Helgarpósturinn - 02.01.1981, Blaðsíða 20

Helgarpósturinn - 02.01.1981, Blaðsíða 20
'20 Föstudagur 2. janúar 1981 —helgarpásfun'nnl Jack DeJohnette: Specia/ Edition Það eru tiu ár siðan ég hlustaði betri. Góð var Directions með vin á Jack DeJohnette með Miles okkar Abercrombie og ekki var Davis niðrá frönsku riverunni. Þá New Directions siðri þegar Bowie Jazz eftir Vernharð Linnet hafði hann nýverið leyst Tony bættist við með trompetinn og nú Williams af hólmi i þessum er það Special Edition með magnþrungna Davis kvintett: Svarta Arthur Blythe á altinn, aldrei hafði ég heyrt aðra eins David Murray á tenor og bassa- tónlist og DeJohnette sómdi sér klarinett (Chico Freeman leysir vel i félagsskapnum. siðustu hann stundum af hólmi), sjálfur árum hefur DeJohnette verið með ber DeJohnette húðirnar og hve.rja hljómsveitina annarri leikur á pianó og melódiku og bassaleikari er Peter Warren. Það fer ekki hjá þvi að slikir menn leiki góða tónlist og hana er svo sannarlega að finna á ECM breiðskifu þeirra: Special Edition (ECM 1-1152). Á skifunni eru fimm verk semmynda samfellda heild einsog svo gjarnan gerist á ECM. skifum. Andi Coltrane og Eric Dolphy svifur yfir vötn- unum, enda eru tvö verk eftir þann fyrrnefnda og Murray blæs bassaklarinettið a la Eric. Fyrsta verkið er eftir DeJohnette og til- einkað Dolphy: One For Eric, bopþema okkar daga. Siðan tekur við makalaust verk eftir Jack: Zoot Suite. Hvortsem svita þessi er tileinkuð Zoot Sims eða ekki leiðirhún hugann að honum. Hún upphefst á bassariffi og siðan bætablásararniröðru sliku við, þá ljúflingsljóð og riff og spuni. Þarna haldast form og frelsi i hendur einsog best verður á kosið. Þriðja verk skifunnar er hin ljúfa melódia Coltranes: Central Park West frá 1960 og þá tekur India við. Þvi verki kynntust djassgeggjarar fyrst á upptöku frá Village Vanguard (5. nóv. 1961) Þarsem Coltrane og Dolphy dulmögnuðu tóna bramans i afróamriskan djass. Þeir Arthúr og Davið hylla meistarana i túlkun sinni: kunna greinilega sinn djass, fornan sem nýjan. Lokaverkið er eftir DeJohnette: Journey To The Twin Planet og einsog nafnið bendir til eru visindakaflar á milli tryllts samspuna blásar- anna. Yfir öllu rikir svo trommu- leikarinn Jack DeJohnette, næmari og músikalskari flestum öðrum Jones Cattel okkar tima. Rauðvinsdjass á hverfandi hveli Það virðist svo sem rauðvins- staðirnir nýju sem ætluðu að breyta borgarbragnum hafi sprungið á limminu, i það minnsta er langt siöan djassinn þagnaði i Stúdentakjallaranum og á fim mtudagskvöldi fyrir rúmri viku þegar fastagestir Hornsins ætluðu að hlusta á sinn djass fyrirfannst hann hvergi. Þaðborgar sig vist ekki að borga djassleikurunum i augnablikinu. Hafnfirðingar ætla samt ekki að láta deigan siga og Gaflinn mun halda áfram sinum djass- kvöldum, er það vel að fæðinga- bær Jazzvakningar haldi merkinu á lofti. Nýjársósk min Reykvik ingum til handa er þvi að veit- ingahús bæjarins vendi sinu kvæði ikross og upprisi að nýju lifandi tónlistarvin ■ i menningar- snauðu miðbæjarlifinu. / níunda Eðvarð Ingólfsson: Gegnum bernskumúrinn Skáldsaga (134 bls.) Útg. Barnablaðið Æskan 1980. Það eru útaf fyrir sig merk