Helgarpósturinn - 02.01.1981, Blaðsíða 8
FÖstudágur 2. janúar 1981
helgarpásturinn__
8 _____________________________
ZJiélgar
pósturinn_
utgefandi: Blaðaútgáfan Vitaðsgjafi"
sem er dótturfyrirtæki Alþýðublaðs-
ins, en með sjálfstæða stjórn.
Framkvæmdastjóri: Jóhannes Guð-
mundsson.
Ristjórar: Arni Þórarinsson, Björn
Vignir Sigurpálsson.
Blaöamenn: Guðjón Arngrímsson,
Guðlaugur Bergmundsson, Guðmund-
ur Árni Stefánsson og Þorgrímur
Gestsson.
utlit: Kristinn G. Harðarson.
Ljósmyndir: Jim Smart.
Auglýsinga- og sölustjóri: Höskuldur
Dungal.
Auglýsingar: Þóra Haf steinsdóttir.
Gjaldkeri: Halldóra Jónsdóttir.
Dreif ingarstjóri: Sigurður Stein
arsson.
Ritstjórn og auglýsingar eru að Siðu-
múla 11, Reykjavik. Simi 81866. Af-
greiðsla að Hverfisgötu 8—10. Simar:
81866, 81741, 14900 og 14906.
Prentun: Blaðaprent hf.
Askrift (með Alþýðublaöinu) er kr.
5500 á mánuði. Verð i lausasölu er kr.
500 eintakið.
Árið!
Áramót eru sá tlmi ársins þar
sem þykir hæfa aö staldra litiö
eitt viö, og horfa yfir farinn veg
áöur en byrjaö er aö horfa fram á
veginn. Eöa eins og einn ágætur
forustugreinarhöfundur annars
mæts blaös oröaöi þaö einu sinni:
,,Nú er timi tii aö lita um öxl og
horfa I eigin barm’.’ Hvernig svo
sem menn fara aö þvi aö gera
þetta þá er þaö heilræöi til eftir-
breytni engu aö síöur.
Ariö 1980 var um margt merki-
iegt ár. Þaö hófst á hatrömmum
deilum um þaö hvort þaö væri
siöasta ár áratugar sem var aö
liöa eöa hvort þaö markaöi upp-
haf nýs áratugar, og eftir þvi sem
best er vitað hefur sú deila ekki
verið meö öllu útkljáö enn. Hvaö
sem þvi liöur var þaö óumdeilan-
lega timamótaár.
Ekki aöeins var áriö um margt
óvenju gjöfult til sjávar og sveita
heldur tók Hekla upp á þvi aö
gjósa alveg upp úr þurru — I
þriöja sinn á öldinni. Sjónvarpið
var mætt á staðinn og ómar
Ragnarsson lýsti þvi eins og um
væri aö ræöa knattspyrnuleik viö
kölska sjálfan.
A þjóðmálasviðinu geröust
tveir atburöir svo merk-
ir að sjálfsagt þykir aö þeir
veröi færöir á spjöld tsiands-
sögunnar. Annars vegar myndaöi
Gunnar Thoroddsen rlkisstjórn i
upphafi ársins meö ævintýra-
legum hætti og tók meö sér væna
flis af feitum sauð — Sjálfstæöis-
flokknum, og svo væna aö menn
eru ekki enn á eitt sáttir hvor sé
stærri — flisin eða sauðurinn.
Hins vegar kaus þjóöin Vigdlsi
okkar Finnbogadóttur forseta
islands sem sumir hafa vHjaö
halda fram aö hafi veriö heims-
sögulegur atburöur en Björn
Þorsteinsson sagnfræöingur
Iætur sér nægja hér I biaöinu aö
kalia „kynferðislegan” merkisat-
burö.
Svo má ekki gleyma smærri
merkisatburöum eins og for-
mannaskiptum vinstri flokkanna
tveggja, formannskjöri á Aiþýðu-
sambandsþingi meö tilheyrandi
fiokkabrambrölti og táknaöi i
öllum þremur tilfeilum kyn-
sidöaskipti. Og hvaö þá um
gllmu Gervasoni og dómsmála-
ráöherra eöa sjálfsgagnrýni
Guöna Kolbeinssonar og afsögn
hans sem æösta dómara i
islenskri tungu út af þvi aö hann
heföi getað farið vitlaust meö vis-
una alkunnu: ,,i birkilaut hviidi
ég bakkanum á/ þar bunaöi smá-
iækjarspræna...”
