Helgarpósturinn - 13.02.1981, Page 4

Helgarpósturinn - 13.02.1981, Page 4
4 Föstudagur 13. febrúar 1981.-^ „EG KEYPTI MIG EKKI TIL NEINNA VALDA’ NAFN: Eggert Haukdal STAÐA: Þingmaður FÆDDUR: 26. april 1933 HEIMILI: Bergþórshvoll Landeyjum HEIMILISHAGIR: Ókvæntur BIFREIÐ: Chevrolet Malibu árg. '79 ÁHUGAMÁL: Búskapur, stjórnmál og félagsmál almennt Vinnubrögö þingmanna hafa einatt verift undir smásjá almennings og það vakti þvi mikla athygli, er Eggert Haukdal þingmaöur. lýsti þvf yfir aöhann heföi greittatkvæöi meö vörugjaldinú í dcsember þar scm hann heföi í staðinn fengið í gegn ákveöiö mál hjá bvggðasjóði. Þótti mörgum illt til þcss að vita, aö þannig gcröust kaupin á eyrinni — á þvi háa Alþingi. Staða Eggcrts i islenskri pólitik cr um margl æöi óvenjulcg. Hann er kjörinn á þing af óháðum lista Sunnlendinga.styður rikisstjórnina og situr sem fulltrúi hennar i formannssæti stjórnar Framkvæmda- stofnunar. en mætir að auki á þingflokksfundi stjórnarandstööu Sjálfstæöisflokksins. Hann kemur þvi við'a viö. Eggert Haukdal cr i Yfirhcyrslu Helgarpóstsins að þsssu sinni og cr m.a. spurður unt siöferöiskennd þingmanna, átökin LSjálfstæöisflokknum og sitthvaö fleira. „Ég veit ekki hvort ég get sætt mig við að hafa gert þetta,” sagði þingmaöur einn i viötali eftir að hafa greitt atkvæði um vöru- gjaldiö i vetur. Finnst þér um- mæii þcssa þingmanns bera vott um öryggi og stefnufestu hans? „Ég get upplýst það strax, að það var ég sem mælti þessi orð og skammast min alls ekki fyrir þau. Getur maður ekki verið i vafa um ákveðna hluti? Ég veit ekki betur en allflestir velti þvi fyrir sér bæði á undan og á eftir áívörðunum, hvort þær hafi i rauninni verið réttar. Fyrir svona vangaveltur þarf ég ekki að skammast min. En úr þvi þú ert að minnast á þetta sérstaka vöru- galdsmál, þá vilég taka fram, að i pólitik er ekki óalgengt að samið sé um margt og þarna var ein- faldlega samið um tvö óskyld mál á sama degi. Fyrst var fallist á sjónarmið min að létta af byggða- sjóði ákveðinni byrði. Siðar var fallist á að iækka sælgætisgjaldið um 3% til móts við mig. Það kom fram hjá fjármálaráöherra að ekki tækist að afgreiða fjárlög fyrir jól nema þessi skattur fengist. Ýmsir hafa sett sig á háan hest út af þessu máli og talað af vandlætingu um hrossa- kaup og þaöan af verra. Margir þeirra hafa þóst miklir hreins- unarmenn, en ætli þeir séu ekki að kasta steinum úr glerhúsi þarna eins og oft áður.” En er hægt að líta á þetta til- tckna mál ööruvisi en svo, en þú seljir þarna atkvæöi þitt fyrir ákveðna umbunúr bvggöasjóði? Eru þetta ekki hrein kaup og sala? „Ég seldi ekki neitt og keypti ekkert. Allir þeir sem fylgjast með i landsmálum, sveitar- stjórnarmálum og almennum samskiptum manna á millum, vita að einatt gera menn meö sér samninga. Og þá er leitaö að þeirri niðurstöðu sem flestir geta sæst á. Þú talar um sölu. Gagn- vart byggðasjóði var ég einfald- lega að fullnægja skyldu minni sem stjórnarformaður, þ.e. að verja sjóöinn þannig að honum tækist að standa við skuldbindingar sinar.” ímvndum okkur aö þú heföir ekki fengið þin mál i gegn i