Helgarpósturinn - 02.01.1981, Blaðsíða 24

Helgarpósturinn - 02.01.1981, Blaðsíða 24
Föstudagur 2. janúar 1981 helgarpÓsturínn HVERNIG LIST ÞER A BREYTING ARNAR ? Viö f jölgum vinningum svo aö nú vinnst á meira en fjóröa hvern miða. Mest fjölgar hóflegum vinningum sem koma sér vel — þessir á 100 þúsund (1000 nýkr.) verða t. d. næstum þref alt fleiri en í fyrra. Hæsti vinningur verður 10 milljónir (100.000 nýkr.) -hækkar um helming. Til viðbót- ar þessu veröur veglegur sumarglaöningur dreg- inn út í júlí — þrír 5 milljón kr. vinningar (50.000 nýkr.) Svo nú er sérstök ástæða til aö vera með í happdrætti SÍBS Og miðinn kostar aðeins tvö þúsund kr. (20 nýkr.) _________ þar aö auki vitum við að 1981 er ár fatlaðra — ár þeirra sem njóta ávaxta af starfi SÍBS ____3irai veskinuentoig grunor? HAEPHÍÆTTI SlBS # Nú má heita að gengiö hafi verið frá ráöningu flestra leikara fyrir kvikmyndina um Gisla Súrsson.sem Isfilm hefur tökur á nú seinni part vetrar. Aö vfsu á enn eftir aö ganga frá smá- atriöum i sambandi viö leik- arana sem samningsbundnir eru leikhúsunum, en allar likur eru á aö þaö takist innan tiöar. í lang- stærsta hlutverkinu, Gisla sjálfs, veröur Arnar Jónsson, en Ragn- heiöur Steindórsdóttir mun leika Auöi Vésteinsdóttur. önnur hlut- verk eru allnokkuö minni, en meöal leikara sem fara meö þau eru Helgi Skúlason (Eyjólfur grái), Tinna Gunnlaugsdóttir, Jón Sigurbjörnssonog Sveinbjörn Matthiasson. Ekki hefur endan- lega veriö gengiö frá skipan hlut- verkanna.... “ Á árinu sem veriö hefur aö liÖa hafa farandverkamenn látiö i sér heyra, eflaust meira en nokkru sinni fyrr: Og á þessu nýja ári, i september væntanlega, veröur lokiö viö heimildakvik- mynd um sögu og stööu þessa fólks. Þaö er Þorlákur Krist- insson sem boriö hefur hita og þunga af töku myndarinnar, en hún hefur staöiö I um eitt ár. Þor- lákur hefur fylgst vel meö öllum fundum og atburöum sem snerta farandverkafólkiö, og á nú oröiö allmikiö hráefni aö vinna úr. Hann sagöi þaö hugmynd sina aö fyrri hluti myndarinnar yröi um sögu þessa hóps, alveg' frá land- námsöld, gegnum bændasamfé- lagiö, i fiskvinrisluna, fram til þessa dags. Siöan yröi fjallaö um baráttu þess, eftir aö þaö vaknaöi til vitundar um að þaö væri til. Þorlákur sagöi þaö sem eftir væri fyrst og fremst vera fram- kvæmda- og fjármögnunaratriöi. Hráefniö heföi hann, meðal ann- ars aögang að gömlum myndum úr ljósmyndasafni Þorsteins Jónssonar, og hann var vongóður um fjárstuðning meöal annars frá kvikmyndasjóðnum, og Menn- ingar- og fræöslusambandi al- þýöu.... ® Eitt af einkennum siöasta árs var mjög svo aukinn áhugi almennings á mat og ljúfum vin- um. Allflestir fjölmiölar geröu þessu góö skil og sum blöö birtu fasta þætti þar sem lesendum var leiðbeint um völundarhús matar- geröar og vindrykkju. Þetta fór fyrir brjóstið á fjölmörgum, ekki sist þeim sem framarlega standa i bindindishreyfingunni. Fyrir skömmu var til dæmis þeim Sig- mari B. Haukssyni, útvarps- manninum góökunna og Ellert B. Schram,ritstjóra Vísis, stefnt til yfirheyrslu hjá fulltrúa lögreglu- stjóraembættisins i Reykjavik, vegna skrifa þess fyrrnefnda i blaöiö. Sigmari er gefið aö sök aö hafa auglýst ákveöna rauövinstegund i grein s^em fjallaöi um rauövin I rikinu. Maliö