Helgarpósturinn - 02.01.1981, Blaðsíða 3

Helgarpósturinn - 02.01.1981, Blaðsíða 3
3 Jielgrfrpn^furínn Föstudagur 2. janúar 1981 Unniö I frystihúsinu á laugardegi. „Nei, ekkert i dag.” Sammi er skipstjóri á litlum rækjubát og var nú mættur i bió, undir meöallagi hár, dökkur, i stórri blárri kuldaúlpu, með vindilstúf i kjafti. Þarna spig- sporaði hann fram og aftur milli þess, sem hann talaði. Rækjusjó- menn áttu von á löngu jólafrii, sagði hann. Klukkan var orðin niu og myndin skyldi hefjast, Maðurinn á þakinu. Sænsk kvikmynd, gerð eftir samnefndri sögu þeirra Sjö- wall og Wahlöö. Leikstjóri: Bo Widerberg. Úti á Isafirði voru þeir að hefja sýningar á Brúð- kaupi Róberts Altman. Hver segir svo, að kvikmyndahúsin i Reykjavik sendi aðeins ruslið út á landsbyggðina? Gestirnir i kvöld einhvers staðar á milli tiu og tutt- ugu. Ekki svo slæmt, ef miðað er við.... Stólar og borð Nokkrum stólaröðum komið fyrir og danssalnum breytt i kvik- myndahús. Gestir gengu rösklega til sæta sinna og voru ekki með vangaveltur um hvar þeir ættu að sitja, eins og gera mætti ráð fyrir, þegar úr jafn mörgum sætum er að velja. En allt á það sina skýr- ingu. Sinn er siður i landi hverju, segja menn til þess að reyna að hilma yfir vanþóknun sina á sið- um útlendra. Mér væri nær að segja: sinn er siður I hver jum bæ. Ekki svo að skilja, að ég hafi nokkra vanþóknun þar á. Súðvik- ingarhafa með sér þegjandi sam- komulag um sætaskipan á kvik- myndasýningum. Þetta er mitt sæti, þetta er þitt og Gunna á þetta. Þetta vita allir og virða. Og jafnvel þótt vitað sé, að „eigandi” einhvers sætis komi ekki þaö kvöldið, sest enginn i sæti hans, jafnvel þótt allt sé fullt. Mitt sæti er mitt, og einskis annars. Ég veit ekki hvort það fer eftir goggunar- röð, en unglingarnir sitja aftast. Þau vilja kannski fá að kela i friði, án þess að fullorðna fólkið sé starandi á þau. Á dansleikjum er svipað uppi á teningnum. Hver fjölskylda hefur sitt borð, eða hver klika, og geta gengið aö þeim visum hvenær kvölds sem er. Böll eru ekki haldin oft i Súðavik, stundum tvisvar til þrisvar i mánuði, „en til þess að þau henpnist, þyrftu að liða tveir mánuðirá milli”, segir Óskar, umsjónarmaður félags- heimilsiins. Hann sagði, að það væri við- burður ef einhver læti yrðu á dans'eikjum nú orðið, — ef ein- hver væri liklegur til að vera með múður, væri best að láta hinn sama „sofna strax i stól”, eins og hann orðaði það. Aður fyrr hafi böllin hins vegar verið fræg fyrir slagsmál. Mér var sagt, að hér áður fyrr, áður en Aðalgatan var breikkuð, hafi fjaran verið alveg við dyr félagsheimilisins. Þá var það, að einhverjum gestinum sinnaöist við trommuleikara hljómsveitarinnar. Ætli þeir hafi ekki báðir verið fullir. Skipti eng- um togum, að trommuleikar- anum var kastað ofan tröppurnar og niður i f jöru. Ekki var látið þar við sitja, heldur var trommusett- inu hent á eftir honum. Nú þarf i varla löggæslu. Súðavik er ekki að þvi leyti frá- brugðin öðrum litlum sjávar- plássum, að þar gengur vinnan fyrir öllu. Og atvinnutækifærin eru ekki mörg. „Fólkið er bara einn fiskur. Það er svo mikill fisk- ur, að það mætir ekki á þorrablót á laugardegi. Það sleppir öllu öðru en vinnunni”, sagði einhver við mig. Fiskur undir hverjum steini Fiskvinnslan er aðalatvinnu- veitandinn, skuttogarinn Bessi og frystihús, rækjubátar, rækju- vinnsla og saltfiskgerð. Stór hluti útgerðarinnar og þvi, sem henni fylgir, er á höndum eins manns, forstjóra frystihússins Frosta h.f. Einhvern ávæning heyrði ég af ágreiningi milli verkalýðfélags- ins og forstjórans, en menn vildu ekki ræða þau i smáatriðum. Ekki nema að forstjórinn hafi átt það til að vilja ekki virða gerða samninga, eins og t.d. fri á sunnu- dögum. 