Helgarpósturinn - 20.03.1981, Qupperneq 9
Jielgarpásturinn
Föstudagur 20. mars 1981.
Leglausir og brjóstalausir læknar
ógurlega er ég eitthvað tóm i
kollinum i dag. Það verða engir
rjiikandi réttir, sem ég ber fram
á Hringborði þessu sinni. En
það er vist of seint að hringja i
þá Helgarpósta og bera ein-
hverju við, svo maður verður
vist að reyna að sjóða eitthvað
saman. Mér datt fyrst i hug
veðrið. Það er búið að vera svo
andskoti leiðinlegt uppá sið-
kastið, næðingur, slydda, frost,
rigning, snjór, rok og fleira af
þvi taginu, allt i bland. Enda
kenni ég þvi' hiklaust um and-
leysi mitt og fannst tilvalið að
velja veðurguðunum nokkur
hressileg hrakyrði svona rétttil
að létta á sálartetrinu. En svo
skein sólin framani mig þegar
ég vaknaði i morgun...
Þessi árstimi er nú ekki bein-
linis upplifgandi heldur. Manni
liður hálfpartinn einsog óléttri
konu á siðasta mánuði að biða
eftir að fæða, nema hvað fæð-
ingin i þessu tilviki er vist vorið.
Og langt i það enn. Mér finnst
þetta sinnuleysi lika einkenna
allt og alla—það er einhvern
veginn einsog enginn geti fest
hugann við neitt, hvað þá fundið
umræðuefni af viti. t minum
kunningjahópi er tilaðmynda
einna helst rætt um hina að-
skiljanlegu megrunarkúra og
vonlausa baráttu við auka-
kilóin, en þeim er sá eiginleiki
gefinn, að þau koma aftur og
aftur og aftur... Kannski er þaö
bara af hungri, að kunningjar
minir eru svona daufir i dálk-
inn. En varla getur islenska
þjóðin öll verið i megrun? Nei,
það hlýtur að vera tiðin.
Ég vil að minnsta kosti kenna
skammdegisdoða um við-
bragðaleysi almennings I ýms-
um málum. Einhverntima hefði
einhver fundið hjá sér þörf að
úttala sig um „Stattu þig
strákur”. Einhverntima hefði
einhver skrifað Velvakanda
útaf greininni „Barnsfæðing”,
sem birtist i Mogganum um
daginn og var hroðaleg lýsing á
þvi, hvernig sprenglærðir sér-
fræðingar geta komist upp með
að meðhöndla fæðandi konu á
fullkomnustu fæðingardeild
landsins. Bæði móöir og barn
voru stórlega sködduð þegar
fæðingin var yfirstaðin og tiu
(minnir mig þeir hafi verið,
kannski fleiri) sérfræðingar sáu
þess engin merki að neitt hafi
verið óeðlilegt við það. En þeir
hafa auðvitað ekki fætt börn og
finnst sjálfsagt eðlilegt að vera
með hrfðir i marga sólarhringa.
Landlæknir gerði dulitla at-
hugasemd, sagði málið „leiðin-
legt” og fann þau helst rök að
bakka sérfræðingahópinn upp,
að ungbarnadauði væri svo
lágur á Islandi. Það var nú in-
dælt. Ég er viss um að móðúrog
barni hefur bráðbatnaö við að
heyra það. Forstöðumaður fæð-
ingardeildarinnar tjáði sig
sömuleiðis um þettaatvik, sagði
ekki nema eðlilegt að útkoman
hafi verið svona og notaði kær-
komið tækifæri til aö benda kon-
um á að fæða hvergi nema á
fæðingardeildum. Persónulega
ætla ég að endurskoða afstöðu
mina til þess. Umrædd kona
hafði nefnilega reynt tvær: eina
úti á landi, þar sem fæðingar-
laáeni fannst ástæða til að senda
hana i' Reykjavik og fullkomn-
ari tæki, og svo fæðingardeild
Landspitalans. Hún græddi vist
ekki mikið á þeirri reisu.
Auðvitað er það afskaplega
einfalt fyrir svo sérmenntaða
menn sem læknar eru að standa
saman og bakka hver annan
upp. Hvaða leikmaður getur
með góðu móti staðiö uppi hár-
inu á þeim og fullyrt að þeim
hafi orðið á i starfi? Þeir eru
trúlega ekki margir sem hafa
nægilega þekkingu til þess. Svo
„Læknamafian” sér um sina.
