Helgarpósturinn - 02.01.1981, Blaðsíða 7

Helgarpósturinn - 02.01.1981, Blaðsíða 7
Föstudagur 2. janúar 1981 7 JielgarpúsfurinrL visu vel frá vandanum með Reykjavikurbréfi Matthiasar, en allir vita að dr. Gunnar og Morg- unblaðið hafa löngum eldað grátt silfur saman. A hinn bóginn þykir mörgum flokkuririn hafa komist siður frá þessu vandræðamáli. Menn söknuðu afmælisgreinar frá flokknum eða flokksforustu. Að visu er sagt að Geir Hall- grimsson hafi verið búinn að setja saman afmælisgrein um dr. Gunnar en hætt við birtingu á henni. Það er e.t.v. ekki óeðlilegt i ljösi fyrri samskipta þessara tveggja manna en margir undrast þó að formaður fram- kvæmdastjórnar flokksins, Birgir tsl. Gunnarssonskyldi ekki senda Gunnari kveðju i nafni flokksins.... # Stóriöjusinnar eru þess nú fullvissir aö Alusuisse-bomba Hjörleifs Guttormssonar muni þegar allt kemur til alls reynast eins og venjulegur áramótaflug- eldur. Vitna þeir til álsamnings- ins margumtalaöa og segja að þar sé hvergi talað um að útflutn- ingsverö á súráli frá Astraliu skuli vera einhver viðmiöun heldur standi skýrum stöfum aö viðmiöunin skuli vera markaðs- verð á súráli til hliðstæðra fyrir- tækja i Evrópu. Ekkert hafi komið fram um það að þar hafi Alusuisse eitthvað óhreint i poka- horninu og þar með ekki brotið neina samninga heldur hafi Hjör- leifur einungis sýnt fram á að það séu Astraliumenn sem hlunnfari sjálfa sig með slappri skatt- lagningu á útflutta súrálið.... # Margir munu hafa sótt um þær tvær stöður fréttamanna út- varpsins sem auglýstar voru á dögunum. Annars vegar var ráðning fréttamanns i fullt starf en hins vegar ráðning frétta- manns til sex mánaða i stað ólafs Sigurðssonar, sem ætlar að skreppa yfir á sjónvarpið þennan tima. Meðal umsækjenda um fyrrnefndu stöðunaeru sögðvera þau Erna Indriöadóttir, fyrrum Morgun- og Helgarpóstur, og Einar örn Stefánsson, áöur Þjóð- viljamaöur og ihlaupaþulur hjá útvarpinu. Aðrir umsækjendur eru minna þekktir og reynslu- minni. Um hina stöðuna mun ekki hafa sótt fólk með neina starfs- reynslu fyrir. Hjá fréttastofunni er mestur áhugi fyrir aö fá þau bæði til starfa, Ernu og Einar örn.... 9 Einhverrar uppstokkunar mun vera að vænta á Timanum. Haft er eftir einum ritstjóranna að blaöið sé komiö eins langt niöur og hugsanlegt sé og þá sé unnt aö byrja að byggja upp á nýjan leik. Mun eiga að gera ein- hverjar breytingar á blaðinu jafnframt þvi sém fjölga á mann- skap, Meðal annars heyrist að Halldór Valdimarsson, áður blaðafulltrúi Upplýsingaþjónustu Bandarikjanna, hafi verið ráðinn á Timann, þar sem hann hefur raunar áður starfað — auk fleiri blaða... # Verkfall bensinafgreiðslu- manna kom eins og skollinn úr sauðarleggnum, þvi að þeir eru i Dagsbrún og flestir héldu að allir Dagsbrúnarmenn hefðu verið inni iOO.OOO @ ' 50 -000 " 90.00° ) " A0.000 B " 5.000 )3 " ý.OOO - - 500 gOO.OOO 450-000 480-000 A 980 .0°° 5 265-000 oR.368-000 „ýVt • r a&1/1 ro ' unph*8 e V w'"eL'w ( ^UeVbtva r a5evw sVOiv- L, áttvu 5!vga ^5a- ■ i heildarsamningum ASt, sem undirritaðir voru á dögunum. Svo var sem sagt ekki. Bensinaf- greiðslumenn hafa lengi verið óánægðir meö sinn hlut innan Dagsbrúnar. Telja þeir að Dags- brúnarforustan hafi ótrautt beitt þeim fyrir vagn sinn sem öflugu verkfallsvopni en aö Guðmundur