Helgarpósturinn - 02.01.1981, Blaðsíða 17

Helgarpósturinn - 02.01.1981, Blaðsíða 17
»1 y * Föstudagur 2. janúar 1981 Stofnendur Breiöholtsleikhússins í Breiöholtinu: Þórunn Pálsdóttir, Geir Rögnvaldsson og Jakob S. Jónsson. Atvinnuleikhús í Breiðholtið „Breiðholtsleikhúsiö” er nafniö á nýju atvinnuleikhúsi hér i borg, sem þrir leikhúsmenn af yngri kynslóö Jakob S. Jónsson, Geir Rögnvaldsson og Þórunn Páls- dóttir standa að. Að sögn Jakobs, framkvæmda- stjörans, er þetta einskonar til- raun af þeirra hálfu. Viöa er- lendis eru litil leikhús i úthverfum borga, og þar sem ibúar Breið- holtsins eru nú orðnir hátt i 25 þúsund, vilja þau láta reyna á hvort grundvöllur er fyrir slikt þar. „Við höfum fengið inni i Fellasköla”, sagði Jakob, ,,f skemmtilegum samkomusal, sem er afar hentugur til leiksýn- inga”. Jakob sagði hugmyndina að leikhúsinu hafa fæðst fyrir all- nokkru i umræðum stjórnend- anna þriggja. Hugmyndin væri að ráða leikara til hvers einstaks verkefnis, og láta öll útgjöld vera i algjöru lágmarki. Fyrsta leikritið Plútus (Arfur- inn) eftir griska gamanleikja- skáldið Aristofanes verður vænt- anlega frumsýnt núna siðari hluta janúar, en Jakob sagði verkið hafa veriö valið meðal annars með tilliti til þess hve sal- urinn býður uppá mikla mögu- leika. Það er Geir Rögnvaldsson sem leikstýrir, en leikarar eru Sigrún Björnsdóttir, Eyvindur Erlendsson, Kristin Karlsdóttir Evert Ingólfsson og Þórunn Páls- dóttir. Jakob sagði enga ástæöu til að ætla annað en ndg fengist af leikurum til starfa, það væri ekki nema hluti Islenskra leikara í vinnu hjá L .R. og Þjóöleikhúsinu, og þó Alþýðuleikhúsiö leysti aö nokkru atvinnuvandamál þeirra, þá væri mikiö eftir af hæfileika- miklu fólki. Um listræna stefnu Breifáiolts- leikhússins sagði Jakob ekki timabært að tjá sig, en það lægi i augum uppi að leikhús sem þetta yrði aö ná til fólksins til að lifa, „Við viljum reka skemmtilegt og frumlegt leikhUs”, sagöi hann. —GA þaö á tilfinningunni að hún sé ekki ein og er hrædd. Grunur hennar reynist réttur og inn kemur sérkennilegt fólk, sem hefur allt annan hátt á að skemmta sér en sveitafólkið. Freyja tekur þátt i dansinum og þar kemur að Kolur nær að fanga hana og reynir að knýja hana til samlags við sig. Freyju tekst að sleppa en Kolur leggur fyrirhana nýjar gildrur, falleg föt og annaö glys. HUn lætur Leiklist efjlr Jón Viðar Jónsson ginnast og þegar hím er aÖ máta fötin, kemur BUi og er hann viss um að Freyja hafi svikið sig. Eftir nokkrar tilraunir til að sannfæra Búa um hiö gagn- stæða fer Freyja burti fússi. (A frumsýningunni var þetta gert með nokkuö öðrum hætti, Freyja var þar orðin stjörf eins og stytta eftir að hafa látið heillast af freistingum Kols og faldi BUi hana i heystakki á meðan sveitafólkiö dansaði. Nýtur sú lausn að minu viti mun betúr en sú sem Jón er hér að lýsa . J.V.J.) Sveitafólkið kem- ur afturogskemmtirsér,en BUi getur ekki tekiö þátt i gleðinni. Dagurinn erá enda og umvafinn bjarma kvöldroðans fer hver til sins heima, nema Búi, sem situr eftir i þungum þönkum. Hann verðurvitni aðþvi hver ásök i óhamingju hans og sér fýrir sér örlög Freyju. Þrátt fyrir skelf- ingu Búa og Freyju eru þau ráðin i að