Það eru lika fjöldamörg dæmi
um virðingarleysi lækna, og þá
ekki sist kvenlækna, fyrir sjúkl-
ingum. Hvernig eiga blessaðir
mennirnir lika að vita það
hvernig er að vera i kven-
mannsskrokki? Þeir eru flestir
karlmenn, leglausir og brjósta-
lausir og geta i besta falli til-
einkað sér fræöin og verklega
tækni en enga reynslu af sjúk-
dómunum. Það er raunar furðu-
legt, að ekki skuli fleiri kven-
læknar (og þá meina ég kven-
kyns) leggja stund á kvensjúk-
dómafræði. — Einhverntima
þegar ég lýsti yfir þessari furðu
minni var mér sagt, að slikt
stafaði af þvi að konur treystu
ekki öðrum kvenmönnum við
þess háttar lækningar. Það
hefur sjálfsagt verið byggt á
sömu sálarfræðinni og ónefndur
læknir trúöi á þegar ég leitaði til
hans við tiðaverkjum. Hann
fræddi mig á þvi að ég vildi ekki
vera kona og þarafleiðandi hefði
ég þessa hysterisku verki.
Blessaður! Kannski hann hafi
verið að rifja upp Freudinn
sinn,—-Eöa færibandavinnan i
mæðraskoðun heilsuverndar-
stöðvarinnarhérna i Reykjavik.
Hún er nú eitt gloriust dæmi um
þá sannfæringu læknastéttar-
innar að kvenfólk sé annað
tveggja: sálarlausir hlutir eða
slefandi vanvitar, sem komi
(þarafleiðandi) hreinlega ekk-
ert við hvað gerist innra með
þeim. Flestum er ekki hægt að
óska annars en að endurfæðast
einhverstaðar á afskekktum
jarðarparti i kvenmannsliki og
þekkja engar getnaöarvarnir.
Sumsé: sem meiriháttar barna-
maskinur og útungunarvélar.
Jæja, bökkum nú. Þeir eru
auðvitað ekki allir jafnslæmir,
karlagreyin. Sumir meira að
segja nokkuð góðir. Og einstaka
hefur meiraaðsegja Imynd-
unarafl og getur gert sér i
hugarlund hvernig kvenna-
kvijlar lýsa sér. Það er þvi ef til
vill ennþá hrikalegra, að slfk at-
vik geti gerst sem ég las um i
„Barnsfæðingu”.
Agætur kunningi minn sagði
við mig um daginn, að Islend-
ingum væri andskotans sama
um allt nema sjálfa sig og auk
þess væru þeir svo lægir undir
yfirvaldið, aö manni hlyti að of-
bjóða. Ég gat ekki einu sinni
andmælthonum meö góöri sam-
visku. Þetta er nefnilega að svo
stóru leyti satt. Ef það er titlað,
þá skriðum við. Læknir, lögga,
lögmaður — nefndu það og við
missum allanuppburð og föllum
flöt á vambimar. Merkilegur
andskoti. — Kannski þetta sé þá
ekki skammdegisdoði eftir allt
saman?
Heimir Pálsson— Hrafn Gunnlaugsson — Jónas Jónasson — Magnea J. Matthías-
dóttir — Páll Heiðar Jónsson — Sigurður A. Magnússon — Þráinn Berfelsson
Hringborðið
I dag skrifar AAagnea J. AAatthiasdóttir
Kvenleg fegurö
og fjárhættuspil
Arósum 3. mars
Jæja, þá er Vigdis komin og
farin, búin að leggja dönsku þjóð-
ina að fótum sér. — Sjarmerandi
var helsta lýsingarorðið sem
notað var um hana i blööum og
öðrum fjölmiðlum. Vinnufélagar
hennar Asu á póstinum áttu vart
orð yfir það hve falleg hún væri.
Það kom þvi ekki á óvart, að
annað siðdegisblaðanna skyldi
spyrja Vigdisi að þvi, á frægum
blaðamannafundi hennar og
Möggu hvort það væri ekki betra
fyrir konur i pólitik að hafa útlitið
gæta meðal Þjóðverja, Svia og ef-
laust viðar. Én þeir visu tölfræð-
ingar höfðu ekki búist við þvi að
fækkunar færi að gæta hér i landi
fyrr en um miðjan næsta áratug.
Þessi þróuner þvi fjórtán árum á
undan tlmanum.
Og nú er mikið rætt og ritað um
það, hvað valdi þessu. Ein kenn-
ing kom fram um daginn býsna
athyglisverð. Læknir nokkur hélt
þvi fram að atvinnuleysið ætti
þátt I aukinni tiðni dauðsfalla.
Hann vitnaði til ameriskrar rann-
sóknar sem leiddi i ljós að fyrir
hverja 25 þúsund atvinnuleys-
með sér. Vigdis sneri laglega á
pressuna meö þvi aö segja, að
hún efaðist ekki um að viðstaddir
blaðamenn væru henni sammála i
þvi að allar konur séu fallegar.
En það sem ég held að hafi
komið Dönum einna mest á óvart
var að manneskja sem hefur
fengið það litt öfundsverða hlut-
skipti að vera samnefnari þjóðar
skuli geta talað blátt áfram um
veraldlega hluti eins og stöðu
kvenna. Ekki þannig að allt hafi
verið jafn gáfulegt sem blessaður
forsetinn lét sér um munn fara.