1 frysthúsinu og rækju- vinnslunni vinna samtals um 70 manns, og sagt er, að konurnar i Súðavik séu með þeim fljótari að flaka. Vinna hefst kl. 7 á morgnana og standa þær tilbúnar með kutann á lofti nokkru fyrir timann svo hægt sé að byrja um leið og bjallan hringir. Sagt er að samkeppnin sé svo mikil milli kvennanna, að þær fari ekki á saf- erni nema I lögboðnum kaffi- og matartimum. Einnig heyröi ég, að kona nokkur, sem alltaf hafði verið með hæsta bónus (hér er að sjálfsögðu unnið eftir kerfinu þvi), hafi skyndilegadottiðniður i þriðja eða fjórða sæti. Varð aum- ingja konunni svo mikiö um þetta áfall, að hún þurfti að fara heim. Kona þessi mun nú vera flutt til Hafnarfjarðar. Farandverkamenn eru einnig i Súðavik, þó ekki séu þeir margir. Einn islenskur strákur, einn breskur karlmaður, fjórar ástr- alskar stúlkur og jafn margar frá Nýja Sjálandi. Þegar ég kom i fyrstihúsið eftir hádegi á laugar- degi, var allri vinnu lokið þann daginn, aðeins tvær konur að vinna við hreinsun og nokkrir karlar við útskipun. Farand- verkamennirnir voru farnir, nema Reykvikingurinn. Hann sagðist kunna vel viö sig, það væri vel búið að farandfólkinu, „en ég vildi ekki setjast aö hérna”, sagði hann. Þótt ekki væri mikið unnið þennan laugardag, var mér sagt, að yfirleitt væri unnið alla daga nema sunnudaga, og unnið mikið. Verkalýösfélagiö og Húsið á sléttunni En fiskurinn er ekki eini at- vinnuveitandi staðarins. Grunn- skóli er i þorpinu og þar vinna fimm manns, þrir og hálfur hjá hreppnum og þrir hjá kaupfélag- inu. En öll þessi vinna, kemur hún þá ekki niður á þvl, sem i daglegu tali er kallað mannllf? Hvað segja Súðvikingar sjálfir um mannlifið á staðnum? „Ég held, að mannlifið sé ágætt. Alla vega hef ég ekkert undan þvi að kvarta”, sagði Steinn Ingi, sem er trúnaðar- maður verkalýðsfélagsins i frystihúsinu. _ Hann var þó sammála þvi, sem ég heyrði alls staðar, að sjón- varpið hefði mikil Itök I fólkinu. Utan vinnunnar virðist fátt skipta meira máli en sjónvarpið. Það hefur oröið að hagræða seinni kvikmyndasýningunni á sunnu- dag með tilliti til framhalds- þáttarins um Landnemana (en ekki veitég hvernig var með þátt- inn á undan þeim, mér láðist að spyrja), ekki þýðir að halda fund i verkalýðsfélaginu siðdegis á sunnudögum, þvi þá horfa allir á Húsið á sléttunni. Kirkja er i Súðavik og þar er messað öðru hverju. Eitt sinn sem oftar átti að vera messa á drottins degi, i þetta skipti kl. 17 (ekki veit ég hvenær þær eru vanalega). Auk þeirra sem sjá skyldu sina i að mæta, klerksins og kórsins, var aðeins eini: kirkjugestur, litil fimm ára stúlka, dóttir einnar konunnar i kórnum. Sumir skella skuldinni enn á Húsið á sléttunni, en kannski eru Súðvikingar bara trúlausir, eins og allt gott fólk, eða þá þeir voru sofandi. Það verður jú einhvern timann að safna kröftum. En þótt sjónvarpið stjórni fri- stundum manna að miklu leyti, fer þó fram einhver félagsstarf- semi. Kvenfélag er á staðnum og sagt er að ráðandi klika þorpsins sé kvenfélagsmafian, eða svo segja þeir, sem ekki eru i félag- inu. Félagsmenn eru um tuttugu, þar af þrir eða fjórir karlmenn. Þá hef ég það fyrir satt, að margar séu þær konur, sem ekki ganga i kvenfélagiö vegna gam- alla deilumála, sem oft séu þeim persónulega alveg óviðkomandi, hvor mámman, systirin eða frænkan lentu einhvern tima i rifrildi viðformanninn. Eitthvað i þá veru. Ungmennafélag er starfandi og heitir það Geisli. Það stendur fyrir félagsvist, dansleikjum og félagsmálanámskeiðum. Einnig hefur það staðið fyrir leiklistar- námskeiði og á sumrin sér það um knattspyrnuna. Hins vegar er það fremur takmarkaður hópur, sem tekur þátt i félagsmálunum, ekki fleiri en fimmtán manns var mér sagt. „Ég er ekki aö eyða helginni i þetta, ég ætla að sofa og hvila mig, ” er viökvæðið hjá fólki. Þaö sem gleymdist Hér skal láta staðar numið við lýsingu á Súðavik, eins og hún kemur ókunnugum fyrir sjónir á einni hélgi, þegar ekkert ball er. Margt hefði verið hægt að tina til enn, eins og það, að fyrsta blokkin er i smiðum, átta ibúðir, heilsu- gæslustöð er á staðnum, en eng- inn læknir, áformað er að byggja nýjan skóla og dagheimili, nýtt kjöt er aðeins hægt að fá tvisvar i viku, annars er allt freðið, nýtt brauö kemur aldrei, heldur kemur það frá Reykjavik einu sinni i viku. Margir bregða þó á það ráð að sækja sér brauð út á Isafjörð, og stundum er brauð- laust svo dögum skiptir. Mjólkin er i pokum. Tilmæli til viöskiptamanna banka og sparisjóða Vinsamlegast greiðið fyrir gjaldmiðilsskiptum með því að halda gömlu og nýju krónunum aðskildum í öllum greiðslum. Útbúnir hafa verið sérstakir fylgiseðlar til útfyll- ingar fyrir innborganir eða skipti á gömlum seðlum og mynt. Bankar og sparisjóóir

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.