Helgarpósturinn - 18.07.1980, Side 28

Helgarpósturinn - 18.07.1980, Side 28
# Nýju finu hurðirnar á Eim- skipafélagshúsinu blasa nú við öllum sem leið eiga um Hafnar- strætið og Tryggvagötuna. For- ráðamenn Eimskips söguðst ekki svara svona dónaskap, þegar Timinn spurði þá á dögunum hvað hurðirnar hefðu kostað. Helgarpósturinn hefur hins vegar heyrt, að báðar hurðirnar ásamt öllum útbúnaði og frekari um- gjörö hafi kostað litlar 319 millj- ónir króna — takk fyrir.... # Nýtt útflutningsfyrirtæki, Isporto, stefnir nú að þvi að hefja útflutning á blautverkuðum salt- fiski til Portúgals og fyrir hærra verð en Sölusamband Isl. fisk framleiðenda hefur náð þar. Stjórnarformaður Isporto er Jó- hanna Tryggvadóttir (ófeigs- sonar) og hefur hún unniö kapp- samlega að þvi að herja út- flutningsleyfi út úr viðskipta- ráðuneytinu — svo að ekki sé nú meira sagt. Ráðuneytið ætlaði sér nefnilega að fara sér að engu óðs- lega i þessu efni en sagt er að Jó- hanna hafi slegið þá ráðuneytis- menn gersamlega út af laginu með þvi að mæta i ráöuneytiö með svefnpoka og viðleguútbúnað og hafðist þar viö i tvo sólar- hringa, að hún fékk loks áheyrn hjá ráðherra.... # Steingrfmur Hermannsson, sjávarútvegsráðherra, er ekki I miklu áliti viða i sjávarútvegs- bransanum um þessar mundir. Ýmsar yfirlýsingar ráðherrans að undanförnu þykja lltt yfirveg aðar, svo sem eins og sú þegar hann lýsti þvi yfir aö hann teldi rétt að smiöa fiskiskip okkar erlendis til að losna við gömu! skip úr landi og kvað þar með upp eins konar dauðadóm yfir nýskipasmiðadraumum íslenska skipasmiðaiðnaðarins. Nú sfðast hefur hann talaö um að birgða- vandi hraðfrystihúsanna sé leystur með þvi aö nóg sé af frystirými I Bandarikjunum fyrir fiskinn okkar en markaðssér- fræðingar hrista dapurlega höfuðið og segja að þar með séum við I raun að bjóða heim verðfalli á þessari mikilvægustu útflutn- ingsvöru okkar vestan hafs.... # 1 stjórnmálaheiminum hafa um skeiö verið á lofti vangaveltur um að stjórn dr. Gunnars Thor- oddsen springi með haustinu. Svarthöfði Visis heldur þvi fram að þá veröi Alþýðubandalags- mönnum hætt að litast á blikuna en almennari er þó sú skoðun, að það verði framsóknarmenn sem sprengi, því aö vitaö er að mikill og vaxandi kurr er meöal þeirra út af framvindunni i efnahags- málum. Hinir varkárari eru þó efins I þessu efni og benda á að núverandi stjórnarflokkar hafi fyrir augunum fordæmi Alþýðu- flokksins, sem ekki hafi grætt stórum á sinni sprengingu i kosn- ingunum sem fylgdu i kjölfarið og þrfliða óttans muni þvi halda stjórnarflokkunum saman enn um sinn.... # 1 undirbúningi munu vera bráðabirgðalög með ákvæðum um áframhaldandi fyrirfram- greiöslu skatta hjá einstaklingum með atvinnurekstur, þvi að tölu- vert mun I land meö það að skattayfirvöld veröi tilbúinn með álagningu á þá.... # t þessu sambandi: Sú saga gengur núna að sjáist gráhærður maður á gangi á stærstu stöð- unum hér á landi, þá megi nærri þvl bóka að hann sé löggiltur endurskoðandi. Þeir éru nefni- lega aö veröa gráhærðir á því aö telja fram fyrir einstaklinga i at- vinnurekstri þar sem þvi fylgir að þeir þurfa að útfylla hvorki meira né minna en 39 mismunandi eyðu- j blöð. Haft er eftir einum þeirra að I svona skattalög séu ekki gerð ! Föstudagur 18. júlf lI^LhelgarpásturinrL- HEMMI Nýtt leikrit Vésteins Lúðvíkssonar setur okkur fyrir sjónir vanda ungs menntamanns sem vill berjast fyrir þá stétt sem hann er sprottinn af. Hvernig duga vopnin? IÐUNNI k ■ Víó erum saman VIÐ ERUMSAMAN Bók þessi er til orðin í samvinnu sjö norskra læknanema. Hún er samin fyrir ungt fólk og fjallar um kynlíf þess og kynhegðun á hispurslausan hátt. Fjöldi mynda. Hentug jafnt til skólanota og lestrar á eigin spýtur. Þýdd af Guðsteini Þengilssyni lækni. BARNIÐ ÞITT Þessi bók er ætluð foreldrum sem vilja skrá og halda til haga fróðleik um þroskaferil barna sinna fyrstu árin. Bókin er fagurlega mynd- skreytt af Jacqui Ward. 