Helgarpósturinn - 02.01.1981, Blaðsíða 22
SJÁLF”
„LJOÐIÐ ER ÉG
— Rætt við Bergþóru Ingólfsdóttur
— „Ég sest ekki niöur og ætla
aö skrifa ljoö. En ef aö ljóð og orö
eru mér hugstæö, þá er ég ómeö-
vitaö aö leita fanga og sifellt aö
hugsa um þau. Égfæ svo kannski
einhverja hugmynd sem ég hripa
niöur á blað en úrvinnslan kemur
svo a' eftir. Þó held ég aö það sé
alveg hægt aö setjast niöur og
skrifa ljóð, þetta er kannski frek-
ar spuming um vinnubrögö.”
Svo segir Bergþóra Ingólfs-
dóttir. Þó hún sé aðeins 18 ára
gömul, hefur hún nú þegar sent
frá sér sina fyrstu ljóöabók sem
kallastHrifsur. ÉghittiBergþóru
einn af þessum morgnum og viö
spjölluöum saman yfir kaffiboll-
um.
Ógrynni af Ijóðum
Hvernig hefur þú tekið þeirri
gagnrýni sem þú hefur fengið?
— „Gagnrýnendur hafa sinar
skoöanir. Ég tek ekkert meira til-
lit til þeirra heldur en annarra
manna. Stundum kemurþaö fyrir
aöég er stoppuö úti á götu af fólki
sem ég þekki ekki sem lætur í ljós
skoðanir á bók minni. Mér finnst
það mjög skemmtilegt. Tveir
menn hafa aldrei sömu skobun á
einni ljóðabök. En ég tek eftir þvi
aö það er tekið öðruvisi á minni
bók af þvi' að ég er stelpa. Ég er
oft tekin fyrir sem ung skóla-
stelpa sem komi aldrei til með að
skrifa meira. Mér finnst ég ekki
vera tekin alvarlega.”
— Hvert er aðalyrkisefni þitt?
— „Það er aðallega mitt líf.
Þetta eru lokuö persónuleg ljóö
með tilvisun út á viö. Ég geri ráö
fyrir að fólk finni sér eitthvað
sameiginlegt I þessum ljóöum.
Annars finnst mér ég vera aö
breytast. Ég er að verða opnari
og einhvern veginn breiðari. En
ég á erfitt meö að skilgreina ljóð
min. Þetta eru ljóð allt frá árinu
’76. Ljóð sem mig langaði til að
birta og sjá hvernig viðtökur þau
fengju. Ég hef samið alveg
ógrynni af ljóöum, þannig að þaö
má eiginlega segja að valiö I
Hrifsum sé handahófskennt. Ég
held ég eigi bæöi betri og verri
ljóð. Ég reyndi að taka breiðan
þverskurö af því sem ég hef verið
að gera.”
— Til hvaða hóps heldur þú að
þú höfðir?
— „Ég hugsa að það sé frekar
það fólk sem hugsar eins og ég
sem les þetta. Ekkert frekar
unglingarnir, þó held ég að ömmu
þyki þessi bók ekkert skemmti-
leg.”
— Ertu pólitísk í ljóöum þinum?
Ljótasta tik i heimi
— „Æi nei. Ég fékk ieiða á póli-
tik þegar ég var 7 ára, þá var ég
búin að rifast I þrjú ár um pólitik.
Ég hreinlega gafst upp þegar
pabbi útskýrði fyrir mér hvað
pólitik væri. Hann sagði að það
væri ljótasta tik i' heimi með augu
stærri en tunglið. Þessi skilgrein-
ing var alveg nóg til þess að ég
hætti aö hugsa um pólitik. Alla-
vega um flokkapólitik. Hún er
einhvern veginn ofar minum
skilningi. Ég er orðin drulluleið á
henni.”
— Hvaðþá með kvennapólitlk?
— „Ég er nú oröin hálfleið á
henni lika, allri kvennaumræðu
og kvennabaráttu. Það er kannski
vegna þess að ég er alin upp við
þaö gott hlutskipti. Þetta mundi
kannski breytast ef ég væri hús-
móðir með börn, lokuö innan
veggja heimilisins. Ég lit ekki á
mig sem einhvern fulltrúa
kvenna heldur sem einstakling.
Sennilega er ég ekki einlæg rauð-
sokka. Mér finnst einhvernveginn
eins og þaö sé búið aö eyðileggja
allar umræður um kvennabók-
menntir.”
Sama viðhorf gagnvart
nútímaljóðlist og — tón-
list
— Hver eru þin uppáhaids ljóð-
skáld.
