Helgarpósturinn - 02.01.1981, Blaðsíða 9

Helgarpósturinn - 02.01.1981, Blaðsíða 9
Föstudagur 2. janúar 1981 9 Ég vil nammi væna UmbUðimar eöa innihaldiö? Yfirleitt einkennir það alla is- lenska umræðu að einblina á umbUðirnar og hnakkrifast um þær, en gleyma innihaldinu, eöa leiða það hjá sér meðspakmæli, eins og það skipti engu máli. Agætt dæmi um þennan sér- kennilega hæfileika eru nýleg blaðaskrif um gúanórokkið eða pönkrokkið svo kallaða. Hæfi- leikamenn af þessu tagi þeystu þá fram á ritvöllinn og hófu stifa umræðu um málfar og form pönksöngvaranna, og komust að þeirri einstæðu niðurstöðu að pönksöngvarnir væru ekki góður skáldskapur Um hvað þessir söngvar fjölluðu, eða hvaða erindi þeir eiga til sam- timans var hins vegar algert aukatriði, Strax og orðin „vond is- lenska” koma fyrir min augu, hugsa ég með hrolli til allrar þeirrar fjallkonuegrófilíu og þjóðernisrembings sem ein- kennt hefur islenskan heimóttarskáldskap allt frá striðinu. Og á sama tima sem þessi skáldskapur fjallaði af heilagri vandlætingu og helgi- slepju um hreinleika fjallkon- unnar og helgi hins hreina máls varhann fullur af fölnandi lauf- um, stórborgarljósum, mann- hafi, ærandi vélum — og yfir- leitt öllu þvi sem þekkist hvergi nema I útlöndum og i kvæöum skálda sem eru vaxin úr um- hverfi sem hefur upp á þessi fyrirbæri að bjóða. Fjallkonuegrófllian sá aldrei sitt eigið umhverfi gat aldrei breytt eigin raunveruleika i yrkisefni. Menn héldu að þeir hefðu gert byltingu með þvi aö rlfa I sundur gamlar hefðir I rimi og stuðlum, en að yrkisefn- inu þ.e. innihaldinu, stein- gleymdist að huga. Megnið af þessum skáldskap er vond upp- suða Ur útlendum kvæðum, eða holtaþokuvæl sem bUið er að svipta stuðlum og rími, og er hvaö yrkisefni eöa hvað afstöðu höfundartil llfsins snertir, jafn- vel enn afturhaldssamari. Það er eiginlega ekki fyrr en með tilkomu skálda eins og Dags Sigurðssonar sem farið er aðhuga aðyrkisefni sem er sdtt i Islenskan raunveruleika og umbUöirnar og fjarrænt tuldur ofan i' barminn um ljtísörvar, laufregn eða ljósahaf stórborg- anna er látið flakka. Siðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og nöfn eins og Megas og Guð- bergur koma ósjálfrátt upp I hugann. Og i dag stöndum við frammi fyrir enn einu fyrirbær- inu: gúanórokkinu eða pönkinu. Of mikið er þaö fagnaðarundur ágætt í allri þeirri sætsúpuvellu sem Islensk dægurtónlist og textagerð hefur velt yfir markaðinn á þessum jólum. Aldrei hefur lágkúran og smekkleysið lotið lægra: hver útþynningin og uppsuðan á fætur annarri, og þegar sölu- menn skransins hafa tæmt allar slnar hirslur, eru rifin upp ljtíö Steins Steinarrs til að selja i plastumbúðum smekkleys- unnar. En mitt I allri lágkúrunni rlsa upp tvær hljómplötur plata Utangarðsmanna og Fræbb lanna, Viltu nammi væna? Þar sem mikið hefur verið fjallað um Utangarðsmenn, en plata Fræbblanna fallið meira i skuggann, ætla ég að gera hana hér að örstuttu umræðuefni, án þess ég sé á neinn hátt að gera upp á milli þessara hljómsveita. Viltu nammi væna? er full- komið andsvar við þeirri sæt- súputónlist sem flætt hefur yfir markaöinn á slðustu árum. I tónlist Fræbblanna sameinast hinn ruglingslegi heimur há- vaða og sibylgju sem dynur á okkur daglega: aðferðin ekki ósvipuð og I málverkum Erró, þar sem auglýsingar og mynd- sprautur eins og kvikmyndir / sjónvarp eru hráefni I mynd- listarverk sem þjappa saman nútlmanum. Skoöa hann og skýra upp á nýtt, með þvi að tefla saman öfgum úr