Helgarpósturinn - 02.01.1981, Blaðsíða 2

Helgarpósturinn - 02.01.1981, Blaðsíða 2
2 Föstudagur 2. janúar 1981 holtjarpncztl irínn Hreinsaft eftir vikuna Grein og myndir: Guðlaugur Bergmundsson í; ■ ■■■■&!? Séð inneftir Aftalgötu Súðavikur Svipmynd af þorpi: SLJÐAVÍK fljúga mávarnir í hringi yfir Súðavík? Af hverju Veistu af hverju mávarnir fljúga alltaf f hringi yfir Súftavik? Nei. Þaft er vegna þess, aö þeir halda öftrum vængnum fyrir nefift. Gátu þessa heyrfti ég i Súftavik sjálfri, en sjálfsagt er hún ekki ættuð þaðan. Sludduvik eins og isfirðingar kalla staöinn, og þykir ekki fint. Súöavik er varla einsdæmi meftal plássa af þessari stærö, efta skyldi maftur segja smæft, sem hafa volduga granna, að þurfa aft þola nafngiftir sem þessa, eða þá gátur, sem slegift er upp i grin. Til þess hins vegar að fullyrfta nokkuft slikt, skortir mig alla þekkingu. Ég get þó fullyrt, aft eigi gátan meft mávana aft tákna peningalyktina,,, sem deilt er mest um i Hafnarfiröi, þá var hún engin þá daga, sem ég dvaldi þar I desember. Kannski var þaft vegna þess, aft hvasst og kalt var alla daga og ég hætti ekki nefi minu of oft út i gaddinn, — en ég efast um þaft. Súöavik er á Vestfjörðum, ef einhver skyldi ekki vita þaft, nánar tiltekift vift Alftaf jörft i N - lsafjarftarsýslu, um þaft bil tutt- ugu og fimm minútna akstur frá höfuftstaft fjórftungsins, Isafirfti. Nokkurn veginn miftja vegu milli staftanna, fer Súftavikurvegur i gegnum litift gat i fjall, sem ég veit ekki hvaft heitir, og mun vart vera eldri en þrjátiu ára. Var þetta litla gat, sem sumir mundu kalla jarftgöng, mikil samgöngu- bót, þvi áftur komst fólk ekki á milli nema i bát. Bifreiöamenn- ingin hefur þvi haldift innreift sina þar sem annars staftar, en Súft- vlkingar berast ekki mikift á I þeim efnum. Þar er ekki mikift um lúxuskerrur, ég sá ekki nema einn Blazer og er hann liklega sá eini á staftnum. Annars aka Súö- vikingar um á ósköp venjulegum bilum, Mözdum og svoleiöis, rétt eins og viö fyrir sunnan. Vanfærar konur o.fl. Súöavik, um þaft bil 250 Ibúar. En til er lika Súftavikurhreppur. Auk þorpsins nær hann yfir Alfta- fjörft, Seyöisfjörft og inn i Hest- fjörft. íbúatala samtals um þrjú- hundruft manns. Eitthvaft mun þeim þó fjölga á næstunni, þvi ekki færri en sjö konur i þorpinu eru ófriskar og komnar misjafn- lega langt á leift, þar af átti ein þeirra aft taka léttasóttina fyrir áramót. Vanfærar konur eru þvi nokkuft hátt hlutfall af ibúafjöld- anum, og væri ég ekki hissa á aft þar ættu Súövlkingar heimsmet um þessar mundir. Enda hafa Vestfiröingar löngum verift taldir frjósamir. Hvaft eiga menn sosum aft gera á löngum vetrar- kvöldum? Og köldum. Súöavik, hvafthefur þú aö bjófta ferftalangi aft sunnan, sem heim- sækir þig aft vetrarlagi, i svart- asta skammdeginu? Þaö fer eftir þvi hverju ferfta- langurinn sækist eftir. Lysti- semdir borgarinnar hef ég fáar efta engar. Engin umferöarljós, enga umferöarhnúta, engar hraft- brautir með fjórum akreinum, engar stórverslanir, ekki leikhús, engin kaffihús til aft slæpast á, engin diskótek. Það er fátt, sem glepur hugann i Súöavik aft vetrarlagi. Illmögu- legt er aft gera sér grein fyrir landslaginu og dást aft því, sökum þess hve dimmt er, enda mun sólin ekki ná yfir fjallstindana i nokkrar vikur á ári hverju. Þvi er fátt um annaft aft ræfta en horfa út um eldhúsgluggann yfir höfnina og drekka kaffi eöa lesa Lukku Láka inni i stofu. Kannski dást aft heildarsafni Laxness i bókahill- unni, kikja i Bósasögu og rifja upp næturheimsóknir hans til bóndadætranna, sem allir strák- arnir i minu hverfi vissu um og höfftu lesiö. Þaft var enginn maftur meft mönnum, nema hann kynni aft segja frá þvi er Bósi fór aft herfta jarl sinn, efta brynna fola sinum. Hvaft Bósi afthafftist annaft vissi enginn, og