Helgarpósturinn - 18.07.1980, Page 13
13
hnlrjnrpncrh irinn Föstudagur is. júi? i98o
HELGISTUND
/ FINNLANDI
Röddin svifur átakalaust yfir
salinn. Oröin líkt og læöast aö
manni, grafa sig hægt og
áreynslulaust i vitundina, veröa
partur af manni sjálfum. Hún
les ljóö af ljóöi og tlminn er
hættur aö liöa, allt stendur
kyrrt. Þegar lestrinum er lokiö
risa áheyrendur hljóölega úr
sætum, ganga þögulir út. Þaö
glitrar viöa á tár, harösviruö
barkakýli gllma viö kökk sem
sest hefur I hálsinn. Stundu siö-
ar rlkir enn stemmning helgi-
dómsins úti I matsalnum. Fáir
geta rætt þaö sem gerst hefur
nema þá oröum eins og „Þessu
heföi ég aldrei trúaö.”
Staöurinn heitir Kiljava I
Finnlandi, ekki ýkjalangt frá
Helsingfors. Norrænir móöur-
málskennarar hafa komiö
samaná sumarnámskeiöhittast
til aö bera saman bækur slnar,
glima viö bókmenntir og mál.
Og einn morguninn fer fréttin
eins og eldur i sinu um hópinn:
Fyrirlesari dagsins hefur
forfallast, en Marta Tikkanen
kemur I staöinn. Þótt fæst okkar
viti nokkuö um finnskar
bókmenntir, aöeins nokkur þaö
sem taliö veröi um finnsk-
sænskar, þá höfum viö þó öll
einhverja nasasjón af verkum
Má'rtu Tikkanen, konunnar sem
norrænar konur veittu sérstök
heiöursverölaun fyrir Astar-
sögu aldarinnar, konunnar sem
áöur haföi gengiö fram af ýms-
um meö bókinni Körlum veröur
ekki nauögaö. En aöeins örfá
okkar hafa séö hana áöur.
Ég veit ekki hvers vegna ég
haföi hugsaö mér hana ööruvisi,
þvi þegar hún er búin aö standa
viö púltiö I fimm minútur er
ljóst aö einmitt svona hlaut hún
aö vera: Lágvaxin, ljóshærö og
snöggkiippt, skarpleit, ein þess-
ara manneskja sem hjartaö I
manni svarar þegar hún brosir.
Hún byrjar á stuttu óformlegu
spjalli um sænskar bókmenntir i
Finnlandi, en þó einkum eigin
verk og störf meö dálitilli
hliösjón af kvennabókmenntum
samtimans. Þetta er fáorö og
fjarska yfirlætislaus greinar-
gerö. Og okkur skilst aö þaö sé
kannski fyrst nú sem hún erhætt
aö skammast sin fyrir aö skrifa,
hætt aö llta svo á aö hún sé aö
vanrækja fjölskylduna, aö hún
ætti jafnan aö láta eitthvaö ann-
aö ganga fyrir. Hún gegnir
ábyrgöarstööu sem skjólastjóri
námsflokka, en þó er hún fyrst
og fremst skáld og hefur nú fall-
ist á aö hún eigi til þess jafnan
rétt og aörir — t.d. maöur henn-
ar, Henrik. Astarsaga aldarinn-
ar fer ekki dult meö aö þessi
barátta hafi veriö hörö. —
Seinna spuröi ég landa hennar
ýmsa álits á bókmenntum
þeirra hjóna. Allir luku lofsoröi
á teikningar Henriks og hæfi-
leika hans til aö móta háöskar
og meitlaöar setningar,
aforisma. En skáldiö, Þaö var
Marta.
Svo fer hún aö lesa fyrir okk-
ur. Fyrst ljóöaflokk ortan til
liöinna kvenna, þeirra sem
köfnuöu I hlutverki þjónsins og
fengu aldrei aö veröa þaö sem
þær vildu. Þeirra sem þögöu
yfir skáldskap sinum og löngun-
um til annars en vera manni
sinum stoö og stytta. Slöan les
hún úr Astarsögu aldarinnar.
Ljóö full af gremju stundum
hatri, en þó glóandi af ást og
ástúö, löngun til aö geta leyst úr
læöingi þær tilfinningar sem
manneskjunni eru sannastar og
hreinastar.
Undir lestrinum kveikist enn
einu sinni ádáunin og undrunin
yfir þeim styrk sem hlýtur aö
þurfa til aö afhjúpa sjálfa sig og
sina nánustu á þennan hátt. En
jafnframt er maöur þakklátur
fyrir aö þaö skuli hafa veriö
gert. Þvi Astarsaga aldarinnar
á erindi viö alla — þó svo hún
fjalli um sértækt vandamál,
drykkjusýkina. Eöa eins og einn
áheyrandinn oröaöi þaö seinna:
„Þótt ég sé hvorki drykkju-
sjúklingur né kvennakúgari og
fallist ekki á aö ég eigi nokkuö
sameiginlegt meö karlmannin-
um sem hún lýsir — þá þekki ég
samt svo mikiö af dæmigeröum
karlmanni 1 ljóöunum aö mér
llöur illa.” — Og er þaö ekki
einmitt þetta sem er galdurinn:
Aö gera hiö einstaka almennt,
veita eigin llfsreynslu gildi fyrir
aöra?