berjast gegn Kol og hyski hans. Freyja nemur spor- in i einkennisdansi Kols og áður en Búi yfirgefur hana —K strikar hann varnarhring |9\ um Freyju. Er Kolur I/ kemur. sér hann hvers jr „Blindisleikur Þjóöleikhússins er listrænn sigur og er óskandi að eitthvert framhald verði á verki sem skilar slikum árangri”, segir Jón Viðar m.a. i umsögn sinni. Ur heimi goðsögunnar Þjóðleikhúsið sýnir BLINDISLEIK, leik fyrir dansara, Tdnlistog saga: Jón Asgeirsson Dansahöfundur og stjórnandi: Jochen Ulrich Aðstoðardansahöfundur: hamingju þeirra og strengir þess heit að ná sér niðri á þeim. Hann fer er sveitafólkið kemur til að dansa og skemmta sér. Er dansinum lýkur hleypur fólkið burt en Freyja er ein eftir og leiðist einveran. Freyja hefur Sveinbjörg Alexanders Leiktjöld og biíningar: Sigurjón Jóhannsson Lýsing: Kristinn Danielsson. Hljómsveit: Sinfón iuhljómsveit tslands Hljó msveitarstjóri: Ragnar Björnsson Eindansarar: Conrad Bukes, Sveinbjörg Alexanders og Michael Molnar. t leikskrá fer Jón Asgeirsson þessum orðum um Blindisleik: „Uppruni ballettsögunnar er þjóðsagan af Gilitrutt, er hefur i núverandi gerð bæði skipt um kyn og nafn, ber orðiö sterkan svip af djöflinum og heitir Kol- ur. Kolur heldur hyski sinu fjötruðui afskræmdri, firrtri og vélrænni veröld. Andstæða afskræmingarinnar er óspillt sveitin og þar er aö finna hjónin Búa og Freyju, ásamt sveitung- um sinum. Gerð verksins er skipt i 24 atriði og i þessari uppfærslu hefur nær engu verið breytt um skipan þeirra. Sviöið er samkomustaður og má heita Engidalur. Verkiö hefst á morgunstemmningu og lýsir upplifunBúa. Freyja kem- ur að honum heilluðum af upplifun sinni. Kolur er vitni að Geimskríms/araunir Nryja bió: Óvætturin (Alien) Bandarisk: Argerð 1979. Hand- rit: Dan O’Bannon. Leikstjóri: Ridley Scott. Aðalhlutverk'I Tom Skerritt, Sigourney Weaver, Ian Holm, Yaphet Kotto. Geimskipið Nostromo er á leið til jarðarinnar úr langferð. Ahöfnin liggur i frysti og vaknar fyrst þegar geimfarið er aö nálgast áfangastað. Um leið berast þau boö, að stefnunni skuli breytt til aö athuga um einkennilegar merkjasendingar frá óbyggðri stjörnu. Geim skipiö lendir siöan á þessari stjörnu með þeim afleiðingum að þar kemur um borð óvættur, dálitið þreytt saga og maður verður leiður á að fylgjast með þvi hver verði drepinn næst. Stenley Kubrick gerði fyrir nokkrum árum þá „sæens figsjón mynd” sem siöan hefur veriö notuð sem mælikvarði á slíkar myndir og ber af þeim eins og gull af eiri. Það fer ekki á milli mála að Ridley Scott hefur ætlað sér mikinn hlut þegar hann geröi „Alien”, þetta á að vera hryllingsmynd, vis- indamynd og Iistaverk allt i sömu andránni og er lofsvert að menn skuli hafa þvilikan metnaö, hitt er verra að ekkert af þessu lukkast fullkomlega, hryllingurinn er ekki nema i 1 m Kvikmyndir eftir Þráin Bertelsson 1 'og Gudjón Arngrímsson ■HH sem stútar sem næst allri skips- höfninni og er til bölvunar á margan hátt uns yfir lýkur. „Sæens figsjón” eða visinda- sögur heita ævintýri af þessu tagi og eru til bæöi góð og vond. Þetta eru vinsælar sögur eins og sjá má af þvi að yfirmáta vondar myndir eins og „Close Encounters of The Third Kind” og „Star Wars” hafa fengiö