Helgarpósturinn - 02.01.1981, Blaðsíða 18

Helgarpósturinn - 02.01.1981, Blaðsíða 18
18 Listin að segja sögur Það á að dansa, eftir William Heinesen. Þýöandi: Þorgeir Þorgeirsson. Mál og menning, Reykjavik 1980. Sagnameistarinn William Heinesen er enn i fullu fjöri þótt hann sé orðinn áttræður. Það sannar þetta nýja smásagna- safn hans sem kemur út sam- timis á íslandi og i Danmörku. Að vanda sækir meistarinn efni til Færeyja og býr atburðunum þar svið. Frásögnin miðast við færeyskt þjóðlif i upphafi þess- arar aldar. Ég er eflaust ekki einn um að álita smásöguna það form sem best hæfir hinum goð- sagnakenndu minningarbrotum og sögnum sem Heinesen byggir á. Smásagan sem eining liggur nærri hinni munnlegu frá- sagnarlist en skáldsagan. Oft virka hinar stærri sögur Heine- sens mjög samsettar og brota- kenndar (t.d. Móðir sjöstjarna), sem séu þær byggðar á smærri einingum. Raunarer þettasam- spil svipað þvi sem er á milli Is- lendingasagna og hinna sjálf- Bókmenntn________________ eftir Halldór Björn Runólfsson. Sigurö Svavarsson og Helga Skúla Kjartansson stæðu þátta. Undirtitill þessarar bókar er: Nýjar sögur frá Færeyjum. Þessi fyrirsögn gerir það að verkum að fyrsti þáttur bókar- innar. Húsið i þokunni, verður að skoðast sem nokkurs konar inngangur að hinum sögunum fjórum. Hugleiðingin um húsið i þokunni birtir samt skemmti- lega mynd af meistaranum og þvi hvernig hann litur mann- lifið. Fyrsta sagan af hinum f jórum fjallar um þekkt minni Fablan, ástsjúkan ungling sem kynnist ástinni eingöngu með vonbrigð- Föstudagur 2. janúar 1981 .—he/garpásfurihrL. um. Fabfan er fúskari i ásta- málum. önnur sagan fjallar um Theodóru, unglingsstúlku sem býr yfir sannkölluðum töfra- mætti og tryllir alla karlmenn. Þegar yfir lýkur hefur hún gert hjónaband prestsins unga að rústunum einum. 1 sögunni Að- venta er greint frá feðgum er leggja á fjallveg i viðsjárverð- um desemberveðrunum. Sagan er sögð frá sjónarhóli unglingsins, sem elskar föður sinn en óttast jafnframt um hann vegna trúarhitans er mótar gjörðir hans. Tilfinning- um drengsins er einstaklega vel lýst, en undirtónn sögunnar er alvarlegur eins og jafnan er Heinesen tekur trúarofstækið fyrir. Si'ðasta sagan er aftur á móti uppfull af fjöri og húmor- inn ræður rikjum. Bókin ber heiti þessarar si'ðustu sögu sem fjallar um viðfræga atburðina i Stapaey. Þaðan er komið mál- tækið: Nú er stand i Stapaey, sem oft heyrist sagt þegar allt fer úr böndunum og manneskj- urnar umhverfast. Isögunni um dansinn i Stapa- ey ávarpar sögumaður lesand- ann beint og segir: „Þetta er það sem ég — fyrir þrábeiðni ykkar, — ætla að segja ofurlitið frá áður en það yrði kannski gleymt og grafið um leið og ég Heinesen — þetta samásagna- safn kemur samtimis út á is- landi og I Danmörku. sjálfur. Annars er það nú svo með endurminningar gamla fólksins, eins og þið náttúrulega kannist við, að jafnvel þó margt geymist ótrúlega vel i minni þá er annað runnið út i' gleymsku- þokuna og þar verður maður að reyna að skálda svolitið greindarlega i eyðurnar”. (182) Þessi yfirlýsing Péturs gamla Mohr segir eflaust allt sem segja þarf um tilurð þessara sagna. Aðalpersónur sagnanna og sögumenn eru yfirleitt ungar að árum og er það e.t.v aðferð höf- undar við að nálgast vettvang og tima atburðanna. Þaö er einnig ljóst að Heinesen álitur árin sem æskunni þyrmir yfir mann vera merkasta æviskeið mannsins. í sögunni af Fabian segir: ,,...