byggðasjóð (og þar meö samningarnir sem þú nefnir ekki gengiði gegn). Hvernig heföir þú þá greitt atkvæði i vörugjalds- málinu? „Það var náttúrlega vitað, að ég var alls ekki ánægður meö þetta mál. Tel mig vera stuðningsmann iðnaðar og ótt- aðist þvi afleiöingar vörugjalds- ins. Hinu á ég erfitt með að svara á þessari stundu, hvort min af- staða heföi breyst ef samningar hefðu ekki tekist.” En eru samningar af þessum toga að gerast á hverjum degi I þinginu? Er reglan ,,ef þú færö þetta, þá fæ ég hitt” i hávegum höfö meöai þingmanna? „Ég endurtek aðeins, að samningar eru alla jafna af hinu góða, þótt eflaust megi segja að stundum fljóti eitthvað ljótt með. En að við þingmenn stundum kaup og sölu, það vil ég ekki segja.” Var ekkert Ijótt i þinni samningagerð viö rikisstjórnina um vörugjaldiö? „Nei, ekki að minu mati.” Nú ert þú með ákveðna sérað- stööu i þinginu. Þú lýtur ekki flokksaga, styður rikisstjórnina, en situr fundi stjórnarandstööu og spilar um margt fritt spil. Nýtir þú þina séraöstööu til aö ná betri samningum, þér og þinu kjördæmi til handa? „Ég hef ekki nýtt mér hana til persónulegs framdráttar, en að sjálfsögöu notar maður sambönd sin og áhrif. Nú til hvers eru þing- menn kosnir? Maður er ekki kominn inn i þetta starf til að sofa og auðvitað reyni ég eins og aðrir að þoka fram málum mins kjör- dæmis, — málum mins fólks eins vel og ég get, þann tima sem ég er i þessu starfi. Það geri ég hik- laust. En að ég setji menn upp að vegg á hverjum degi, það er al- rangt.” Þú ert ekki flokksmerktur kyrfilega á þingi og ert fyrst og fremst þingmaður Sunnlendinga. Litur þú kannski svo á, aö þitt starf í þinginu sé einungis að sinna hagsmunum þinna sveit- unga. en alls ekki aö þú sért þing- maöur allra landsmanna? „Þingmenn eiga að sjálfsögðu að vera fulltrúar allra tslendinga. Ég undirstrika það, en til við- bótar og ekki siður hljóta þing- menn að hugsa um sitt kjördæmi. Við erum allir þessu marki brenndir og enginn munur á okkur að þvi leyti. Þú segist samningamaður mik- ■II. En eru þau mál til i þinum huga, sem þú gætir alls ekki samið um? „Vafalaust eru þau til.” En það virðist þó ekki, að það hafi staöið i þér aö semja uppá rikisstjórnarstuðning og hljóta að launum feitan bita hjá Fram- kvæmdastofnun? „Þetta er röng staðhæfing hjá þér.” Hvernig komstu þá til valda f Framkvæmdastofnun? „Ég keypti mig ekki til neinna valda. Það leiddi svona af ýmsu að ég valdist til formennsku i stjórn Framkvæmdastofnunar. Þetta er ekkert fast starf, þar sem ég mala gull. Ég fæ þarna mánaðarlegt kaup upp á 1.500 krónur.” En valdaaðstaða engu að siður og staða sem fjölmarga fýsir i og vilja óöfúsir fá að gegna? „Það má vel vera.” Nú aðstoöaöir þú vel þegar rikisstjórn Gunnars var i burðar- liðunum. en jafnframt situr þú i dag þingflokksfundi stjórnarand- stööu Sjálfstæðisflokksins og það þrátt fyrir sjálfstætt klofnings- framboð þitt i röðum sjálfstæöis- manna á Suðurlandi. Hreint og klárt: Ertu eða ertu ekki stuöningsmaður þessarar rikis- stjórnar? „Ég átti þátt i að þessi stjórn var mynduð og er þvi stjórnar- sinni, en ég tók