ólikum áttum. Ég las I grein eftir einhvern umbúðasérfræðinginn að Val- garður Guðjónsson væri ekki góður söngur og verri söngvari hefði varla komiö fram. Svo djúpt risti skilningur þessa spakvitra skriffinns, að hann gæti alveg eins sagt að myndir Erró væru ekki góðar auglýs- ingar, og að verri auglýsinga- teiknari hefði ekki komið fram. Vitringar af þessari gerö kepptust auðvitað við að finna Megasi allt til foráttu þegar hann kom fram, og einblindu eins og fyrri daginn á um- búðirnar. Sömu meðferð fékk kvikmyndin Himnahurðin breið, hjá kvikmyndagagnrýn- endum þegar hún kom á markaðinn á siöasta ári. En það þarf ekki glöggan mann til að gera sér grein fyrir því að Himnahurðinbreiö er ein merk- asta frumraun sem gerð hefur verið i' íslenskri kvikmynda- gerð. Auðvitað voru umbúð- irnar ekki neinn glanspappir þvi myndin var unnin við ótrúlega þröngan kost, en þegar horft er til þess sem að baki býr: viljans ogþess krafts sem ber myndina uppi er hún höfundum sinum til mikils sóma, svo ekki sé kveöið fastar að orði. Himnahurðin breið var pakki sem stóð fyrir sinu En sá pakki sem er innan- tómur, er einskis viröi, hversu skrautlegar og glyslegar sem umbúöimar eru. PS: Að lokum. A hverju ári úthlutar Alþingi heiöurslaunum tilörfárra listamanna. Vitiö þið, að þeir þrir íslenskir listamenn sem bera nafn tslands hæst erlendis um þessar mundir: Errtí, Helgi Tómasson, Ask- henazy — eru ekki i' þessum hóp og hafa aldrei verið I honum? Heimir Pálsson—Hrafn Gunnlaugsson — Jónas Jónasson — Magnea J. Matthias- dó^ir — Páll Heiðar Jónsson — Sigurður A. AAagnússon — Þráinn Bertelsson Hringborðið I dag skritar Hrafn Gunnlaugsson <3 Úr heimi goðsögunnar kyns er og reynir á allan hátt að ginna Freyju út úr hringnum. Freyja dansar þrjá dansa og er sá þriöji einkennisdans Kols og þar meö hefur hún afhjúpaö hann. Þessi álaga martröð fær skyndilegan enda, er bjarmar af nýjum degi. Nú skilur Freyja loksins hvað olli sérkennilegri hegðun Búa morguninn áður og lýkur Blindisleik á sömu morgunstemmningu, er leikin var I upphafi verksins. Nafnið Blindisleikur er tákn- rænt fyrir leikinn i heild og merkir einfaldlega það, að sér- hvert tiltæki framkvæmir einstaklingurinn I raun og veru blindandi, án þess aö geta séð fyrir afleiðingamar.” Efni Blindisleiks, barátta góðs og ills, uppruna og afskræmingar, er ekki nýtt af nálinni, hvorki i leikskáldskap né ballettgerð heimsins. A vissan hátt minnir þessi fyrsti heils kvölds ballett, sem hér er settur á svið, mjög á típerur þær og balletta sem hirðir Evrópu styttu sér stundir við á öld barokksins og raunar lengi siðar. Þessi verk snerust iöu- lega um tilraunir ógnvekjandi djöflaprinsa til að ná á sitt vald saklausum yngismeyjum, undirheimaferðir og áhyggju- laust li'f óspilltrar alþýðu, sem dansaði á sólbjörtum dægrum I skjóli grtíðursælla lunda. Var uppistaðan að sjálfsögðu sótt I klassiskar goösagnir, sem vel má vera að eigi uppruna sinn i fornri frjósemisdýrkun og endurspeglaði þannig baráttu lifs og dauða, veturs og sumars, ástar og haturs. Þessu goð- sagnaefni kynntust áhorfendur hér raunar I fremur misheppn- aðri sýningu Þjóðleikhússins á óperu Glucks um Orfeus og Evridisi i fyrra. 