Helgarpósturinn - 24.04.1981, Síða 6

Helgarpósturinn - 24.04.1981, Síða 6
6 Föstudagur 24. aprfl 1981 hobjarpn^fi irinn íslensk-enska oröabókakreppan — og hvernig má leysa hana Frægt er orðiö hvernig ensk- islensk orðabók Sigurðar Arnar Bogasonar orti getnaðarlim inn á kvenkynið. Og viljirðu athuga hvaða orð Englendingar nota yfir „útvarp” eða „sjónvarp” þýðir litið fyrir þig að fletta upp i islensk-enskri orðabók G.T. Zoega. Sú bók kannast við hvorugt orðið. Aftur á móti eru þar algeng orð eins og „fargagna- sali”, „hrein-bjálfi”, „tjer-legur” og sögnin að „vafka”, sem notuð eru i tima og ótima nú á dögum. Allir þeir sem ætiað hafa að bjarga sér frá Islensku yfir á ensku, eða öfugt, meö þvi að slá upp i orðabók vita að oft hefst ekki annað upp úr þvi en örvænt- ingarfullt svitabað. Báðar orða- bækurnar sem nefndar eru hér að ofan eru orðnar úreltar fyrir iöngu, og a.m.k. sú síðarnefnda var meingölluð alla tið. í litlu her- bergi á þriöju hæð einnar byggingar University College i London er verið að vinna starf sem seint verður fullþakkað af þeim fjölmörgu sem nota orða- bækur við að brúa bilið milli islensku og ensku. Þar er veriö að búa til nýja islensk-enska orða- bók. Fyrir rúmum fimm árum byrjaði Eirikur Benedikz, þá sendiráðunautur i London að safna orðum að eigin frumkvæði. Hann hefur siðan verið i sem næst hálfu starfi viö orðasöfnunina, en hann lét af störfum við islenska sendiráðið i London fyrir nokkrum árum fyrir aldurs sakir. En siðustu tvö árin hefur honum bæst liðsauki, þar sem er Maureen Thomas, Islensku- kennari við University College Hún hefur að miklu leyti annast starfið við orðabókina að undan- förnu, en nú er svo komið aö fjár- skortur torveldar að unnt sé að ljúka verkinu. Lúndúnarpóstur hitti Maureen að máli fyrir skömmu. Við hana kannast margir Islendingar, ekki sist frá þvi hún stundaði nám og kenndi viö Háskóla íslands. Hún var á förum til Cambridge til að kanna möguleika á þvi að færa spjald- skrá islensk-ensku orðabókar- innar inn í. tölvu, sem bæði auð- veldaði og flýtti þvi starfi sem eftir er. En þar koma peningarnir enn til sögunnar. Frá Islenska rikinu, mennta- málaráðuneytinu og utanrikis- ráðuneytinu, hafa komið 5-600 sterlingspund á ári til orðabókar- innar, en University College hefur lagt til vinnuaðstöðu. Peter Foote, prófessor við háskólann á sæti i nefnd sem hefur yfirumsjón með orðabókarstarfinu þar, og hann sagði Lundúnapósti að fjár- þörfin væri orðin brýn. ,,Ég hugsa að eftir sé u.þ.b. tveggja ára starf og þá ætti að vera unnt að fara að setja bókina. Til að ljúka verkinu þurfum við um 10.000 pund. Best væri að fá fasta fjárveitinu til að geta greitt Maureen laun svo hún megi helga sig þessu starfi i meiri samfellu. Núna er starfiö viö orðabókina mjög gloppótt. Enn höfum viö ekkert heyrt frá islenska rikinu vegna þessa, en þrátt fyrir peningahallærið ætlum við ekki að láta starfið detta niður. Þörfin fyrir orðabókina er of mikil til þess,” segir Peter Foote. Þau Eirikur og Maureen eru búin að safna um 150.000 orðum. ,,Og nú er svo komið”, segir hún, ,,aö við þurfum að fara yfir allt aftur, samræma og leiðrétta verkið. Slikt er afar erfitt og sein- legt á þessum litlu kortum i spjaldskránni. Þar myndi tölvan spara ómældan tima og um leið peninga. 