— þetta voru stór- brotnir og smáskltlegir, djarfir og niðurbældir, taumlausir og óttablandnir, vonlausir og gleði- þrungnir ástarsælu og heiftar- timar, timar sem menn kaf- roðna yfir af skömm og iðrun en þrá samt óstjórnlega siðarmeir á ráðsettari (eða kannski bara fátæklegri) æviskeiðum þegar minningin fer að dvelja við þá ....” (18) Þessar dýrlegu smásögur Heinesens eiga eflaust eftir að vera öllum unnendum hans kærkomin upplyfting i annars snautlegu jólabókaflóði. Það á að dansa, er bók sem engan svikur. Um þýöingu Þorgeirs Þor- geirssonar er óþarft að fara mörgum orðum. Hann er orðinn svo nákominn meistaranum að útkoman er ævinlega mjög góð. Mér er til efs að það finnist hæfara eyki til að spenna fyrir sagnavagninn. SS Pertur frá aldar ævi Gylfi Gröndal: Niutiu og níu ár. Jóhanna Egilsdóttir segir frá. Setberg 1980. Það er ekki alveg heil öld sem Jóhanna Egilsdóttir segir frá eftireigin minni. Hún varðekki nema 99 ára þá dagana sem bókin var að koma út, og fyrstu minningar hennar um fátækt, iðjusemi, útmánaðahungur kot- unga og hrakning sveitarlima, þær eru frá harðindunum skömmu fyrir 1890, þótt hún kunni eidri sögur úr ætt sinni. Og frá sfðustu fjörutiu árunum segir hún svo sem ekki neitt, nema aðeins um launajafnaðar- I lögin 1961 og örfáar setningar um einkamál sin. Meira segir frá æskuárum hennar, uppvext- inum austur á Siðu, vist á stór- | býli i Fióa, trúlofun og bú- stofnun f Reykjavik. 1903. En aðalefni bókarinnar — sem raunar er ekki löng — er minn- Sigmund: Skrautleg samtið, 158 bls. Útgefandi: Prenthúsið, 1980 Halldór Pétursson: Myndir, 207 hls. Útgefandi: Prenthúsið, 1980. Tvær bækur hefur rekið á fjörur minar og teljast þó kannski fremur myndlistarverk en bókmenntir. Bækur Sig- munds og Halldórs eru mynda- bækur, en upp á siðkastið hafa slikar bækur átt geysimiklum vinsældum að fagna hér á landi. Þó eru slikar bókmenntir miklu sjaldgæfari hér en erlendis og er það einkum vegna þess hve fáir teiknarar islenskir, hafa lagt fyrir sig slika myndgerð. Reyndar er það nokkuð furðu- legt, hve litt myndasagan og skopmyndin hefur freistað lista- manna hér. Erlendis má rekja slika myndgerðafturtil 18,aldar og hér voru gerðar skopteikn- ingar i byrjun þeirrar nitjándu. Myndasögu- og skopmyndagerð nýtur slikraralmennrar hylli að engu dagblaði kemur til hugar að fórna þessu léttmeti á altari alvörunnar, hversu málefnalegt sem það vill vera. Hér er þvi næsta óplægður akur fyrir listamenn meö skop- skyn, þvi enginn vafi er á að innlent efni væri betur þegið en innflutt, ef gæðin væru svipuð. 