það skýrt og ákveðið fram bæði við stuðnings- menn rikisstjórnarinnar og eins við meirihluta þingflokks Sjálf- stæðisflokksins, að ég myndi skoða öll mál sjálfstætt og fylgja góðum málum samkvæmt minni sannfæringu. Þetta stendur allt við það sama.” En myndi samningamaöurinn Eggert Haukdal vera tilbúin til að semja um líf og dauöa stjórnar- innaref slikt kæmi upp. Værir þú tilbúin i slikar viðræður ef til dæmis Geirsarmur Sjálfstæðis- flokksins bvöi þér gull og græna skóga í skiptum fyrir breytta af- stöðu þina gagnvart ríkisstjórn- inni? „Ég sagði áðan að pólitik væri samningar og það getur allt komið upp i þeim hlutum. En um grundvallaratriði sem ég ekki.” Hvernig gengur þér áköfum baráttumanni Sunnlendinga, að taka óvilhalla afstööu og semja um fyrirgreiðslubeiönir frá öörum landshlutum? „Þetta er nú ekkert sérvanda- mál mitt og Framkvæmdastofn- unar. Ráðherrar t.d. eru jafn- framt þingmenn sinna kjördæma og lenda 1 svipaðri aðstöðu. En ég tek það fram að langflestar láns- beiðnir sem koma til kasta stjórnar Framkvæmdastofnunar eru afgreiddar með samhljóða at- kvæðum. Svo þessi mál eru leyst eins og önnur sem upp koma.” Það má segja að staöa þín i islenskri pólitik. sé um margt ein- stök. Þú situr i Framkvæmda- stofnun sem stjórnarsinni og þú litur almennt á þig sem slikan, þú situr þingflokksfundi sjátfstæöis- manna og þaö var jafnan þinn flokkur, en ert kosinn á þing sem óháður frambjóðandi. Hvernig gengur þér aö samhæfa þessi hlutverk öll? Vilja ekki rullurnar ruglast og ertu þar af leiðandi ekki margklofinn persónuleiki? „Mérgengur alveg ágætlega aö starfa sem einn maður og ég vinn i góðri sátt við þá aöila sem þú taldir upp i mér. Þeim gengur vel að samhæfa sig." En hvaö með þina pólitisku framtið? i nafni hverra færir þú fram i næstu kosningum? „Nú ég fór fram utan flokka sið- ast vegna ágreinings sem upp kom i röðum sjálístæðismanna i kjördæminu. En viö höfum náð saman aftur og sjálfstæðismaður var ég og er. Ég sit þingílokks- fundi Sjálfstæðisflokksins eins og fram hefur komið og þar sitja fleiri stjórnarsinnar. Mér er það mikið mál, að sjálístæðismenn allir nái saman á ný og að þvi vil ég vinna. Það er þvi min von, aö ég geti íarið fram íyrir heil- steyptan og sterkan Sjálfstæðis- flokk i næstu kosningum." Það bendir nú kannski flest til þess i dag, að von þin um óklofinn Sjálfstæöisflokk komi ekki til þess aö standast. Hvorn flokkinn myndir þú fylla — Geirsarminn eöa Gunnarsarminn — ef slikur klofningur yrði ofan á? ,,Það liggur ekkert fyrir um það i stöðunni i dag, að sjálf- stæðismenn bjóði fram i mörgum fylkingum. Ég trúi þvi ekki fyrr en ég stend frammi fyrir þeirri staðreynd. Ég held að sjálfstæðis- menn nái saman á nýjan leik, en til þess þarf jú ýmislegt að ger- ast. En ég hef trú á þvi að hóg- værari og hófsamari sjálfstæðis- menn um allt land verði ofan á og 1 nái saman i breiðfylkingu i næstu kosningum. Þú nefndir Geirsarm og i þvi sambandi vil ég lýsa þvi yfir að min skoðun er sú, að nú- verandi formaður eigi að hætta þeim störfum og viö eigum að finna nýjan formann fyrir Sjálf- stæðisflokkinn.” Eigum