1 henni er hægt að flokka orðin og fá tölvuútskrift á orða- bókinni á tiltölulega skömmum tima. Þetta myndi einnig nýtast viö tölvusetningu og prófarka- lestur á bókinni sjálfri”. Ljóst er að tölvuvinnsla á orða- bókinni er sérlega mikilvæg fyrir framgang málsins. Ekki sist með tilliti til þess, að á tslandi eru Heimir Áskelsson og Alan Boucher að hefja samsvarandi starf við systur-orðabókina, — þá ensk-islensku. ,,Ef við færðum okkaroröalista inná tölvu”, segir Maureen, ,,er hægt að snúa honum við i henni, þ.e. breyta islensk-enskum lista yfir I ensk-- islenskan. Það verður að visu ekki fullkominn iisti, en ýmsar enskar orðabækur eru einnig til á tölvubandi þær er hægt að bera saman við okkar lista og finna þannig hvaða orð okkur vantar. Tölvan er nokkrar minútur að skrifa út slíkan lista. Mann tekur það nokkur ár. A seinni stigum verksins væri svo unnt að nota háskólatölvuna hér I University College.” Sú bók sem Eirikur Benedikz lagði til grunvallar verkinu i upp- hafi var orðabók Menningarsjóðs, sem Arni Böðvarsson ritstýrði, og einnig var stuðst við norskar og sænskar orðabækur. Þvi má skjóta hér inn i að vonir standa til að Menningarsjóður gefi einnig út þessa nýju íslensk-ensku orða- bók. Þótt Eirikur Benedikz standi ekki lengur einn að þessu verki og nefndin i University College og Maureen séu mætt til leiks, segir hún að hann hafi lagt mest að mörkum. „Hann hefur unnið þrekvirki við að leggja grunninn að orðasöfnunni og ég kem inn i þetta sem aðstoðarmaður Eiriks.” Eirikur Benedikz annaðist islenskukennsluna við University College auk oröabókarstarfsins til skammst tima.en vegnaheilsu brests hefur Maureen Thomas tekið við hvoru tveggja að veru- legu leyti. Islenska á ekki auðvelt uppdráttar sem námsgrein i enskum háskólum um þessar mundir. Fornislenska er að visu liður 1 námi i norrænu og forn- ensku víða, en nútimaislenska er nú aðeins kennd I University College og i Leeds. „Þetta er ekki sist þvi að kenna”, segir Maureen, „hversu erfitt er að kenna nútimaislensku. Til þess hefur skort orðabækur og kennslubækur og Islendingar hafa ekki heldur treyst sér til að hafa hér sendikennara eins og Sviar og Norðmenn gera.” Islenska er aðeins kennd sem aukagrein i University College, og tima sækja nú 8-9 manns á ýmsum námsstigum. En kannski vænkast hagur Strympu. Fyrsta hindrunin, sem Maureen nefndi, þ.e. skortur á orðabókum, ætti að verða úr sög- unni innan nokkurra ára ef allt fer að óskum. Og Maureen hefur sjálf ýtt hindrunum númer tvö úr vegi. Hún er búin að semja nútimalega kennslubók i islensku fyrir byrjendur. „Við höfum notað þessa bók hér á fyrsta misseri og það hefur gengið mjög vel”, segir hún. „Ég nota svokall- aða „beina aðferö” i þessari bók, þ.e. að leggja ekki mikið upp úr þýðingum, heldur nota lifandi setningar úr daglegu Islensku máli frá upphafi, með fram- burðaræfingum á segulböndum. Sú kennslubók sem einkum var notuð áöur, bók Stefáns Einars- sonar, var ágæt frá sjónarmiði málfræðinga, en ekki með tilliti til hagnýtar málnotkunar. Hann notar t.d. orðið „hestur” i beygingardæmum þegar ég nota „diskur”. Það er auövelt að sýna nemendum i kennslustund hvað átt er við þegar sagt er: Réttu mér þennan disk. Erfiðara er aö koma heilum hesti fyrir I kennsl- unni. Þetta er munurinn á aðferö- unum. Ég er þeirrar skoðunar að ekki eigi að kenna tungumál sem dauöan hlut. Við eigum að sýna hvernig það er notaö. Þetta er sérstaklega mikilvægt i Englandi þar sem stúdentar koma nú i háskóla án þess að hafa nokkurn tima lært beygingarmál. Þeir þekkja ekki kennimyndir, þvi lat- Inukennsla er aflögð á fyrri skóla- stigum.” Núna langar hana til að endur- bæta bókina i samræmi við þá reynslu sem af henni hefur fengist við kennsluna, ef timi og peningar leyfa. Þriðja hindrunin á vegi islensk- unnar i Englandi sagði Maureen vera skort á