Nei, en hér i Evrópu eru menn
orðnir þvi vanir að fólk I svo há-
um embættum sé svo rigbundið i
báða skó að það geti ekkert látið
út úr sér nema innihaldslaus
faguryrði sem engu máli skipta.
En látum Vigisi liggja milli
hluta.
Einn daginn i siöustu viku
vaknaði danska þjóðin upp við
vondan draum: Tölfræðin sýndi
aö Danireru hættir að fjölga sér.
Dauðsföll eru orðin fleiri en fæð-
ingar. Þetta er að visu ekki neitt
einsdæmi meöal rikra iönaðar-
þjóða, sömu þróunar er tekið að
ingja hækkaði tiðni dauösfalla um
1.000 á ári. Samkvæmt þessu ætti
núverandi atvinnuleysi að fjölga
dauðsföllum um 10.000 á ári hér i
Danmörku.
Skýringin á þessum tengslum
atvinnuleysis og fjölgunar dauðs-
falla er sú aö sögn læknisins, að
atvinnuleysið brýtur menn niður
andlega og líkamlega. Afbrotum
og sjálfsmorðum fjölgar og menn
hreinlega dragast upp og deyja
þegarþeir upplifa tilgangsleysið i
tilverunni. Hann sagðist hafa
horft upp á slikt eigin augum.
Mér verður tiðrætt um atvinnu-
leysið I þessum Danmerkur-
pistlum minum. Þaö er ekki
undarlegt þvi hér getur þú varla
opnað blað eða kveikt á útvarpi
eða sjónvarpi án þess aö rekast á
þessa vofu.
Ég sagði I einum pistlanna að
hægt væri að leika sér með tölur
um atvinnuleysi eins og aðrar
tölur. Það hefur nú sannast ansi
rækilega. Atvinnumiðlunin hefur
haft þann sið að birta vikulega
tölur um fjölda atvinnulausra.
Rétt fyrir jól var þvi hætt. Frá og
með nýári var talningaraöferð-
Draumur tipparans.
inni breytt og hún færð nær raun-
verulegum fjölda þeirra sem er
ofaukið á vinnumarkaðnum.
Fyrstu tölur eftir áramót hafa nú
verið birtar og þá fékk danska
þjóðin sjokk. Nú eru opinberar
tölur um atvinnuleysið liðlega
270þúsund sem er mun hærra en
áður var taliö. Samkvæmt þvi á
Danmörk Evrópumet i atvinnu-
leysi með 11.5% vinnufærra.
Eneitthvað verðamenn að gera
til að lyfta af sér drunganum og
bjarga sér út úr vonleysinu. Og
hvað er betra en veðmál og fjár-
hættuspil, stóri vinningurinn gæti
alltaf lent hjá þér og lyft þér upp
yfir grámósku hversdagsleikans.
Enda er tippað og veðjaö sem
aldrei fyrr. 1 hverri viku slá fót-
boltagetraunimar met I veltu og
af öörum vigstöðvum veömál-
anna berast sömu fregnir. I fyrra
eyddu Danir rúmum miljarði
króna i fótboltagetraunir, veð-
hlaup oþh. og allt bendir til stór-
aukinnar veltu i ár.
Fótboltinn er vinsælastur en
næst koma kappreiðar. Siðar-
nefnda Iþróttin á sér hetjur ekki
siöur en fótboltinn og sú frægast
þeirra hét til skamms tima
Tarok, glæsilegur brúnn sjö vetra
foli. I janúar urðu aðdáendur
kappreiða fyrir þvl reiðarslagi að
Tarok fékk garnaflækju og lést.
Siðdegisblöðin birtu risastórar
myndir af folanum með sorgar-
ramma utan um og i fleiri daga
rikti þjóöarsorg á vertshúsum
landsins.
Eigandinn getur þó huggaö sig
við þær þrjár miljónir króna sem
þessi hlaupagikkur var búinn að
hala inn handa honum með spani
sinu út um allar þorpagrundir
meginlandsins.
Menn eru sammála um að
kreppan hafi stóraukið áhuga
Dana á þvi að freista gæfunriar á
þennan hátt. Þvi miður nær töl-
fræðin ekki ofan i reykjarkófiö i
öllum þeim kjöllurum þar sem
menn sitja sveittir að pókerspili.
Þess vegna veit enginn hvort
veltan eykst þar eða dregst
saman.
En eftir á að hyggja held ég að
Islendingar séu engir eftirbátar
Dana þótt ekki hrjái þá atvinnu-
leysið. I það minnsta þekkist ekki
hér allt það happdrættisfargan
sem tröllriður islensku þjóðinni.
A tslandi ertu varla maður með
mönnum nema þú eigir happ-
drættismiða, helst trompmiða, I
einhverju þessara þriggja löglegu
fjárhættuspila sem rekin eru.