aö finna nýjan formann segir þú og þaö hafa sumir sagt áður, en aldrei getaö svarað þeirri spurningu hver sá maöur eigi að vera. Nú eru aöeins örfáir mánuöir þar til flokkurinn heldur landsfund sinn og þvi ekki mikill timi til stefnu i leitinni mikiu. Hefur þú nafn á formannskandi- dat, sem leysir öll klofnings- vandamál sjálfstæöismanna? „Staða Sjálfstæðisflokksins er auðvitað mjög sérstök i dag. Flokkinn vantar formann — for- mann í einu ákveðnu augnamiði og það er að ná flokknum saman. Og þetta verkefni er ekki á allra færi miðað við núverandi aðstæð- ur. Svarthöfði varpaði fyrst fram þessari hugmynd sem ég og fjöl- margir aðrir telja hyggilega að Ingólfur Jónsson írá Hellu myndi skila þvi hlutverki vel. Ef hann yrði kosinn formaöur flokksins á næsta landsíundi þá veit ég að það embætti væri i góðum hönd- um og flokkurinn myndi bjóða fram óklofinn i næstu kosning- um.” En er mannhallræðið svo mikið i flokknum, að það þarf að grafa eftir manni, sein fyrir mörgum árum dró sig út úr skarkala stjórnmálanna? „Staða Sjálfstæðisflokksins i dag er óvenjuleg og þá þarf óvenjuleg ráð til aö taka á vandanum svo árangur náist. Það er ekki heppilegt aö til íorystu veljist menn sem eru um of tengdir núverandi formanni og varaformanni flokksins. Viö þurf- um sáttasemjara og hann finnum við i Ingólfi.” En l'ærð þú að reka inn nefið hvar sem þig lystir? Veistu allt sem gerist á rikisstjórnarfundum og jafnframt um allar baráttuað- feröir stjórnarandstööu sjálf- stæðismaima? „Ég sem stuðningsmaður rikis- stjórnarinnar fæ upplýsingar um það sem rætt er innan rikisstjórn- arinnar. Hvað þingflokk Sjálf- stæðisflokksins varðar, þá heíur orðið um það ágætt samkomulag, að ég sé ekki viðstaddur þegar hrein stjórnarandstöðumálefni eru til umræðu.” En greinir þig verulega á við stjórnarandstæðinga i Sjálf- stæðisflokknum? Er raunveru- legur ágreiningur milli pólitiskra grunnhugmynda sjálfstæöis- manna i rikisstjórn og utan henn- ar, eða er þetta allt á persónuleg- um óvildargrundvelli? „Það er náttúrlega verulegur málefnaágreiningur i Sjálfstæöis- flokknum, enda ef til vill ekki óeðlilegt i jafnstórum flokki. Það er þvi ekki eingöngu um persónu- legan ágreining að ræöa milli ákveðinna manna. Sjálfstæðis- flokkurinn hefur verið kjölfestan i islenskum stjórnmálum og haft á að skipa glæsilegum leiðtogum. Hannhefur veriðstór, viðsýnn, og opinn. Ég vil beita mér iyrir þvi að svo verði áfram.” Glæsilega leiðtoga nefnir þú. Hefur flokkurinn ekki slik glæsi- menni i dag? „Það er rétt og satt sem ég sagði að flokkurinn hefur oft átt glæsilega foringja, en þvi miður skortir það á um þessar mundir. Ég vil þó benda á i þessu fram- haldi, að mjög frambærilegir menn finnast að sjálfsögðu innan flokksins og t.d. eigum við sjálf- stæðismenn einn slikan, sem gæti sameinað flokkinn i borgarmála- baráttunni og fært þeim meiri- hluta i Reykjavik á nýjan leik. Þar á ég við, að Albert Guð- mundsson yrði borgarstjóraefni Sjálfstæðismanna i næstu borgar- stjórnarkosningum eftir Guðmund Árna Stefánsson

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.