sendikennara. Ekki er auðvelt að sjá að það sé sér- stakt vandamál, þvi hún talar islensku nánast eins og inn- fæddur. Alltaf er jafn torvelt að skilja þá furðufugla útlenda sem nenna að lenda i slagtogi með jafn erfiöri þjóð og Islendingar eru og jafnerfiðu máli og islenskan er. Maureen lenti i þessari hremm- ingu I hálskólanum i Cambridge, Þar lá leið hennar gegnum séi- grein hennar miðaldafræði, forn- ensku, velsku, keltnesku og irsku, yfir á Islendingasögurnar i enskum þýðingum sem hún las sem hluta af evrópskum bók- menntaarfi á miðöldum. Áhuginn á islensku óx enn þegar hún sótti námskeið i Eddukvæðum hjá Ursula Dronke. „Ég sá þá fljótlega að ég gæti aldrei fengið raunverulega til- finningu fyrir fornislensku nema með þvi að læra lifandi nútima- islensku,” segir Maureen. Hún fór siðan i tveggja vikna sumarfri til tslands með Gullfossi til að fá smjörþef af landinu, þjóðinni og tungumálinu. Otkoman var það góð, að eftir að hafa lokið háskólagráðunni sinni árið 1971 tók Maureen saman pjönkur sinar, fór til tslands með styrk upp á vasann sem dugði fyrir ferðum og uppihaldi (vatni og brauði) og hóf nám i islensku við Háskóla Islands. Atvikin höguðu þvi þannig að hún kenndi jafn- framt enskar bókmenntir viö skólann. Hún tók virkan þátt I félagslifinu og margir muna sjálfsagt eftir uppsetningum hennar á þremur enskum ieik- ritum með stúdentum og kennurum skólans og fleirum. Og islenskuna kveðst hún hafa frekar lært af slikum kynnum af Islend- ingum en formlegu námi. Eftir tveggja ára Islandsdvöl hélt Maureen Thomas aftur heim til London, þar er hún núna aö reyna að ljúka við doktorsritgerð- ina sina sem fjallar um Islenskar bókmenntir á 12. og 13. öld I samanburði við evrópskar bók- menntir á þessum tima. Hún ætlar að reyna að ljúka henni á þessu ári, ef hún má vera að fyrir kennslu, orðabókarstörfum, og öðrum verkefnum. Meðal þessara verkefna er rannsókn sem hún vinnur að með Peter Foote og próf. Else Rosdahl, fornleifafræð- ingi i Arósum og felst I saman- burði á fornleifafræðilegum heimildum annars vegar og orðum úr elstu dróttkvæðum hins vegar til þess að kanna hina upp- runarlegu merkingu þessara oröa. Hún fæst einnig við þýð- ingar, einkum á handritunum að kvikmyndum Agústs Guðmunds- sonar. Nú siðast vann hún að gerð enskrar útgáfu á nýju myndinni sem byggð er á Gisla sögu Súrs- sonar. Og hún viðurkennir að hún skrifi einnig sjálf i laumi, þótt ekki hafi hún birt neitt enn. Þótt undarlegt megi virðast, miðað við ofantalið, er það metnaðarmál hjá Maureen Thomas að draga sig i hlé. „Ég hef gaman af aö vinna. Og er margt sem mig langar til að gera og hef aldrei tima til. En mér finnst ekkí siður mikilvægt að hafa tima til að vera til, lifa lifinu. Ég býst við að ég þyki félagslega ábyrgöalaus. Island er gott land til að slaka á og vera til i. Ég hugsa miklu meira á Islandi en hér i London. Hraðinn á lifinu þar er minni. En eftir nokkurn tima fæ ég lika dálitla innilokunar- kennd á Islandi og langar þá aftur út til Englands. Ef hægt væri aö skipta árinu niður I tvo helminga, — vera annan i islenskri sveit og hinn i London — þá gæti ég ekki hugsað mér betra fyrirkomulag. Sem betur fer hef ég tækifæri til aö fara til tslands nokkrum sinnu á ári og það verður að duga, i bili að minnsta kosti.” Lundúnapóstur frá Arna Þórarinssyni Maureen Thomas — rætt við Maureen Thomas um ordabókarstarf, íslenskukennslu i Englandi og fleira Maureen fletdrspjaldskrá nýju íslensk-ensku orðabókarinnar: Fæst fé tilaðljúka verkinu?

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.