1 Blindisleik er upprunalegu og sæluriku mannlifi teflt gegn þeirri tryllingslegu sókn i efnis- leg li'fsgæði og nautnir, sem lif vestrænna nútlmamanna er oröið. Sveitakonan Freyja getur ekki verið sjálfri sér næg i fá- brotnu lifi sveitarinnar, sem er hér einhvers konar islenska Arkadía, eða Ódáinsakur, og um ti'ma virðist sem hún muni glata sál sinni i neti Kols, tákn- gervings hins illa. Kolur læðist um sviðið i svörtum frakka með gylltum hnöppum, en er nakinn undir og svipaður útgangur á hyski hans, þaö hylur nekt sina með fáfengilegu glingri, en undir skin þó I bert holdið. Sótthitakenndur og harkalegur rytmi einkénnir dansa Kols og hyskisins, og bera þeir sterkan erótískan svip, það fer ekki á milli mála að hér er á vakki syndin sjálf, ævaforn en þó stöðugt i búningi nýjustu tisku. Við þessi máttarvöld berst Búi um Freyju si'na og hefur sigur aðlokum. I leikslok eru þau tek- in til við að binda hey og vinna búi sínu, þannig endar ledkurinn á ákalli til okkar um að vera trú jörðinni, eins og merkur þýskur hugsuður orðaöi það I frægri bók. Niðurstaða leiksins, ef hægt er að nota svo hátiölegt orð, er þannig bjartsýn fremur en bölsýn og má vera að lýsing mln bendi til þess aö hér sé um gamaldags sveitalífsrómanti'k að ræða. Mér finnst ekki vera hægt að saka höfunda Blindis- leiks um slíkar einfaldanir, til þess er verk þeirra of táknrænt að eðli. Þeir hafa hagnýtt sér goösögulegan efnivið sinn þannig, að leikurinn minnir að ýmsu leyti á forna helgileiki, heiðinna jafnt sem kristinna, leiki sem sýna átök ljóss og myrkurs um tilvist mannsins. Ég hef ekki tök á þvi að sundurgreina þessa þætti til neinnarhlitareftir aðhafa horft aðeins einu sinni á leikinn, þó vildi ég benda á eitt atriöi i þessu sambandi og þaö er frelsun Freyju. Hápunktur sýn- ingarinnar er dans Kols umhverfis vemdarhringinn sem Búi hefur dregið utan um Freyju, en inn fyrir hann fær ókindin ekki brotist. Freyja frelsast þvi ekki frá hinu illa af eigin rammleik, heldur aðeins fyrir mátt hringsins, hins æva- forna tákna guödómsins. Þann- igleynistí verkinu sterk vantrú á að maðurinn geti sjálfur séð fótum slnum forráð, stjórnaö örlögum slnum, eigi hann ekki visa handleiöslu hulinna afla i blindisleik tilverunnar. Meö þessum hætti er til skila komið þeim kjama goösögunnar, sem sameinar I sér mannlegan vem- leik og veruleik guöstrúarinnar. Engan þarf aö undra að slik sýning skuli ekki sett á svið nema með tilhjálp erlendra at- vinnumanna. Sá árangur sem nú hefur náðst minnir raunar mjög á þaö, hverstu brýn nauðsyn ber til, að Þjtíðleikhúsið kalli á erlenda leikstjóra til liðs við sig i mun rikari mæli en verið hefur nú um hrið. Dansar Jochen Ulrichs eru I senn stfihreinir og fjöl- breytilegir, einkum þó hópdans- arnir, sem eru margir hverjir samdir af mikilli hugkvæmni. A það einkum við um dansa Kols og hyskisins og má með sanni segja að djöfufieg tilþrif séu i þessum dönsum. A dansflokkur- inn mikið lof skiliö fyrir frammistöðu sina, ég hef ekki séð hann gera betur I annan tima. Ég ætla mér ekki að gera upp á milli eindansaranna þriggja, Conrad Bukes. Sveinbjargar Alexanders og Michael Molnars, sem fara með hlutverk Búa, Freyju og Kols, þau eru öll frábærir dansarar og skila hlutverkum sinum óaðfinnanlega. Það er ósvikin dramatísk glóð i' mörgum atriðum þeirra, ekki sist þeim sem Kolur Michael Molnars tekur þátt I, en persóna hans og allur limabúrður seiða fram á svipmikinn hátt þann óhugnað, sem návist slikrar tívættar hlýtur að hafa i för með sér. Leikmynd Sigurjóns Jóhanns- sonar skapar leiknum þjóölega umgerð, en er einnig I góðu samræmi við timaleysi goðsögunnar. Um tónlist Jóns Asgeirssonar ætla ég ekki að hafa mörg orð, hún dregur ekki verulega að sér athygli leikmannsins nema á stöku stað og