Helgarpósturinn - 24.04.1981, Side 9

Helgarpósturinn - 24.04.1981, Side 9
9 . hplrjarpn<=?h irinn Föstudagur 24, apríi i98i_ Framtíöargrein i Freudiskum anda „Þetta er sáraeinfalt, vinur. Þú skrifar bara grein um eitt- hvaðsem verður efst á baugi 24. april” segir blessaður ritstjór- inn minn þegar hann hringir til min i siðustu viku marsmánað- ar. „Þaö eru nefnilega að koma páskar og við þurfum aö hafa sem mest af efninu tilbúið áð- ur.” Jamm, segi ég, sjálfsagt. Og þarna stend ég og get ekki annaö og fer að hugsa um hvað verði eiginlega efst á baugi 24. april. Enginn veit hvað þá hefur gerst i Póllandi og USA enda er það á yfirráöasvæði Magnúsar Torfa og hann veit miklu meira um utanrikismál en ég —- og margir fleiri. - Ekki er heldur á að ætla hvað kynni að gerast i innanrikisstjórnmálum. Kannski verða orðnir margir sjálfstæðisflokkar - eða nýr krataflokkur (hvaða þörf sem væri svo á þvi með allaballana á þingi). - Framsókn verður áreiðanlega óbreytt og á sinum stað. Það er ég þó viss um. Jú, ég veit eitt mál sem verð- ur óleyst og ævinlega ofarlega á baugi: skólamál. Þau eru að sönnu margrædd og þvæld og teygð, en samt hefur ekkert gerst á liðnum árum sem dragi úr nauðsyn á umræðu, þrasi, jagi og ég veit ekki hvað. Menntamálaráðherra hefur tekiö við af menntamálaráð- herra og lýst þvi yfir að hann ætli að láta framhaldsskóla- frumvarpið og fullorðinsfræöslu hafa algjöran forgang. Og svo hefur ekkert gerst — jú stundum verið rifist svolítið um fjármál, þ.e.a.s. spurninguna um hvort reka eigi skólakerfiö fyrir skatt- peninga sem -heita skattar eða skattpeninga sem heita útsvar. Það er ekki deilt um hver eigi að borga: það erum viö, mennirnir með breiöu bökin. Heldur er rif- ist um hlutfall milli þessara tveggja opinberu aðila, rikis og sveitar. Mér er meira að segja sagt að sveitarfélögum hafi ver- ið boðin trygging fyrir þvi að þau fengju allt endurgreitt sem úr þeirra vasa færi. Ég veit ekki hvort þaö er satt. Ég veit ekki heldur hvort er réttur sá grunur sem ég ætla að reifa hér á eftir, svo sem handa þingmönnum og öðrum til að hugsa um á siðustu þingvikum enn eins þings sem ekki hefur gengiö frá fram- haldsskólafrumvarpinu. Þegar að hefur kreppt á ein- hverjum sviðum þykist ég hafa tekið eftir að hátt alþingi okkar fer gjarna að tala um eitthvað annað: Þannig var á timabili rifist um rjupu eða ref, seinna um setuna þegar verulega harðnaði á efnahagsdalnum. Þetta er reyndar alkunn aðferð a.m.k. frá þvi á dögum Freuds sáluga: gott ef hann talaði ekki um yfirbreiðslu i þessu sam- bandi og gerði sér mat úr i draumráðningum. Og nú ætla ég að gerast freudisti og skilja allar umræðurnar um fjármála- hlið framhaldsskólafrumvarps- ins. Hverjum þeim sem athugar nefnt frumvarp vandlega i ein- hverri gerð þess má ljóst vera að þar býr að baki tiltölulega framsýn hugsun f skólamál- um. Kjarni hennar er jafnrétti til náms og skynsamlegra hlut- fall milli þess sem kallað hefur verið „bóknám” og hins sem nefnt hefur verið „verknám”. Allt virðist kalla á slika jöfnun. Þróun i grannlöndum bendir ekki til þess að skynsamlegt sé að háskólamennta alla þjóðina, hún muni ekki endalaust hafa atvinnu með þvi móti. Og allt umhverfi okkar segir okkur að viö þurftum fyrst og fremst ágætisfólk i iðnir og önnur „verkmenntunarstörf”. - Einn- eginn býr i frumvarpinu sú hugsun (þótt ekki fari hátt) að óskynsamlegt sé að skilja sauði frá höfrum á grundvelli bók- námshæfni þegar að loknum 9. bekk grunnskóla eða við 15-16 ára aldur, heldur eigi að gefa sem flestum kost á sem fjöl- breytilegustu framhaldi eða til- raunum til þess. Mér sýnist ljóst að þessar og þvilikar