tiðindi að 19 ára unglingur skuli senda frd sér skáldsögu, sér- staklega þegarhaft er i huga að hér er um að ræða þriðju skáld- sögu höfundar. I fyrra birti dag- blaðið Ti'minn framhaldssögu fyrir unglinga eftir Eðvarð og i haust las hann unglingasögu eftir sig i útvarpinu. Það er verulega gamanað þvi að svona ungur maður skuli hafa afrekað þetta og einnig að forráðamenn þeirra stofnana sem að framan bekk greinir og útgáfa Æskunnar skuli hafa tekið sögurnar til birtingar. Það hlýtur að verka uppörvandi á alla unglinga sem eru að fást við slika hluti. Gegnum bernskumúrinn ger- ist i nútimanum i Reykjavik. Sögupersónurnar eru flestar i niundabekk Grunnskólans, þ.e.a.s. á aldrinum 15-16 ára. Sögusviðið er skólinn og félags- lif nemenda og einnig einkamái þeirra, bæði á heimilum sinum og i innbyrðis samskiptum. Aðalpersónan Birgir er ný- fluttur i bæinn utan af landi. Faðir hans er farmaður en móðirhans er heima. Hún á við drykkjuvandamál að stríða, sem á rætur i harmleik innan fjölskyldunnar sem gerðist fyrir margt löngu og samband for- eldranna hefur aldrei gróið um heilt siðan. Birgir er eina per- sónan sem við kynnumst að ráði innanfrá og er hann nokkuð vel gerð persóna. Unglingur sem á við vissa erfiðleika að striða og ætti reyndar samkvæmt for- múlunni að vera vandræðabarn, en þaö er hann ekki. Hann er til- töluiega venjulegur unglingur með hæfilegan áhuga á náminu, finnst gaman að félagslifi og er skotinn i stelpu. Birgir og hópurinn sem hann umgengst eru eiginlega góðu krakkamiri'skölanum andstætt við töffaraklikuna. Það er óvenjulegt i nútima unglinga- sögu að sagan sé sögð út frá sjónarhóli þessa hóps. Atökin i sögunni eru milli þessar tveggja hópa, en töffaraklikan hefur verið allsráðandi fram til þessa innan skólans. Birgir og vinir hans bjóða fram á móti henni við kjör stjómar skólafélags og vinna naumlega og spinnast margvisleg átök út frá þessum atburðum. Saman við þessi átök er siðan fléttað einstaklings vanda- Eðvarð Ingólfsson, — brokk- gengur stfll höfuðgalli sögunn- ar, segir Gunnlaugur m.a. í um- sögn sinni. málum. Heimilisvandamál Birgis, togstreita hans milli þess að vera hress útáviðog ótt- inn við að mamman sé dottin i það. Ástarmál hans koma einnig við sögu og er þar vel á spöðum haldið hjá höfundi. Ein stelpaner ólétt eftir aðalgæjann i töffaraklikunni og er rekinn að heiman í bili og þannig mætti rekja fleira sem kemur fyrir unglinga og er hluti af þeirra daglega lifi. Fléttan i sögunni er tölvert haganlega gerð og lýsingar að- stæðna og umhverfis eru nærri sanni. Otviræð. frásagnargleði er ríkjandi i' þessari sögu. Mér virðist markmið höfundar að sýna að unglingar eru fólk með langanir og þrár og fullan til- verurétt, en ekki einhverskonar bastarður barns og fullorðins sem er fyrir og til eintómra óþæginda. Höfuðgalli þessarar sögu, og hann er stór, er að stíll hennar er alltof brokkgengur og ósam- kvæmur sjálfum sér, sundur- leitur. Viðsvegar i textanum koma fyrir orð og setningar sem eru viðsfjarri unglingum. Sér- staklega er þetta ljótt i sam- tölum unglinganna þegar þau bregða allt i einu frá þvi að tala eðlilegt mál og fara að tala eins og lærdómsmenn á öldinni