, eru 8—10 manns i
einu og kostar vikan 40 þúsund
krónur. Fólk kemur þá með sinn
eigin hest og er séö um hann f Dal.
Einnig er hægt að fá einkatlma
hjá reiðkennaranum, Eyjólfi
Isólfssyni, en það er vitaskuld
dýrara.
Gunnar sagði, að góbur hestur
kostaði nú ekki undir einni miljón
króna og þætti ekki mikið að
borga 2 miljónir fyrir gæðing.
Hann kvað þetta raunhæft verð,
þvi að á 5 ár.um kostaði foti um
eina miljón og það tæki 1/2 ár að
temja hann. Hins vegar taldi
hann þá, sem hefðu veriö heppnir
með ræktun, geta náð góðum söl-
um. Menn biða eftir folum frá
ákveðnum búum, sem þekkt eru
oröin fyrir gæðinga, enda kostar
það sama að fóðra lélegan hest og
gæöing.
GARÐRÆKT
Best að nota puttana
„Ég hef aldrei ráðlagt neitt
nema puttana,” sagöi Ólafur
Björn Guðmundsson hjá Garö-
yrkjufélagi tslands, þegar viö
báöum hann um ráö viö arfa f
einkagörðum.
Nú eru á markaönum fjölmörg
efni og lyf, sem ætluð eru til aö
eyöa illgresi. Margir garöeigend-
ur eru lftiö hrifnir af aö eyöa
miklum tfma i aö reyta arfa og
vildu þvfgjarnan nota fljótvirkari
leiö.
„Þessi lyf eru ákaflega vand-
meöfarin og ekki fyrir hvern sem
er aö nota þau,” sagöi Ólafur
Björn. „Þaö má ekki berast úði af
þessu f skrautblóm og tré, svo þau
drepist ekki iika.
Hins vegar er allt I lagi að nota
ýmislegt gegn arfa i matjurta-
görðum, svo sem tröllamjöl. En
það er þá látið áður en plönturnar
koma upp. Eins er hægt að eyöa
ffflum, njóla og öðrum jurtum
með djúpar rætur, með sérstöku
eitri, sem lætur grasið i friöi.
Aö ööru leyti er best aö taka ill-
gresið jafnóöum, nokkrum sinn-
um í viku. Ef það er tekiö, áður en
það nær aö fella fræ, nær þaö sér
aldrei á strik.”
BLÓMASKREYTINGAR
Hendrik dyttar að biómum.
Vöm-og brauðpenmgar- Vömávísanir
PenáigaseðSar og mynt
Gömul umslög og póstkort
Sumarblóm geymd til vetrarins
Rætt við Hendrik Berndsen um skreytingar úr þurrkuðum
blómum
„Þetta er skemmtileg aöferö
fyrir fólk tíl aö reyna listræna
hæfileika sina,” sagöi Henrik
Berndsen I Blómum og ávöxtum
þegar viö leituöum til hans um ráö
varöandi skrevtingar úr
þurrkuöum blómum.
Nú er einmitt rétti tfminn til
aðfaraað viða að sér efni f slíkar
skreytingar. Með þvi aö taka
blómin úr garðinum sinum á
meðan þau eru I fullum blóma, og
þurrka þau, má njóta þeirra allan
næsta vetur og jafnvel árum
saman. Hendrik sagöist þurrka
hvaöa jurtir sem er og reyndar er
þetta tilvalin aðferð til aö
afskornu blómin nýtist fólki
lengur en þann tfma sem þau eru
falleg í vasa.
1 þurrkaðar blómaskreytingar
má nota lyng, strá, njóla, hvönn
og reyndar hvaða villtar jurtir
sem er. Hvönn og njóii þurfa að
vera fullútsprungin og það ættu
þau aö verða eftir 2-3 vikur.
„Það er minnsta kúnstin aö
þurrka blómin,” sagði Hendrik.
„Þau eru búntuð saman 10-15 stk.
með vir og hengd upp, helst
nálægt hita og þaö er betra aö
hreyfing sé á loftinu. Búntin geta
reyndar verið skreyting, eins og
þau koma fyrir sig.”
Þegar blómin eru orðin þurr,
má raöa þeim saman eftir smekk
hvers og eins f vendi, skálar eða
vasa. Ef búa á til vendi til aö
leggja í hillu, hengja á veggi eða
láta I vasa, eru blómin bundin
saman meö vir. Séu þau hins
vegar látin i skálar eða krúsir, er
oasis klippt til eftir formi ilátsins
og blómunum stungið i það. Fyrst
er þetta græna hulið með lyngi,
eöa öörum smáum jurtum og
siðan er stærri blómunum komið
fyrir mishátt i skreytingunni. Ef
stilkurinn er linur, má binda um
hann vir. Loks er hárlakki
sprautaöyfir, þá er minni hætta á
að hrynji úr skreytingunni.
„Það er gott að eiga þurrkuö
blóm á lagar, svo hægt sé að
breyta til og bæta i eftir þvf sem
hugarflugið leyfir,” sagöi
Hendrik. „Þurrkuð blóm geta
haldiö útliti sfnu árum saman ef
þau eru ekki f mikilli sól og:VÍrö-
ast ekki safna ryki. Það er nóg að
blása stundum á þau. Svo er
ágætt að pakka sumum skreyt-
ingunum inn í plast og geyma
þær, og breyta þannig til. Þurrk-
uð blóm skapa mikla möguleika
til að skreyta heimilið á tilbreyt-
ingarrikan hátt.”