Þaö eru gjarnan smálækjar-
sprænurnar sem krydda tilver-
una. Smámál veröa aö stórum
bólum og springa meö látum eins
og púöurkerlingar á gamlárs-
kvöld og gefa okkur kærkomiö
tækifæri til aö sjá spaugilegu hliö-
arnar á mannlifinu.
Svo varö Steingeitin Gunnar
Thoroddsen sjötugur og samstaða
náöist um leiö I rikisstjórninni um
aö veröbóigan færi hvorki upp né
niður fyrir 70% á komandi ári.
Blysför var farin aö heimili álfa-
kóngsins i Aragötu og snerist ekki
upp i bálför rikisstjórnarinnar
eins og sumir höföu vonað.
Og mávarnir hnita hringi yfir
Súðavik, segir hér I biaöinu I dag.
Vitiö þiö af hverju? Þeir halda
fyrir nefiö meö öörum vængnum.
Meðan húmorinn er I lagi, þarf
þjóöin ekki aö kviöa komandi ári.
Gleöilegt gamansamt ár.
Þökkum iiöiö.
Indíánar, rússar og jólasveinar
Indiánarnir koma, riissamir
koma, jdlasveinarnir koma. Allt-
af og allsstaöar eru einhverjir að
koma og skapa vandræði. Ég held
nú samt að jólasveinarnir séu að
verða stórum meira vandamál
fyrir okkur heldur en indíánarnir
fyrir kúrekana i sjónvarpinu og
rússarnir fyrir kúrekana á
Morgunblaðinu.
Jólasveinarnir eru vissulega
sannkölluð guðsgjöf fyrir kaup-
mennina. Þeir hleypa i þá svo
miklu lífi að það væri fúll ástæða
til að setja nýtt merki inn i kerfi
almannavama — einshverskonar
hræðilegt skerandi gaul sem gæti
þýtt: Bjargi sér nú hver sem
betur getur. Það er kominn
desember og jólasyeinarnir,
fylgjur kaupmannanna, em að
koma!
Þessi pistill er skrifaður 22/12
en líklega birtist hann ekki fyrr
en á næsta ári. Hann er skrifaður
fyrir alla þá sem sitja og stara
voteygðir oni veskin sin til að gá
hvort það sé ekki einu sinni eftir
ein einasta gömul króna sem
hægt væri að stinga i vasann og
treysta svo á að þangaö leitaði
auðurinn sem hann er fyrir, hann
er lika skrifaður fyrir þá sem eru
að bagsa við að reikna út yfir-
dráttinn á ávisanaheftinu og
halda að tölvan hljóti að vera
biluð úr þvi að yfirdrátturinn er
svona hár, og hann er llka skrif-
faður fyrir börnin sem eru helsta
vopn kaupmannanna við að tæma
veskin okkar.
Þegar þessi pistill birtist er
meirihlutinnaf fslenskum börnum
, búinn að vera I mánaöarlöngu
taugaveiklunarkasti og á meðan
þú lest þetta, — kæri lesandi, —
þá sitja kannski börnin þin yfir
ónýtu jólaleikföngunum sfnum og
veistu á hvað þau eru að horfa?
Þau eru ekki bara að horfa á
skraniðsemkaupmaðurinnnotaði
til þess að krækja i seðlana þina.
Þau eru lika að horfa á eignirnar
sem sjónvarpið sagði þeim að
dygöu til þess að bæta þeim upp
rýra og stopula ást þrælkaöra
foreldra, hleypa lifi og fjöri i
gráan og þröngan veruleika hinn-
ar barnafjandsamlegu borgar og
siðast en ekki sist, — eignirnar
sem gætu tekið frá þeim óttann
sem læðist að hverjum þeim sem
svínar á sinu mannlega eðli og
aðlagar sig samfélaginu.
Indiánamir koma i sjónvarp-
inu, — rússarnir koma á
Morgunblaðið, — en það eru jóla-
sveinar og kaupmenn sem koma
til þin og það er öllu alvarlega.