100% afkastageta Frá þvi snemma á 7. ára- tugnum hefur Vestmann- eyingurinn Sigmund Jóhanns- son sett svip sinn á siöur stærsta dagblaðs landsins. Afköst hans eru slik að vart verður jafnað við nokkuð, nema ef vera kynni aflabrögð heimamanna hans. A næstum hverjum degi i öll þessi ingar Jóhönnu úr kvenréttinda- hreyfingunni, Alþýðuflokknum og umfram allt verkalýðshreyf- ingunni, en hún var i forustu- sveit verkakvennafélagsins Framsóknar frá 1917, siðast lengi formaður þess. Styrkur bókarinnar liggur i einstökum sögum og svipmynd- um, sérstaklega af högum verkalýðs og úr kjaradeilum, en lika t.d. af vettvangi Alþýðu- flokksins. Tengter með fróðleik sem að nokkru —kannski miklu — leyti er sóttur i blöð og bækur og skynsamlega valinn. Skoð- anir Jóhönnu eiga sér sky ran og heilan grundvöll: samstöðu með hinum snauðu og kúguðu og óhvikula tryggð við málstað þeirra og samtök, þar með tal- inn Alþýðuflokkinn. Eftir árin 1938—42, þegar annar stjórn- máiaflokkur varð ekki siður fulltrúi verkalýðssamtakanna ár hafa lesendur Morgunblaðs- ins getað hlegið sinn daglega skammt að skopi Sigmunds og ekkert lát'virðist vera á vinnu- getu hans. Það er mikill skaði, að þess- um afkastamanni skuli ekki hafa dottið i hug að setjast á skólabekk, til að vikka út hæfi- leika sina. Bak við ágæt tök hans á þvi skoplega, glittir nefnilega i' kunnáttuleysi varð- andi li'kamsbyggingu, slæleg grafisk tilþrif og skort á sjálf- stæðumstfl. Flestallti myndum Sigmunds má rekja til frægra skopteiknara, danskra, enskra og ameri'skra. öllu þessu mætti koma i lag með smá skólun i faginu. Likt og teikningarnar, er skopskyn Sigmunds of staðlað og einhæft. I það vantar ein- hverjar finessur sem fá hlátur- inn til að endast. Þetta kemur berlega i ljós þegar bók hans er skoðuð. í svo miklu magni jaðra myndir hans við að vera leiðin- legar. Þvi mætti ætla, að með ögn færri myndum og betri undirbúningi, gætu teikningar Sigmunds tekið stakkaskiptum til hins betra. Þúsundþjalasmiður Ekki hefði Sigmund haft slæmt af þvi að ganga i skóla til Halldórs Péturssonar. I smekk- legri og vandaðri bók Péturs Halldórssonar, með inngangi Indriða G., opinberast hæfi- leikar og fjölhæfni þessa þúsundþjalasmiðs á sviði teikn- ingar, svo vart verður betur gert. Rakiö er i máli og myndum æviferill og starf þessa þögla si- teiknandi listamanns, allt frá barnæsku til snemmbærs dauðadags. Hér vinnur allt saman, texti og frábært val og bætt lifskjör breyttu, ef ekki eðli þá a.m.k. birtingarhætti stéttaskiptingar i landinu, eftir þann tima nýtur Jóhanna sín ekki og hefur frá fáu að segja. En minningar hennar frá ára- tugunum á undan eru frábær vitnisburður um þannanda sem þá bar uppi hreyfingu alþýðu- fólks. Frásagnir af uppvexti Jó- hönnu og frá heimili hennar i Reykjavik eru ekki rúmfrekar, en þær eru skemmtilega valdar tilað draga fram viðhorf hennar og skerpa þá stemningu sem rikir i verkalýðssögunum. I minningum hennar þýðir aftur á móti ekki að leita að útskýring- um eða yfirlit um þá mikils- verðu atburði sem hún tók þátt i sem verkalýðs- og stjórnmála- leiðtogi. Þar er henni óljúft að flækja málin með útlistunum, heldur stimplar hún menn og málefni góð og vond. A.m.k. málefnin. Menn er hún ótrauð að stimpla góða, tekur sérstak- lega fyrir til hróss nokkra látna samherja sina, en á sliku efni i mynda. Þannig sér maður fyrstu bráðþroska tilþrif Hall- dórs á bamsaldri, skopteikn- ingar