Helgarpósturinn - 18.07.1980, Side 17

Helgarpósturinn - 18.07.1980, Side 17
17 Fö'studðíjUr' 18júlí 1980 Útsýnisflugyfir gosstöövarnar viö Kröflu er mjög eftirsótt, sérstaklega af erlendum feröamönnum. Þaö er ekkiá hverjum degisem hægt er aö bjóöa upp á slik náttúrufyrirbæri! (Ljósm. Kristján) Gosflug fyrir ferðamenn Þaö er af sú tiö, aö eldgos vöktu fyrst og fremst ótta og óhug landsmanna. Þvert á móti eru þau nánast oröin aö vörumerki Islands og laöa aö fjölda feröa- manna, bæöi innlendra og er- lendra. Gosiö viö Kröflu er engin undantekning. Þangaö streymir nú fjöldi hugaöra feröalanga, jafnt i lofti sem á landi, til aö sjá náttúruöflin leika lausum hala. Og réttir aöilar voru aö sjálfsögöu ekki seinir aö gripa tækifæriö. Fljótlega eftir aö gosiö hófst tóku aö glymja i útvarpinu til- kynningar frá flestum flugfélög- um landsins, stórum og smáum, um gosflug. Helgarpósturinn haföi samband viö tvö af minni flugfélögunum, Arnarflug og Flugleigu Sverris Þóroddssonar, og „stóra bróöur”, Flugleiöir, og spuröist fyrir um þá sem vilja sjá gos. Hjá minni flugfélögunum kost- ar túrinn þaö sama, 60 þúsund krónur á mann fyrir flug frá Reykjavik, yfir gosstöövarnar og til baka. Arnarflug hefur fariö sex til sjö feröir á dag undanfarna daga og stundum fleiri á einni 17 manna vél og tveimur minni vél- um, sem taka fimm og sjö far- þega. Hjá þeim tekur feröin þrjá til fjóra tlma. Sverrir Þóroddsson hefur haft tvær átta manna vélar i förum noröur og selur sætiö á 60 þúsund séu minnst sex farþegar i ferö- inni. Vélar hans hafa lika lent viö Mývatn og flutt farþega þaöan yfir gosstöövarnar. Hjá báöum félögunum hafa útlendingar veriö i meirihluta I gosflugunum, og sömu sögu er aö segja hjá Flug- leiöum, og þar er túrinn lika verö- lagöur i dollurum. Flugleiöir hafa flogiö yfir gos- stöövarnar á Fokkerum sinum á kvöldin, eftir að venjulegu áætlunarflugi er lokiö, og feröin kostar 83 dollara, eöa 42.200 krón- ur. Þar njóta Flugleiöir þess aö sjálfsögöu aö hafa stærri vélar en aðrir, en Fokker Friendship vélar félagsins taka 48 manns i sæti. Um miöja vikuna höföu Flugleiö- ir flutt milli 100 og 120 manns yfir gosstöövarnar viö Kröflu, aö sögn Sveins Sæmundssonar, blaöafull- trúa. Þá var áætlaö aö taka upp þá nýbreytni aö flytja farþega á flugvöllinn viö Húsavik, þar sem torfærubill er til reiöu, og aka siö- an aö gosstöövunum. Siöan er gengiö stutta leiö upp á hraun- rana, skammt frá gosstöövunum, þar sem sér vel yfir. Þessar feröir munu taka aö minnsta kosti sex klukkustundir, aö sögn Sveins Sæmundssonar, og kosta 125 doll- ara, eöa rúmlega 60 þúsund kr. islenskar. ÞG Bíóryþmi „Þetta hefur gengiö mjög vel”, sagöi Einar Þorsteinn Asgeirsson hönnuöur þegar Helgarpósturinn forvitnaöist hjá honum um blóryþmann sem hann hefur ver- iö aö auglýsa upp á slökastiö. Einar sagöi aö fólk forvitnaöist mikiö um þetta, og kæmi nafniö á þessu, blóryþmi, mjög á óvart. Einnig væru margir þeirra sem ræddu viö hann kunnugir þessu erlendis frá, þar sem þetta væri mjög vinsælt, og nefndi hann sem dæmi, aö svona væri selt I sjálf- sölum á flugvöllum I Bandarlkj- unum. En hvaö er þá blóryþmi? „Þetta byrjaöi þannig, aö á fyrstu dögum sálfræöinnar I kringum aldamótin fóru menn aö athuga tiiviijanakeöjur. Þá var þaö dr. Fliess, sem fór aö athuga slysaskýrslur og dauöaskýrslur, og hann fann út hrynjandi i þvi aö menn lentu i óhappi eöa slysi,” sagöi Einar. 1 bíóryþmanum koma fram þrir taktar, einn fyrir likama, annar fyrir tilfinningu og þriðji fyrir hugsun, og væru þessir taktar mislangir. Fyrri hluti taktsins er Bióryþmi til varnar slysum Einar Þorsteinn teiknar bfóryþma jákvæöur, en slöari hlutinn nei- kvæöur, og er byrjað aö reikna þá frá fæöingardegi. Ef þessir taktar eru settir upp i almanak, sjást svonefndir varúöardagar á þess- um þrem sviöum, þegar menn eiga aö taka þvl rólega. Einnig , sjást jákvæöir dagar, þegar allt ætti aö ganga mönnum I haginn. Einar sagöi, aö fólk úr öllum þjóöfélagsstigum leitaöi til hans, menn úr viðskiptalífinu, og eigin- konur, sem vildu vita um eigin- OPIÐ ti! kl. 03.00 á föstudag og laugardag Hljómsveit Finns Eydal og Helena AKUREYRI DISKÓTEKIÐ OPIÐ ALLA DAGA VIKUNNAR VIÐ DÖNSUM SVEITT FRÁ 21.00 - 01.00 