'I'íKON HI.’.kNA'ON' RÆKTAÐU GARÐ1NN ÞINN RÆKTAÐU GARÐINN ÞINN Hér leiðbeinir þrautreyndasti skóg- ræktarmaður landsins ,Hákon Bjarna- son.fyrrum skógtæktarstjóri, um trjárækt í götðum á einkar aðgengi- legan og skýran hátt. Omissandi við ræktun og hitðingu trjágróðurs. Bók ársins á ári trésins. ISLENSK MALFRÆÐI Fyrri hluti kennslubókar eftir Krist- ján Arnason. Þrír aðalkaflar: Um málfræði; Setningarfræði; Stílfræði. Seinni hluti kemur í haust: Beygingafræði, hljóðfræði og málsaga. Hér er máifræðin aðlöguð nútímahugmyndum málvísindanna og breyttum aðstæðum í mennta- kerfinu. _ DAGVISTARHEIMILI ÞÓRARINN EUWARN * Mjög fróðleg bók eftir sænskan barnasálfræðing, Gunillu Ladberg. Sagt frá athugunum á samstarfi eða samstarfsleysi foreldra og starfsfólks dagvistarstofnana. Á erindi til allra foreldra sem þar hafa börn sín. DISNEYRIMUR Þórarins Eldjárns seldust upp á skömmum tíma. Nú eru þær komnar aftur. Ymsir „tala með hneykslun og aumkun um Þórarin eftir að hann lagðist svo iágt að semja níðrímur um Walt Disney, þennan ágæta listamann og barna- vin“ (Dr. Ragnar Ingimarsson í Mbl. .3. 5. '80). Núgetámenn gengið úr skugga um hvort þeir fylla þann flokk. YFIRVALDIÐ Hin kunna heimildasaga Þorgeirs Þorgeirssonar um Nathan Ketilsson, banamenn hans og Biöndal sýslu- mann. Komin í skólaútgáfú Krist- jáns Jóhanns Jónssonar og með formála hans. Vlál og múllaka MAL OG MALTAKA Hvemig læra börnin málið? I þessari bók eru átta ritgerðir heimskunnra fræðimanna sem fjaila um efnið frá ýmsum hliðum. Fjórða bókin í Rit- röð Kennaraháskóla Islands og IÐUNNAR. Bræöraborgarstíg 16 Sfml 12923-19156 Pósthólf 294 121 Reykjavík SMALASTÚLKAN f-V' Í ! •1 11 Forvitnilegt verk Sigurðar Guð- r-f •£& mundssonar málara sem Þorgeir Þorgeirsson hefúr steypt upp af [ f'fííl j ti 1 miklum hagleik. Sýnir okkur j fi~! nítjándu öldina í nýju ljósi. LijsM / Bráðskemmtilegt bréf Þorgeirs tii \ 1//1. 3 Sigurðar fylgir. LEIÐBEININGAR UM PLÖNTUSÖFNUN Handhægur leiðarvísir eftir Ágúst H. Bjarnason. Skortur hefúr verið á leiðbeiningum fyrir áhugamenn um þessi efni. Hér er úr því bætt og bókin er góður fengur náttúru- skoðurum og þeim sem vilja kynna sér gróðurríki landsins. iííSS fyrir land með enga skóga og þar af leiöandi engar pappirsverk- smiðjur.... # Stuðmenn með Jakob Magnússon i fararbroddi ásamt Spilverksmönnum og fleiri góðum poppurum hafa undan- farið verið i Los Angeles að spila bæði ný og lög af gömlu Tivoli- piötunni inn á band fyrir Tivoli- kvikmyndina sem Jakob er helsti potturinn og pannan i. Verið er að finpússa kvikmyndahandritið sem Björn Björnsson leikmynda- teiknari annast aðallega en Egill Eðvarðsson mun leikstýra henni.... # tslendingasagnatimabilið virðist ætla að verða hrein tlsku- bylgja i íslenska kvikmynda- heiminum á næstunni, og ein- hverjir fróðir menn hafa fundið upp aö þarna sjái fslenskir kvik- myndageröarmenn sér leik á borði með að leika sér aö kvik- myndaformi sem sé hliðstætt bandariska vestranum. Að ógleymdum Snorra Sturlusyni Sjónvarpsins og Gisla sögu Súrs- sonar þeirrar Isfilmmanna, þá hefur fyrrum forstööumaöur sænsku kvikmyndastofnunar- innar Bo Johnson ákveðiö að ráðast i undirbúning