hugmyndir hljóti að fara fyrir brjóstið á mörgum fulltrúum heföarinnar (ihalds- ins i viöri merkingu). Og mér er ekki grunlaust um að einmitt þar sé að leita skýringanna á fjármálaumræðunum. Þvi er einmitt svo farið aö enginn þingmaður getur sóma sins vegna staðið upp og sagt: Ég er á móti jafnrétti og þar meö er ég á móti þessu frumvarpi. Þvi öldur timanna ganga i jafn- réttisátt og það lægi við að vera pólitiskt sjálfsmorð að vera á móti þeim. (Undantekning i þessu sambandi er Vilmundur Gylfason, sbr. breytingartillögu hans um „lærðan skóla” i stór- borgum). Við þessar aðstæður verður kúnstin sú aö finna sér eitthvað annað sem hægt er að setja fyrir sig. Og þar kemur fjárhagshlið- in inn i með öllu þvi moldviöri sem upp hefur verið þyrlað kringum hana og leiddi m.a. til þess að sveitarstjórnir neituðu að taka á sig hluta kostnaðarins - og afsöluðu sér þar meö rétti til að hafa áhrif á uppbyggingu skólastarfs á sinu svæði. Þetta er einhver frábærasta ákvörðun sem ég hef heyrt um : Nei, takk. Við borgum ekki. Við viljum bara láta menntamálaráöu- neytiö sjá um þetta fyrir sunn- an! - Og svo tala sömu menn um jafnrétti og jafnvægi i byggð landsins! Ég geri þvi sem sagt skóna að það sé andi frumvarpsins sem hlaupi fyrir hjartað i þingmönn- um eins og ónefnanlegur vökvi. En um anda laga væri lika hægt að skrifa langt mál. Það er nefnilega ekki gefið að andi laga komist til skila þótt lögin hafi veriðsamþykkt. Þess höfum við dæmin þar sem eru grunnskóla- lög. Ýmsir skólamenn héldu þvi reyndar fram á sinum tima að setning þessara laga væri ótimabær meðan ekki hefði einu sinni tekist að framfylgja næstu lögum á undan. Má vera að það hafi verið rétt, en nú eru grunn- skólar staðreynd og þá er fróð- legt að fylgjast með hvernig komið er i veg fyrir aö fylgt sé eftir anda laganna um þá. Ein- faldasta ráðið og það sem mest er notað er fjársvelti. Þannig má láta endurskoöun námsefnis daga uppi á miðri leiö svo brota- löm komi á kennsluna og aldrei vitnist hvort breytingin var til góös - með brotalöminni hlýtur hún að verða til ills. Náms- gagnastofnun (áður Rikisútgáf- an) er fjárvana og getur ekki einu sinni staðið við nauðsyn- legustu skuldbindingar um framleiðslu kennsluefnis, hvað þá staðið fyrir nýjungum. Jafn- vel i viðamestu námsgrein (og mikilvægustu) i grunnskóla, móðurmálinu þykir ekki ástæða til að hafa námstjóra.Staða hans hefur að visu verið aug- lýst, en virðulegu ráðuneyti hef- ur löngu verið gert ljóst að það sé borin von að hæfur maður fá- ist til starfans meðan honum er ætlað að hafa hvort tveggja á sinni könnu, lestrar- og skriftar- kennslu fyrstu áranna og fag- kennslu siðari áranna. Það er einfaldlega ekki á færi eins manns að glima við þann vanda allan, þvi þarna er að mörgu leyti um að ræöa óskyldar kennsluaðferöir og óskylt náms- efni. En breytingar á þessu myndi kosta heila nýja stöðu, og þar með er allt stopp i klussi. Svona gæti þetta hringborð orðið endalaust, en mál er að linni - i bili. Með ósk um gleðilegt sumar og batnandi skóla. HP Heimir Pálsson — Hrafn Gunnlaugsson — Jónas Jónasson — Magnea J. Matfhias- dóttir — Páll Heiðar Jónsson — Sigurður A. Magnússon — Þráinn Bertelsson Hringborðið I dag skrifar Heimir Pálsson Líf í alheiminum Nú voru geimferjupáskar og er þvi ekki Ur vegi að lita til himins. A borði minu liggja tvær fræði- greinar, sem fjalla um samband við lifverur i öðrum sólkerfum. Hvorug er eftir spámanninn I föðurlandi okkar, dr. Helga Pjét- ursson, sem þreyttist aldrei á þvi að minna menn á stjörnurnar. Hann hélt þvi fram statt og stöð- ugt af mikilli sannfæringu að viða i alheiminum leyndustvitsmuna- verur