frá skólaárunum, þar sem skopteikningar af kennurum komui stað heimadæmanna. Þá fær maður innsýn i fyrstu aug- lýsingagerð hans, myndlistar- nám I Danmörku og Bandarikj- unum og allt það sem á eftir kom. Það er líkt og að verða strákur aftur, að fletta bók Hail- dórs. Hver man t.d. ekki eftir leiðinlegu lestrarbókunum frá Rikisútgáfu námsbóka, sem einungis lifnuðu við vegna teikninga Halldórs Péturssonar. Þegar litið er yfir allan þann fjölda ævintýrabóka, þjóðsagna og sögubóka sem hann mynd- skreytti svo frábærlega, spyr maður sig hvort Halldór hafi ekki einnig unnið i svefni. Þó er hér aðeins um brot af ævistarfi hans að ræða. Auglýs- ingar, merki, tækifærismyndir, bókakápur o.fl.. Allt er þetta gert með handbragði snillings. Skop og alvara (sem aldrei var þó of alvarleg) blandast i öllum hans verkum. Mönnum og dýr- um gerir hann ógleymanlegt skil. Einkum er hesturinn hon- um hugleikinn, eins og sjá má á titilsiðu bókarinnar. Þar er brugðið upp þróun hestsins i meðförum Halldórs frá barna- myndum til fullþroska teiknara. I stuttu máli sem þessu verður Halldór Pétursson engan veginn krufinn til mergjar. Það er enginn vafi að i honum kristallaðist það besta sem komiðhefur frá slikum teiknara hér á landi og þótt viöar væri leitað. Þennan mann tekst bókinni að laða fram og gera góð skil á sannfærandi hátt. Still hans og tækni, vald hans yfir teiknimiðl- unum og margsiungin aðferð ásamt þróun þessara þátta, gera Myndir að veglegri og Itar- legri listaverkabók. HBR Jóhanna Egilsdóttir — styrkur bókarinnar liggur f einstökum sögum og svipmvndum, sér- staklega af högum verkalýðs og úr kjaradeilum, en lika t.d. af vettvangi Alþyðuflokksins, segirHelgi Skúli ma.a I umsögn sinni. minningabókum vilja verða sömu annmarkar og á hverjum öðrum eftirmælum. En þótt hún fordæmi málstað manna og'ein- stakar athafnir, vill hún unna einstaklingum sannmælis, er t.d. hirðusöm á það sem henni hefur hlýlegt farið á milli við Thorsarana og aðra erkióvini úr stéttabaráttunni. Gyifi Gröndal er reyndur skrásetjari endurminninga og iþróttamaður i þeirri grein, skrifar einkar fágaðan texta, en þó svo breytilegan milli bóka að hann leggur sig greinilega eftir málfari sögumanna sinna. Þetta er fjórða bókin sem hann skrifar eftir lifandi heimildar- mönnum, styst og kannski efnisminnst, en, aðég held, full- komnast verk frá hans hendi. Honum virðist jafnlagið að færa i fágaðan og læsilegan bókar- búning viðhorf og stemningar heimildarmanna sinna eins og málfar þeirra. — HSK Sýnishorn úrbókum þeirra Sigmunds og Halldórs Péturssonar WÓDLEIKHÚSIÐ leikfelag 2(220 REYKJAVlKUR Ofvitinn laugardag kl. 20.30. Rommý sunnudag kl. 20.30 Blindisleikur 4. sýning laugardag 3. jan. 5. sýning sunnudag 4. jan. Nótt og dagur Miðasala i Iðnó kl. 14—19. Simi 16620. 8. sýning föstudag 2. jan. Litla sviðið Aldraðir þurfa líka Dags hríðar spor að ferðast — sýnum þriöjudag 6. jan. kl. 20.30 miðvikudag 7. jan. kl. 20.30. þeim tillitssemi. Miðasala 13.15 — 20. Simi 1-1200. ||UMFEROAR Auglýsingasími Helgarpóstsins er 8-19-76 Tvær teiknibækur

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.