Jaki hafi hins vegar veriö með hugann allan við hafnarverka- menn og skilið bensinafgreiðslu- mennina eftir úti i kuldanum þegar hagur hafnarverkamann- anna var tryggður. Mun hafa verið komin töluverð ólga i bensinafgreiöslumennina og þeir haft I hótunum um aö segja sig úr Dagsbrún og ganga i Verslunar- mannafélagið, þar sem þeir ættu raunverulega fremur heima. Dagsbrún vildi hins vegar ekki missa þennan hóp og lét eftir kröfum þeirra um sérsamninga. # Þeir sem leggja sig eftir þvi að sjá einstaka viöburði i stjórn- málaheiminum ibreiðu samhengi hafa þóst sjá náið samband milli sifelldra breytinga á visun Frakkans Gervasoni af landi brott og þeirri bið eftir efnahags- ráðstöfunum rikisstjórnarinnar, sem mörgum þykir orðiin nokkuð löng i annan endann. Eins og mönnum er i fersku minni átti að flytja Gervasoni úr landi með valdi snemma i haust, eftir að hann hafði setiö um hriö i varö- haldi. Þeirri ákvöröun var breytt á siðustu stundu. Þá var brott- farardagurinn settur annan desember. Einmitt á þeim tima var búist við, að rikisstjórnin gerði opinberar efnahagsráðstaf- anir sinar þann fyrsta desember. Það varö þó ekki, og brottför Gervasoni frestað aftur um óákveðinn tima. Rétt fyrir jól lét rikisstjórnin i þaö skina, aö efna- hagsráðstafanir væru væntan- legar þá og þegar, liklega milli jóla og nýárs. Jafnframt var 28. desember ákveöinn nýr brott- farardagur Gervasoni. En efna- hagsráöstafanirnar létu á sér standa, þótt enn væru þær að sögn væntanlegar fyrir áramót. Brott- för Gervasoni var enn frestað, aö þessu sinni til 30. desember. En hvert er svo samhengiö? Ef marka má lausafregnir af gangi samninga innan rikisstjórn- arinnar um efnahagsráöstafanir hefur gengiö erfiðlega að fá Alþýðubandalagiö til aö sam- þykkja viss atriði þeirra. Þvi þykir mönnum einsýnt, að þeir Alþýöubandalagsmenn eigi að fá að setja sig i stjórnarandstööu- stellingar vegna Gervasonimáls- ins bæði til aö leiöa athygli kjós- enda sinna frá aðild flokksins að hæpnum efnahagsráðstöfunum og sýna hörku og pólitiskan kjark i mikilvægu máli til að eftirgjöf þeirra i efnahagsmálunum veröi ekki eins áberandi. Þá er einnig liklegt að mati fróðra manna, að Alþýðubandalagið hafi hreinlega i hyggju að gera hrossakaup á Gervasoni og ýmsum að þeirra mati vafasömum efnahagsúr- ræöum, til þess að koma i veg fyrir að stjórnin springi.... # Sjónvarpsmenn telja nú brýnt atriði til að bæta dagskrá sina að fá hækkaðar þær verð- miðanir sem settar hafa verið varðandi kaup á erlendu sjón- varpsefni. Telja sjónvarpsmenn að þetta verð sem sjónvarpiö getur boðiö fyrir erlent efni sé nú orðiö það lágt að litiö annaö en undirmálsefni fáist, gamalt og þunnt. Það er fjármálasstjórnar stofnunarinnar aö taka afstöðu til hækkunar þess taxta sem nú gildir varðandi kaup á erlendu út- varpsefni.... ® Nýjar tillögur um opnunar- tima verslana hafa legiö fyrir borgarstjórn aö undanförnu og var búist við að þær myndu ná fram að ganga. Hins vegar geröist þaö þegar borgarfulltrúar fóru aö rýna nánar i tillögurnar að i ljós kom að opnunartimi þeirra mun styttast i reynd frá þvi sem nú er um nokkra klukku- tima á viku hverri. Þykir þess vegna tvisýnt aö þessar tillögur muni hljóta samþykki eftir allt saman....

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.