og gætu þær jafnvel haft áhrif á okkur mennina með fjar- skynjun, hugmagni og þviumliku. Skoðanir hans voru stórkostlegar tilgátur, sem ekki verður hægt að sannprófa i bráð. Fyrrnefndar greinar eru eftir eðlis- og stjörnufræðinga og leita þeir ekki fanga út fyrir óvéfengjanlegar uppgötvanir eðlisfræðinnar. önnur greinin er skrifuð árið 1959, hin 1979. Fjarskipti sóina á milli Fyrir liðlega tveimur áratug- um birtist tveggja blaðsiðna greinitímaritinuNature um fjar- skipti milli fjarlægra sólkerfa og hugsanlegt samband viö vits- munaverur i grennd við nálægar stjörnur. Grein þessi var eftir Giuseppe Cocconi og Philip Morrison viö Cornell-háskóla I Iþöku i New York-riki (Nature, i9. s§^^1959). Þessi stutta grein vakti mikla athygli og örvaði mjög bollalegg- ingar og visindalegar rannsóknir í þessum efnum. Við gefum þeim félögum orðið: Engarkenningar eru enn á boð- stólum, sem gera mönnum kleift að meta á áreiðanlegan hátt lik- indin á eftirtöldum meginatburð- um tilveru okkar: i fyrsta lagi á myndun reikistjörnu eöa hnattar á borð við hnettisólkerfis cáckar, i öðru lagi á uppruna lifs og i þriðja lagi á þróun samfélaga sem búa yfir háþróaðri visindalegri þekk- ingu. Þótt fullan skilning skorti á þessum undirstöðum mannlegrar ..tilvistar má þó ætla, að stjörnur ( þ.e.a.s. sólir ) svipaðrar gerðar og okkar eigin ágæta sól fari ekki einar saman ef svo mætti segja: hnattkríli sveima umhverfis slika sól. Sumir þessara hnatta eru þannig gerðir og settir i sólkerfi sinu, að lifinu tekst að hreiðra um sig. Likt og á okkar jörð endur fyrir löngu, kviknar lif i faðmi dauðrar náttúru. Aramiljónir liöa og þá kemur að þvi k'kt og á okkar jirð ekki alls fyrir löngu að vitverur verða til: skynjun og skilningur eykst smám saman, að visu ekki þrautalaust. Stundum nær blind- an og misskilningurinn undirtök- unum, þessi vitiborna vera fellur i gamla fariö og vitleysan ræður rikjum. Þess i milli rofar til og veran tekur sprett fram á leið I leit að sannleikanum. Við menn, vitsmunaverurnar i þessu sólkerfi, vitum margt en ekki enn, hversu lengi slik „þjóð- félög” gætu veriö við lýði. Ekki er þö Ut i bláinn að ætla, að sums staðar séu til samfélög margfalt eldri en okkar, jafnvel svó gömul að aldurinn jafnist á við jarðsögu- timabil, tugi og hundraöa milljóna ára. Það má þvi búast við að i þessum stöðum langt, langt úti i geimnum i grennd við einhverja sól sem minnir á okkar sól sé „menning” með visindalegan áhuga og tæknikunnáttu á miklu hærra stigi en hér tiðkast. Forskot þessara fjarlægu með- bræðra i lifsins leik er visast mun meira en okkar yfirburðir gagn- vart kettinum okkar, hundi og hestum og öðrum dýrum i kring- um okkur. En hvað skyldu þeir hafa fyrir stafni þessir náungar i ókunnum sólkerfum — af þvi tagi, sem kæmi okkur viö\' Skyldi þá gruna að hér við þessa sól okkar, sem þeir sjá i sjónaukum sinum, sé litill hnöttur iðandi af lifi, plöntum, dýrum — ogþará meðal eitt aðsópsmeira en önnur dýr, fer um á fótum tveim og virðist i mörgu furðu frumlegt. Erum við i siktinu hjá þeim? Nú þegar á skrá eins og nýfundin mosategund hjá grasafræðingi? Eru þeir jafnvel að reyna að ná sambandi við okkur með hætti, sem enginn skilningur er á „hér- jarðar”, enn sem komið er? Útvarp Epsilon Eridani. Cocconi og Morrison reyndu að giska á, hvaða brögðum fjarlægt tæknisamfélag mundi beita til að fá áhreyrn hjá okkur mannkyninu — eða öðrum vitverum i geimn- um. Þeir geröu ráð fyrir, að boðin á milli væru borin með rafsegul- bylgjum. Þrautin þyngri er að ákveða, hvaða bylgjulengd yrði notuð. Bylgjur, sem örðugást veitist að smjúga gegnum geim- inn og dofna