má vel vera aö það sé kostur á balletttónlist. Hlut- verk tónlistarinnar er hér að styöja við hreyfingar dansar- innar, sem eru auðvitað aöal- miðill hinnar dramatisku tján- ingar. Blindisleikur Þjóðleikhússins er listrænn sigur og er óskandi að eitthvert framhald verði á verki sem skilar slikum árangri. JVJ Frá liðinni tíð Jón Bjarnason frá Garðsvik: Hvað segja bændur nú? 192 bls. Orn og örlygur. Hvað segja bændur nú? mun vera framhald á bókinni Bændablóð, sem Jón Bjarnason frá Garðsvlk sendi frá sér árið 1979. Ef marka má þær tilvitn- anir i blaðadóma, sem prent- aðar eru á bókarkápu, hlaut sú bók fremur lofsamlegar undir- tektir, en ekki hefur hún orðið á vegi undirritaðs. En þó aö hann sé enginn sérstakur unnandi þjóðlegs fróðleiks eða endur- minninga, myndi hann örugg- lega ekki setja sig úr færi að blaða i henni eítir lestur þessar- ar nýjustu bókar Jóns Bjarna- sonar. Hvað segja bændur nú? er nefnilega hin skemmtileg- asta lesning, og óhætt að mæla með henni til allara, sem dálæti hafa á þess háttar bókmennt- Endurminningar höfundar sjálfs eru ein helsta uppistaða frásagnar hans, þó að ekki verði hún flokkuð sem sjálfs- ævisaga. Hann lætur hugann reika aftur til liðinna tiða, þar sem hann situr viö skrifborð sitt, og segir frá ýmsu sem fyrir hann og aðra hefur borið. Frásagnarefnin eru ekki alltaf stórbrotin, en flytja með sér ákveðinn hugblæ glaðlegan eða tregablandinn eftir atvikum, og tekst Jóni viða að koma honum einkar snoturlega til skila. Hann segir frá minnisverðum mönn um, sem á vegi hans hafa orðið, og margháttuðum at- burðum og atvikum, sem frétt- næm hafa þótt i fásinni fyrri tiða. Prestkosningar, svaðilíar- ir, atkvæðaveiðar Jónasar frá Hriflu, göngur og margt fleira kemur upp i huga hans og öllu þessu miðlar hann lesendum af rikri frásagnargleði. Stundum bregður hann einnig upp stærri myndum af mannlifi og þjóðfé - lagsþróun þeirra byggðarlaga sem hann hefur kynnst og verið búsettur I. Einnig kryddar hann frásögn sina með kveðskap og skopsögum, sem hann hefur heyrt, auk þess sem hann fléttar gjarnan inn almennum hugleið- ingum frá eigin brjósti. Þessi bók er lifandi vottur þeirrar frásagnarmennsku, sem hefur verið svo mikilsverö- ur þáttur islenskrar alþýðu- menningar og margir óttast að sé aö hverfa með hnignun bændasamfélagsins. — J.V.J. VETTVANGUR Leiðrétting frá Magnúsi Torfa Aðdrættir en ekki aðdráttur Ritsjórar góðir. 1 pistli minum i slðasta blaði var fjallað um ágreining varö- andi efnahagsstefnu meöal ráðu- nauta Ronalds Reagans tilvon- andi Bandarikjaforseta. Bar þar á góma hagfræöikenningu Laff- ers prófessors, sem á ensku hefur hlotið heitiö „supply side economics”. Þetta nafn þurfti að þýða, og valdi ég oröið aödráttahagfræði, byggt á fleirtöluoröinu aðdrættir, sem haft er um föng til hvers kyns rekstrar, hvort heldur á heimili eöa fyrirtæki, og ég tel góða þýð- ingu á supply i þessu sambandi. Nýyrði mitt hefur oröið fyrir barðinu á setjara og/eða prófarkalesara, þvi i prentun hefur allsstaöar bæst i þaö r og úr verður aðdráttarhagfræði. Eintöluorðið aðdráttur er að vlsu til en afar fátitt, einkum notað I stjörnufræði um áhrif himinhnatta hvers á annan og getur með engu móti staöist i hagfræðilegu samhengi. Aðdráttarhagfræði er þvi merkingarlaust orðskripi, en við aðdráttahagfræðitel ég mig geta staðiö sem frambærilega þýðingu á „supply side economics”. Með þökk fyrir birtingu. Magnús T. Ólafsson

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.