Jafnvel Kaupfélag Héraðsbúa, sú
gamla framsóknarbúlla, stekkur
margefld upp úr körinni til þess
að taka þátt i ránsferð ársins. Það
er sett á fót i kaupfélaginu
svokölluð jólabúö þar sem
handónýtt og fáránlegt skran er
glennt framan i börnin til þess
eins að kippa allri fótfestu Ur
tilveru þeirra og virkja þau i
ránsferðinni miklu.
Núkann einhver að hugsa sem
svo: Ekkierþetta jólasveinunum
að kenna. Þetta er mál
kaupmannanna. Hvað er maður-
innaðhnýta I jólasveinana, þessa
kátukarlasem koma öllum i jóla-
skap? Og það er einmitt þar sem
hundurinn liggur grafinn. Eða
var það kannski ekki déskotans
jólaskapið sem fór með siðustu
aurana úr buddunni þinni? Ég er
ansi hræddurum að svo hafi verið
og nú ferðu kannski að grilla i
lævísan tilgang jólasveinanna.
Jólin eru fjölleikahUs efnahags-
lifsins og eins og öll mikil fjöl-
leikahús þurfa þau auðvitað sina
trúða, — fiflslega náunga sem
með bjánahætti sínum láta þér
liða eins og þú sért stórgáfaður.
Ég finn þetta lika læðast að mér
þegar ég sé jólasvein að störfum.
Þá hugsa ég: Þama er þó einn
sem er mikið vitlausari en ég.
Okkur fer jafnvel að finnast við
svo gáfuð að við þurfum ekki að
vera á verði gegn einu eða neinu
og þá er undra auðvelt að plata
okkur. Þessi leikhUsbrella er að
minnsta kosti 2000 ára gömul og
hún gefst alltaf jafnvel.
Jólasveinarnirfara að visu ekki
sérstaklega vel útúr þessu heldur.
Þeir andskötast út um allt og gera
sig að fífli I þrettán daga kaup-
laust og svo eru þeir bara reknir
út i sveit. Þeir eru nefnilega
landsbyggðarmenn eins og ég og
eiginlega ætti baráttuhreyfing
farandverkamanna að taka
launamál þeirra til athugunar.
Hinu skyldi enginn gleyma að
hvar sem þeir fara þar koma
kaupmennimirá eftireins og logi
yfir akur. Það er illur fyrirboði að
sjá jólasvein og það er eins og
hvert annað slys að lenda í jóla-
skapi enda hefnist okkur flestum
grimmilega fyrir það. Eða
hvernig litur veskið þitt út núna?
HAKARL
Þá rauður loginn brann
Elliglöp ekki til afsökunar
Ferill rikisstjórnar Gunnars
Thoroddsen hefur ósjálfrátt
kallaö fram I huga fólks samlik-
inguna um stjórn Nerós heitins
keisara af Rómaborg, sem hlýða
mátti á hljóðfæraleik hans meðan
að borgin brann. Hér hefur hljóð-
færið að visu verið meö öðrum
hijóm og bál verðbólgunnar
snertir húseignirlandsmanna með
öðrum hætti en sá eldur, sem
Rómaborg eyddi En vissulega
kitlar það hláturtaugarnar, þegar
hljóöfæraleikari okkar tslendinga
nær merkisáfanga á æviferli
sinum, þá skuli hópast álfar að
húsi hans með tendraða kyndla á
lofti, álfar, sem hylla Gunnar
Thoroddsen sem ieiötoga lifs sins
og erkiálf.
Og foringi álfahiröarinnar
leiðir sönginn:
„Bregðum blysum á loft,
bleika lýsum stjórn...”
Erkiálfurinn brosir ánægður og
þakkar heiðurinn. A honum er
engin ellimörk að sjá. Lifsþróttur
hans og andleg skerpa eru með
öllu óbiluð af ásókn Elli kerl-
ingar. Dr. Gunnar hefur ekki elli-
glöp sér til afsökunar.
Efnahagsráðstafanir.
Meðan rauöur loginn brennur
úti fyrir húsi Gunnars, sitja þing-
menn stjórnarflokkanna á
erfiöum og löngum fundum.