kannski ekki enn. Þaft gat heldur ekki verift merkilegt, drepa mann og annan, jafnvel fleiri. Vift fórum i bió til aö sjá slikt. Fjórar götur eru i Súöavik, og sú fimmta er ekki langt undan. Aftalgatan heitir Aftalgata og liggur meftfram sjónum. Þar er frystihúsift, félagsheimilift og kaupfélagift, ásamt nokkrum ibúöarhúsum, sem flest efta öll eru komin nokkuö vift aldur. Vift Túngötuna er kennarabústaftur- inn og pósthúsift. Þessi hús ásamt öftrum i götunni eru nýlegir stein- kassar af hefftbundinni gerft. Þriftja gatan heitir Nesvegur, en hana sá ég aldrei svo ég viti. Þar standa hins vegar þrjú hús, sem öll bitast á um aft vera númer eitt. Benda eigendur þeirra á ýmislegt máli sinu til sönnunar, en enginn vill gefa sig. Þaft þykir kannski fint eft eiga heima i húsi númer eitt. Ég bý i húsi númer átta og læt mér þaö vel lika. Fjóröa gatan er svo Tröft, og mun vist vera hálfgerð tröft, ef ég hef skilift heimildarmenn mina rétt. Nýja gatan, sem kemur bráftum heitir Engjavegur. Ég man ekki til þess aft hafa rekist á slitlag á þeim götum sem ég fór um, en þaft getur þó veriö eftirtektarleysi. Frá New York til Súðavikur Ég kom til Súftavikur á fimmtu- degi, siftla dags. Frændgaröinum var heilsaft og hellt upp á kaffi til aöliftka málbeiniö. Þegar lifta tók á samræfturnar, kom I ljós, aft þá um kvöldift var kvikmyndasýning i félagsheimilinu, og þótti ekki annaftfærtenaftdrifa sig.Ekkier hægt aö koma til Súftavlkur án þess aö skreppa i bió. Þriöji mafturinn slóst i för meö mér og frænda, ungur maöur, sem flutti næstum beint frá New York til Súöavikur, meö viðkomu I Skál- holti. Sagöist hann kunna vel vift sig. Ég átti hins vegar erfitt meft aft sjá hvernig hægt væri aö taka svo stórt stökk i einu. En ætli þaö sé ekki þaö besta, aö fara úr hinu stærsta yfir i hiö smæsta. öfgarn- ar eru fyrir hendi á báöum stöft- um. All or nothing, sungu Small Faces á sinum tima. Félagsheimiliö lætur ekki mikiö yfir sér, þar sem þaft i»tendur viö ABalgötu. I rökkrinu er erfitt aö geta sér til um hvafta starfsemi fari fram i þessu húsi. Ljóskastarinn, sem lýsir upp bilastæftift er þaft eina, sem gefur til kynna, aö þetta er annaft en ibúftarhús. Tveir efta þrir bilar voru á stæftinu. Upp tröppurnar og inn. Þar tók vift einhvers konar forstofa, meiri á lengdina en breiddina (en er þaö ekki alltaf?) Þá snýr hún bara i aftra átt), lengdin beint af augum og fyrir enda salernin fyrir gesti. Strax á hægri hönd voru dyr, sem lágu inn i vistár- verur umsjónarmanns hússins. Þar vift hliftina lúga, þar sem aft- göngumiftinn er keyptur, ásamt kók og súkkulaöi. Andspænis voru dyrnar inn i sal. „Má ég ekki skrifa handa þér gúmmitékka?”, sagöi einhver vift miftasölustúlkuna, en verkfall bankamanna stóft þá yfir, þó mér hafi skilist aft Sparisjóftur staftar- ins hafi starfaö. „Einn mifta og eina kók.” Nokkur hópur karla og kvenna, allt ungt fólk og þær ekki nema fjórar efta fimm, haffti þegar raftaft sér saman upp meöfram veggjunum. Allt var þetta ungt fólk, flestir enn á táningsaldri, aft þvi er virtist. Var rabbaft saman i lágum hljóftum, drukkift kók og reyktar sigarettur. 1 Súöavikur- bió láta menn rifa af miftanum jafnskjótt og hann hefur verift keyptur, þó svo ekki sé gengift strax I salinn. „Þá er þaft bara búift”, var mér sagt, þegar ég spurfti út i þann sift. „Fórstu nokkuft á sjóinn i dag, Sammi?” Klippid út og geymiö Komman feerist fram um2sætí Gkr. 345^" Nýkr. 3^1 5 svona einfalterþað! Gkr. ] Nýkr.Au. 50.000,- = 500,00 10.000,- = 100,00 5.000,- = 50,00 1.000,- = 10,00 500,- = 5,00 100,- = 1,00 5 iO,- = i 0,50 1 10,- = < 0,10 5,-= < 0,05 & \ plfesl HBf éSl&Sli. v |Sg . ’ «"*; ] i minni upphæðir-meira verðgildi CT> Klippid út og geymiö (j ónýtur kofi viö frystihúsiö.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.