Helgarpósturinn - 02.01.1981, Blaðsíða 10

Helgarpósturinn - 02.01.1981, Blaðsíða 10
GOLF 10 Sólveig Þorsteinsdóttir mundar kylfuna i billskúrnum heima hjá sér. Kylfingar eru komnir i fullan gang — nú spila þeir bara inni „Við leggjumst kannski i tveggja mánaða dvala, en i des- ember byrjum við aftur og æfum stift fram á vor”, sagði Sólveig Þorsteinsdóttir, menntaskóian nemi og islandsmeistari kvenna i golíi i samtali við Helgarpóstinn. Þeir sem utan við golflþróttina standa halda kannski aö golf sé eingöngu sumaríþrótt og kylf- ingar geri b'tið sem sllkir allan veturinn. Þaö er hins vegar fjarri sanni. Aö visu viðrar ekki oft vel til að leika golf úti aö vetrinum, en þeir dagar sem gefast eru vel notaöir. Þegar svo snjór hylur jöröina og norðanvindar næöa, hverfa kylfingar af golfvöllunum og leita húsaskjóls eins og svo margir aðrir, en þar meö er ekki sagt aö golfkylfurnar séu settar upp á efstu hillu. Þá snúa kylfingar sér bara að inniæfingum. Uppi á lrfti I Ford-htlsinu i Skeifunni er aðstaða fyrir golf- leikara til æfinga og þar slá þeir kúlunni i net og æfa sig i að „pútta” á þartil gerðum mottum. Þar eru lika þjálfarar til leið- sagnar allan veturinn, þeir Þor- valdur Asgeirssonog JohnNolan. Sólveig sagöist litiöhafa æft sig i golfinu frá þvi i október, en i staðinn hefur hún notað timann til að þjálfa sig á annan hátt. ,,Ég er i lyftingum og þrekæf- ingum og svohefég hlaupið svona tvisvar til þrisvar í viku”, sagði hún. „Það veitir ekki af fyrir kvenfólk. Þóttgolf séekki krafta- iþrótt, heidur byggist aöaliega á tækni, er nauðsynlegtað hafa gott úthald. Um leið og maður veröur þreyttur, dregur úr einbeiting- unni og höggin fara að mistakast. Allar þær æfingar sem ég stunda eru fyrir golfið, en auk þess liður mér miklu betur ef ég er i góðiri æfingu. Ég fæ sjaldnar kvef og svoleiðis”. Sólveig hefur stundað golf i 6 ár. Hún ánetjaðist aðeins 12 ára gömul úti i Sviþjóð og hefur haldið áhuganum siðan. 1 fyrra- sumar vann hún Reykjavikur- mótið og i sumar varð hún ts- landsmeistari, svo hún hefur haft árangur sem erfiöi. „Vegna skólans hef’Ur ekki gef- ist mikill timitil þess að spila úti i vetur”, sagöi hún. „Þó hef ég skroppið stundum um helgar. Þá er alltaf talsvert af fólki á vellin- um, sérstaklega fólk semer að spila sér til skemmtunar og af- slöppunar. Þaö fær aldrei nóg. Ég er farin að hlaupa til að byrja aftur núna, en þó held ég aö það sé gott að hvÐa sig á golfinu I svona tvo mánuði. Ég er stundum orðin leið á þessu á haustin, sér- staklega þegar fer að ganga illa”. En Sólveig þarf vist ekki oft aö kvarta yfir slæmu gengi, þvi auk Islandsmeistaratitilsins i sumar vann hún mót I Gautaborg i sumar og þótt það hafi bara verið „litið mót”, eins og hún segir, hlýtur alltaf að vera ánægjulegt að sigra andstæðinga sem hafa mun betri aðstæður til æfinga, eins og Sviar hafa. JOKER v/HLEMM Leiktækjasalur Umsjón: Sigurveig Jónsdóttir SKÍÐAÍÞRÓTTIN: Framkvæmdir á fjöllum * Skiöamenn hafa þurft aö bíöa óvenju lengi eftir snjónum nú i vetur. Fyrsta skiöalyftan hér sunnanlands fór ekki i gang fyrr en 14. desember og þá i Hveradöl- um og sú lyfta annar ekki miklu. A Akureyri hefur veriö sama sag- an. Aðeinsá örfáum stööum fyrir noröan var hægt að byrja fyrr. En nú skulum viö vona, aö alit sé komiö i fullan gang og fram- haldið veröi betra. Og ef snjórinn leyfir veröa aöstæöur skiöa- manna þó nokkuö betri en þær voru i fyrra. Nýjar lyftur veröa teknar i notkun i vetur og upplýst- ar göngubrautir veröa bæöi I Blá- fjöllum og Skálafelli. Veigamesta breytingin i Blá- fjöllum er hjá Fram i Eldborgar- gilinu, þar sem búið er að koma upp diskalyftu, en IR-ingar, Vik- ingarog KR-ingar hafa verið með talsverðar framkvæmdir hjá sér lika siðan i fyrra. Vikingar settu upp diskalyftu i Sleggjubeins- skarði i' fyrra og IR-ingar breyttu brekkunum hjá sér, byggðu nýtt lyftuhús og bættu lyftuna sina. - KR-ingar eru að koma upp þjón- ustumiðstöð fremri lyftumar, þar sem verður langþráð snyrtiað- staða og húsnæði til að borða nesti og hlýja sér. Alls verða i gangi i vetur 10 diskalyftur a ákiöastöðum Reykjavikursvæðisins, auk stóla- lyftunnar i Bláf jöllum og auk þess verða nokkrar smærri spjalda-og toglyftur. Og framkvæmdirnar halda áfram, þvi að sögn Hreggviös Jónssonar hjá Iþróttaráði Reykjavikur er fariö