Helgarpósturinn - 02.01.1981, Blaðsíða 11

Helgarpósturinn - 02.01.1981, Blaðsíða 11
11 hefgárpústurinn Föstudagur 2. janúar 1981 „Gætum hækkað menningar- staðal þjóðarinnar” segir Guðrún Halldórsdóttir skólastjóri Námsflokka Reykjavikur, en að þeim skóla eiga allir aðgang „Þjóðfélagsástandið segir alltaf til sin i svona fræðslu. Þannig datt aðsókn alveg niður um tíma i fatasaumi, en nú hefur orðið áberandi breyting þar á. í vetur eru kenndir saumar aila daga vikunnar.” Þetta sagði Guðrún Halldórs- dóttir,’ skólastjóri Námsflokka Reykjavikur, þegar Helgar- pósturinn spurði hvaða námskeið Námsflokkanna væru best sótt. Annars sagði hún að i almennum fristundanámskeiðum gengu tungmálin alltaf mjög vel. „islendingar virðast hafa ódrep- andi áhuga á tungumálum.” Skólinn er nú þriskiptur, þvi auk fristundanámsins hefur verið tekið upp prófanám og starfs- nám. A haustmisseri voru skráðir rúmlega 1600 nemendur i Náms- flokkunum og þar voru konur i yfirgnæfandi meirihluta. „Sum fög virðast vera ein- dregin kvennafög," sagði Guðrún. „Svo er um handavinnu alls konar, forskóla sjúkraliöa og starfsnámið. Það siðast talda er nýjast hjá Rætt við Magnús Norðdahl um ævintýraferð til Mexíkó í Kyrrahafinu „Þetta var svo mikið ævintýri, að það er ekki hægt að lýsa þvi með orðum,” sagði Magnús Norðdahl, leigubilstjóri, þegar við ræddum við hann um merki- legar veiðar sem hann fór á nú f vetur. Magnús fór i afmælisferð tJt- sýnar til Mexikó i nóvember og þar var það sem hann komst á veiðarnar. Hópurinn dvaldi meirihluta timans I Acapulco, 700—800 þúsund manna borg, sem stendur við skeifulagaðan fjörð inn úr Kyrrahafi. Þetta er mjög fagur staður, sem leikarar og annað efnafólk hefur sótt m jög til. Þegar til Acapulco kom, leitaði Magnús sér upplýsinga um báta, sem leigðir eru út til sjóstanga- veiðiog komst að raun um að bát- urinn kostaði 150 dollara y fir dag- inn með fullri áhöfn og drykkjar- föng eins og hver óskaði. „Þetta sport er miklu ódýrara en laxveiðar á íslandi,” sagði hann. Og hann ætti að vita sitt- hvað um það, þvi hann hefur stundað laxveiöar með sivaxandi áhuga i upp undir hálfa öld. Magnús fór tvær ferðir með þessum bátum,fyrst ásamt þrem öðrum Islendingum en seinni ferðina fóru þeir aðeins tveir saman, Ólafur Árnason starfs- maður Almennra trygginga og Magnús. „Þetta var geysilega spenn- okkur. Þetta eru námskeið fyrir dagmömmur og fólk á félags- svæði Sóknar. Dagmömmur fá aukin réttindi og hærri taxta ef þær hafa verið á námskeiði og Sóknarfólk fær kauphækkun út á námskeiðin. Þau fjalla um ýmsa þætti starfsins, bæði praktiska og fræðilega. Þeim er ætlað að gefa innsýn i grundvöllinn fyrir þeim störfum,sem fólkiðeraðvinna og hafa þau tekist mjög vel. Ég hef hitt nemendur, sem hafa verið á tveim slikum námskeiðum og vilja fá það þriðja þótt engar kauphækkanir fáist með þvi. Ég held að það ættu að vera svona námskeið fyrir öll ófaglærð verkalýðsfélög i landinu. Ég er viss um að ef svo yrði, myndu við- horfin breytast og við myndum hækka menningarstaðal þjóðar- innar. Að minu mati væri það eitt það merkasta sem við gætum gert i skólamálum." Guðrún sagði, að þaö væri allt annað að kenna fólki, sem hel'ði verið i vinnu um nokkurn tima. andi,” sagði hann. „Fiskurinn sem þarna er veiddur er nefndur flakfiskur og er að þvi er ég held af sverðfiskategund. 