sem leið. Þetta gerir það að verkum að sagan verður langtum verri enefni hennar og efnistök segja til um. En batnandi manni er best að lifa og ég hef trú á að ef Eðvarð Ingólfsson heldur áframá sömu brautog agarstilsinn tilmikilla muna þá eigum við eftir að fá ýmislegt að heyra frá honum. u Bókmenntir eftir Gunnlaug Astgeirsson Stórgöl/uð Steingrímssaga Steingrimur Steinþórsson: Steingrfmur Steinþórsson for- sætisráðherra Sjálfsævisaga. Andrés Kristjánsson og örlygur Hálfdánarson bjuggu til prent- unar. Örn og örlygur 1980. Steingríms saga kemur ekki i tveim bindum, eins og boöað var i fyrra, heldur þremur, og hér er mið-bindið komið, allvæn bók sem spannar þó aðeins einn áratug, 1935-45. Þessi söguhluti var ekki fullbúinn i handriti Steingríms, heldur efnissyrpa, mikið byggð á dagbókum. Út- gefendur segjast hafa lagfært efnisröð, stytt nokkuð, sums staðar með endursögn, og bætt i fyrirsögnum (sem eru fárán- lega margar, viða fjórar á opnu! j. Fyrirferðarmesta efni þessa bindis eru sögur af ferðalögum, mannfundum og mannfagnaði, auðþekkt dagbókarefni. Lika umsagnir um fjölda fólks, oft með sleggjudómablæ. Sjálfs- ævisaga er bókin titluð, en sem slik rishún ekki hátt, þvi að per- sónuleg kynni lesanda af höf- undi verða ekki sérlega náin né minnisstæð. Nær væri að kalla bókina minningar, þ.e. frásögn af mönnum og málefnum sem höfundur kynntist af eigin raun. Veigamesta minningaefnið og forvitniiegasta fjallar um störf höfundar að búnaðarmálum, sem búnaðarmálastjóri, og stjómmálum, en hluta sögu- timans sat Steingrimur á þingi fyrir Framsóknarflokkinn. Steingrimur er ákjósanlegur heimildarmaður um marga stórmerkilega hluti sem hann fylgdist með úr innsta hring og er tilbúinn til að ræða af heil- mikilli .hreinskilni. (Það er annað mál þó frásögnin sé sterklega lituð af skoðunum, jafnvel hleypidómum Stein- grims: það er lika hreinskilni af sinni gerð. En ég held hann reyni ekki aö gefa lesendum sín- um aðrar hugmyndir en hann hefur sjálfur.) Það hlýtur þvi að vekja von- brigði hvað Steingrimi tekst hér aö fjalla makalaust ófróðlega um merkileg mál. Ég ætla að taka, nánast af handahófi, tvö dæmi um ófullnægjandi frá- sagnir. Samvinnubyggðir voru mikið rætt stefnumál á því timaskeiöi sem bókin lýsir. Um þær var kveðið á i nýbýlalögunum 1935 sem Steingrimur undirbjó (bls. 36). Hann fjallaði um ráðgert „nýbýlahverfi” í Vallaneslandi (bls. 78-79). Hann var frum- kvöðull að starfi Landnáms- nefndar rikisins sem átti að vinna að stofnun „byggða- hverfa”, enda hafði hann „mikla trú á .... samvinnu- byggðum” (bls. 113-114). Sfðar fannst honum ánægjulegt að berjast fyrir löggjöf um jarð- rækt og húsagerð i sveitum af þvi að hún „var raunar hrein samvinnulöggjöf” (bls. 165). Hann er stoltur af „heildar- plani” um ný byggðahverfi sem þeir Pálmi Einarsson skiluðu 1944 (bls. 242). Ari siðar fjailaði hann um ráðagerö um sam- vinnubúskap á fjórum býlum i Blöndudal (bls. 272-273). En Steingrimur lýsir hvergi hug- myndinnium samvinnubyggðir, hvað i henni fólst né hvers vegna hann hafði trú á henni. Segirekkert um ákvæði laganna 1935 né hvað honum fannst sam- vinnulegt i ræktunarlögunum siðari. Ræðir um