að huga að nýjum vegi um óbrynningshóla til Hafnarfjarðar úr Bláfjöllun- um, sem myndi létta mjög á vegakerfinu upp eftir. Eins er búið að steypa kjallara undir þjónustumiðstöð i Bláfjöllum og leggja frárennsli þaöan út fyrir vatnssvæði Reykvikinga og þess- um framkvæmdum verður haldið áfram næsta sumar. Aætlað er að þjónustumiðstöðinni veröi lokiö á næsta ári. Þá má nefna aö i Skálafelli er kominn á góðan rekspöl undir- húningur að uppsetningu fram- haldslyftu, sem kemur til með aö flytja skiðamenn upp á topp á fjallinu, en sú lyfta mun opna ómælda möguleika þar. íþrótt rika fólksins Það hefur oft veriö kvartað yfir þvi' að skiðaiþróttin sé oröin svo kostnaðarsöm, að þaö sé ekki á færi nema efnafólks að stunda hana. Þetta má til sanns vegar færa, að minnsta kosti aö þvi er sviginu viðkemur. í vetur kosta árskort fyrir full- oröna i' Bláfjöllum 600 ný-krónur og 300 ný-krónur fyrir börn. Dag- kortin kosta 40 krónur fyrir fullorðna og 20 krónur fyrir börn, en þau gilda aðeins virka daga frá kl. 13—18.30. Annars verður að nota miðakort, sem kosta 15 krón- ur fyrir fullorðna og 7.50 fyrir böm og em 8 miðar á kortinu. Fjórar ferðir með stólalyftunni kosta þvi fimm manna fjölskyldu yfir 50 krónur, nýjar. Mörgum finnst eflaust nóg um, en þó hafa miöaverðin ekki hækk- að fullkomlega i samræmi við verðbólguna, þvi hækkunin er á bilinu frá 43—50%. Lyfturnar gera þvi eflaust ekki meira en að standa undir sér. Spilaþrautir Eftirfarandi spil finnst mér með skemmtilegustu spilum sem ég hefi séð og langar þvi að sýna ykkur það. á áramótum út og þá kom tromp legan i ljós. Suður virðist vera með tapað spil. Hann tapar einum slag i spaða, einum i hjarta, tveimur i Skák: Guðmundur Arnlaugsson — Spil: Frlðrik Dungal — Söfnun: Magni R. .'Aagnússon — Bilar: Porgrlmur jhr, Gestsson Spi/ 1 dag skrifar Friðrik Dungal um spil Svona litur spilið út og suður á að vinna fjóra spaða: S 98654 H K54 T 1052 L A9 S - H DG1096 T KDG986 L 64 S AKG107 H A32 T A43 L G3 Suður opnaði á einum spaða. Vestur sagði þrjú lauf og norður þrjá spaða. Þá sagði austur fjóra tígla og suður sló botninn i með fjórum spöðum. Vestur lét út laufa kóng, sem tekinn var á ás i borðinu. Spaði Boröa- Sími86220 pantanir 85660 Veitingahúsið í GLÆSIBÆ tigli og einum i laufi. Synd að segja að framtiðin sé björt. En eitthvað verður til bragðs að taka. Þá er um að gera að setja gráu sellurnar i gang. Sjáum til — . Laufa sögn vesturs bendir sennilega á að hann sé með sjö lauf. Hann á þrjá spaða, það vitum við Þessi þrjú sem eftir eru verða þvi að vera tvö hjörtu og einn tigull Þá er að skutla sér i slaginn og spila samkvæmt þessari áætlun. Eftir ás i og kóng i spaða spilum við ás og kóng i hjarta. Þá tigul ásnum. Nú ætti ein- angrun að vera lokið. Nú spilum við laufa gosa og setjum vestur inn. Hann tekur slaginn og spilar siðan spaða drottningu, en verður svo að spila laufi i tvöfalda eyðu. Nú má suður ekki flaska á þvi að fara að trompa. Nei, hann gefur slaginn. Úr borði lætur hann hjarta og sjálfur lætur hann tigul. Aftur lætur vestur lauf. Þá trompar borðið og suður kastar siðasta Galdrakarlar Diskótek S D32 H 87 T 7 L KD108752 tiglinum og á það sem eftir er. Takið vel eftir þvi, að suður má ekki setja vestur inn á spaða drottningu, þvi þá spilar hann suðri inn á laufa gosann og er þá einn niður. Það er tilgangslaust fyrir vestur að gefa laufa gos- ann, þvi þá er hann settur inn á spaða drottninguna og suður vinnur fimm i stað fjóra, þvi hann kastar af sér hjarta og tigli þegar laufið kemur frá vestri svo að vestur fær þá aðeins tvo slagi. Glæsileg spilamennska! Ertu mér ekki sammála, lesandi góður? Spilaþraut S KD4 H A32 T DG1098 L G4 S 532 S G76 H 8765 H KDG1094 T 76§432 T — L D1092 S A1098 H — T AK L AK87653 Suður vinnur sex spaöa. Vestur lætur út hjarta áttu. Sendið lausnina inn fyrir janúarlok. Merkið hana „Helgarpósturinn, Spilaþraut”. Sjálfsagt koma margar réttar lausnir, en þá verður dregið úr þeim. Sá sem vinnur fær i verð- laun tvenn spil og auðvitað verður sagt frá þvi hver varð sigurvegarinn. interRent car rental Bílaleiga Akureyrar Akureyri Reykjavik TRVGGVABHAUT 1A SKEIFAN 9 S. 21715 23515 S. 31615 86915 Mesta úrvallð, besta þjónustan. VI6 útvegum yöur atslátt a bílaleigubilum erlendls.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.