1 fyrri ferð- inni fengum við einn fisk, sem mældist vera 251 cm. að lengd, en i ferð okkar ólafs fengum við tvo 258 og 254 cm. langa. Tveir fiskar eru hámarksveiðin, sem leyfð er á bát á dag og á heimleiðinni er flaggað i samræmi við veiðina. Fyrir tveim fiskum er flaggað tveim fánum. Flakfiskurinn tekur beituna i sjóskorpunni og hann er ógurlega átakamikill. Linan þolir 300 punda átak og dregst yfirleitt ekki út nema með 100 punda átaki, svo þétt er bremsan stillt. Flakfiskurinn likist laxinum i þvi að hann stekkur gifurlega mikið, allt upp i 7—8 skipti áður en hann fer að gefa sig. Stóllinn Guðrún Halldórsdóttir á skrif- stofu sinni. Ahuginn og námsgleðin væru slik. Prófadeildin er fyrir fólk á' öllum aldri. Þar er boðið upp á l/2árs kennslu i undirstöðuat- riðum grunnskólanáms. 1 haust var fólk i þvi námi á aldrinum frá 18 ára og yfir fimmtugt. Einnig hefur verið boðið upp á grunn- skólanám fyrir krakka, en það hefur ekki gefist nógu vel að sögn Guðrúnar, þvi krakkana vantar Þessi mynd var tekin af Magnúsi i Acapulco með fiskana vænu sem maður situr i er spenntur niður og stöngin stendur i hólki. Það tekur hálftima til þrjú korter aðþreyta hvernfisk og ná honum. Þetta eru mikil átök i 32—38 stiga hita, enda er maður aðeins klæddur stuttbuxum við veiðam- ar. FfÚSTUNDANÁM: þá festu sem þarf til að stunda kvöldnám. Einnig er boðið upp á nám á framhaldsskólastigi og nám i sænsku eða norsku fyrir þá sem vilja þau mál heldur en dönsku. Loks er i Námsflokkunum for- skóli sjúkraliða. Fristundanámið er þó enn sem fyrr stærsti hluti námskeiða Námsflokkanna. 1 þvi stendur fólki til boða að læra fjölmörg fög. Auk tungumálanna og fata- saumsins, sem áður er getið, er kennd postulinsmálun, leirmuna- gerð, myndvefnaður, hnýtingar, bótasaumur, teikning og akril- málun, leikfimi, stærfræði, bók- færsla, ættfræði, jarðfræði, félagsfræði, hjálp-i viðlögum og slökun, sem er nýjung hjá Náms- flokkunum. Af þessari upptaln- ingu má sjá, að um nóg er að velja ef fólk vill finna sér eitthvað uppbyggilegt til dundurs i fristundum sinum. Og nú er rétti timinn til aðbyrja, þvi flest nám- skeiðin hefjast 12. janúar. VEIÐISKA PUR: Ég held að skemmtilegri veiðar sé varla hægt að komast á. Sjór- inn er tær og i honum er þung undiralda þrátt fyrir lognið, Bát- arnir eru glæsileg för með öllum þægindum. Þar starfa meira að segja tveir káetuþjónar. Það get- ur þvi ekki talist mikið verö að borga 90 þúsund krónur fyrir 10 tima veiðiferð.” Magnús kvaðst lika vilja taka fram, að öll fyrirgreiðsla og þjón- usta.ótsýnari ferðinni hefði verið til fyrirmyndar. „Éghef viða far- ið, en aldrei hef ég fengið eins góðan morgunmat, og þarna og hótelin voru fyrsta flokks eins og allt annað.” Eftir veiöiferðirnar buðust áhafnirnar til að láta stoppa einn fiskinn upp fyrir 250 dollara og senda hann til Islands, en Magnús sagðist ekki hafa neitt náttúru- gripasafn heima hjá sér, svo hann hefði ekki séö sér fært aö nota það tækifæri. Sendum landsmönnum bestu óskir um farsælt komandi ár med þökk fyrir þaó liöna ■%> Alla leið með EIMSKIP SÍMI 27100

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.