metaðsókn, enda væri vist eitt- hvaö bogið viö manneskjurnár ef þær hefðu ekki áhuga á fram- tiöinni og ómælisgeimnum. Ridley Scott heitir maðurinn sem stjórnar / Alien”. Hann vakti á sér athygli með mynd- inni „Duellists” sem er með eftirtektarveröustu myndum sem gerðar hafa verið á siðustu árum, kannski einkum vegna þeirrar „myndgleði”' sem i henni rikir. Og eftir þá ágætu mynd finnst manni raunar heldur þunnur þrettándi að sjá „Alien” þvi að þar er á feröinni rúmu meðallagi, visindin koma ekki flatt upp á nokkurn mann og listin er hálfutanveltu þarna meðan geimskrimslið bröltir um og drepur fólk. Búist maöur við miklu verður maður fyrir vonbrigðum með „Alion” hins vegar stendur hún vel fyrir sinu ef maður fer ekki að gera sérstakar kröfur. Hún er jafngóð og „Close Encounters” og „Star Wars” eöa öllu heldur jafnvond. Hæstu einkunn er þó óhætt að gefa þessari mynd fyrir frábæra kvikmyndatöku og svo leik- mynd, sem ekki er hægt að hugsa sér betri. Sömuleiöis er Scott dáldið glúrinn þegar hann lætur Ieikkonurnar hegöa sér eins og venjulegt fólk — i stað þess að vera fyrst og fremst huggulegar konur, en það er yfirleitt hlutskipti leikkvenna i Hollywood. Scott lætur ógert að kyngreina og þvi er maður sárfenginn. — ÞB. Leitin að æskunni Austurbæjarbió: „10” Bandarisk. Argerö 1980. Aðalhlutverk: Dudley Moore, Julie Andrews, Bo Derek. Ilandrit og leikstjórn: Blake Edwards. Eiginlega er það synd og skömm að mynd þessi skuli fyrst og fremst þekkt vegna stúlkunnar Bo Derek. Að visu er hennar engilfagri kroppur að nokkru leyti þungamiðja myndarinnar, en sá misskiln- ingur virðist rikjandi að hér sé á ferö létt pornómynd, eitthvaö I anda Emmanuelle. Svo er alls ekki. Lengst af sést hvorki tangur né tetur af Bo Drek. „10” er fremur kúltiveruö gamanmynd.og húmorinn er dálltiö undarieg blanda af k 1 ámbröndurum og farsakenndri óheppni. Dudley Moore, sem eitt sinn var annar helmingurinn af frægum bresk- um brandaradúett, Dudley Moore og Peter Cook, leikur frægt tónskáid, sem m.a. hefur fengið nokkra Óskara fyrir kvikmyndatónlist. Hann er kominn á miðjan aldur, svolitið farinn að slappast aö eigin áliti, þegar hann sér stúlku drauma sinna bregða fyrir. Myndin greinir siöan frá kostulegum til- raunum hans að hafa uppá henni, og um leið æskufjörinu. Blake Edwards er orðinn gamalreyndur leikstjóri, hann á til dæmis að baki ófáar myndir um Clouseau lögregluforingja. I „10” er hann fágaðri og finlegri en I samvinnunni við Peter Sellers, og þegar hann leikur sér aö flókinni atburðarás, eins og vandræöum tónskáldsins og vinkonunnar (Julie Andrews) með aö ná simasambandi kem- ur Iljós valdhans á miðli sinum. Þar er allt hárnákvæmt og hvert atriðið af öðru hittir beint i mark. Það er þegar Edwards fer útfyrir gamanið og beinir athyglinni að alvarlegri hlutum, breyskleika mannanna, ekki sist þcirra á miðjum aldri — á „gráa timabilinu” nýuppgötv- aða — að böndin losna. Þeir kaflar verða daufir og svolitið leiðinlegir. En i heild er þetta gaman- mynd i betra lagi, borin uppi af frækilegum „undirleik” Moore I aðalhlutverkinu. — GA Bo Derek dregur að sér karl- pening i mynd Austurbæjarbiós.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.