mest af ýmsum ástæðum, voru taldar óliklegast- ar. Böndin bárust að bylgjulengd i útvarpsbilinu að lengd 21 ém og tiðnina 1420 megahertz, um ,það bil. Þeir félagar ræddu það lika i grein sinni I hvaða áttir ráðlegast væri að skyggnast i von um að uppgötva hina himnesku útvarps- sendingu. Meðal þeirra stjarna (sólna), sem eru nær en 15 ljósár, eru sjö jafnaldrar sólarinnar og likir að birtu. Ekki liggja allar stjörnurnar sjö jafn vel við, þar sem þrjár þeirra eru i meginfleti Vetrarbrautarinnar. Vetrarbrautin er eins og mörg- um er kunnugt sólnasafn milljóna sólna og er mergðin mest i meg- infletinum. Þar má vænta mestra truflana, þegar hlustað er eftir „tóninum” handan yfir tómið Albert Einstein. Viða þar ytra þætti Einstein okkar fremur heimskur óraviða. Stjörnurnar fjórar sem eftir eru og þeir Cocconi og Morrison telja vænlegar „út- varpsstöðvar”,, eru útkjálkasól- imar Tau Ceti, 02, Eridani, Epsil- on Eridani og Epsilon Indi. Til- gáta þeirra er sú, að umhverfis þessar sólir snúist hnettir, sem eru heimkynni vitsmunavera. Alllengi hafi þær gert sér það til dundurs að senda út i geiminn einföld rafsegulskeyti með tiðn- inni 1 420 405 750 hertz i von um, að „kvikni á perunni” hér neðra eitthvert árið, eða öllu heldur eitthvert árþúsundið — (eða ára- milljónina?!) Eins og áður sagði eru sam- bandsfræði þessi nú stunduö I fúl- ustu alvöru. Meðal visindamann- anna er stjörnufræðingurinn Ron- ald Bracewell, sem hefur skrifaö skemmtilega bók um efnið (The Galactic Club. Intelligent Life in Outer Space). Sólin sem linsa Snúum okkur að seinni grein- inni, sem birtist i timaritinu Sci- ence fyrir hálfu öðru ári (14. sept., 1979). Von R. Eshleman greinir þar frá þvi, hvernig nota mætti aðdráttarsvið sólarinnar sem linsu eða stækkunargler til Umsjón: Þór Jakobsson. að magna rafsegulöldur frá fjar- lægum sólum — og hnöttum. Var þá bæði átt við geislun úr náttúr- unnar riki eins og komist er að orði — og hugsanlegar sendingar frá vitsmunaverum. Albert Einstein hafði á sinum tima lýst þvi, hvernig aðdráttar- afl stjörnu gæti „afvegaleitt” geisla, sem komnir eru frá ann- arri stjörnu. Geislarnir brotna, ekki ósvipað og ljósgeislar i stækkunargleri og gleraugum. Eshleman álitur, að menn muni i framtíðinni notfæra sér aðdrátt- arsvið sólarinnar til að skoöa fjarlægar sólir og ókunna hnetti. Væri geimfar frá j irðinni stað- sett i námunda i brennidepil raf- segulgeislanna frá öðru sólkerfi, gæti þar á aö lita. Þaðan sæist og heyrðist jafn skýrt milli stjarna eins og nú á dögum i geimferðum milli staða innan sólkerfis okkar. Geislun, sem verur með tækni- þekkingu kynnu að vera að út- varpa, mundi magnast 100 millj- ón sinnum á þessum slóðum. En galli er á gjöf Njarðar: það eru allmargar dagleiðir i næsta brennidepil þar, sem við gætum horft gegnum stækkunarglerið mikla. Þangað er 500 sinnum lengra en til sólarinnar og vel það, eða 3 ljósdagar. En kannski væri samt vel þess virði að leggja á sig 15ára geimferðalag til þessa staðar — og jafnvel tvöfalt þetta, ef við nennum heim aftur —, þvi að svo máttugur yröi sjónaukinn, að hnöttur I 20 ljósára fjarlægð frá jörðinni, og á stærð við hana, liti þar út fyrir að vera tvisvar sinnum stærri en sólin séð héðan. Af fr imansögðu má vel imynda sér af „mannkyn” úti i geimnum hafi nJ pegar fært sér i nyt sól sina sem stækkunargler. Sólgler- augu þessara vitringa yrðu nægi- lega öflug til að magna margfald- lega dauft endurskin jarðarinnar okkar litlu og greina I sundur smáttog stórt, höf, lönd og mann heim. Ef til vill höfum við veriö aðhlátursefni þeirra lengi.

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.