hefur veriö sett i lögreglu- rannsókn... # Fjarvera Steingríms Hermannssonar mitt i öllum efnahagsráöstöfunum hefur vakiö talsvert umtal, en hann er sem kunnugt er um þessar mund- ir á skiöum á Spáni. Hefur þetta oröiö til þess aö einhverjir hafa rifjað upp, aö meöan hann var formaöur Rannsóknarráös rikis- ins hafi hann þótt hinn mesti sér- fræöingur i aö sameina skiöa- feröir sinar og feröir I opinberum erindagjöröum á vegum Rann- sóknarráös, þannig aö þaö hafi jafnan komiö i hlut rikisins aö borga feröirnar. Hiö sama sé nú uppi á teningnum þegar hann er sestur i ráöherrastól. í sumar hafi hann fariö i sumarleyfi sitt til Flórida en hin opinbera erinda- gjörö sjávarútvegsráöherra i þaö skiptiö var að kynna sér rekstur islensku fiskframleiöslufyrir- tækjanna i Bandarikjunum. Nú fer hann I skiöaferö til Spánar en sameinar það opinberri heimsókn til A-Þýskalands hinn 10. janúar og sleppur þvi billega frá far- gjöldunum einnig I þaö skiptiö. Þess vegna eru menn aö tala um aö fengi Steingrimur aö sýna sömu hagsýnina i rekstri þjóöar- skútunnar og hann gerir i skemmtiferðum sinum, þá væru efnahagsmál landsins ekki 1 þeim ólestri sem þau eru nú i.... ®Fjármál siöustu listahátiðar eru nú i gagngerri endurskoöun hjá endurskoöunarstofnunum bæöi rikis og borgar, og munu upphæöir fara hækkandi eftir þvi sem á endurskoðun reikninganna liöur. Svo alvarlega er litiö á mál þetta, aö Ingvar Gislason, menntamálaráöherra aflýsti full- trúaráðsfundi listahátlöar sem boðaöur haföi veriö laugardaginn 13. desember, þar eö hann treysti sér ekki til aö halda þennan fund fyrr en niöurstöður reikninganna lægju ljósar fyrir. Þá hefur heyrst um aö komnar séu fram kröfur innan minnihlutans i borgar- stjórn um aö framkvæmdastjóri hátiöarinnar, örnólfur Árnason veröi ekki endurráöinn. Þaö kemur næst i hlut borgarinnar aö tilnefna stjórnarformann lista- hátiöar, og er taliö aö þaö veröi Guörún Helgadóttirsem fái verk- efniö, og Guörún mun vera frem- ur hliöholl núverandi fram- kvæmdastjóra.... # Gamall draumur Jazz- vakningar er nú loksins að rætast, draumurinn um bigbandiö. Og þaö ekki af verri endanum. Clark Terry trompettisti og kappar hans eru nefnilega væntanlegir hingað meö vorinu til aö blása burtu siöustu grýlukertunum úr hjörtum okkar. Allir hafa þvi eitt- hvað aö hlakka til... # Afmælis rikisútvarpsins var rækilega minnst um daginn, og þá ekki sist i rikisfjölmiðlunum sjálfum. Afmælishátiöin þótti nú ekki nema rétt boöleg, svona efnislega, en eitt skemmtilegt at- vik kryddaði hana nokkuö. Þaö var þegar Ingvar Gislason, menntamálaráðherra hóf sitt ávarp, sem reyndar markaði timamót i sögu útvarpsins meö grænu ljósi á byggingu útvarps- húss. Þá byrjaöi ráöherra: „Herra forseti...” og horföi upp i forsetastúku Þjóðleikhússins. Þar sat þá Vigdis Finnboga- dóttir! Lentu sjónvarpsmenn i miklu basli viö aö þurrka oröiö „herra” út af hljóðbandi upptök- unnar af dagskránni sem sjón- varpaö var kvöldiö eftir, en hljóö- varpsmenn gátu hins vegar engu bjargaö i beinu útsendingunni. # Stjórnarandstööuarmur Sjálfstæöisflokksins komst i hinn mesta bobba vegna afmælis Gunnars -K Thoroddsen, forsætis- I \ ráöherra. Morgunblaöið \/ komst aö jr

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.