Loftið er þrungiö spennu. Til um-
ræöu eru efnahagstiliögur, sem
rikisstjórnin ásamt pólitlskum
aðstoðarmönnum sinum hefur
kokkað saman. Steingrimur er þó
undanskilinn. Hann er á skíðum i
sólarlöndum! Einstakur álfur
það. Meginatriði tillaganna eru
á þann veg, að i fyrsta lagi
skuli lögboöin vaxtahækkun ekki
koma til framkvæmda nú um
áramótin. I ööru lagi verði verð-
hækkanir, sem oröið hafa frá 1.
nóvember s.l. til áramóta ekki
reiknaðar með i visitölu. I þriðja
lagi taki nýr visitölugrundvöllur
gildi frá 1. janúar og verði visi-
tölur skv. honum notaður við út-
reikning verðbóta 1. marz n.k. í
fjórða lagi verður framkvæmd
um 8% gengisfelling á nokkrum
dögum eftir áramótin i þvi skyni
að skapa grundvöll fyrir nýju
fiskverði. 1 fimmta lagi verður
tekin upp svokölluð „total-verð-
stöðvun” um nokkurra mánaða
skeiö og i fimmta lagi verða
lagðar fyrir þing tillögúr um um-
talsverðar skattalækkanir fyrir
láglaunafólk.
Upplausn hjá allaböllum
í rikisstjórninni höfðu ráð-
herrar allaballa litið haft til
málsins að leggja, annað en það,
aö þeir lögöu höfuöáherslu á þaö,
aðkosnnaöurviðneyzlu: áfengisog
tóbaks yröiaftur reiknaöur inn I
kaupgjaldsvfsitölu. Þegar þeir
svo lögöu tillögur stjórnarinnar
fyrir þingflokk sinn, varö þar
meiriháttar uppþot. Margir þing-
menn lýstu sig alfariö andvlga
einstökum atriöum i tillögunum
eða jafnvel tillögunum I heild.
Ráðherrarnir máttu sæta
þungum ákúrum fyrir að hafa
látiö tæla sig til slikrar tillögu-
smiðar, en þeir báru fyrir sig þá
þráhyggju ýmissa Framsóknar-
manna, að einhverrra efnahags-
ráðstafana væri þörf. A það var
bent I þingflokki allaballa, að hér
væri I raun verið að klippa 10 af 14
prósentustigum, sem kaup myndi
ella hækka um hinn 1. marz n.k.
og að sliku gætu þeir ekki staðið.
Þegar þetta er skrifað, veit
enginn, hver örlög tillagnanna
verða hjá allaböllum. Ýmsir ætla.
að þingmennirnir muni beita
Asmundi Stefánssyni fyrir sig, til
þess að ráða að niðurlögum fyrir-
hugaðra efnahagsráðstafana.
Kunnugir spá 40% Hkum á þvi, aö
efnahagslögin nái samþykki allra
aöstandenda rikisstjórnarinnar,
þótt álfar og Framsóknarmenn
ljái þeim stuðning sinn.
Áhrif á kjarasamninga
Launþegahreyfingin mátti
alltaf búast við efnahagsráðstöf-
unum, sem skerti kjör launþega.
En menn sjá nú, að laun heimsins
eru vanþakklæti. Opinberir
starfsmenn, sem gerðu kjara-
samning, er tók tillit til rlkjandi
aðstæöna i efnahagsmálum,
mega nú sæta þvi aö kjör þeirra
skeröist meir, en grunnkaups-
hækkun nam meöan að aörir og
gráöugri hópar bera hlut sinn
óskertan frá boröi. Væntanlega
mun þaö mjög móta kröfugerö
þeirra viö þá kjarasamninga sem
gera skal á árinu 1981. Og ekki er
öllum kjarasamningum yfir-
standandi árs lokiö. Þannig
hyggjast nú starfsmenn rikis-
verksmiðjanna láta kné fylgja
kviði og hafa þeir boðað vinnu-
stöðvun 12. janúar n.k.
En hvað sem öðru liður, þá
hefur rikisstjórnin ekki valið þá
leiö, að gera kjarasáttmála við
samtök launþega. Hún hyggst
koma vilja sinum fram með sama
hætti og Neró keisari foröum.
Veröur blysförin að bálför
rikisstjórnarinnar?
Það er vissulega kaldhæöni ör-
laganna, að á sama tima og leið-
togi rlkisstjórarinnar fagnar
áfanga I llfi sinu, þá skuli stjórnin
allt I einu komin I andarslit. Eða
eins og oröheppinn maður sagöi,
þegar hann virti fyrir sér blysför-
ina til erkiálfsins: „Skyldi blys-
förin verða upphaf að bálför
rikisstjórnarinnar?”
Hákarl