að kvik- myndun Gerplu aö fengnu sam- þykki Halldórs Laxness og hann hefur mestan áhuga á að fá þá Óðalsmenn — Hrafn Gunnlaugs- sonog Snorra Þórissontil liös við sig. Ef af veröur mun þessi mynd verða hið mesta fyrirtæki og jafn- vel hefur heyrst talað um 600 milljónir i þvi sambandi, en Bo Johnson sagði okkur Helgarpósts mönnum að allt væri þetta á byrjunarstigi og engin kvikmynd væri i burðarliðnum fyrr en byrjað væri að filma. Þá höfum við heyrt að Reynir Oddsson, sá sem gerði Morðsögu hér um áriö, sé i sambandi við einhverja Svia sömuleiöis og einnig þar eigi að sækja efnið I Islendingasögurnar. Loks mun fimmta Islendinga- sagnamyndin vera i gerjun i annarri heimsálfu en kannski meira um það siðar.... # Vissuð þið að titillagið Sönn ást úr myndinni óðal feðranna sem Björgvin Halldórssonsyngur og heyrist nú æ oftar i óskalaga- þáttum útvarpsins átti I upphafi ekki að vera aðallag myndar- innar? Magnús Eiriksson, höfundur Sannrar ástar, hafði samið annað lag og hann og Gunnar Þórðarson.sem einnig sá um tónlistina i myndina, voru báðir búnir að fallast á það sem titillagið. Hrafni Gunnlaugssyni, leikstjóra, fannst það hins vegar ekki hæfa myndinni og valdi Sanna ást. Hitt lagið hans Magnúsar er hins vegar væntan- legt á nýju hljómplötunni hans Pálma Gunnarssonar — fjallar vist eitthvað um veginn — og þá geta poppunnendur sjálfir dæmt um hvort lagið er betra.... # Meira úr poppheiminum. Ýmsir muna eftir hljómsveit eða söngflokki sem kallaöi sig Diabolus in Musica, og gaf út eina hljómplötu hér um árið, sem aldrei náði þó miklum vinsældum og naut þó töluverðrar hylli meðal menntskælinga og háskólanema. Diabolus vakti einkum athygli fyrir afburða- vandaöan söng stúlknanna i flokknum og óvenjulega hljóð- færaskipan og útsetningar á þess tima mælikvaröa. Núna er obbinn af Diabolus úti i Kaupmannahöfn að búa sig undir upptöku á nýrri hljómplötu. Stúlkurnar eru allar enn með, systurnar Aagot og Jóna Dóra Óskarsdættur og Jó- hanna okkar Þórhallsdóttir, sem öðru hverju hefur skrifað fyrir okkur hér á Helgarpóstinum. Einnig er Guðmundur Thorodd- sen pianó- og klarinettleikari enn i hópnum en hins vegar kominn nýr bassaleikari og einnig gitar leikari — Sveinbjörn nokkur Baldvinsson, sem gerði garðinn hér frægan um árið með óvenjulegri barnaljóöaplötu, Stjörnum i skónum. Nú er æft af krafti en Diabolus in Musica leitar enn að útgefanda að plöt- unni sinni.... # Prestkosningar verða i nýju prestakalli I Breiðholti áður en langt um liður. Það verður væntanlega eftirsóknarvert brauð fyrir margan klerkinn og við höfum heyrt að ekki ómerkari prestar en sr. Heimir Steinsson, skólastjóri I Skálholti, sr. Clfar Guömundsson, sóknarprestur á Ölafsfirði og fyrrum biskups- ritari, og sr. Vaigeir Astráösson, sóknarprestur á Eyrarbakka séu meðal umsækjenda um presta- kalliö og séu þeir þegar farnir að undirbúa sig undir kosninga- baráttuna... # Hermann Gunnarsson, Iþróttafréttamaður útvarpsins hefur gert athugasemd við klausu okkar I siðasta blaði þess efnis að hann vildi ekki á ólympiuleikana I Moskvu vegna þess að hann óttaöist um sæti sitt I Valsliöinu. „Alrangt,” sagði Hermann, ,,því aö ég er ekki nema hálfgerð vara- skeifa hvort sem er i Valsliðinu”. Skýringuna sagði hann einfald- lega vera þá að mikiö væri um að vera á Iþróttasviðinu hér heima fyrir meðan á Moskvuleikunum stendur og öll tormerki verið á þvi að fá mann til að sinna þeim atburðum meðan nógir hefðu verið um hituna varðandi það að fara til Moskvu....

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.