BRIAN ESTCOURT ÞEYTIR SKÍFURNAR manninn, þvl hægt er að bera tvær persónur saman. Fólkiö er á öllum aldri, allt frá 7 ára til sjö- tugs, en algengustu aldurshóp- arnir eru frá 20-35 ára og eru þaö um fjörtiu af hundraði þeirra sem vilja fá blóryþmatöflur. Einar sagöi ennfremur aö þaö væri hald þeirra, sem heföu kynnt sér bióryþmann, aö hann kæmi aö miklum notum, m.a. notaöi Eastern Airlines flugfélagiö hann til aö kalla inn áhafnir og heföi tekist aö fækka slysum þar um 60%. Þá sagöist Einar vera ánægöur yfir aö fólk hringdi, en þá bara á auglýstum tima, „þvi ég nenni ekki aö svara i simann um miöjar nætur”. — GB Maðurinn bakvið nafnið: Siggi Palestina Sigurður Agústsson, ilka þekktur undir nafninu Siggi Palestina. ÚR BÚFRÆÐI I LÖGREGLUNA Nafnið Siggi Palestina var sveipað ævintýraljóma I augum þeirra sem voru strákar I Reykjavik á árunum milli 1950 og 1960. Þeir tengdu það fyrst og fremst viö mótorhjól og viður- nefnið fannst þeim benda til hetjudáöa I fjarlægum heims- álfum. Seinna kom I ljós aö maöurinn heitirSiguröur Agústson, og var lögreglumaður I tuttugu ár. Þar þjálfaöi hann meöal annars mótorhjólalögreglumenn, og vann mikiö ásamt Jóni Pálssyni meö „skellinöörugæjunum” I Vélh jólaklúbbnum Eldingu. Nafniö tengdist lika samtök- unum öruggur akstur og yfir- leitt umferöarmálum, og nú siðast gekk Siguröur fram fyrir skjöldu i dagblööunum og gagn- rýndi lögreglu landsins fyrir slælega frammistööu i um- feröarmálum. En hver er Siguröhr Ágústs- son, öðru nafni Siggi Palestina? Viö slógum á þráöinn til hans og spuröum hann sjálfan. —■ Ég er fæddur og uppalinn i Reykjavik, móöir mln var úr Skuggahverfinu, þarsem ég ólst lika upp aö nokkru leyti. Mér finnst þaö dálitiö skemmtilegt, aö ég skuli koma úr þessu „skuggahverfi” Reykjavikur inn I lögregluna, en þegar ég byrjaði þar, áriö 1946, var ég einn af fáum lögreglumönnum bæjarins sem voru fæddir þar og uppaldir, sagöi Siguröur. — En áöur en ég fór i lög- regluna lauk ég búfræöinámi og var raunar ekki eini lög- regluþjónninn I Reykjavik, sem haföi þann bakgrunn. Allmargir sem gengu i lögregluna á þess- um árum voru búfræðingar, þar á meöal nokkrir skólabræöur minir frá bændaskólanum. — Þú ætlaöir semsé aö veröa bóndi? — Já, þaö var ætlunin á þess- um árum. En ég sá eins og hinir, að mér var ekki fært aö fara út I búskap, vegna kostnaöarins og áhættunnar. Slðan geröist þaö, aö maöur sem haföi alist upp hjá ömmu minni, var I lögregl- unni, hvatti mig til aö byrja þar. — Hvernig stóö á þessum bú- skaparáhuga þinum, kaup- staðarstráknum?? — Hann kom mest af þvi, að ég var I sveit I Grafningnum þegar ég var strákur, hjá mjög góðu fólki. Þaö vakti hjá mér hlýleika til sveitarinnar. Ég hef alltaf séð eftir þvi aö hafa hætt viö búskapinn, þaö var helst hugleysi sem réö þvi. — Hvernig festist nafniö Siggi Palestina viö þig? — Ariö 1950 gafst mér kostur á að ganga i starfsliö Samein- uöu þjóöanna I New York. Þeir senda menn sina út um allan heim, og ég og Kristinn Helga- son vorum sendir til Tel Aviv i Palestinu, sem þá var, og starf okkar var aö standa vörö á einskismannslandinu, milli Hussain og Ben Gurion. — Einhvernveginn tengdi maöur saman mótorhjólin og veru þina i Palestlnu.... — Nei, mótorhjólaafskipti mln hófust hér heima, og þaö hefur enginn maöur á Islandi starfaö lengur en ég á mótor- hjóli, nema Alli póstur. Ég byrj- aöi á hjólunum meö Erlingi heitnum Pálssyni, og i fyrstunni ókum viö „lýöveldishjólum”, árgerö 1944. Siöan þjálfaöi ég strákana á hjólunum i 15 ár. — Siöan hættir þú I lögregl- unni. — Já, þaö sem hélt mér i lög- reglustörfunum var fyrst og fremst áhugi minn á umferðar- og slysavarnarmálum. Ég hætti 1965 og fór aö vinna hjá Slysa- vamafélagi Islands, þar sem ég tók aö mér slysavarnir á landi. Jafnframt varö ég fram- kvæmdastjóri Varúöar á vegum. Eftir aö Umferöarráö var stofnaö sagöi ég upp hjá Sly savarnafélaginu og fór þangaö. Þar er ég aðallega i slysaskráningum, en hef mikiö samband viö lögreglumenn út um allt land, og ég vona aö eitt- hvaö hafi komiö út úr þvi sam- starfi, sagöi Siguröur AgUstsson. ÞG Pantið tíma og forðist óþarfa bið sími 54365 RAKARASTOFAN REYKJAVÍKURYEGI 50

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.