nýbýlahverfi og byggðahverfi án þess að ljóst sé hvort átt sé við samvinnu- byggðir. Nefnir að visu tölu þeirra nýbýla sem risu i' Valla- neslandi og landi Landnáms- nefndarinnar i ölfusi, en ekki hvort sú byggð hafi verið með skipulagi samvinnubyggða. Ekki orð um hvað framkvæmt var af heildarplaninu 1944 né ráðagerð Blönddæla 1945. Nefnir ekki þá grimmu stað- reynd — hvaö þá að hann út- skýri hana — að ráðagerðirnar um samvinnubyggðir uröu aldrei aö veruleika. Þetta er Steingrlmur Steinþórsson — tekst að fjalla makalaust ófróð- lega um merkileg mál, segir HelgiSkúIi m.a. i umsögn sinni. dæmi um þaö hve erfitt er að fræðastum hugmyndirog þróun af bok sem öll snýst um sundur- laus atvik. Hitt dæmið er kreppan i stjórnarsamstarfi Alþýðuflokks og Framsóknarflokks 1936-39. (Sjá bls. 159-165). Steingrimur nefnir ekki ágreining stjórnar- flokkanna veturinn 1936-37, enda sat hann þá ekki á þingi. Hann segir aöeins að „slitnað” hafi „upp úr” stjórnarsam- starfinuá fyrra þinginu 1937 og „stjórnarslitin” verið „raunar ... skollin á” fyrir kosningar 1937. Þetta er hæpiö, þvi að samstjórnin sat ári lengur, þótt kosningum væri flýtt vegna ágreinings innan hennar. Sam- vinnuslitin uröu, að sögn Stein- grims, vegna ágreinings um „verðlagsmál og setningu gerðardómslaga”. Sem er rétt aöþvi leyti að Alþýöuflokkurinn dró ráðherra sinn, Harald Guð- mundsson, úr rikisstjórninni vegna gerðardómslaga. En það gerðist ári seinna en Stein- grimur segir. Og þau gerðar- dómslög komu verðlagsmálum ekkert við, heldur er Stein- grimur þar að rugla með gerðardóminn i verðlags- málum, sem að visu olli lika stjórnarslitum, en ekki fyrr en 1942. Steingrimur kom á þing 1937, sat á aukaþingi um haustið. Greinir sannferðuglega frá þófi stjórnarflokkanna sem lauk með samkomulagi um óbreytta stjórn, en blandar i þá frásögn verðbólguvandamálum sem munu vera timaskekkja. Frá þinginu 1938 segir hann án þess að nefna stjórnarsamstarfið. Svo greinir hann frá myndun þjóðstjórnarinnar 1939. Þar segir hann loks að „Haraldur Guðmundsson fór úr stjórn- inni”, en getur þess um leið að Skúli Guðmundsson var búinn að vera atvinumálaráðherra siðan 2.. april 1938, sem lesandanum hlýtur að finnast sérkennilegt, ef hann veit ekki að þá þegar var Haraldur farinn úr stjórninni. Ekki er þess heldur getið hvers vegna Fram- sóknarmenn gátu farið áfram með stjórn 1938-39, en það var vegna þess að Alþýðuflokkurinn veitti stjórn þeirra hlutleysi. Þessa hluti, samstarf flokk- anna á þingi og I rikisstjórn, er hægara að afla sér upplýsinga um en nokkur önnur atriði Is- landssögunnar. Samt leyfir Steingrimur sér að rita og út- gefendur að birta þessa einföldu frásögn fulla af bláþráðum, timaskekkjum og misminni. Dómurinnum Steingrimssögu verður að vera sá að hún sé verulega fróðleg fyrir þá eina sem eru áður nógu kunnugir timabilinu til að fylla i eyðurnar og vara sig á missögnum. Úr handriti Steingrims hefði ekki verið hægt að gera góða bók nema með verulegri endurritun. Formáli útgefenda vekur ugg um að þriðja bindið verði enn gallaðra en þetta, nema þeir breyti um vinnubrögð og semji meira af þvi sjálfir.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.