— „Ef við tökum þau islensku,
þá er þaö nú ansi breiður hópur
sem ég les. Það er allt frá Antoni
Helga, Birgi Svan og þeim, til
Stefáns Harðar Grimssonar og
Sigfúsar Daðasonar. Samt er
Stefán Hörður mitt uppáhalds-
ljóðskáld. Bæði finnst mér ljóðin
hansverasvovönduðog vel unnin
og lýrikin svo hrein. Svo finnst
mér Steinunn Sigurðardóttir vera
mjög góð. Ég held að ég hafi
keyptll ljóðabækur eftir hana i
fyrra og prúttað inná alia vini
mina. — Ég hef náttúrulega
gluggaö i Einar Ben, en mér
finnst hann vera leiðinlegur.
Enda finnst mér eðlilegra að min
kynslóð lesi það sem verið er aö
gera i dag. Þó er ég svolltið hrifin
af rimnakveðskap Sigurðar
Breiðfjörðs. En ég held aö það sé
sama viðhorf rfkjandi gagnvart
nútimaljóölist og nútlmatónlist.
Þaö nennir enginn að hlusta á
þetta. Samt semur t.d. Þorkell
Sigurbjömsson mjög melódisk
lög. Það er einsog fólk nenni ekki
að kynna sér þetta. Um daginn
vorum við nokkur að selja bækur
niöur á útimarkaði. Þá tók maöur
eftir þvi að ef bækur voru ekki
innbundnar I leður, þá var eins og
þær væru síöur keyptar, þaö er
eins og innihaldiö skipti minna
máli.”-
Auðvelt að ferðast með
rödd
— Svo að við vindum okkar yfir
i aðra sálma, hver eru þin áhuga-
mál?
— „Ég fékk snemma áhuga á
tónlist, þó ég hafi ekki i byrjun
spilað á m jög fullkomin hljóðfæri.
Igamla daga útvegaði pabbi mér
bleika spýtu með einhverjum
þ.-áðum á, og ég spilaði mikið á
þetta sem við kölluðum saltfisk.
Eftirað ég hætti aö spila á fiskinn
hef ég ekki fundiö mig i neinu
hljóöfæri. Hins vegar hef ég verið
ikórum ogernúna ikórM.H. og
hef mjög gaman af þvi. Þorgerð-
ur er mjög góöur uppalandi. Svo
er ég I einkatimum hjá Má
Magnússyni sem er góður kenn-
ari.Mér finnst röddin vera með
erfiðari hljóöfærum, en það er Ift-
iö mál að feröast með hana. Ein-
hvern tima reyndi ég aö vera
söngkona i bílskúrsbandi, nú og
svo hef ég veriö i kvennahljóm-
sveit, en það er með þessi
aktivitet, þau vilja koma svolitið
niður á náminu. Sérstaklega
stærðfræðinni.”
— Þfi hefur kannski verið laga-
smiður?
— „Já, ég samdi eitthvað á
aldrinum 13—15 ára Þá var ég i
kvennó, þetta var um það leyti
sem Visnavinir voru að hefja
göngu sina. Ég og Rannveig vin-
kona mi'n sungum eitthvaö með
þeim og þá var ég að fikta við að
semja lög og texta. Ég fékk samt
svo litinn ti'ma til þess að vinna úr
þessu, þannig aö þetta varð hálf
hroðvirknislegt. Þvi lagði ég það
á hilluna og aðskildi þetta tvennt.
Tónlistin er mitt áhugamál en
ljóðið er ég sjálf.”
— Hvernig filar þú rokkið?
Þótt undarlegt megi
virðast
— „Þó merkilegt megi virðast,
þá hlusta ég mjög litið á rokk.
Samt hef ég rokkið við hliðina á
mér allan sólarhringinn, þar sem
bróðir minn er mikið rokkfan, býr
i næsta herbergi við mig. En ég
hef hvorki hlustaö á t.d. Utan-
garösmenn né lesið ljóðin þeirra,
þrátt fyrir allar þær umræður
sem hafa orðið i' kringum þá.
Rokk tónlist höfðar bara ekki til
min. Mig skortir einhvern veginn
áhuga til þess að hafa mig i það
að hlusta á þá. Annars keypti ég
um daginn plötu með John Lenn-
on og mér finnst hún mjög góð.
Hver veit nema aö ég sé að breyt-
ast eitthvað.”
Veistu
aft þaft er hurft
á iitla snorta húsinu þinu
undir þykku hári.
Næst,
ætla ég að koma aftan aft þér.
Augu þin. Svo blá
aft þau fijóta
út ur höffti þér
og koma aldrei aftur.
Vor
Ha! Ha!
og ég hló
eins og nýsprottift gras
upp úr dögginni
meft hönd undir kinn.
Þá var ég græn.
Ævintýriö
Undir hugsun minni lá baunin
og þú varst prinsessan
eftir Jóhönnu Þórhallsdóttur mynd: Jim Smart