I kaffihléi sé ég aö ýmsum
öörum körlum en mér er fariö
aö llöa illa. Okkur finnst nærri
okkur gengiö, næstum eins og
viö séum hálfnaktir á
almannafæri. En viö hörkum af
okkur og göngum I salinn á ný.
Og nú fáum viö aö heyra óbirt
ljóö. Marta les úr vinnuhandriti
„Ég veit ekki hvenær ég get birt
þau” segir hún og seinna fáum
viö aö vita aö þetta er fyrsti
upplestur hennar úr þessu
handriti. Nú er ekki ort um
feimnismál eins og I Astarsögu
aldarinnar heldur um þaö sem
ljóölist hefur oft fjallaö um:
móöurástina. Tilefniö er einfalt
og algengt: sonur skáldkonunn-
ar hefur veriö veikur (hann er
frlskur núna, segja vinir hennar
mér). Og Marta Tikkanen birtir
okkur innstu hugsanir sinar
meðan á veikindunum stendur.
Hún gengur nærri sér, sýnir
stundum fullkomiö miskunnar-
leysi, en aftur tekst henni aö búa
hugsanir slnar þannig aö maöur
fellst umræöulaust á þær, gerir
þær aö sinum — og veröur þakk-
látur. Og aö lokum finnst manni
þetta vera I fyrsta skipti sem ort
hefur veriö um móöurástina.
Röddin er ævintýri út af fyrir
sig. Hljóölát en þó svo lifandi aö
það er eins og allt mannllfiö
hrærist I henni. I hljóöleika
veröur hún sefjandi, og þessir
hundraö kennarar sem héldu
þeir væru ýmsu vanir, gleyma
stund og staö, eigin raunum og
áhyggjum, en ganga listinni á
vald þangaö til tárin veröa ekki
lengur byrgö.
Skáldkonan bagnar. Hún á
lika erfitt meö aöbyrgja tilfinn-
ingarnar. Og þegar hún segir
lágt „Jag tror jag slutar nú,”
finna allir aö hér veröur ekki
þakkaö meö oröum, né heldur
lófataki. Fundarstjórinn gengur
til hennar og tekur I hönd henni
— oröalaust. Viö hin göngum út
úr musterinu, þakklát fyrir
helgistund I Finnlandi.
Heimir Pálsson — Hratn Gunnlaugsson — Jónas Jónasson - Magnea J. Matthias
dóttir— Páll Heiðar Jónsson—Steinunn Sigurðardóttir — Þráinn Bertelsson
Tjöld 2ja, 3ja
4ra, 5 og 6
manna.
Göngutjöld.
Hústjöld. Tjald-
borgar-Feili-
tjaldið.
Tjaldhimnar i
miklu úrvali.
PÓSTSENDUM
SAMDÆGURS
TÓmSTUflDflHÚSIÐ HP
Laugauegi ÍBÍ-Reukjauik 8=31901
Sóitjöld, tjald-
dýnur, vind-
sængur, svefn-
pokar, gassuðu-
tæki, útigrill,
tjaldhitarar,
tjaldljós, kæli-
töskur, tjaldborð
og stólar, sól-
beddar, sólstól-
ar og fleira og
fleira.
Spónaplötur - harðviður
Flestar þykktir af. spónaplötum eru nú fáanlegar í
nýju byggingavörudeildinni, auk allra algengustu
harðviðartegunda. Viðarspónn ímiklu úrvali. Vanti
þig timbur lil smíða í heimahúsi leysir bygginga-
® vörudeildin vandann á fljótlegan og þœgilegan hátt.
0^1_________________________________________________
Byggingavörudeild
Jón Loftsson hf.
Hringbraut 121 Simi 10600
Grímseyjarferðir
DRANGS
Ferðir til Grímseyjar verða i júlí á þriöjudög-
um, farið frá Akureyri kl. 08.00 og komið aftur
á miðnætti og á föstudögum, farið frá Akur-
eyri kl. 15.00 og komið aftur um kl. 18.30
laugardag.
Föstudaginn 18. júlí mun Alþýðuleikflokkur-
inn verða með sýningu á „Við borgum ekki" í
Grímsey og verða miðar á sýninguna seldir á
afgreiðslu Drangs, Skipagötu 13.
FLÓABÁTURINN DRANGUR
Sími 24088
Blaðberar óskast í
eftirtalin hverfi:
Háteigsvegur - Hverfisgata
(efrihluti)
— Skúlatún — Borgartún
Upplýsingar í síma 81866
Alþýdublaðið-Helgarpóstur