A haustin og veturna er hægt aö
kaupa þurrkuð innflutt blóm til aö
bæta I eigiö blómasafn, þar á
meöal statiku, en þaö eru blóm
sem halda mjögvel litnum og eru
þægileg til uppfyllingar.
FRIMERKI
flllt fyrir safnarann
Hjá Magna
Laugavegi 15
Sínti 23011
senda siöan. 1889 gáfu Frakkar út
póstkort f sambandi viö opnun
Eiffel-turnsins og var á póstkort-
inu mynd af þessu fræga minnis-
merki. England gaf út póstkort
meö mynd tveimur árum sfðar.
Arið 1892 höfðu Þjóðverjar þróað
litprentun sina upp I að prenta
sérstök póstkort f lit, og voru á
þeim mjög fallegar myndir. út-
flutningur slfkra korta varð fljót-
legamjög mikill til ýmissa landa.
Um 1896 hófu Þjóðverjar útgáfu
korta I seriu sem kölluö var
„Gruss aus”. Fyrir rúmu ári fann
ég kort úr þessari serlu sem bar
mynd frá Eskifiröi og var þaö
sent 1899 til Sviss. Nú I vor fann
sænskur vinur minn annaö kort
og bar það mynd frá Fáskrúðs-
firði og var sent til Þýskalands.
Það kort var einnig stímplað 1899.
Munu þessi tvö kort vera elstu lit-
prentuðu kortin sem til eru með
myndum frá lslandi, og væri
fróölegt að heyra frá korta-
eigendum, ef þeir vita um fleiri
slfk. Eftir aldamótin sföustu fór
söfnun korta vaxandi, og komu
þvf fljótlega á markað póstkorta-
albúm. A fáum árum óx söfnun
slfkra korta gffurlega, og þótti
sjálfsagt að á öllum heimilum
væru til albúm með póstkortum,
til að sýna gestum.
Söfnun korta hér á landi hefur
vaxið verulega á seinni árum, og
er starfandi klúbbur áhuga-
manna um kortasöfnun, og heldur
hann fundi reglulega. Þeir safn-
arar sem eiga stærst söfn póst-
korta hér á landi, eiga í safni sínu
nokkur þúsund mismunandi
islensk kort. Hafa klúbbmeölimir
Mynt- og seölasöfnun hefur vaxið
mjög á siðustu árum.
unniöað skrám yfir útgáfur hinna
ýmsu útgáfuaðila.
Verðmæti getur veriö mismun-
andi I póstkortum. Verð getur
verið frá fáeinum krónum og upp
I þúsundir fyrir einstök kort. Oft
getur verðið á kortum verið mun
meira, ef þau eru frfmerkt, og
stimpiar geta þá spilað mikið inn
I verð auk frfmerkjanna.
Ég hefi oft orðiö var viö feimni
fólks við að láta af hendi kort,
vegna áritunar. En póstkorta-
safnarar eru að safna kortunum
út frá myndum sem þau prýða, og
lita oft ekki á áritun. Þið sem
safnið póstkortum getiö fengið
albúm fyrir kortin hjá flestum
frfmerk ja verslunum.
Prjónamerkjasöfnun: Þessi
söfnun er algengari en menn
almennt halda, og getur veriö
mjög skemmtileg. Yfirleitt safna
menn Islenskum prjónmerkjum,
en þó safna sumir öllum þeim
merkjum sem þeir komast yfir.
Merkin má flokka eftir geröum.
Margir safna einungis iþrótta-
merkjum, aðrir merkjum
tengdum lfknarmálum. Arið 1974
gáfu margar sýslur út merki i
tilefni af þjóðhátfðinni. Merkjum
þessum hafa margir safnaö, og
sum hver eru oröin sjaldgæf.
Flestir safna þó hinum svokölluöu
17. júní merkjum. Hið fyrsta
þessara merkja kom út 1944, og
var það gefið út nokkrum sinnum
á næstu árum á eftir, óbreytt.
Nýtt merki var gefiö út á 10 ára
afmæli lýöveldisins 1954 og hafa
verið gefin út ný merki á hverju
ári siðan. öll merkin hafa veriö
gefin út f málmi, utan eitt árið.
Arið 1979 fréttu safnarar aö merk*
ið ætti að gefa út úr pappa, og var
talað við meðlimi úr
þjóðhátiðarnefnd þess árs, og
þeim bent á að með þessu væru
þeir að eyðileggja safn ýmissa
sem frá byrjun höfðu safnað
þessum merkjum. En það kom
fyrir ekki. Þjóöhátiðarnefnd gaf
út sérstaka limmiða i tilefni dags-
ins, og hundsaöi óskir
safnaranna. Nú I ár er svo aftur
komiðmálmmerki, en eyða er hjá
söfnurum vegna ársins 1979.
Rimini
ein af þeim allra bestu!
24. júlí - laus sæti
28. júli - „auka-auka“ (erð - örfá sæti laus
4. ágúst - uppselt, biðlisti
14. ágúst - uppselt, biðlisti
18. ágúst - „auka-auka“ ferð - uppselt, biðlisti
25. ágúst - örfá sæti laus
4. september - uppselt, biðlisti
15. september - laus sæti
PORTOROZ
Friösæl og falleg sólarströnd
24. júlí - laus sæti
4. ágúst - uppselt, biðlisti
14. ágúst - uppselt, biðlisti
25. ágúst - örfá sæti laus
4. september - uppselt, biðlisti
15. september - laus sæti
Samvinnuferóir - Landsýn
AUSTURSTRÆT112 - SÍMAR 27077 & 28899